Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Neytendur Bókaútgáfan Staka: Vín, vísindi, list vin Út er komin á íslensku bókin Vín - vísindi, list eftir vín- fræðingana Hugh Johnson og James Halli- day í þýðingu Friðjóns Árna- sonar og Guð-___ mundar A. Axelssonar. Þetta er fyrsta bókin um vínfræði sem fræðigrein sem kemur út á ís- lensku. Almennur áhugi á víni og vínsmökkun hefur aukist mjög hérlendis á liðnum árum en vantað hefur traustar heimildir og upplýsingar á íslensku sem aðgengilegar eru öllu vínáhuga- fólki. Bókin er 232 bls. og í henni eru 180 ljósmyndir og fjöldi skýr- ingarmynda. Það er Staka ehf., bókaútgáfa, sem gefur bókina út. Hún fæst aðeins hjá útgefanda. Papúa Nýja-Gínea KafFitár hóf nýlega innflutning á nýju kaffi frá Papúa Nýju- Gíneu. Fjölmargir kaffibúgarðar í fjölskyldueigu eru á eyjunni. KafFi er mikilvægasta útflutn- ingsvara heimamanna og kaffi- baunirnar eru gjarnan nefndar gullið græna enda nýjar óbrennd- ar kaffibaunir þaðan með blá- grænum lit. Kaffið hjá Kaffitári er meðalbrennt, fremur milt og bragðgott. Á espressóbar Kaffitárs í Kringlunni er nú hægt að fá kaffidrykkina bragðbætta með Da Vinci sírópi. Hefbundnir drykkir á borð við Cappuccino og KafFi Latte fá nýja vídd séu þeir bragðbættir með súkkulað- isírópi, Amarettó-, Cream-, Butt- er Rum- eða vanillusírópi. Síróp- ið er einnig gott sem bragðauki á ís í stað issósu og út á pönnukök- ur og vöfflur. Sólríkur frá Sól hf. Sól hf. hefur sett á markað nýjan appel- sínudrykk undir vöru- merkinu Sól- ríkur. Drykk- urinn er 49,9% hreinn ávaxta- safi. Ekki er notaður hvítur sykur í safann, aðeins náttúru- legur ávaxtasykur og þrúgusyk- ur, og engin rotvarnarefni. Sól- ríkur er kælivara, framleiddur og seldur í 1,5 lítra umbúðum og fæst í flestum verslunum. Sunnu eplasítra Sól hf. hefur und- anfarið unn- ið að þróun á nýjum drykk, epla- sítru, kol- sýrðum drykk með 12% hrein- um eplasafa. Slíkir drykkir hafa verið fluttir inn til landsins um nokk- urt skeið og eru seldir sem eplacider. Sunnu eplasítra frá Sól hf. er seldur í 1 lítra flöskum. Auk eplasafa og kolsýru eru í drykknum ávaxtasykur, þrúgu- sykur, sítrónusýra og bragðefni. -sv Auglýsing frá Bifreiðaskoðun íslands ekki í samræmi við lög: Þetta er skrum og villandi auglýsing - hefur verið bönnuð, segir Jóhannes Gunnarsson „Þarna er verið að miða við gjaldskrá sem dómsmálaráðherra hefur samþykkt og notuð er úti á landi. Hér í Reykjavík er ekki mið- að við þessa gjaldskrá og því er ekki verið að segja satt og rétt frá því hver sé hinn raunverulega afsláttur. Þetta er skrum og villandi auglýs- ing og þeim er þetta óheimilt," seg- ir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um afsláttar- tilboð sem Bifreiðaskoðun íslands hefur boðið þeim viðskiptavinum sínum sem þiggja þá tíma í almenna skoðun fyrir fólksbíla sem þeim hef- ur verið úthlutað. Á umræddum afsláttarmiða er bent á að veittur sé 500 kr. afsláttur og að verðið sé því 2.510 kr. Miðað við það mætti halda að hið almenna verð væri 3.010 kr. en ef hringt er í Bifreiðaskoðun og spurt um verð á almennri bifreiðaskoðun kemur