Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Side 14
14 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SfMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 - GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ferðaþjónustan blómstrar Þegar rætt er um gengi einstakra atvinnugreina vill oft gleymast sú mikla gróska sem er í íslenskri ferðaþjónustu. Þar hefur krumla ríkisafskipta ekki náð sama takinu og þekkist í öðrum greinum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa því fengið að spreyta sig með góðum árangri. Greinin hef- ur því skilað miklum og síauknum arði í þjóðarbúið í stað þess að gera út á skattpeninga almennings. Aukið frelsi í flugi hefur orðið til þess að fargjöld hafa lækkað. Það skiptir miklu máli þegar boðnar eru íslands- ferðir á erlendum mörkuðum. Samkeppnin er hörð og óneitanlega eru ferðir til íslands í dýrari kantinum fyrir fólk, hvort sem það er austan hafs eða vestan, aðeins vegna legu landsins. Þar kemur á móti að við höfum upp á margt að bjóða sem freistar, hreint land og loft, nátt- úrufegurð og síðast en ekki síst víðáttu og óbyggðir. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum námu 18,7 milljörðum á síðasta ári. Aukningin milli ára var frá 16,8 milljörðum eða um 11 prósent. Fargjaldatekjur námu um 7,9 miUjörðum og er aukningin þar um 10 prósent og alls eyddu ferðamenn um 10,8 milljörðum í landinu. Þessi góði árangur er merkilegur, einkum þegar litið er til þess að aukningin milli ára verður utan hins hefð- bundna ferðamannatíma. Þar hefur náðst árangur með ráðstefnuhaldi og ýmsum nýjungum. Athyglisvert er til dæmis að ferðamenn flykkjast hingað um áramót til þess að fylgjast með einstæðri flugeldasýningu þegar gamla árið er kvatt og því nýja fagnað. Sem dæmi um aðra nýjung er jólaland það sem boðið var upp á í Hveragerði. Þangað komu þúsundir manna þrátt fyrir skamman undirbúning, meðal annars talsvert af útlendingum. Ekki er við því að búast að slík nýjung gefi mikið af sér fyrst í stað eða sé jafnvel rekin með tapi. Góð kynning og þolinmæði ætti þó að skila sér í framtíð- inni sé vel á spilum haldið. Haft hefur verið eftir ferðamálastjóra að helst valdi það vonbrigðum að sumarmánuðimir sjálfir, aðalferða- mannatíminn, skiluðu ekki aukningu í fyrra. Þar er því verk að vinna enda hafa menn lagt í mikla fjárfestingu í gistirými og samgöngutækjum. Hann bendir á að hugs- anlega hafi aukið framboð á flugi og gistingu leitt til und- irboða á markaðnum þegar mest var að gera. En ódýrari ferðir þýða að fLeiri koma. Ferðamálastjóri benti á í útvarpsfréttum að farþegum hefði íjölgað mjög i stuttum ferðum, t.d. helgarferðum. Þeim ferðum fylgir mikil eyðsla á skömmum tíma og mikið verður því eftir. Lágpakkaverðið skilar sér því í hagkerfi landsins. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um helgina er bent á það að eitt af því sem einkenni þýskt atvinnulíf séu löng frí starfsmanna, 5-6 vikna frí á ári. Þetta er svipað og þekkist á íslandi. Til samanburðar er bent á styttri frí í Bandaríkjunum og Japan. Meðal annars vegna þessa hlaðist aukakostnaður á sjálf launin og þýskt atvinnulíf sé ekki samkeppnisfært við atvinnufyrirtæki í Japan og Bandaríkjunum. Það er rétt að þessi löngu orlof eru fyrirtækjunum dýr og það er vel þekkt hérlendis. En á móti kemur að Þjóð- verjar eru með mestu ferðamönnum og við njótum góðs af löngum ffíum þeirra og um leið áhuga á íslandi. Það er eðlilegt að spurt sé hvort íslendingar og Þjóð- verjar hafi efni á lengri fríum en Bandaríkjamenn og Japanir. íslendingar verða að líta í eigin barm í þeim efn- um. Á hitt ber einnig að líta að það er hagur íslenskrar ferðaþjónustu að nágrannar okkar eigi þokkalegt orlof svo þeir geti látið það eftir sér að njóta þess hérlendis. Jónas Haraldsson „Fordæmi er þó fyrir að Alþingi hafi hrist af sér slyðruoröið þegar það tók Ríkisendurskoðun undan fram- kvæmdavaldinu," segir Magnús í grein sinni. Aöskilnaöur framkvæmda- og dómsvalds: Nýtt verksviö fyrir forsetann Samkvæmt stjórnarskránni, sem konungurinn færði okkur 1874, er valdinu skipt í þrennt, þ.e löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þessi stjórnarskrá gild- ir enn með smávægilegum breyt- ingum. Framkvæmdavaldið tók við af konunginum og hefur stjórnað í raun öllum þremur þátt- unum síðan. Mismunur á einræði konunga á fyrri öldum og einræði fram- kvæmdavaldsins á íslandi nú er ekki fólginn i mismunandi völd- um. Mismunurinn er sá að á fjög- urra ára fresti hið lengsta kjósum