Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 16
16 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Gult* rautt grænt ♦ blátt t Kakarastofan tQapparstíg Þú þarft aöeins eitt símtal í Íþróttasíma DV tii aö heyra nýjustu úrslitin í fótbolta, handbolta og körfubolta. þar er einnig að finna úrslit í NBA deildinni og í enska, ítalska og þýska boltanum. # *» 9 0 4 5 0 0 0 Góður! Teg.392 f Efni: Olíuborið nubuk Með: Vatnstungu úr nubuk Gri-Tex fóðraðir: Fyrir vatni og vindi Bólstraðir með: Hitajafnandi einangrun Migrosólar: Mjög léttir Með: Aukahœlpúðum Með: Mótuöum ^ innsóla 1 Halda vel o'v að ökkla. Grí-sport gönguskór Fást á eftirtöldum útsölustöðum: Reykjavik: Vesturröst, Húsasmiðjan. Kópavogi: Skóbúð Kópavogs. Akranesi: Betri Búðin. Borgar- nesi: Skób. Borg. Akureyri: Skóhúsið. Húsavík: Skób. Húsavíkur. Egilsstöðum: Kaupfélag Héraðs- búa. Höfn Hornafirði: KASK. Þorlákshöfn: Versl. Stoð. Kynningarverð meðan birgðir endast. fslenzka Verzlunarfélagið - umboðsmenn á íslandi. ^eð á nótununn Verödæmi stutt srn Dömu- og herraklipping Barnaklipping Hettustrípur Alstrípur Permanent kr. 1.190 kr. 900 kr. 1.700 2.100 kr. 2.900 3.400 kr. 2.700 2.990 Viö viljum sérstaklega bjóöa Þórunni Sif Böövarsdóttur hársnyrtimeistara velkomna til starfa. Laugavegi 45a • Sími 552-3430 Meniúng Maður, járn og leir á sýningum í Gerðarsafni Þó maðurinn sem myndefni hafi orðið æ fyrirferð- arminni á sýningum þá eru enn til þeir listamenn sem vinna fyrst og frémst út frá manninum. Þeirra á meðal er Steinunn Þórarinsdóttir sem um helgina opnaði sýningu á höggmyndum í Gerðarsafni. En í samræmi við brotakennda heimsmynd samtímans eru mannsmyndir Steinunnar brotakenndar og gjarn- an spyrtar saman við hluti og form úr jafn ólíkum efnum og gifsi, járni, blýi og gleri. Steinunn hefur einnig notað leir í verk sín líkt og Ólöf Erla Bjarna- dóttir sem sýnir í kjallara Gerðarsafns. Þar eru form- hrein og áferðarfalleg helgiskrín og trog á stöplum auk fiögurra lágmynda er byggja á pýramídaforminu. Myndlist Úlafur J. Engilbertsson Loks er í Geröarsafni sýning á myndverkum Þjóöverj- ans Thomasar Hubers sem byggð eru á sögum Eddu- kvæðanna og upplifun listamannsins á hálendi ís- lands. Þar er um aö ræða eins konar myndasögur í málverksformi auk pappaskúlptúrs sem frómt frá sagt vöktu ekki mikla hrifiiingaröldu í brjósti undir- ritaðs, þó Herðubreið hafi hér vissan þokka. í flestu tilliti er sem sýning þessi sé sprottin úr kolli unglings sem aldrei hefur í listaskóla komið. Því miður er raunin önnur. í álögum rýmis og efnis Á sýningu Steinunnar eru fiórtán verk, ýmist lág- myndir eða skúlptúrar, unnin í gifs, seigjám, jám, blý og gler. Á síðustu sýningu Steinunnar var manns- figúran algerlega horfin úr verkum hennar og var myndveröld hennar sýnu tómlegri fyrir vikið. Þó verður ekki hjá því litið að Steinunni hefur gengið af- skaplega misvel að túlka mannslíkamann. Það er stundum eins og hún vandi til verka þar sem eru and- lit og hendur en láti meira ráðast hvemig búkurinn formast. Á sýningunni í Gerðarsafni era verk á borð við Himin (nr. 10) og Vist (nr. 11) sem líða nokkuð fyr- ir stirðlega formun búka samanborið við andlit. Verk nr. 12 og 13, Dagur og Nótt, em hins vegar betur unn- in hvað þetta varðar og fýrir bragðið sterkari verk. Að mínu mati standa tvær gifsmyndir upp úr; Móða (nr. 3) og Díalóg (nr. 7). í þessum verkum býr í senn einfaldleiki og spenna. Jám- og glerverk nr. 9 og 12, Bjartur og Vé, em einnig áleitin í einfaldleik sínum og þau era um leið góðir fulltrúar fyrir myndgerð Steinunnar síðasta áratuginn eða svo sem einkennst hefur af draumkenndum og brotakenndum figúm- myndum sem em líkt og í álögum rýmis og efnis. Pýramídar, trog og skrín Ólöf Erla Bjamadóttir vísar til kristinnar tákn- fræði með sínum verkum sem byggjast formrænt séð á samspili ferhymings og þríhymings; heilagrar þrenningar og femunnar sem táknar bæði höfuðátt- Bjartur, verk eftir Steinunni Þórarinsdóttur. imar og hin fiögur hom heimsins auk þess sem talan fiórir mun tákna sjálfa jörðina - leirinn. Fjórar lág- myndir sem eiga að tákna fiögur hom heimskringl- unnar vöktu sérstaka athygli mína fyrir vönduð vinnubrögð sem byggjast á mikilli tilraunavinnu viö brennslu og áferð. Þarna er um að ræða pýramída sem minna sumpart á svartfuglsegg, sumpart á Krýsuvík, sumpart á Jökulsárlón; fiölskrúðug og sterk samsetning. Helgiskrin Ólafar Erlu eru af nokkrum stærðum og gerðum og stóðu þar nr. 6,12 og 18 upp úr að mínu mati sem sjálfstæðir gripir. Trog- in era enn áferðarfallegri hjá Ólöfu og em trog nr. 22 og 23 sérstaklega áhugaverð vegna samspils mósaíkur og leirs, nr. 27 og 28 fyrir samspil áferðar og mósaík- ur og nr. 30 og 33 fyrir litauðuga áferð. í heild er hér um að ræða mjög áhugaverða og sterka leirlistarsýn- ingu sem fer mjög vel í salarkynnum Gerðarsafns. Hringiða Frístæl-danskeppni Tónabæjar lauk á föstudaginn. í hópkeppninni sigraði hópurinn Dust sem einnig er Reykjavíkurmeistari en hann skipa þær Þórdís Schram, Inga Maren, Ásdís ingvadóttir, María Blöndal og Sigyn Blöndal DV-mynd Teitur íslenskir dagar Stöðvar 2 og Bylgjunnar hófust í Perlunni um helgina. Fjöl- mörg fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. Aldís Ósk Egilsdóttir og Unn- ur Sif Antonsdóttir prófuðu glæsilegan vélsleða sem til sýnis var. DV-mynd Teitur íslenskir loðdýrabændur stóðu fyrir sýningu á afurðum sínum í Súinasal Hótel Sögu á laugardaginn. Vífill Búason, bóndi á Ferstiklu, og Sigur- jón Bláfeld skoðuðu minka- og refa- skinnin sem til sýnis voru. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.