Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996
Fréttir
„Sjóræningjaspóla“ meö Bubba Morthens á götumarkaði í London:
Fínt ef atvinnulausir fá spólu
með mér fyrir pundiö
- segir Bubbi en Skífan ætlar aö rannsaka málið
Bubbi Morthens með „sjóræningjaspóluna" sem landar hans keyptu hjá
götusala í London nýlega. Á spólunni eru upptökur af tónleikum Bubba í
Borgarleikhúsinu 28. nóvember síðastliðinn. DV-mynd BG
Frystihúsið skipt-
ir með kvóta
DV, Ólafsfirði
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hefur
frá byrjun vinnslu eftir áramót
fengið afla gegnum beina samninga
með kvótaviðskipti. Þar með hefur
hráefni til vinnslu verið tryggt en
allt kapp er lagt á að halda uppi
fullri atvinnu. Hráefnisverðið er
svolítið hærra, að sögn Karls Guð-
Panasonic
Ferðatæki RX DS25
Ferðatæki með geislaspilara,
40W magnara, kassettutæki,
útvarpi m/stöðvaminni og
fjarstýringu.
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
mundssonar, framkvæmdastjóra
HÓ, en fiskurinn er mun betri.
Framleiðslan hefur farið í dýrari
pakkningar en unnt hefur verið að
vinna úr togarafiski. Langmest af
þroskinum sem HÓ kaupir er veidd-
ur á línu eða dragnót. Hann kemur
1-4 daga gamall, samanborið við
5-10 daga úr togurum.
-HJ
Alþingi:
Ríkisbankarnir
ekki sameinaðir
Það kom fram í máli Finns
Ingólfssonar viðskiptaráðherra á
Alþingi á mánudag að ekki stend-
ur til að sameina Landsbankann
og Búnaðarbankann eins og for-
maöur bankasljómar Landsbank-
ans hefur sagt að sé æskilegt.
Finnur sagði að hann hefði
skipað nefnd til að kanna form
breytingar á ríkisbönkunum og
væri hún enn að störfum. Hann
sagði að í stjórnarsáttmálanum
væri gert ráð fyrir því að ríkís-
bönkunum yrði breytt í hlutafé-
lög. Sagöist hann vona aö þaö
tækist fyrir næstu áramót.
Það var Svavar Gestsson sem
bar fram fyrirspurn til viðskipta-
ráðherra um þetta mál og gagn-
rýndi það að ekki skuli unnið að
þvi að sameina ríkisbankana í
einn sterkan banka, eins og hann
orðaði þaö. -S.dór
DV fékk nýlega í hendur hljóð-
snældu frá íslendingum sem keyptu
hana hjá götusala á Canden Town
markaði í London. Ekki svo ýkja
merkilegur viðburður nema hvað
um svokallaða „sjóræningjaspólu"
er að ræða með upptökum af tón-
leikum Bubba Morthens í Borgar-
leikhúsinu 28. nóvember sl. „Útgef-
andi“ spólunnar er Iceboots sem
segir sig meðlim í International
Tapers Association, ef marka má
heimatilbúna kápu í spóluhulstr-
inu. Á kápunni er birtur listi yfir
lögin á spólunni og flytjendur auk
nokkuð ítarlegs inngangs á ensku
um Bubba Morthens.
„Mér finnst það merkilegt að
götusali skuli selja sjóræningja-
spólu af tónleikum með mér. Svona
er nú veröldin. Það eru ekki bara
biskupar sem eru í góðum málum,“
sagði Bubbi Morthens þegar DV
hafði samband við hann og til-
kynnti honum tíðindin. Hann sagð-
ist hvorki geta riíist eða skammast
vegna þessa máls.
„Hvað getur maður gert? Það er
fint ef atvinnulausir fá spólu með
Bubba fyrir pundið. Það er gott mál.
Ég get ekki annað en gefið þessum
sjóræningjum plús. Ef þetta gerðist
hérna heima myndi ég sennilega
lyfta fingri.“
Bubbi sagðist lengi hafa vita af
sjóræningjaupptökum til sölu á
svörtum markaði á Norðurlöndun-
um en það kæmi sér á óvart að slíkt
gerðist í Bretlandi.
