Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
25
Iþróttir
Iþróttir
Alfreð Gíslason:
„Herferð
gegn okkur
í pressunni"
DV, Akureyri:
„Valsmenn voru miklu betri í dag. Það vantaöi stemninguna í
markvörsluna og vörnina og svo var ekki nægilega mikil hreyfing á
boltanum í sókninni. Patrekur var sá eini sem lék af eðlilegri getu í
sókninni, þannig að það er augljóst hvað fór úrskeiðis hjá okur að
þessu sinni,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA.
„Mér finnst bara leiðinleg sú herferð sem verið hefur í pressunni
síðasta mánuðinn í sambandi við okkur annars vegar og dómarana
hins vegar. Ég er alls ekki að kenna dómurunum um úrslit þessa
leiks. Að mínu mati hafa þeir ekki verið hliðhollir okkur. Pressan fyr-
ir sunnan hefur hins vegar fylkt sér saman í herferð. Eftir henni að
dæma höfum við unnið flesta leikina með hjálp dómaranna. Þetta er
alveg lygilegt. Ég er að velta því fyrir mér hvað liggi hér að baki. Ég
hef reynt að þaga um þetta en ég get það ekki lengur. Þessi umræða
er ekki sanngjörn. Menn eru að draga fram í sviðsljósið ýmis atriði
og ég spyr hvað vaki fyrir mönnum," sagði Alfreð Gíslason eftir leik-
inn gegn Valsmönnum í gærkvöldi. -JKS
Leó Örn Þorleifsson komst lítið áleiðis gegn sterkum Valsmönnum í
gærkvöldi og KA mátti þola slæmt tap.
„Munaði
breiddina
DV, Akureyri:
„Þessi leikur var eins og allir
leikir Vals og KA, spennandi og
skemmtilegur. Leikurinn var í
jafnvægi í fyrri hálfleik. Mér
fannst KA-liðinu bresta kraft og
úthald í síðari hálfleik," sagði
Jón Kristjánsson, þjálfari og
leikmaður Vals.
mikið um
Val í hag“
„í þessum leik munaði mikið
um breiddina, Valsliðinu í hag.
Ég á von á því að KA-liðið verði
í betra dagsformi í næsta leik og
hann verður örugglega mun
jafnari.
Það þarf ekki að koma nema
smákæruleysi í þetta, þá er stutt
í fallið,“ sagði Jón Kristjánsson.
-JKS
KA - Valur (13 -13 ) 26 - 31
0-1, 2-3, 2-5, 5-6, 6-7, 8-8, 10-10, 10-12 (13-13), 14-14, 15-16, 16-18,
17-20, 18-23, 20-25, 21-27, 23-29, 26-31.
Mörk KA: Julian Duranona 11/8, Patrekur Jóhannesson 8,
Jóhann G. Jóhannsson 3, Leó Örn Þorleifsson 2, Björgvin
Björgvinsson 1, Atli Þór Samúelsson 1.
Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 6, Björn Bjömsson 1.
Mörk Vals: Sigfús Sigurðarson 7, Dagur Sigurðsson 7/1, Jón
Kristjánsson 6, Ólafur Stefánsson 6, Sveinn Sigurfinnsson 1,
Valgarð Thoroddsen 1, Ingi Rafn Jónsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16.
Brottvísanir: KA 4 mín., Valur 6 mín.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, ágætir í
alla staði.
Áhorfendur: 1.036, fullt hús.
Maður leiksins: Dagur Sigurðsson, Val.
„Hungrið okkar megin"
Valsmenn betri
á öllum sviðum
- unnu KA, 26-31, og tóku forystuna í einvígi liðanna
)v; Akuxe í' gryfjunni á Akureyri. aðeins einu sinni með forystu og er varsla. Patrekur Jóhannesson va
DV, Akureyri:
Þeir hafa eflaust verið fáir sem
spáðu því fyrir leik Vals og KA að
heimamenn yrðu gestunum auð-
veld bráð. Það kom þó á daginn og
var á köflum ótrúlegt að horfa til
KA-liðsins. Aftur á móti var
Valsliðið líflegt og vann glæsilegan
sigur, 26-31. Hafa verður í huga að
þetta var aðeins fyrsti leikuirnn af
éf til vill fimm leikjum en engu að
síður er byrjun Valsmanna góð,
það að ná að leggja KA að velli í
gryfjunni á Akureyri.
í byrjun læddist að manni að
KA-liðið væri ekki eins að sér og
það á að vera. Allan neista vantaði
enda fór svo að Valsmenn voru
alltaf skrefinu á undan í fyrri hálf-
leik. Vörn Valsmanna var frá byrj-
un eins og klettur og Julian Dura-
nona var í strangri gæslu. Horna-
menn KA voru algerlega klipptir
út og til að gera útslagið varði Guð-
mundur Hrafnkelsson mjög vel í
Valsmarkinu.
