Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996 Spurningin Hver er tilgangur lífsins? Oddný Halldórsdóttir flugfreyja: Að vera hamingjusamur og fá óskir sínar uppfylltar. Valur Halldórsson, tónlistarmað- ur í hljómsveitinni Byltingu: Vera sáttur við lífið og tilveruna og eignast miklu fleiri börn. —I Bjarni Jóhann Valdimarsson, tónlistarmaður í Byltingu: Að láta gott af sér leiða og vera öðrum til gagns og gleði. Tómas Sævarsson, tónlistarmað- ur í Byltingu: Að öðlast frægð og frama. Sigríður Guðmundsdóttir hús- móðir: Að vera heilbrigður og ham- ingjusamur. Lesendur Kattavinafélagið í þágu samfélagsins Þorvaldur H. Þórðarson og Katrín Harðardóttir dýralæknar skrifar: Með tflkomu Kattholts hefur að- staða fyrir óskilaketti batnað veru- lega hér á höfuðborgarsvæðinu. Kattavinafélagið hefur unnið mjög gott starf og almenningur sem og lögreglan, dýraeftirlitsmenn og fleiri hafa getað leitað á náðir fé- lagsins með ketti sem finnast á ver- gangi. Kattavinafélagið hefur einnig haldið skrár yfir heimflisketti sem fólk hefur týnt eða fundið og hefur mað þessum hætti aðstoðað mörg dýr við að rata til síns heima. Hús Kattavinafélags íslands, Katt- holt, var opnað í júli 1991. Þessu húsnæði var skipt í deildir fyrir óskilaketti, gæsluketti og skrifstofu. Reykjavíkurborg veitti töluverðan styrk til þessara framkvæmda en jafnframt lögðu meðlimir félagsins fram mikla sjálfboðavinnu. Við opn- unina fluttust óskilakettir af höfuð- borgarsvæðinu frá Dýraspítalanum í Víðidal í Kattholt. Þarna hófst mikið starf við um- önnun, leit að réttum eigendum eða við að finna nýtt heimili fyrir þessa ferfættu vini, einnig við að koma í veg fyrir að kettir týnist með því að hvetja dýraeigendur tfl að merkja dýr sín greinilega. Þetta starf, sem er að miklu leyti unnið í sjálfboða- vinnu, er mjög mikilvægt í þéttbýli en er því miður oft vanmetið bæði at' yfirvöldum og almenningi. í Kattholti fá kettirnir góða að- hlynningu. Þeir eru geymdir í rúm- góðum búrum og fóðrun og hrein- læti er til fyrirmyndar. Á undan- fornum árum hefur starfsemi Katta- vinafélags íslands fyrst og fremst miðast við Reykjavík og nágranna- byggðarlög. Af þessum sveitarfélög- um hefur þó Reykjavíkurborg ein veitt framlag tO starfseminnar ár- lega. ÖUum óskum tO annarra sveit- arfélaga um framlög tO rekstursins á undanförnum árum hefur því miður verið synjað. Þó er í lögum að sveitarfélögum, hverju fyrir sig, beri skylda tO að halda óskOadýrum í skefjum. Það væri óskandi að í nánustu framtíð sæju önnur sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar sér fært að koma inn í þetta starf af fullum krafti. Aðferð sú sem Kattavinafélagið hefur valið sér er tvímælalaust sú mannúðlegasta og besta sem völ er á. Þar eru hagir og þarfir dýranna i hávegum höfð. Forseti hefur ekkert synjunarvald Helgi skrifar: í umræðum manna á meðal um væntanlegar forsetakosningar hefur nokkuð verið fjallað um svokallað synjunarvald forseta. Er þá átt við að forseti íslands hafi persónulega vald til að neita að undirrita sam- þykkt lög frá Alþingi og „vísa þeim til þjóðarinnar" eins og það er orð- að. Hér sem oft áður í opinberri um- ræðu er vafasömum hlutum haldið fram. Vissulega segir stjórnarskrá- in að „forseti" geti neitað að rita undir lög. En stjómarskráin segir líka að „forseti" leggi fram laga- frumvörp, „forseti" veiti laus emb- ætti, „forseti" geti flutt embættis- menn tO, „forseti" geri samninga við erlend ríki o.s.frv. Menn sem telja að forseti sjálfur hafi persónulega vald tO að neita að undirrita lög frá Alþingi virðast gleyma einni af mikflvægustu greinum sfjórnarskrárinnar, 13. gr., þar sem segir: „forseti lætur ráð- herra framkvæma vald sitt“. Það eru ráðherrar sem fara með vald forseta á hverju sviði. Það eru ráð- herrar sem skipa embættismenn þótt að forseti skrifi undir öU skip- unarbréf. Auðvitað gerir forseti ekki samn- inga við erlend ríki og svo mætti lengi telja. Forsetinn sjálfur hefur ekki vald tO að neita að samþykkja lög. Þeir sem halda að forseti geti stöðvað framgang laga ættu e.t.v. að lesa ritsmíð Þórs Viihjálmssonar hæstaréttardómara, Synjunarvald forseta, þar sem segir m.a.: „Forseta ber því skylda tO þess eftir stjórnar- skránni að faflast á tillögu ráðherra um staðfestingu (undirritun) laga- frumvarps, sem AJþingi hefur sam- þykkt. Ef svo ólíklega færi að forset- inn undirritaði ekki, væri sú neitun þýðingarlaus og lögin tækju gOdi sem staðfest væru og án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.