Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
Fréttir
Atvinnuleysistryggingasjóður og fiskvinnslan:
Sjóðurinn styrkir fisk-
vinnsluna svo um munar
- segir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambandsins
„Það segir sig sjálft þegar þetta
mál er skoðað að það er verið að
hjálpa fyrirtækjum í fiskvinnslu
hreint ótrúlega mikið með þessu.
Þ'etta er ekkert annað en beinn
styrkur. Einnig fá fiskverkendur
mikla hjálp varðandi fiskvinnslu-
fólkið sem hefur starfað í 9 mánuði
eða meira og er komið á kauptrygg-
ingarsamning. Ef ekki er vinna fyr-
ir það dag og dag bera atvinnurek-
endur það sjálfir en ef sú staða kem-
ur upp að það er hráefhisskortur í
viku eða meira er hægt að segja
fólkinu upp með þriggja daga fyrir-
vara og tilkynna það til vinnumiðl-
unarskrifstofunnar og félagsmála-
ráðuneytisins. Geri atvinnurekend-
ur þetta telst fólkið vera á láunum
hjá þeim en þeir fá það aftur á móti
bætt úr Atvinnuíeysistrygginga-
sjóði. Þessi þriggja daga fyrirvari er
öryggisventill. Ef þeir segja ekki
upp með þriggja daga fyrirvara
lendir kaupgreiðslan á þeim sjálf-
um,“ sagði Aðalsteinn Baldursson,
formaður fiskvinnsludeUdar Verka-
mannasambandsins, í samtali við
DV um þær reglur og þann samning
sem er í gildi milli fiskvinnslunnar
og Atvinnuleysistryggingasjóðs.
Aðalsteinn sagðist ekki vUja stað-
festa þær sögur sem ganga um mis-
notkun á þessu kerfi.
Það gefur augaleið þegar kerfið er
skoðaö að það býður auöveldlega
upp á misnotkun. Því er haldið fram
að kerfið sé misnotað. Meðal annars
séu dæmi þess að fólk sé skráð at-
vinnulaust og sjóðurinn borgi laun
þess en viðkomandi sé samt að
vinna.
Því er einnig haldið fram að um
hver mánaðamót sé tilkynnt um að
það verði hráefnisskortur á þessum
eða hinum tímanum. Þetta er gert
til þess að hægt sé að senda fólk
heim hvenær sem er í mánuðinum.
Með þessu tryggi atvinnurekendur
sig og séu alltaf tilbúnir beri eitt-
hvað út af varðandi hráefnisöflun.
Þeir eru búnir að afgreiöa mánuð-
inn.
„Þetta gengur þannig fyrir sig í
dag að atvinnurekandi getúr sagt
við þá sem ekki eru búnir að starfa
í fiskvinnslunni í 9 mánuði að nú sé
ekkert fyrir viðkomandi aö gera á
morgun og hann verði því að skrá
sig atvinnulausan. Þar með er at-
vinnurekandinn laus allra mála.
Enda þótt það sé í lögum um At-
vinnuleysistryggingasjóð að menn
þurfi að vera atvinnulausir í 3 daga
áður en þeir fá greiðslu er það
óskráð regla varðandi fiskvinnsluna
að starfsfólk þar fer beint inn á bæt-
ur,“ sagði Aðalsteinn.
Hann sagði að í síðustu kjara-
samningum hefðu verið gerðar
verulegar breytingar á rétti fisk-
verkenda til að nýta sér svokallaða
60 daga reglu. Áður voru það 40 dag-
ar sem atvinnurekendur gátu látið
fólkið vera heima á hverju ári og
fengið greiðslu úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Þá skráði fólkið sig
ekki atvinnulaust heldur var heima
á dagvinnulaunum sem sjóðurinn
greiddi til atvinnurekenda ásamt
launatengdu gjöldunum. Það var
einnig þannig að í hvert skipti sem
fyrirtækið lenti í hráefnisskorti og
sendi fólk á kauptryggingarsamn-
ingi heim þurfti fyrirtækið alltaf að
bera tvo fyrstu dagana sjálft í hverju
stoppi.
„Nú er þetta breytt og fyrirtækið
ber 3 fyrstu dagana á ári. í síðustu
samningum fóru þessir 40 dagar upp
i 60 daga sem atvinnurekendur geta
sent fólkið heim og það fær launin
og launatengdu gjöldin frá sjóðnum
í gegnum atvinnurekendur,“ sagði
Aðalsteinn Baldursson. -S.dór
Gamli Magni
SeÖJ
Tvöfalt stærri lóðsbátur
Nýi Magni
Ath. Hlutföll
bátanna eru
ekki rétt
Nýsmíðaframkvæmdum að ljúka í Damen í Hollandi á nýjum 80 tonna Magna:
Helmingi stærri dráttar-
bátur til Reykjavíkur
Atvinnuleysistryggingasjóður og fiskvinnslan:
Þríhliða sérsamn-
ingur fýrir fisk-
vinnsluna
- segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ
„Lögin sem heimila fyrirtækjum
aö fella fólk af launaskrá ef ekki eru
verkefni fyrir hendi eru almenn.