í ljós að það er 2.750 kr. Dómsmála- ráðuneytið hefur hins vegar gefið út gjaldskrá þar sem heimilt er að hafa verðið allt að 3.010 kr. „Ég á sæti í auglýsinganefnd sem starfar á grundvelli samkeppnislaga og hún hefur bannað Bifreiðaskoð- un að nota þessa auglýsingu," segir Jóhannes. Ekki sammála „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að villa um fyrir fólki. Sam- keppnisstofnun virðist gleyma því að tO sé eitthvað sem heiti lands- byggð og við lítum svo á að það verð sem þar gildi sé viðmiðunarverðið. Síðan veitum við afslátt hér í Reykjavík þar sem samkeppnin er mest,“ segir Karl Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar Is- lands. Karl segir að þótt hann sé ekki sammála niðurstöðunni verði tilmælunum hlítt og orðalaginu eitt- hvað breytt. Lægst hjá Athugun Þrjú fyrirtæki annast skoðanir á bifreiðum í Reykjavík, Athugun, Aðalskoðun og Bifreiðaskoðun ís- lands. Þegar DV sló á þráðinn til fyrirtækjanna þriggja og spurði um verð á almennri skoðun fólksbíla kom í ljós að verðið var það sama hjá Aðalskoðun og Bifreiðaskoðun, 2.750 kr., en lægst var það hjá At- hugun, 2.500 kr. Lögin heimila skoðunarstöðvum að hækka verðið um 20% hjá þeim sem skoða ekki innan lögbundinna tveggja mánaða frá skoðunardegi en yfirleitt er þetta gjald ekki inn- heimt. Hjá Aðalskoðun hefur þetta gjald ekki enn verið innheimt en samkvæmt upplýsingum DV stend- ur það hugsanlega til. Hjá Bifreiða- skoðun hefur gjaldið yfirleitt ekki verið innheimt upp á síðkastið og að sögn Karls Ragnarssonar er það eitt af því sém menn hafa fellt niður vegna aukinnar samkeppni. Athug- Bifreiðaskoðun - aðalskoðun fólksbíla - 3000 kr. 2500 2700 2700 un innheimtir ekki þetta gjald. „Það er alveg út í hött að inn- heimta þetta gjald. Fólk hefur stað- ið i þeirri meiningu að gjaldið renni í ríkissjóð en það hefur það aldrei gert. Þessir peningar hafa hingað til runnið til skoðunarstöðvarinnar sjálfrar, í þessu tilfelli til Bifreiða- skoðunar,“ sagði maður, þessum málum kunnugur, í samtali við DV. Samkvæmt heimildum neytendasíð- unnar nam þessi upphæð 6 milljón- um króna árið 1994. -sv Verð á almennri bifreiðaskoðun fólksbíla er lægst hjá Athugun, 2.500 kr., en hjá Bifreiðaskoðun Islands og Aðalskoð- un er það 2.750 kr. Bifreiðaskoðun hefur verið bannað að nota auglýsingu um afslátt og mun orðið við því. Þjónusta Landsbankans: Reiðufé á bensín- stöðum Landsbanki íslands hefur gert samninga við Olíufélagið Esso ann- ars vegar og Olíuverslun íslands hins vegar um úttektir á reiðufé á bensínstöðvum félaganna. Handha- far debetkorta frá Landsbankanum geta tekið út reiðufé af reikningum sínum á 40 bensínstöðvum Olís og 70 stöðvum Essó. Hámarksúttekt er 10 þúsund krónur og er úttektin al- veg óháð því hvort verið er að kaupa bensín eða aðrar vörur. -sv Spurt og svarað um almenntryggingar: Sendið spurningar til blaösins Tryggingastofnun ríkisins heldur um þessar mundir upp á 60 ára afmæli stofnunarinnar. í tilefni tímamótanna ætlar DV að gefa lesendum sinum kost á því að fræðast um almannatrygging- ar. Fólk getur sett sig í samband við umsjónarmann