Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Síða 26
50 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Afmæli Gísli Brynjólfsson Gísli Brynjólfsson bifreiöar- stjóri, Árskógum 6, Reykjavík, er sjötíu og flmm ára í dag. Starfsferill Gísli fæddist að Þykkvabæjar- klaustri í Álftaveri í Vestur- Skaftafellssýslu og ólst þar upp. Hann hóf akstur á vöruflutninga- bílum 1944 frá Vík í Mýrdal og ók frá Vík og Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur til ársins 1953. Þá flutti hann til Reykjavíkur og hóf akstur sem leigubifreiðarstjóri og starfaði við það til 1994. Fjölskylda Gísli kvæntist 5. nóvember 1955 Þórönnu Brynjólfsdóttur, f. 11.8. 1926, húsmóður og aðstoðarmanni á Landspítala. Hún er dóttir Ás- laugar Vigfúsdóttur húsmóður og Brynjólfs Einarssonar, verka- manns í Reykjavík. Þau bjuggu áður í Hjörleifshöfða og Dyrhól- um í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu. Börn Gísla og Þórönnu eru Guðrún, f. 16.7. 1956, landfræðing- ur og lektor við Háskóla íslands, og er sonur hennar Freyr Tómas- son, f. 12.6. 1983; Sigurður Reynir, f. 9.10.1957, doktor í jarðfræði á Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, kvæntur Málfríði Klöru Kristiansen arkitekt og eiga þau tvö börn, Birni Jón, f. 13.5. 1993, og Önnu Diljá, f. 13.5. 1993; Ás- laug, f. 13.4. 1964, landfræðingur og kennari við FB, gift Þórði Kristni Jóhannessyni viðskipta- fræðingi og eiga þau tvö börn, Kristínu Rut, f. 23.11. 1990, og Gísla Þór, f. 2.2. 1993. Alsystkini Gísla eru Halldóra, f. 1922, býr í Kópavogi; Hilmar Jón, f. 1925, býr á Þykkvabæjar- klaustri; Katrín Sigrún, f. 1926, býr í Vík í Mýrdal; Bárður, f. 1928, býr í Þorlákshöfn; Oddur, f. 1930, býr í Kópavogi. Hálfsystkini Gísla eru Þuríður Bárðardóttir, f. 1913, d. 1988, bjó í Kópavogi; Guð- jón Bárðarson, f. 1915, býr á Sel- fossi; Þórhildur Bárðardóttir, f. 1916, d. 1988, bjó í Vestmannaeyj- um. Foreldrar Gísla voru Guðrún Þórðardóttir, f. 1888, d. 1965, hús- móðir á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, og Brynjólfur Pétur Oddsson, f. 1898, d. 1987, bóndi á Þykkvabæjarklaustri. Foreldrar Brynjólfs voru Oddur Brynjólfs- son og Hallfríður Oddsdóttir. For- eldrar Guðrúnar voru Þórður Jónsson í Hellum í Mýrdal og Ragnhildur Jónsdóttir, kona hans. Gísli Brynjólfsson. Gísli verður að heiman á af- mælisdaginn. Flosi Ólafsson Flosi Ólafsson múrarameistari, Kögurseli 28, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Starfsferill Flosi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann tók sveinspróf í múrsmíöi 1976 og meistarapróf 1978. Hefur starfað aö iðninni á höfuðborgarsvæðinu og reist þar bæði staðsteypt og verksmiðju- framleidd hús úr steinsteypu. Flosi starfaði sem sjálfstæður at- vinnurekandi frá 1980 til 1991 en hefur síðan unnið á Verkfræði- stofunni Línuhönnun hf. Hann hefur auk þess starfað sem mats- maður og meðdómari hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í ágreinings- málum varðandi byggingar. Fjölskylda Sonur Flosa og Kristínar B. Sig- urjónsdóttur, f. 15.5.1959, fv. sam- býliskonu hans, er Hólmgeir El- ías, f. 7.4. 1981. Sonur Flosa og Rannveigar Óskar Agnarsdóttur, f. 31.12.1955, fv. sambýliskonu hans, er Valgeir Ólafur, f. 12.10. 1987. Alsystkini Flosa eru Sigrún, f. 13.12. 1950, kennari í Reykjavík; Vörður, f. 29.7. 1961, húsasmíða- meistari í Reykjavík; Harpa, f. 14.6. 1965, þjóðhagfræðingur í Reykjavík; Hálfsystir Flosa er Lilja Ólafsdóttir, f. 28.3. 1943, for- stjóri Strætisvagna Reykjavikur. Foreldrar Flosa eru Valgerður Guðmundsdóttir, f. 10.1. 1927, hús- móðir og Ólafur Hólmgeir Páls- son, f. 7.7. 