við einræðið yfir okkur en áður var það tekið að erfðum á milli þess sem skipt var um konungs- ættir með vopnavaldi. Þrýstingur frá Evrópu Kjallarinn Magnús Bjarnason verkfræðingur dómstólarnir og stjórnun allra mála þeirra verði tekin af því. Þar með væri aigerlega skorið á tengsl framkvæmda- og dómsvalds. Auðvitað þarf að hafa áfram yfirstjórn á dómsmálum en póli- tískur ráðherra hefur ekkert um störf dómstóla að segja eftir þetta. Forsetinn færi með yfirstjómina með aðstoð löglærðs embættis- manns sem væri ígildi ráðuneytis- stjóra. Engin ástæða virðist til þess að efast um að forsetinn gegni þessu hlutverki vel, a.m.k. hefðu þeir fjórir, sem hingað til hafa ver- ið í embætti örugglega valdið því með sóma. Hver sá sem á annað borð hlýtur kosningu hjá þjóðinni mun einnig gera það. Samkvæmt framansögðu virð- ast ekki vera mikil líkindi til þess að breyting verði, þar sem hún „Til þess að færa stjórnskipanina nær stjórnarskránni legg ég til að dómsvaldið verði alfarið tekið af framkvæmdavaldinu og lagt undir forsetaembættið. Dómsmála- ráðuneytið verði lagt niður.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismaö- ur o.fl. hafa bent á að í málum sem ríkisstjórn finnst skipta máli er krafist flokksaga við atkvæða- greiðslur á þingi. Ráðherrar eru forustumenn í flokkum sínum (annars væru þeir ekki ráðherrar) og geta i krafti þess ákveðiö hvernig þingflokkur greiðir at- kvæði. Á þennan hátt ákveður framkvæmdavaldið hvemig lögin eru sem sett eru á þingi. Dómsmál heyra undir dómsmálaráðuneytið sem er hluti af framkvæmdavald- inu. Því eru settar vinnureglur sem eru sniðnar að þörfum fram- kvæmdavaldsins. Framkvæmda- valdið ákvarðar ijármagn sem fer til dómsmála. Það stjórnar kjörum dómara. Með þessu tryggir það að dómstólarnir séu háðir fram- kvæmdavaldinu. Virtir lögmenn hafa fært rök fyrir því að dómstól- arnir séu hallir undir ríkið sem m.a. lýsir sér í því að sé minnsti vafi í máli sé ríkið látið njóta vafans og þvi dæmt í vil. Þetta er' rökrétt afleiðing af framansögðu. Forsetinn með yfirstjórnina Til þess að færa stjómskipanina nær stjórnarskránni legg ég til að dómsvaldið verði alfarið tekið af framkvæmdavaldinu og lagt undir forsetaembættið. Dómsmálaráðu- neytið verði (pgt niður. Sá hluti þess, sem lýtur að innheimtu gjalda fyrir ríkið, löggæslu og ýmsum skráningum verði áfram undir framkvæmdavaldinu en skerðir völd framkvæmdavalds- ins. Ef til vill ná Siv og aðrir ung- ir þingmenn að aðskilja löggjafar- og framkvæmdavaldið áður en þau verða sjálf ráðherrar og er þá von. Fordæmi er þó fyrir að Al- þingi hafi hrist af sér slyðruorðið þegar það tók Ríkisendurskoðun undan framkvæmdavaldinu. Mikil breyting varð á starfsemi hennar við það og er framkvæmdavaldið oft ergilegt ýfir að ráða ekki leng- ur hvað og hvernig skoðað er hjá því. Magnús Bjarnason Skoðanir annarra Verðmæti fyrirtækja „Undanfarin ár hafa komið upp ýmis tilfelli þar sem fyrirtæki eru metin rangt, ýmist of hátt eða lágt ... Ástæður vanmats fyrirtækja geta verið margvís- legar. Fyrirtæki með tímabundinn taprekstur eða þau sem eru í örum vexti eru oft vanmetin. Önnur ástæðan er sú að í þekkingarþjóðfélagi er sífellt stærri hluti af eignum fyrirtækis bundið í hugvit- inu, þekkingunni og þeirri vöruþróun og markaðs- setningu sem átt hefur sér stað.“ Þorkell Sigurlaugsson í Viðskiptabl. 14. febr. Verkaskipting sjúkrahúsa „Það verður einfaldlega að nást sátt milli stofnana hér á höfuðboragarsvæðinu um skipulag og upp- byggingu þessarar miklu starfsemi... Það er kominn tími til að við finnum lausn á þessu viðkvæma máli, ekki síst til þess að starfsfólk og stjórnendur þessara stofnana telji sig ekki lengur þurfa að verja verð- mætum tíma sínum í átök um sameiginlega fjár muni ríkissjóðs ... í mínum huga eru svona breyting- ar hagræðing sem ekki á að þurfa að tengjast flokkapólitík." Ingibjörg Pálmadóttir í Tímanum 15. febr. Sannfæring á Alþingi „í umræðum á Alþingi síðustu daga hefur verið kátlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum stíga í pontu og rifja upp fyrir sjálfum sér stjórnarskrárá- kvæði um að þingmönnum beri að fylgja sannfær- ingu sinni. Engir vita betur en óbreyttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að þetta ákvæði stjórnarskrár- innar er ekki hátt skrifað í þeirra flokki ... Ýmis teikn eru á lofti þessa daga um þá lítilsvirðingu sem sjálfstæðisme’nn sýna Framsókn í stjómarsamstarf- inu.“ Úr forystugrein Alþbl. 15. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.