Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 3
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 3 dv Fréttir Hinrik Bragason, eigandi Gýmis, og Helgi Sigurösson dýralæknir: Vilja áfrýja Gýmismálinu en óvíst hvort það Páll Skúlason hættur við: Sáttur við núverandi starf „Að vandlega athuguðu máli tel ég ekki rétt að sækjast eftir embætti forseta íslands. Ég er afar sáttur við núverandi starfs- vettvang minn og á þar ólokið ýmsum verkum sem eru mér hugleikin. Þá skal því ekki neit- að að einnig vegur þungt sá fjár- hagslegi kostnaður sem kosning- abarátta virðist hafa í för með sér. Ég sendi öllum sem hafa hvatt mig í þessu máli einlægar þakkir fyrir traust og stuðning,“ segir Páll Skúlason heimspeki- prófessor meðal annars í yfirlýs- ingu sem hann sendi frá sér síð- degis í gær vegna undangenginn- ar umræðu um hugsanlegt for- setaframboð sitt. Páll hefur sem kunnugt er ver- ið sterklega orðaður við framboð en með yfirlýsingunni er ljóst að af því verður ekki. -bjb Liz Mitcheil er i fararbroddi þessa fjögurra manna söng- flokks. Boney M til íslands Hljómsveitin Boney M var hér á landi í janúar sl. og hélt tón- leika á Hótel íslandi fyrir fullu húsi. Vegna fjölda áskorana er hljómsveitin væntanleg til lands- ins aftur og heldur tónleika á Hótel íslandi síðasta vetrardag, 24. apríl. Á sumardaginn fyrsta verður sveitin á fjölskyldutón- leikum í KA íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 17. Möguleiki er á að þriðju tónleikunum verði bætt við á Hótel íslandi klukkan 22 sumardaginn fyrsta. í tengslum við tónleikana verður gerður sjónvarpsþáttur. Tónleikarnir verða teknir upp og einnig verða viðtöl við lista- fólkið með íslenska náttúru sem bakgrunn. Þátturinn er hugsað- ur fyrir erlendan markað. Nú þegar hafa komið fyrirspumir frá allmörgum sjónvarpsstöðv- um í Evrópu um kaup á þættin- um. Kynnir á tónleikunum verður Þorgeir Ástvaldsson og hljóm- sveitin Sixties leikur fyrir dansi eftir tónleikana. -ÞK Myndavélaeftirlit í Grindavíkurhöfn DV, Suðurnesjum: „Hafnarverðimir hafa ekki nægilega sýn yfir hafnarsvæðið en með þessum hjálpartækjum, sem við erum að fá, á það mjög að lagast. Þeir munu jafnvel sjá fyrir horn. Sjá hvernig bátar raðast niður i höfninni og strax er hægt að láta vita ef eitthvað fer úrskeiðis," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grinda- vík, við fréttamann DV. Hafnarnefnd Grindavíkur hef- ur samþykkt að koma fyrir myndavélaeftirlitsbúnaði við höfnina í Grindavík. Tvær myndavélar verða settar upp ásamt myndbandi. Áætlaður kostnaður ásamt uppsetningu og tengingu verður um 400 þúsund krónur og ætlar hafnamefndin að leita eftir samvinnu viö hags- munaaðila um fjármögnun. Höfnin verður kynnt á Intemeti bæjarins. -ÆMK Hinrik Bragason, eigandi Gýmis, og Helgi Sigurðsson dýralæknir hafa óskað eftir að áfrýja niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þeir voru sakfelldir fyrir brot á lögum um dýravernd og ákvæði hegningarlaga með því að hafa látið Gými keppa á landsmótinu árið 1994. Þetta mál er hins vegar enn á ný komið í biðstöðu því óljóst er hvort þeir fái að áfrýja til Hæsta- réttar. Samkvæmt ákvæðum nýlegra laga geta sakborningarnir ekki áfrýjað niðurstöðu mála sinna til Hæstaréttar ef refsingar sem þeim er gert að sæta teljast of lágar. Laga- ákvæðið var sett til þess að tak- marka fjölda áfýjunarmála. Hinriki og Helga var hvorum um sig gert að greiða ríkissjóði 170 þúsund króna sekt. Gýmismáiið hefur þrátt fyrir þetta verið sent Hæstarétti sem nú er að meta hvort sérstakar ástæður séu til þess að taka það upp á æðra dómstiginu. Óskað er eftir áfrýjun fæst af hálfu sakborninga eins og fyrr segir. Ákæruvaldið telur sig sam- kvæmt upplýsingum DV hafa fengið sakborningana sakfellda að mestu leyti miðað við þá ákæru sem gefln var út þó svo að refsingarnar teljist ekki miklar samkvæmt lögum um áfrýjanir. -Ótt 849.000 kr. fyrir þýsk gæði í glæsílegum fólksbíl Skoda Felicia 1300 - 5 dyra r ■ : ■ Aukabúnaöur á mynd: Álfelgur < BC '< FRAMTÍÐIN BYGGIST Á HCFDINNI Það er ekkert sem mælir gegn því að þú kaupir Skoda í dag. Skoda stenst evrópskum og japönskum bílum fyllilega snúninginn þegar þú leitar að vönduðum fjölskyldubíl, en verðið er ennþá jafn ótrúlega lágt. Skoda Felicia hefur slegið rækilega í gegn á (slandi sem annars staðar og seldist þrisvar sinnum upp hjá okkur á síðasta ári. Skoda er nú í meirihlutaeign Volkswagen samsteypunnar og það sést á gæðum bílsins. í árekstursprófunum sem framkvæmdar voru í Þýskalandi nýlega var Skoda Felicia í einu af efstu sætunum og telst með öruggustu bílum sem framleiddir eru í þessum stærðarflokki. Skoda Felicia er með styrktarbita í hliðarhurðum, höfuðpúðar í fram- og aftursætum, barnalæsingar í afturhurðum, öryggisstýrisstöng og hæðarstillanleg öryggisbelti. ^ Tryggðu þér nýjan fjölskyIdubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. 1 9 4 6 - 1 9 96 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.