1926, múrarameistari. Ólafur er Húnvetningur frá Sauðanesi i Torfalækjarhreppi. Valgerður er Árnesingur frá Böð- móðsstöðum í Laugardalshreppi. Flosi Ólafsson. Hreinn Hjartarson. Hreinn Hjartarson Hreinn Hjartarson, bUasali og dyravörður, Njálsgötu 108, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Hreinn fæddist í Reykjavík en ólst upp á Eyrarbakka. Hann gekk í gagnfræðaskólann. á Selfossi og var síðan á sjó til 1980. Hreinn starfaði hjá fsal til 1983 og vann við verslunarstörf til 1988 er hann hóf störf sem bUasali. Fjölskylda Börn Hreins og Iðunnar Ásu Hilmarsdóttur, f. 22.5. 61, fv. eigin- konu hans, eru Asta Huld, f. 2.11. ’81; Hjördís Gígja, f. 21.9. ’86, og Hreinn Orri, f. 17.11. ’89. Systkini Hreins eru Jón, f. 8.3. 1946, verkamaður í Reykjavík, og Vigdís, f. 2.3.1951, starfsmaður á barnaheimili á Selfossi, gift Þórði G. Árnasyni trésmið og eiga þau tvö börn. Foreldrar Hreins eru Ásta Er- lendsdóttir, f. 1921, húsmóðir, Eyr- arbakka, og Hjörtur Leó Jónsson, f. 1918, fv. hreppstjóri, Eyrar- bakka. Hringiðan Námskeið í dönsum var eitt af því fjölmarga sem boðið var upp á á ný- afstöðnum Laugadögum í Fram- haldsskólanum á Laugum í S- Þing- eyjarsýslu. Námskeiðið fór fram í íþróttahúsinu á staðnum og var mjög vel sótt. Margir reyndust hafa áhuga á að læra þessa sígildu dansa og hér má sjá nokkra í góðri sveiflu. DV-myndir JSS Meðal þess sem nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum í S- Þingeyjarsýslu höfðu fyrir stafni á svokölluðum Laugadög- um, sem er þemavika í skólanum, var að læra að búa til pitsu. Það var mikið umleikis í nemendaeld- húsinu á staðnum þegar sú kennsla fór fram. Hér sést Björn Albertsson smakka á krásunum hjá lærimeistaranum Ghasoub Abed. Til hamingju með afmælið 13. mars Karl Guðmundsson, Barði, Raufarhafnarhreppi. Árni Guðmundsson, Þóristúni 3, Selfossi. 60 ára Margunnur Kristjánsdóttir, Grjótaseli 15, Reykjavík. Gylfi Sigurjónsson, Laugarás- vegi 41, Reykjavik. Aðalheiður S. Sveinsdóttir, Bollagörðum 87, Seltjamarnesi. Inga Steinþóra Ingvadóttir, Dalalandi 11, Reykjavík. Fanney Sigurðardóttir, Heiðar- bæ 15, Reykjavík. Auður Svala Knudsen, Njáls- götu 77, Reykjavík. 50 ára Halldór Haraldsson, Miðstræti 3, Vestmannaeyjum. Jón Karlsson Lýðsson, Hagamel 47, Reykjavík. Sesselja G. Antonsdóttir, Loka- stig 1, Dalvík. Hörður Guðmundsson, Kletta- borg 4, Akureyri. Vöggur Jónasson, Sunnuhlíð 21c, Akureyri. 40 ára Rúnar Heimir Georgsson, Heið- arholti 25, Keflavík. Þorbjörg Marta Bergsdóttir, Gaularási, Austur-Landeyja- hreppi. Sigurður Pétur Ólafsson, Kaldaseli 18, Reykjavík. Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir, Lerkigrund 3, Akranesi. Trausti Baldursson, Hverfis- götu 57, Hafnarfirði. Rúnar Jónsson, Stapasíðu 17b, Akureyri. Smá- auglýsingar 90 ára Jóhanna Stefánsdóttir, Báru- götu 15, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Heiðarbæ, Skaftárhreppi. 85 ára Jónas Sigurðsson, Skúlagötu 40, Reykjavík. 80 ára Jóhann Oddsson, Hríseyjargötu 15, Akureyri. Lovísa Bjömsdóttir, Hólavegi 15, Sauðárkróki. 75 ára_________________________ Jón Egilsson, Ölduslóð 10, Hafn- arfirði. Jón Karlsson, Jökulgrunni 3b, Reykjavík. Ásdís Jónsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi. Heiðbjört Hlín Kristinsdóttir, Litla- Garði, Eyjafiarðarsveit. Jóhannes Tómasson, Fífilgötu 8, Vestmannaeyjum. Ásgeir Guðjónsson, Lokastíg 26, Reykjavík. 70 ára Jóhannes Guð- mundsson bóndi, Arnar- hóli, Gaulverja- bæjarhreppi. Jó- hannes og eigin- kona hans, Borghildur Þor- grímsdóttir, taka á móti gest- um i Félagslundi, Gaulverjabæj- arhreppi, laugardaginn 16. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.