Neytendasíð- unnar, Svan Valgeirsson, í síma 50-5000 og 550-5814 eða í bréfasíma 550-5999, og komiö spurningunum á framfæri. Svala Jónsdóttir, deUdarstjóri fræðslu- og útgáfu- deildar Tryggingastofnunar, mun síðan svara spumingunum hér á síðunni. Hér er kærkomið tækifæri fyr- ir fólk að fá svarað þeim spurn- ingum sem brunnið hafa á því um almannatryggingar og það ekki vitað hvert best væri að snúa sér. HaFið samband við blað- ið sem fyrst og reynt verður að svara sem flestum. -sv Verðlagning: Bannað að veita rangar upplýsingar Karlmaður haíði samband við Neytendasiðuna og vildi koma á framfæri kvörtun vegna verð- lagningar á pitsum aðfaranótt annars í páskum á Pizza 67. Mað- urinn sagði að staðið hefði á mat- seðlinum að 20% álagning væri á pitsum á páskadag en samt hefði hann verið látinn borga álagning- arverðið. Þar fyrir utan hefði hann ekki fengið 20% afslátt eins og honum hefði borið miðað við auglýsingu fyrir fólk í Einka- klúbbnum. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, sagði við DV að það hlyti að vera skiln- ingur allra að páskadegi lyki á miðnætti og ekki gengi að annað stæði á matseðli en það sem síð- an væri framkvæmt. „Sam- kvæmt samkeppnislögum er bannað að veita rangar upplýs- ingar og miðað við þessa sögu er það gert hér,“ sagði Jóhannes. Um afsláttinn vegna Einka- klúbbsins sagði hann að ef menn veittu ekki þann afslátt sem þeir auglýstu væru þeir að villa um fyrir fólki. Hann sagði engar regl- ur tU um það að afsláttarkort giltu ekki á helgidögúm. Slíkt yrði að taka fram sérstaklega. Óáfengt vín: Monin Bitter Vínland ehf. hefur sett á markað drykkinn Monin Bitter. Honum svipar mjög til sí- gildra bittera á borð við Campari, nema hvað hann er óá- fengur. Monin Bitter mun til að byrja með einungis fást í verslunum Hagkaups í Kringlunni og Skeifunni og kostar 700 ml flaska 598 kr. Drykkurinn er ýmist drukkinn einn og sér með klaka og (sóda-) vatni, bland- aður appelsínusafa eða notaður í óáfenga kokkteila. Einnig má styrkja Monin Bitter með vodka svo hann verði áþekkur öðrum rauðum áfengum bitterum. Pizza 67: Mismunandi túlkanir „Hingað til hefur verið bannað að hafa opið á páskadag og það bann hefur gilt fram að hádegi á annan í páskum. Þess vegna fannst okkur ekki óeðlilegt að miða við það að páskadegi lyki klukkan fjögur. Ef páskadegi hefði lokið á miðnætti undanfar- in ár, miðað við þær reglur sem okkur hafa verið settar, þá hefð- um við vitaskuld opnað strax á miðnætti. Þetta er allt á gráu svæði og við veltum því mikið fyrir okkur hvernig þessir hlutir ættu að vera. Við borguðum starfsfólkinu laun alla nóttina með páskadagsálagi og því höfð- um við álagið á pitsunum líka,“ sagði Guðjón Gíslason, einn eig- enda Pizza 67. Guðjón sagði að vitaskuld þyrfti að setja skýrar reglur í þessu sambandi því þessa hluti mætti túlka á marga vegur. „Viö litum ekki svo á að við værum að gefa rangar upplýsing- ar á matseðlinum. Okkar skiln- ingur var sá, miðað við fengna reynslu, að páskadegi lyki ekki í þessu samhengi fyrr en kl. fjögur um nóttina," sagði Guðjón. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.