Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996
Fréttii_____________________________________________________________________________________pv
Frostl 1 Súðavík 1 fiskvinnslu á Fáskrúðsfirði:
Tengsl milli Goðaborgar,
Frosta og Lubberts
- grunur um að þýska fyrirtækið eigi birgðirnar
Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæk-
ið Goðaborg á Fáskrúðsfirði hefur
verið úrskurðaö gjaldþrota að kröfu
íslandsbanka en fyrirtækið hefur
átt í erfiðleikum um nokkurt skeið,
eins og greint var frá í DV 29. mars
sl.
Krafa íslandsbanka nemur 33
milljónum króna og mun einkum
vera vegna afurðalána. Heildar-
skuldir fyrirtækisins nema hins
vegar rúmum 100 miiljónum króna.
Að sögn Einars Víglundssonar,
framkvæmdastjóra Goðaborgar, eru
í fyrirtækinu fiskafurðir sem nægja
fyUilega fyrir kröfu bankans. En
vegna óþolinmæði bankans muni
aðrir kröfuhafar, einkum ýmsir
þjónustuaðilar, bera skarðan hlut
frá borði.
íslandsbanki vísar því á bug að
hafa gengið fram af hörku í inn-
heimtu gagnvart Goðaborg. Björn
Bjömsson, framkvæmdastjóri í ís-
landsbanka, segir við DV að bank-
inn hafi átt samvinnu við félagið og
haft fuUan vUja tU aö leysa fjárhags-
vanda þess jafnframt því að sýna
biðlund vegna skuldbindinga Goða-
borgar við bankann. Þetta hafi eng-
an árangur borið og forráðamenn
Goðaborgar í raun slitið samning-
um án þess þó að tUkynna það
bankanum. Þá hafi á sama tíma ver-
ið reynt af öðrum lánardrottni að
gera fjárnám í Goðaborg en án ár-
angurs. „í þessari stöðu átti bank-
inn ekki annarra kosta völ en krefj-
ast gjaldþrotaskipta á félaginu. Eftir
að beiðni bankans um gjaldþrota-
skipti kom fram liðu nærri sjö vik-
ur þar tU úrskurðað var í málinu og
gafst félaginu þar með enn einn
fresturinn til þess að leita lausna á
sínum málum.“
Goðaborg rak fiskvinnslu á Fá-
skrúðsfirði í húsnæði sem var í eigu
hlutafélags í eigu sömu eigenda og
Goðaborg og heitir Ragnaborg. í
vikunni voru öll hlutabréfin í
Ragnaborg og þar með húsnæði og
tæki fiskvinnslu Goðaborgar seld
Frosta í Súðavík, en tengsl Goða-
borgar og Frosta eiga sér nokkra
sögu sem jafnframt tengist þýska
fyrirtækinu Lúbberts.
í dag er vænst dóms í máli sem
ákæruvaldið höfðaði gegn Frosta i
Súöavík fyrir þátttöku í kvótasölu
tU þýska fyrirtækisins Lúbberts.
Þessi verslun við erlent fyrirtæki
með fiskveiðiheimUdir í íslenskri
lögsögu komst upp fyrir tUvUjun, en
kvótinn var geymdur á skipum
Frosta á Súðavík og framseldur tU
skipa í Grindavík og tU skipa sem
veiddu fyrir Goðaborg á Fáskrúðs-
firði. Samkvæmt heimildum DV
telja yflrvöld skyndUeg kaup Frosta
á Ragnaborg á dögunum glöggt
merki þess að þessi viðskiptatengsl
Frosta, Goðaborgar/Ragnaborgar og
Lúbberts séu að koma upp á yfir-
borðið. Þá sé gjaldþrotabeiðni ís-
landsbanka og árangurslaust fjár-
nám í Goðaborg einfaldlega staðfest-
Þokka-
gyöjur
Keppnin um ungfrú Reykjavík
verður haldin á Hótel íslandi í
kvöld og skýrist þá hver verður
krýnd fegursta stúlka borgarinn-
ar á þessu ári og hvaða stúlkur
komast áfram i Fegurðarsam-
keppni íslands. í gærkvöld fengu
tæknimenn tækifæri tU að stUla
ljós og finpússa sýninguna en þá
hittust stúlkurnar til að undirbúa
sýninguna, æfa sig í að ganga um
sviöið og fleira i þeim dúr. Það
verður síðan spennandi að sjá í
kvöld hver þeirra verður kjörin
ungfrú Reykjavík. DV-mynd GS
Kolbrún IS 74 rakst á sker í Mjóafiröi og lagöist á hliðina:
Sökk þegar reynt var að
ná bátnum af skerinu
- tveir skipverjar komust á kjöl og var bjargað
DV, ísafirði:
„Við vorum á rækjuveiðum og vor-
um að fara út i Mjóafjörðinn klukkan
rúmlega hálfeUefu. AUt í einu var bát-
urinn kominn upp á sker og á hliðina.
Við vorum að keyra út sundið hjá
Hrútey þegar þetta gerðist á einu
augnabliki. Báturinn lagðist á hliðina
en sökk ekki, enda var fjara. Arnar
blotnaði aðeins í fæturna en hann var
staddur í brúnni. Annars blotnuðum
við ekkert. Við settum út gúmmíbát
tU að setja sjálvirkan neyðarsendi í
gang en höfðumst sjálfir við á kUi
bátsins.