“ Endurbætur á Keflavíkurvegi - lýsing læknar ekki ágallana Ólafur Guðmundsson skrifar: Nú þykjast þingmenn Reykjanes- kjördæmis í góðum málum. Segjast ætla að fá Reykjanesbrautina lýsta upp. Það eigi að hafa forgang. Sem íbúi á Suðurnesjum segi ég: Þetta er bráðabirgðalausn og læknar ekki ágallana. Það er annars merkOegt að þingmenn þessa kjördæmis skuli ekki hafa þorað að beita sér í þessu brýna máli. Frestunin er til van- sæmdar þingmönnum sem og öðr- um.sem að málinu koma. Auðvitað ætti að leggja þarna jámbraut. Það hefði orðið til þess að hér kæmu upp fleiri slíkar raf- brautir í þéttbýli og yrði um veru- legan orkuspamað að ræða. En þar er að mæta öðrum og líklega sterk- BLHÍiS!lE)Æ\ þjónusla allan i sima 5000 i kl. 14 og 16 Ekkert minna dugar en tvöföldun Reykjanesbrautar - eða rafknúin járnbraut. ari öflum. Hefði viðræðunefndin íslenska, sem nú síðast framlengdi varnar- samning við Bandaríkin, verið nógu framsýn og kjörkuð hefði hún reifað uppbyggingu alvöru vegakerfis tO Suðumesjanna. Eða þá að fá lagn- ingu járnbrautar sem gengi fyrir rafmagni sem nóg er til af hér. En svo illa er komið nú að þing- menn láta sér nægja ljósastaura við Reykjanesbrautina. Lýsing hefði auðvitað átt að fylgja í upphafi. En lítið er geð guma; það á við þing- menn Reykjaneskjördæmis. í aum- ingjaskapnum eru engar pólitískar deOur. Þá eru aUir sammála. Áfram, ráðherra! Jóhann Magnússon skrifar: Verkalýðsforystan berst nú hatrammlega gegn frumvarpi fé- lagsmálaráðherra um vinnulög- gjöfina sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. - Auðvitað var löngu tímabært að endurskoða þessi úreltu, 60 ára gömlu lög og koma í veg fyrir þá misnotkun á verkfaUsréttinum sem svo oft hefur átt sér stað. Er þá helst að minnast þeirra skaðvænlegu áhrifa sem gætt hefur í sam- göngumálum þjóðarinnar þegar hagsmunahópar hafa boðað verkfall á mesta annatíma ferða- þjónustunnar og stórskaðað at- vinnugreinina. Vonandi lætur ríkisstjórnin ekki undan hótun- um verkalýðsforystunnar gegn frumvarpinu um vinnulöggjöf- ina en kemur því í gegn á yfir- standani þingi áður en samning- ar verða lausir næst. Aðeins konur í framboði Sveinn Sigurðsson hringdi: Ég tel ekki miklar líkur á því að nokkur karlmaður með eðli- lega dómgreind fari að hætta sér í framboð tO forseta að þessu sinni. Mín spá er sú að aðeins verði þær tvær konur í framboði sem þegar eru búnar að gefa kost á sér. Fleiri frambjóðendur, ekki síst karlar, myndu aöeins reyta fylgi hvor eða hver af öðrum því slíkur meirihluti virðist fyrir því að kona haldi embætti for- seta íslands, a.m.k. enn um sinn. Það verður þó hörð barátta milli kvennanna og ekki víst að mun- urinn verði mikOl þegar upp er staðið. En karlmenn í framboð gegn þessum konum - gleymum því. Meira frelsi í flugi Ragnar skrifar: Það var ekki seinna vænna að einhver hreyfing kæmist á sam- göngumálin, einkum í fluginu. Þetta hefur verið hörmung og hneisa. AOir með sama fargjald- ið og lítið sem ekkert val á miUi flugfélaga. Þetta er óðum að breytast. Nú er t.d. hægt að fljúga beint til Amsterdam í sumar á því verði sem lægst gild- ir á markaðinum tU Evrópu, tæplega 25 þúsund krónur hjá ístravel. Þar er einnig auglýsta járnbrautarlest, nokkuð sem ég hef hvergi séð minnst á í auglýs- ingum íslenskra ferðaskrifstofa. Þetta er framfaraspor í ferða- þjónustu. Biskupsboð- skapur að utan Karl Kristjánsson skrifar: Hann var ekki uppörvandi boðskapurinn sem biskup ís- lands (þá staddur í einhverju út- landinu) sendi þjóðinni í símtali við fréttamenn á Stöð 2 sl. sunnudag. Hann sagði m.a. að hann væri nú hættur að trúa á það góða í manninum. Ég stóð orðlaus. Var þetta biskup íslands sem svona talaði? Varla getur biskup gegnt embætti sínu með þessa skoðun að leiðarljósi. En hver tekur af skarið í þessu ókristOega máli sem biskupsdeO- an er nú orðin? Þurfti fjóra ráðherra? Agnes hringdi: Ósköp finnst manni þetta eitt- hvað mikO sýndarmennska að fjórir ráðherrar skuii sendir að StaðarfeUi í Dölum til að skrifa undir eitthvert plagg tO að tryggja SÁÁ framtið þar um slóöir. Er ekki dæmigerð eyja- mennska eða nesjamennska þarna lifandi komin? - Og að fjölmiðlarnir skxfli hlaupa eftir þessu! Enn meiri nesjamennska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.