Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
Neytendur
Bragðkönnun DV á páskaeggjum:
Nánast sama
bragð að öllu
- meira inni í eggjunum nú, segja matgæðingar DV
Sigmar B. Hauksson, Úlfar Eysteinsson og Dröfn Farestveit smökkuðu á páskaeggj-
um frá Mónu, Nóa-Síríusi, Opal og Góu. DV-mynd BG
Líkt og á sama tíma á liðnu ári
fékk Neytendasiðan matgæðinga DV
til þess að bragða á páskaeggjum.
Líkt og áður gáfu þeir eggjunum ein-
kunn frá 1 og upp í 5 (l=mjög vont,
2=vont, 3=sæmilegt, 4=gott, 5= mjög
gott).
Samanlögð einkunn Sigmars B.
Haukssonar, áhugamanns um matar-
gerð, Drafnar Farestveit hússtjórnar-
kennara og Úlfars Eysteinssonar,
matreiðslumanns á Þremur Frökk-
um, bendir til þess að súkkulaðið
þyki aðeins sæmilegt því hæsta sam-
anlögð einkunn þriggja framleiðenda
var 10 af fimmtán mögulegum. Bragð-
ið þótti mjög líkt.
Fjögur egg voru í könnuninni: frá
Mónu, Nóa-Síríusi, Opal og Góu. Egg-
in frá Mónu, Nóa-Síríusi og Opal
fengu 10 í einkunn, af 15 mögulegum,
en eggið frá Góu fékk 8 stig.
Vantar súkkulaðibragðið
„Svipað dropabragð af eggjunum
frá Nóa-Siríusi, Opal og Góu. Vantar
gamla, góða súkkulaðibragðið," sagði
Úlfar en honum fannst best bragðið af
Mónu-egginu. Hann gaf því fjóra í
einkunn.
Dröfn var á því að Opal-eggið
bragðaðist best en sagðist ekki flnna
neinn mun á eggjunum frá Nóa-Sír-
íusi og Mónu. Hún gaf egginu frá
Opal 4 í einkunn og hinum tveimur 4
í mínus. Mínusinn er ekki tekinn
gildur í einkunnagjöfinni í töflunni.
Um eggið frá Góu sagði Dröfn: „Skil-
ur eftir sig fitubragð í munninum.
Sigmar var ósáttastur við bragðið
af eggjunum ef marka má lágar ein-
kunnir hans. Eggin frá Opal og Nóa-
Síríusi fengu þrjá í einkunn. Honum
fannst lítið súkkulaðibragð vera af
egginu frá Nóa-Síriusi en sagði það
þó vera „hæfilega sætt“. Honum
fannst ágætt súkkulaðibragð af egg-
inu frá Öpal en benti á að eitthvað
vantaði í það. Mónu-eggið fékk 2 í ein-
kunn - „gervibragð og lítið spenn-
andi“ - og eggið frá Góu fékk sömu
einkunn: „einkennilegt bragð, ekki
súkkulaöibragð heldur bragð af þurr-
mjólk,“ sagði Sigmar.
Meira innihald
Til gamans skoðuðu Úlfar, Dröfn
og Sigmar eggin með tilliti til útlits
og innihalds og þau voru öll sammála
um að innihaldið væri meira en t.d. í
fyrra. Dröfn og Úlfar gáfu bæði Nóa-
Síríusi og Góu 4 í einkunn fyrir útlit
og innihald. „Ríkulegt að utan og
mikið af innmat," sagði
Úlfar um eggið frá Nóa-Sír-
íusi. Um eggið frá Góu
sagði hann: „Mött áferð en
girnilegt."
Sigmari fannst eggið frá
Opal „frekar fátæklegt“ og
benti á að í þvi væri „lítið
af sælgæti". Hann gaf því
lægstu einkunnina, eða 2.
Dröfh sagði skreytilist-
ina afar svipaða á öllum
eggjunum og „lítið frum-
lega“. Hún gaf eggjunum
frá Opal og Mónu 3 í ein-
kxmn.