Nokkru síðar kom strákur frá Látr-
um róandi á skektu tU okkar og björg-
unarbáturinn Daníel Sigmundsson
kom svo skömmu síðar. Þyrla Land-
helgisgæslunnar kom rétt á undan
Daníel og sveimaði yflr okkm-. Við
fórum síðan um borð í Daníel um kl.
hálfeitt," sagði Hannes Kristjánsson í
samtali við DV.
Það var um kl. hálfeUefu í gær-
morgun að vélbáturinn Kolbrún ÍS 74
rakst á sker við Hrútey í Mjóafirði og
lagðist á hliðina. Um vorð í bátnum
voru bræðumir Amar og Hannes
Kristjánssynir, gjarnan kenndir við
Ármúla við Djúp. Arnar var skipstjóri
á bátnum.
Seinnipartinn í gær var svo farinn
leiðangur á fjórum bátum inn í Mjóa-
fjörð tU að reyna að bjarga Kolbrúnu
af strandstað.
TroUið var losað úr bátnum en síð-
an var dælum komið fyrir um borð og
báturinn réttur við að nokkm þannig
að lestarlúgur komu upp úr sjónum.
Það gekk vel að dæla sjó úr bátnum
og tókst að tæma hann að mestu. Þeg-
ar búið var að taka dælu frá borði og
loka lúkarskappanum og menn ætl-
uðu að fara að taka dæluna úr lestinni
þá tók báturinn að lyftast. En í stað
þess að lyftast eðlUega og rétta sig við
lyftist kjölurinn upp og möstrin
stungust niður. Báturinn snerist á
skerinu og tók að sökkva að aftan en
var festur við einn bátinn. Það tókst
að losa á mUli en um leið sökk Kol-
brún ÍS.
Fulltrúar frá tryggingafélagi munu
skoða þarna aðstæður og reynt verður
að ná bátnum upp ef þess er nokkur
kostur. -HK
NIÐURSTAÐA
r o d d \
mc'ái
Á að auka þorskkvótann? FÓLKSINS
904-1600
Nei
kf9%
41%
ing þess að þær afurðabirgðir sem
nú eru í frystigeymslum Goðaborg-
ar séu eign annarraen Goðaborgar,
nánar tU tekið hins þýska sam-
starfsaðila fyrirtækisins og Frosta,
Lúbberts. „Þetta sýnir einungis það
að Frosti er enn með klæmar í
þessu og Lúbberts og Frosti eiga
mikUla hagsmuna að gæta saman í
þessu,“ sagði viðmælandi DV innan
stjómkerfisins í gærkvöld.
Sveitarstjóri Búðahrepps, Stein-
þór Pétursson, segir við DV að 11
mUljóna króna lán sveitarfélagsins
hafi verið tryggt með veði í tækjum
og búnaði og að svo stöddu gæti
hann ekki metið hvort eða í hve
miklum mæli Búðahreppur myndi
tapa á gjaldþroti Goðaborgar. -SÁ
Stuttar fréttir
Kærur frá EFTA
tslensk stjómvöld eiga yfir
höfði sér tvær kærur fyrir EFTA-
dómstólnum í Genf fyrir að fúU-
nægja ekki ákvörðunum EES-
samningsins á sviöi umhverfis-
mála. Þetta kom fram á RÚV.
Nafnleynd afnumin
Skiptar skoðanir em um það
hvort þeir sem gefa kynframur til
nota við tæknifijóvgun eigi að
njóta nafnleyndar. Samkvæmt
RÚV telur Hjálmar Jónsson þing-
maður það sjálfsögð mannréttindi
að þekkja uppruna sinn.
Merkismaður látinn
Björn Pálsson, fyrrverandi al-
þingismaður og bóndi á Ytri-
Löngumýri, lést í gær, 91 árs að
aldri.
Kæra vegna Lyfju
Eigandi Borgarapóteks hyggst
kæra stjómvöld fyrir að hafa veitt
apótekinu Lyfju, sem var opnað í
gær, lyfsöluleyfi. Þetta kom fram
á Stöð 2.
Skorað á Kínverja
Þingflokkur Kvennalistans af-
henti varaforseta kínverska
þingsins bréf í gær þar sem skor-
að er á Kínverja að virða megin-
reglur Sameinuðu þjóðanna og
Amnesty Intemational um mann-
réttindi.
Veiðikortasjóður
Umhverfisráðherra hefur út-
hlutað tæpum 6 milljónum úr
Veiðikortasjóði til fjögurra rann-
sóknaverkefna, þar af 4,5 milljón-
um til rjúpnarannsókna Náttúru-
fræðistofnunar.
Gróði lönlánasjóðs
Iðnlánasjóður hagnaðist um 159
milljónir króna á síðasta ári, sam-
anborið við 146 milljónir árið
1994. Samkvæmt Mbl. er afkomu-
batinn einkum vegna minni af-
skrifta.
Auknar úthafsveiðar
Úthafsveiðar íslendinga hafa
stóraukist síðustu misseri. Sam-
kvæmt Viðskiptablaðinu skila
þær 10 milljörðum króna í þjóðar-
búið á þessu ári.
Fundaö um flugvöll
Fulltrúar samgönguráðuneytis-
ins og Reykjavikurborgar fund-
uðu í Ráðhúsinu í gær um framtíð
Reykjavíkurflugvallar. Sam-
kvæmt Ríkissjónvarpinu er rætt
um endurbyggingu flugvallarins í
Vatnsmýrinni. -bjb