Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 10
10 Fréttir Niðurskurður á framlögum til skógræktarrannsókna: Tveimur starfsmönnum sagt upp á Mógilsá - blóðugt að sjá á bak mönnunum, segir stöðvarstjórinn Nú um mánaðamótin fá tveir starfsmenn Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins reisupassann og munu þeir væntanlega láta af störfum að þriggja mánaða upp- sagnarfrestinum liðnum. Þetta er gert vegna þess að fjárveitingar til rekstrar stöðvarinnar hafa verið skomar niður í fjárlögum. Þvi til viðbótar hafa laun hækkað sam- kvæmt síðustu kjarasamningum og fjárhagur stöðvarinnar rís ekki undir óbreyttum fjölda starfs- manna. „Það er búið að skera niður ríkis- framlagið til stöðvarinnar um 20% siðan 1993 þannig að þetta var nauð- synlegt, því miður,“ segir Árni Bragason, forstöðumaður á Mógilsá. Fastir starfsmenn stöðvarinnar hafa að sögn Árna verið 12-13 og sumarfólk hefur gjarnan verið ráðið yfir sumartímann. „Ástandið er því miður þannig nú að ég get ekki ráð- ið sumarfólk," segir Árni. Hann seg- ir að þeir sem nú hefur verið sagt upp, séu ekki sérfræðingar en sér- hæfðir starfsmenn sem illt sé að sjá á bak, en reynt sé í lengstu lög að halda hámarksþekkingu innan stofnunarinnar. Annar þeirra sem sagt hefur ver- ið upp er ræktunarstjóri stöðvar- innar og mun nú sérfræðingur í ræktun yfirtaka starfssvið ræktun- arstjórans að sögn Árna Bragason- ar. „Þetta er blóðtaka," segir Árni, „það er verið að draga úr þekk- ingaröfluninni en hjá þessu varð ekki komist, því miður.“ „Þetta er í okkar augum mjög al- varlegt mál en það er tómahljóð í ríkiskassanum og almennur niður- skurður. Okkur er sagt að verið sé að ná tökum á ríkisfjármálunum. Það verða ýmsir fyrir þeim ósköp- um og við höfum ekki farið var- hluta af þeim,“ segir Jón Loftsson skógræktarstjóri. Skógræktarstjóri segir að niður- skurður til rannsókna sé í ósam- ræmi við orð ráðamanna um nauð- syn þeirra og hverju þær skili þjóð- arbúinu. Raunveruleikinn í fjárveit- ingum til rannsókna sé annar en orð ráðamanna bera vitni um á góð- um stundum. „Mér er ekki kunnugt um þetta einstaka tilvik, enda get ég ekki fylgst með því hvernig einstakar stofnanir reyna að halda sig innan fjárhagslegra ramma en ég geri ráð fyrir því að það tengist því að á fjár- lögum þessa árs er hert að þessari stofnun eins og öðrum. Auðvitað er mjög miður ef þarf að draga úr starfsemi á þessum vettvangi sem er mjög mikilvæg," segir Guðmund- ur Bjarnason landbúnaðar- og um- hverfisráðherra. -SÁ OPK> ,r, ICU- 1° 1 LANQUR LAUGARDAGUR Á LAUGAVEGI OG í NÁGRENNI! Langur laugardagur veröur að þessu sinni 30. mars þar sem fyrsti laugardagur í apríl ber upp á 6. apríl sem er laugardagur fyrir páska. í því tilefni veröur efnt til PÁSKAEGGJALEIKS NÓA-SÍRÍUS sem felst í því að kaupmenn gefa viðskiptavinum sínum (þeim sem verslað hafa) kost á að skrifa nafn sitt og símanúmer á miða. Eftir lokun dregur kaupmaðurinn út nafn eða nöfn vinningshafa, hringir í viðkomandi eða ekur páskaegginu heim til hans. Strumparnir verða á ferð börnum og fullorðnum til ánœgju. Hitt húsið stendur fyrir þemamánuði, tengdum heilbrigðu líferni og munu þau stjórna ratleik um miðbœ Reykjavíkur þennan laugardag og mun leikurinn hefjast við Ingólfstorg kl. 13.30. ^ICAT IL&q ^ 20% ‘ afsláttur af öllum vörum í versluninni LAUGAVEGI 66, SÍMI 552-3560 HERRABUXUR 3.900 áður 5.900 S*i.4 ULLARJAKKAR 6.900, áður 12.900 ULLARFRAKKAR 7.900, áður 15.900 SKYNPIÚTSALA - SKYNDIUTSALA Dragtarpils kr. 4.900. Dragtarjakkar kr. 3.900. Dömujakkar kr. 8.900. Dömubuxur kr. 4.900. Ullarkápur kr. 16.900. Ullarjakkar kr. 9.900. GEFJUN HERRAFATAVERSLUN SNORRABRAUT56 SÍMI 552 2208 MV\Vö' ve KAPUSALAN SNORRABRAUT 56 - SÍMI 562-4362 Mikiö 0 n0m er‘nn Laugardagstilboð Brjóstahaldarar ffrá kr. 1.000. Fermingarundirffötin komin, ffullt af tilboðum í gangi. 25% afsláttur af öllu MUNIÐ LANGAN LAUGARDAG Dömu~ og herraúr ÚRSMIÐUR V/INGÓLFSTORG - SÍMI 551-3014 Páskatilboð Skartgripir í miklu úrvali. 20% afsláttur til 3. apríl. GULLSMIÐAVERSLUN Sími 551-3769 ecco - skór „%NasW ^Skóverslun ÞÓRBAR GÆÐI & ÞJÓNUSTA Laugavegi 40a - Sími 551 4181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.