Samanlagt fengu eggin
frá Nóa-Síríusi og Góu 11 í
einkunn fyrir útlit og inni-
hald, Móna fékk 9 og Opal 8.
Verð og þyngd
Neytendum til upplýsingar birtum
við verð og þyngd eggjanna sem
keypt voru í Hagkaupi á mánudag-
inn. Samkeppnin er hörð og því gæti
verðið verið breytilegt milli daga og
örugglega milli verslana. Ef marka
má þróunina í fyrra lækkaði verðið
stundum oft á dag síðustu dagana fyr-
ir páska.
Verð og þyngd nú: Móna (nr. 8), 330
g, 988 kr., Nói-Síríus (nr. 5), 425 g,
1.289 kr., Opal (nr. 5), 400 g, 898 kr.,
Góa, 400 g, 899 kr. -sv
Éll jíjjjíjúJlI
Ú = Úlfar D = Dröfn S = Sigmar
Páskaegg frá Mónu:
Sykursýki og
mjólkurofnæmi
Móna framleiðir og selur páska-
egg fyrir fólk með sykursýki og
mjólkurofnæmi. Framleiðsla þessi
hófst 1986 en þá var þess farið á leit
við fyrirtækið að gera páskaegg
fyrir sykursjúkan dreng. Fyrstu
árin voru eggin eingöngu fram-
leidd eftir pöntunum en um 1990
var hafin dreifmg í verslanir.
Skömmu eftir að framleiðslan hófst
fyrir sykursjúka komu sams konar
fýrirspurnir um egg fyrir fólk með
ofnæmi fyrir mjólk. Þessi páskaegg
eru aðgreind frá hinum hefð-
bundnu með skýrri áletrun á
pakkningu.
Málshættir
Málshætt-
ir fylgja
páskaeggj-
um í ár eins
og endra-
nær og fólki
til skemmt-
unar birtrnn
við hér þá
málshætti
sem í eggj-
unum fjór-
um voru.
Móna:
Hálfnað
verk þá háf-
ið er. Nói-Síríus: Þar grær gras
sem girt er um. Opal: Fötin prýða
manninn. Góa: Mótlætiö sem við
búumst við, en kemur aldrei, veld-
ur vanalegast þyngstum áhyggjum.
-sv
fyrir uandláta - á frábæru verði
er hágæða skíða-
og útivistarfatnaður
af úlpum
+ 5% stgr.afsl.
Skíðaúlpur
Skólaúlpur
Léttar gönguúlpur
Sími 553 5320 &
568 8860
Ármúla 40 ■ Reykjavík
Verslunin
er eingöngu framleiddur
úr vatnsheldum efnum,
gæddum miklum
„útöndunar“eiginleikum
10-33%
afsláttur
+ 5% stgr.afsl
Spurt og svarað um almannatryggingar:
Sendið spurningar
til blaðsins
Tryggingastofnun ríkisins held-
ur í dag upp á 60 ára afmæli stofn-
unarinnar. Formlegur afmælis-
dagur er reyndar ekki fyrr en á
mánudaginn, 1. april, en í tilefni
tímamótanna ætlar DV að gefa
lesendum sínum kost á því að
fræðast um almannatryggingar.
Fólk getur sett sig í samband við
umsjónarmann Neytendasíðunn-
ar, Svan Valgeirsson, í síma 550-
5000 og 550-5814 eða i bréfasíma
550-5999, og komið spurningum á
framfæri. Svala Jónsdóttir, deild-
arstjóri fræðslu- og útgáfudeildar
Tryggingastofnunar, mun síðan
svara spurningunum.
Hér er kærkomiö tækifæri til
þess að fá svarað þeim spurning-
um sem brunnið hafa á fólki varð-
andi almannatryggingar og það
hefur ekki vitað hvert best væri
að snúa sér. Hafið samband við
blaðið sem fyrst og reynt verður
að svara sem flestum. -sv
Svala Jónsdóttir.