„Það er auðvitað alltaf alvarlegt
þegar brotið er á höfundarréttinum
eins og í þessu tilviki. Við munum
beita öllum ráðum til að komast að
því hverjir hafa verið þarna að
verki og reyna að koma lögum yfir
þá. Á hinn bóginn sýnir þetta að
hróður Bubba hefur borist víðar en
um lsland,“ sagði Jón Ólafsson, eig-
andi Skífunnar, sem er útgáfuaðili
Bubba Morthens.
-bjb
Búnaðarþing:
Emerald-tiónið
Á búnaðarþingi, sem lauk sl.
sunnudag, voru málefni Lífeyris-
sjóðs bænda talsvert til umfjöllun-
ar. Samþykkt var ályktun þar sem
harmað var það tjón sem sjóður-
inn varð fyrir vegna lánveitinga til
Emerald Áir. Jafnframt var stjórn-
inni þakkað fyrir að hafa tekið vel
og röggsamlega á málinu þegar
það kom upp á yfirborðið. Fyrir
þinginu lá tillaga um að afnema
skylduaðild að sjóönum en hún
var ekki samþykkt.
Umræður um skipulagsmál
Bændasamtakanna og verkaskipt-
ingu milli heUdarsamtakanna og
einstakra búgreinafélaga tóku
mikinn tíma á þinginu. Samþykkt
var tillaga um að fela stjórn
Bændasamtakanna umboð til þess
harmað
að ganga frá samningum við bú-
greinafélögin um þessi mál. Sigur-
geir Þorgeirsson, framkvæmda-
stjóri Bændasamtakanna, sagði að
í stórum dráttum fælist í þessu að
skUgreina og binda niður í samn-
ingum það fyrirkomulag sem unn-
ið hefur verið eftir.
-SÁ
Togarinn Runólfur SH:
Með lifandi
sandhverfu
DV, Grundarfirði:
Togarinn Runólfur SH 135 kom
með lifandi sandhverfu tU hafnar
núna í vikunni. Að sögn Ingimars
Hinriks Reynissonar, skipstjóra á
Runólfi, veiddist sandhverfan á
óvenjulega miklu dýpi eða 320
faðma.
Hafrannsóknastofnun hafði ekki
áhuga á að kaupa sandhverfuna þar
sem menn þar töldu hana ekki lifa
það lengi. Sandhverfunni, sem var
sex kUó að þyngd, var slátrað og var
hún seld á 1.000 krónur kílóið til
Humarhússins.
-ITP
Björgvin Lárusson, Fiskmarkaði Breiðafjarðar, slátrar sandhverfunni sem
lenti á borðum Humarhússins. DV-mynd ITP
Dönsuðu
í sólarhring
DV, Ólafsfirði:
Unglingárnir hér í Ólafsfirði
stóðu fyrir maraþondansi um
síðustu helgi. Dönsuðu þeir í
heilan sólarhring til að safha
áheitum frá einstaklingum og
fyrirtækjum til að fjármagna
ferð sem farin verður á vegum
félagsmiðstöðvararinnar tU
Reykjavíkur.
-HJ
Öryggis-
reglur
hertar hjá
ferjum
DV, Vestmaimaeyjum:
Átján Evrópuþjóöir sam-
þykktu fyrir skömmu samning
sem kveður á um hertar öryggis-
reglur fyrir farþegaferjur í miUi-
landasiglingum og ná því ekki til
Vestmannaeyjaferjunnar Herj-
ólfs. Herjólfur uppfyllir þessi
skUyrði að sögn Magnúsar Jón-
assonar framkvæmdastjóra.
Nýju reglurnar na 'il 18 þjóöa í
Norðvestur-Evrópu og komá í
kjölfar tíðra slysa á ferjum.
„Reglurnar ná eingöngu tU
skipa í mUlilandasiglingum og
eru því Herjólfi óviðkomandi.
Þrátt fyrir það uppfyllir Herjólf-
ur þessi skUyrði eftir því sem
næst verður komist. Við bíðum
aðeins eftir að fá það staðfest,“
sagði Magnús.