Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996
7
DV Sandkorn
Valkostur
Það styttist
nú óðum i
að þeir sem
ætla aö fara
í forseta-
framboö til-
kynniþá
ákvörðun
sína. Þær
nöfnur,
Guðrún
Agnarsdótt-
ir og Pét-
ursdóttir,
hafa tilkynnt um framboö. Talið
er víst að Ólafur Ragnar Gríms-
son alþingismaður gefi kost á
sér. Eiginkona hans heitir Guð-
rún Þorbergsdóttir. Ef svo fer að
hann gefi kost á sér mun þjóðin
fá skemmtilegt val. Ef hún kýs
Guðrúnu Pétursdóttur sem for-
seta mun húsmóðirin á Bessa-
stöðum heita Ólafur. En ef þjóð-
in kýs Ólaf sem forseta þá mun
húsmóðirin á Bessastöðum heita
Guðrún.
Skiljanleg
skaðabótakrafa
í Viðskipta-
blaðinu er
skýrt írá
því að ný-
lega hafi
komið fram
óvenjuleg
skaöa-
bótakrafa á
Ítalíu.
Þanhig var
að meðal-
stórri fólks-
bifreið af
Regattgerð var ekið aftan á
kyrrstæðan smábil, Fiat Panda.
í Pandabílnum var ungt par í
ástaratlotum og stóð leikurinn
sem hæst þegar ekið var á bil-
inn. Við áreksturinn missti
parið stjóm á ástarleiknmn og
afleiðingin varð þungun
stúlkunnar. Parið bar fram
skaðabótakröfu á hendur trygg-
ingafélagi Regattbilsins. f fyrsta
lagi vegna viðgerðar á Panda-
bílnum og auk þess kostnaðar
vegna brúðkaups sem ákveðið
var þegar í ljós kom að stúlkan
var þunguð.
Salómonsdómur
Skóladeila
þeirra Mý-
vetninga
virðist ætla
að leiða til
þess að
sunnbýling-
ar við Mý-
vatn segi
sig úr lög-
um við þá í
Reykjahlíð
og stofni
nýtt sveit-
arfélag. Páll Pétursson félags-
málaráðherra segir í viðtali við
Tímann að hann sé ekki frá-
hverfur því aö þetta verði gert.
„Þetta er bara eins og hjóna-
skilnaöur, það getur verið skásti
kosturinn fyrir báða aðila, mun
skárra heldur en aö standa í
barsmíðum alla daga ..." Þá
vaknar sú spurning hvort Páll
eigi ekki að leita til Hólabisk-
ups, séra Bolla Gústavssonar, og
fá hann til liðs við sig. Séra
Bolli gæti búið til úrskurð eins
og í Langholtskirkjudeilunni, að
skipa mönnum að vinna saman,
hvort sem þeir viija það eða
ekki.
Kirkjudeila
Austri
skýrir frá
því að erjur
milli leik-
manna og
þjóna kirkj-
unnar séu
engin
nýlunda og
virðist
alltaf blossa
upp annað
slagið.
Bjöm Þor-
láksson var
lengi prestur á Dvergasteini í
Seyðisfiröi. Fara sögur af því að
stundum hafi kastast í kekki
milli hans og Páls Ólafssonar
skálds. Eitt sinn fauk sóknar-
kirkja séra Bjöms í ofviðri og
þá orti Páil.
Kirkjunni drottinn burtu blés
í bræöi sinni.
Því var prestur þá ekki inni?
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Egilsstaðir:
Kæra stúlku sem
kærði nauðgun
Fjórir menn á Egilsstöðum hafa lagt
fram kæru á hendur stúlku sem fyrr í
vikunni kærði þá fyrir nauðgun.
Kæra þeir vegna rangra sakargifta
en við rannsókn málsins hefur m.a.
komiö í ljós að einn hinna kærðu var á
Akureyri þegar brotið átti að vera
framiö. Þá mun og margt benda til að
hinir þrír hafi ekki verið saman um-
rætt kvöld.
Kæran var lögð fram hjá lögregl-
unni á Egilsstöðum eftir hádegið í gær.
Rannsókn málsins er ekki lokið. -GK
Rás 2 safnar fyr-
irStaðarfell
Á föstudag verður söfnun á rás 2
undir kjörorðinu Stöndum með
Staðarfelii. Fénu sem safnast verður
varið til að koma í veg fyrir hrun
húsanna á Staðarfelli og tryggja
þannig það mikilvæga meðferöar-
starf sem þar fer fram. Aðstandend-
ur og velunnarar SÁÁ eru hvattir til
að leggja sitt af mörkum með því að
hringja í söfnunarsíma rásar 2. -em
Nýr Peugeot 406.
Nýr Peugeot 406
frumsýndur
Jöfur hf„ umboðsaðili Peugeot á ís-
landi, frumsýnir um helgina nýjan bíl,
Peugeot 406. Þetta er nýr bíll frá
grunni og verður fáanlegur með
tveimur vélarstærðum með tveimur
fjölventla vélum 1,8 lítra 112 hestafla
vél og 2,0 lítra 135 hestafla. Þá er Peu-
geot 406 einnig fáanlegur með 1,9 lítra
dísilvél með forþjöppu. Mjög mikiö er
lagt upp úr öryggisbúnaði í Peugeot
406 en m.a. má nefha að loftpúði fyrir
ökumann og farþega í framsæti og
ABS-hemlakerfi er staðalbúnaður.
Einnig verður 1996 árgerðin af Pe-
ugeot 306 sýnd og kynnt ný útfærsla
Peugeot 306 Style. Boðið verður upp á
reynsluakstur á nýju Peugeot bíl-
unum. Sýningin verður opin laugar-
dag og sunnudag frá kl. 12-17 báða
dagana.
1 | - GR-J
Hönnuður |VH Sl
AX400
0
0
0
0
0
0
0
0
PAL
VIDEOMYNDAVEL
VHS
Skapandi fermingargjöf
Varðveitir góðar stundir
m*Æ8m 1 * 1
Zé - * *' .
i
rm
EUROCARD
til allt að 36 mánaða
....&----
Helstu eiginleikar GR-AX400EG
Innbyggt Ljós, sjálfvirkt / handvirkt.
Sjálfvirk kyrrstaða
Klippitölva með 8 minnum. Vinnur
með öllum betri myndbandstækjum.
Þráðlaus fjarstýring
Textagerð.
12 x Aðdráttur - ZOOM
f
2 LUX, mjög Ijósnæm.
• O
• • • ©
© © e m'
©©© ©
.© t • £
0 Otrúlega lítil og létt.
Fylgihlutir: Rafhlaða, snælduhylki. axlaról.
afritunarkapall, tvöfalt hleðslutæki með afhleðslu.
þráðlaus fjarstýring.
JVC
Þessi frábæra Myndavél
Kostar aðeins kr:
69.900.-
stgr.
Utsölustaðir:
FACO
Tækniverslun
Faxafen 12, sími: 588-0444
í töluutækninni!
laser Peniium 75 MHz
niargmjðlunar- ^
stgr.m/usk
Heimilistæki hf
OO TOL\. imOEILD