Það var hins vegar árið 1986 sem
miklar kröfur voru uppi um aukið
atvinnuöryggi í fiskvinnslunni. Þá
varð það að samkomulagi milli
Vinnuveitendasambandsins, Al-
þýðusambandsins og ríkisvaldsins
að fiskvinnslan myndi halda fólki á
launaskrá í öllum þessum venjulegu
stuttu stoppum en fá tilteknar
greiðslur úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði þar á móti. Áður var það
þannig að fyrirtækin báru sjálf
fyrstu 3 atvinnuleysisdagana í
hverju stoppi og fengu sem svarar
hámarksatvinnuleysisbótum fyrir
það sem umfram var,“ sagði Þórar-
inn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, þegar hann var spurður
hvenær þessi tenging á milli fisk-
verkenda og Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs hefði hafist.
Hann sagði að í síðustu kjara-
samningum hefði verið bæði hert á
um að fyrirtækin væru enn bundn-
ari að gera fastráðningarsamninga
frá því sem áður var og jafnframt
var greiðsluskylda atvinnuleysis-
tryggingasjóðs gagnvart fyrirtækj-
unum aukin.
„Nú bera fyrirtækin fyrstu 3 dag-
ana á hverju ári og fá líka ákveðinn
þátt af launatengdu gjöldunum
greiddan úr sjóðnum. Þegar þetta
var tekiö upp 1986 var það til að
hjálpa fiskvinnslufyrirtækjunum að
auka atvinnuöryggi fiskvinnslu-
fólks,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son.
-S.dór
Akranes:
- skapar meira öryggi við aðstoð stórra skemmtiferða- og olíuskipa
Nýsmíðaður tæplega áttatíu
tonna dráttarbátur sem Reykjavík-
urborg gerði samning um við Hol-
lendinga í nóvember er væntanleg-
Panasonic
HiFi myndbandstæki HD600
Nicam HiFi sterco, 4 hausa Long Play, Super Drive,
Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt
þvl að sýna allar aðgerðir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir
myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og
heimablómyndbandstækið
Tækið endurgreitt!
Elnn hepplnn vlðsklptavlnur fær tæklð endurgreittl
10 leigumyndir frá
Vldeohðllinni fylgja Panasonic £7^
myndbandstækjunum!
k ró n u r
EOHÖLL
VIDEOHOLLIN
«&■
I M
ur til íslands í lok maí. Báturinn er
nærri helmingi aflmeiri en þeir
dráttarbátar sem fyrir eru í eigu
Reykjavikurhafnar, Magni og Haki.
Nýji báturinn, sem mun bera nafnið
Magni, mun koma sérstaklega að
góðum notum þegar stór skip koma
hingað, að sögn Hreins Sveinssonar,
útgerðastjóra Reykjavíkurhafnar.
„Þegar stór skemmtiferða- eða ol-
íuskip koma til landsins hefur þurft
meiri kraft. Þetta verður því meira
öryggi, sérstaklega í sterkum vind-
áttum, sagði Hreinn í samtali við
DV. „Það var skrifað undir samning
í lok nóvember. Samningsverðið er
rétt tæpar 70 milljónir króna en þaö
mun þó verða einhver aukakostnað-
ur,“ sagði Hreinn.
Fjögurra manna áhöfn frá
Reykjavík mun fara út til Damen í
Hollandi og sigla hinum nýsmíðaða
dráttarbát síðan heim til íslands.
„Báturinn verður vonandi kominn
heim fyrir sjómannadaginn,“ sagði
Hreinn.
Magni er tæplega 80 tonn, 19,5
metrar að lengd og 6 metrar á
breidd. Hann er búinn tveimur 680
hestafla vélum og er togkraftur
bátsins rúm 17 tonn. Til samanburð-
ar eru hinir tveir bátarnir 40 tonn,
16 metrar að lengd, 4,80 breidd og
með rúmlega 10 tonna togkraft.
Ljóst þykir að nýji báturinn þoli
meiri sjógang en hinir minni.
Stefnt er að því að sjósetja bátinn
í Hollandi þann 9. maí en reynslu-
siglingu á að fara fram þann 22.
maí.
Auk þess að skapa meira öryggi
við að aðstoða skip sagði Hreinn að
Magni muni væntanlega sinna fleiri
verkefnum sem til falla, s.s. vinnu
við baujur og annað enda verður
báturinn búinn krana.
Ekki er í ráði að selja núverandi
Magna og Haka. Elsti og minnsti
dráttarbátur Reykjavíkurhafnar,
Jötunn, sem er frá árinu 1965, verð-
ur hins vegar væntanlega seldur
innlendum kaupendum. -Ótt
Gamla íþrótta
húsið rifið
DV, Akranesi:
íþróttahúsið viö Laugarbraut
hér á Akranesi var nýlega rifið
en það var fyrsta íþróttahús
Skagamanna - byggt í sjálfboða-
vinnu. Rekstri íþróttahússins var
hætt 1975, þegar íþróttahúsiö við
Vesturgötu var tekið í notkun.
Undanfarið hefur Skipasmíða-
stöðin Knörr haft afnot.af húsinu
en mikil óánægja var meðal íbúa
götunnar aö slík starfsemi væri
starfrækt í ibúðarhverfi. Bæjaryf-
irvöldum barst fjöldi kvartana og
varð það til þess aö bærinn
keypti húsnæðið af Knerri til nið-
urrifs. Reiknað er með að leik-
skóli verði reistur á lóðinni á
næstu árum. -DÓ
Starfsmenn Skóflunnar við niðurrif gamla íþróttahússins.
DV-mynd DÓ