í fyrri hálfleik voru KA-menn
aðeins einu sinni með forystu og er
það sjaldgæft í leikjum liðsins á
Akureyri. Inn í leikhléið gengu lið-
in jöfn að velli en það átti heldur
betur eftir að breytast í síðari hálf-
leik. Fljótlega eftir hléið skildi leið-
ir og um miðjan síðari hálfleik
voru Valsmenn búnir að yfirbuga
KA-menn. Valsmenn höfðu gaman
af þvi sem þeir voru að gera og
sýndu oft sín bestu tilþrif á meðan
ekki stóð steinn yfír steini hjá KA.
Það sem öðru fremur varð KA-lið-
inu að falli var slök vörn og mark-
varsla. Patrekur Jóhannesson var
sá eini sem lék af eðlilegri getu en
aðrir voru hreinlega langt frá sínu
besta.
Valsliðið lék skínandi vel og
hungrið í sigur var mun meira en
hjá KA. Valsmenn voru vel
stemmdir og lögðust allir á eitt.
Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðs-
son og Ólafur Stefánsson áttu allir
stórleik bæði í vörn og sókn og
þegar Guðmundur hrekkur í gang í
markinu þarf varla að spyrja að
leikslokum. -JKS
DV, Akureyri:
— sagði formaður handknattleiksdeildar Vals
stefndum að,“ sagði og það kom mér á
Brynjar Harðarson,
formaður hand-
knattleiksdeildar
Vals.
„Það vantaði alla
stemningu í lið KA
„Við erum í skýj-
unum með að hafa
unnið þennan leik.
Þetta var það sem
við þurftum og
óvart. Ég hafði
áhyggjur af því að
hungrið væri þeirra
megin en sem betur
var það ekki svo og
það réð úrslitum."
„Áfangi á langri leið“
DV, Akureyri: „Leikurinn kom mer ekki a óvart. Hann var svipaður og ég átti von á. Liðin eru áþekk og því ómögulegt að spá um framhaldið. Við lékum vel í vörn og sókn en KA-menn mæta örugglega mun grimmari í næsta leik,“ sagði Dag- ur Sigurðsson. -JKS
„Við erum að sjálfsögðu ánægð- ir með að vera búnir að taka for- ystu í þessari baráttu. En þessi sigur er aðeins áfangi á langri leið,“ sagði Dagur Sigurðsson, Val, eftir leikinn.
„Erum ekki hættir“
DV, Akureyri:
„Mér fannst stemningin góð fyrir leikinn. Vömin og markvarslan
varð okkur að falli,“ sagði Patrekur Jóhannesson.
„Við fengum á okkur yfir 30 mörk og það segir sína sögu. Valsmenn
voru betri en við á öllum sviðum og sigruðu verðskuldað. Viö mætum
vonandi sem nýtt lið á laugardaginn. Við eram ekki hættir og þetta er
rétt að byrja," sagði Patrekur Jóhannesson. -JKS
Iþróttafréttir eru einnig á bls. 26 og 27
„Náðum að halda skyttum
þeirra algerlega niðri"
- sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga
DV, Suðurnesjum:
„Ég held að lykillinn að
sigrinum hjá
okkur
hafi
verið
að
okkur
tókst
að
stöðva
skyttur
þeirra. Þeir náðu
ekki að taka neitt af þessum
3ja stiga skotum sem þeir eru
þekktir fyrir,“ sagði Jón Kr.
Gíslason, þjálfari og leikmað-
ur Keflvíkinga.
„Það var frábært að halda
þeim í 66 stigum á þeirra
heimavelli. Strákarnir gerðu
þá hluti sem talað var um fyr-
ir leikinn. Við lögðum áherslu
á að þeir næðu ekki að skjóta
sig í stuð. Frekar vildum við
hleypa þeim upp að körfunni.
Ég vonaðist til að stóru
mennirnir, Stewart og
Grissom, gætu spilað einn á
móti einum gegn Guðmundi
og Dobard. Það gekk alveg
bærilega. Núna verðum við að
komast í 2-0 á heimavelli okk-
ar í næsta leik. Það yrði mjög
þægileg staða. TO þess að við
náum að leggja Grindvíking-
ana að velli þurfum við að fá
gríðarlegan stuðning á heima-
vefli okkar. Ég veit að okkar
stuðningsmenn munu ekki
láta sitt eftir liggja og þeir fjöl-
menna örugglega á næsta leik
sem er mjög mikflvægur fyrir
okkur. Okkar áhorfendur hafa
alltaf stutt vel við bakið á okk-
ur þegar við höfum þurft á því
að halda,“ sagði Jón Kr. Gísla-
son en hann hefur gert Kefla-
víkurliðið að stórveldi sem
þjálfari liðsins. -SK/-ÆMK
„Vorum ragir og hikandi"
DV; Suðurnesjum:
„Menn voru ragir og hikandi og létu ýta sér of
langt út á vöflinn. Við náðum bara ekki að kom-
ast í okkar takt,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindvíkinga.
„Vörnin var alveg þokkaleg á kafla í leiknum.
Hittnin var hins vegar ekki nógu góð og við vor-
um ekki að spila okkur í nægOega góð færi.
Menn voru að taka léleg þvinguð skot, skot sem
þeir eru ekki vanir að taka og því fór sem fór.
Það var kannski einhver
taugaspenna í mínum mönn-
um fyrir þennan leik en við
kippum því í liðinn. Staðan
er bara 0-1 og það er langur
vegur fram undan,“ sagði
Friðrik Ingi Rúnarsson þjálf-
ari sem nú þarf að þjappa sínum
mönnum saman fyrir annan leik
liðanna sem fram fer í Keflavík
klukkan fjögur á sunnudag.
Jón Kr. Gíslason hafði ríka ástæðu til að fagna
Keflvíkinga gegn Grindvíkingum í Grindavík.
gærkvöldi eftir öruggan sigur
DV-mynd ÆMK
Annar sigur Keflavíkur í þriðja leik liðanna
Viðureign Grinda-
víkur og Keflavíkur í
gærkvöldi var þriðja
viðureign liðanna í
vetur.
Liðin léku ekki í
sama riðli í úrvals-
deildinni í vetur og
mættust því tvívegis.
Keflavík sigraði í
heimaleik sínum með
84 stigum gegn 75 en
Grindavík vann
heimaleik sinn, 85-82.
Liðin léku því
þriðja sinni í vetur í
gærkvöldi og þá höfðu
Keflvíkingar betur.
Ójafnt
Grindavík
DV, Suðurnesjum:
Falur Harðarson átti stórleik fyrir
Keflavík í gærkvöldi, var maður leiksins,
skoraði 21 stig og átti þrjár stoðsendingar.
Keflvíkingar unnu mikilvægan sig-
ur á Grindvíkingum, 66-75, í fyrsta
leik liðanna í úrslitum um íslands-
meistaratitilinn í DHL-deildinni í
Grindavík í gærkvöldi.
Miðað við leikinn í gærkvöldi er
greinilegt að Keflavíkurhraðlestin
ætlar ekki að láta bola sér út af
brautarteinunum heldur stefnir hún
rakleitt að íslandsmeistaratitlinum.
Keflvíkingar virðast vera geysiöfl-
ugir um þessar mundir og hvergi er
veikan blett að finna. Það sást strax í
upphafi leiksins að Keflvíkingar voru
komnir til að leika gífurlega sterka
vörn og aðalatriðið hjá þeim var að
stöðva þriggja stiga skyttur Grind-
víkinga. Grindvíkingar hreinlega
brotnuðu undan Keflvíkingum og
voru, eins og einn stuðningsmaður
Grindavíkur orðaði það, sem dúkkur
í höndum Keflvíkinga.
Það vantaði alla baráttu í lið
Grindavíkur til að snúa leiknum sér
í vil. Leikmenn liðsins komust aldrei
í takt við leikinn og ótrúlegt að eng-
inn þeirra skyldi taka af skarið.
Hittni var mjög slök hjá liðinu og
voru leikmenn nánast á hælunum
allan leikinn. Það var helst Dobard
sem stóð fyrir sínu og hefði mátt fá
boltann oftar.
Stjörnuprýtt lið Keflkavíkur hefur
greinilega gaman af því sem það er
að gera. Liðið virðist í mjög góðu
jafnvægi og ef liðið heldur áfram að
leika vörnina svona þá er það í góð-
um málum. Falur var bestur í góðu
liði og hann er að leika frábærlega
um þessar mundir. Guðjón lék einnig
mjög vel svo og aðrir leikmenn liðs-
ins.
-ÆMK
Grindavík - Keflavík ( 32 - 38 ) 66 - 75
0-4, 44, 9-13, 22-16, 22-26, 28-32 (32-38), 36-38, 3647, 38-52,
44-52, 44-56, 45-61, 58-71, 63-73, 66-75.
Stig Grindavíkur: Rodney Dobard 21, Guðmundur Bragason
12, Helgi Jónas Guðfinnsson 11, Hjörtur Harðarson 10, Marel
Guðlaugsson 9, Unndór Sigurðsson 3.
Stig Keflavlkur: Falur Harðarson 21, Guðjón Skúlason 21,
Dwight Stewart 14, Sigin'ður Ingimundarson 7, Albert Óskarsson
5, Davíð Grissom 5, Jón Kr. Gíslason 2.
Fráköst: Grindavík 38, Keflavík 40.
Flest fráköst Grindavíkur: Guðmundur 13, Dobard 11.
Flest fráköst Keflavíkur: Stewart 14, Grissom 10.
Flestar stoðsendingar Grindavlkur: Unndór 5, Hjörtur 3.
Flestar stoösendingar Keflavlkur: Jón Kr. 6, Falur 3.
Varin skot: Dobard 2 - Grissom 1.
3ja stiga körfur: Grindavík 6/26, Keflavík 11/21.
Vítanýting: Grindavík 6/10, Keflavík 10/14.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu
mjög vel í alla staði.
Áhorfendur: Um 900.
Maður leiksins: Falur Haröarson, Keflavík.
Annar úrslitaleikur
liðanna fer fram í
Keflavík á sunnudag-
inn og hefst hann
klukkan ijögur.
-SK
Guðmundur Bragason og félagar áttu
aldrei möguleika gegn Keflavík á heima-
velli sínum í gærkvöldi.
±