Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 13
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 13 Skoðunarmál á landsbyggðinni: Draumurinn að færa út kvíarnar - segir Gunnar Svavarsson hjá Aðalskoðun hf. „Bifreiðaskoðunarmálin eru í miklum ólestri víða á lands- byggðinni og menn þurfa að finna leiðir til þess að laga þau. Fjölmargir hafa haft samband við okkur um að setja upp þjón- ustustöðvar úti á landi vegna þessa ástands sem verið hefur. Við höfum haft í hyggju að gera það þarna á Vestfjörðunum, rétt eins og á Akureyri og á fleiri stöðum," sagði Gunnar Svavars- son, stjórnarformaður Aðalskoð- unar hf., í samtali við DV i kjöl- far fréttar í blaðinu síðastliðinn þriðjudag um bullandi óánægju Vestfirðinga með þjónustu Bif- reiðaskoðunar íslands. Gunnar sagði við DV i gær að ekki hefði verið hægt að fara út í þessa þjónustu, t.d. á Akureyri, vegna þess að ekki væri hægt að bjóða upp á alla þjónustuna, númeramál og fleira. „Við fáum ekki að sinna þeim málum og það er í sjálfu sér eng- in lausn fyrir Suðurfirðina í sambandi við númer, endur- skráningar, eigendaskipti, af- skráningar o.s.frv. þótt við opn- um skoðunarstöð. Reyndar á ég von á að í næsta mánuði fari að draga til tíðinda í þessum efnum og að við munum fara að sjá reglugerð sem jafnar þann mun sem er á samkeppnisstöðu skoð- unarstöðvanna." Gunnar sagðist alveg sjá fyrir sér að skoðunarfyrirtækin tækju upp einhverja samvinnu um skoðun úti á landi. Aðstöðumun- ur fyrirtækjanna gerði það þó að verkum að það væri óhugsandi í dag. * -sv Rottæk breyting a umferð um Hverfisgötu Borgarráð, skipulagsnefnd Reykjavíkur og umferðarnefnd hafa samþykkt að fara að óskum stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur og heim- ila einungis akstur strætisvagna á Hverfisgötu í vesturátt en ekki ann- arra bíla. Heimildin gildir í eitt ár til reynslu en að þeim tíma liðnum er ætlunin að meta hvort vit sé í að halda tilhöguninni áfram tU fram- búðar. Umferðardeild hefur verið falið að útfæra skipulag umferðar um Hverfisgötuna með tilliti tU þessar- ar tvístefnuumferðar og skipulag umferðar aðliggjandi gatna og verð- ur tiUaga deUdarinnar lögð fyrir umferðarnefnd til afgreiðslu. Þá er Umferðardeild og stjórn SVR gert að hafa samráð um staðsetningu bið- stöðva við Hverfisgötuna. -SÁ Krakkar! og Það verður mikið fjör í Tígrahorninu í Kringlunni á morgun laugardag. Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, kemur í heimsókn kl. 12.00 og kl. 15.00. Allir krakkar fá glaðning frá Krakkaklúbbnum, blöðrur og nammi. Þið getið fengið þátttökugögn í Tígrahorninu. Einnig er hægt að skila inn sögum á sama stað. Allir krakkar sem skila inn sögu fá verðlaun. Til að skila inn sögunni þarftu að koma við í Tígrahorninu í Kringlunni eða senda hana til Krakkaklúbbs DV, Þverholti 14, 105 Reykjavík. Komið í heimsókn í Tígrahornið og heilsið upp á Tígra. í samstaríi við ||raIPrdar og ^ lögregluna Fréttir Akurnesingar eignast Andakílsárvirkjun DV, Akranesi: Undirritað var 2. apríl á Akranesi samkomulag milii 12 hreppa í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum. Samkomu- lagið kveður á um að Akraneskaup- staður kaupi hlut hreppanna í Andakílsárvirkjun og verða Akur- nesingar þar með eigendur að henni. Hlutur hreppanna 12 var 30%. Á aðalfundi virkjunarinnar kom fram að hagnaður hafði orðið 25 milljónir i fyrra. Andakílsárvirkjun var stofnuð 1. nóvember 1942 og byggð upp á ár- unum 1942-1947. Stöðvarstjórar virkjúnarinnar hafa verið tveir frá upphafi, Óskar Eggertsson og Ás- geir Sæmundsson. Það sama á við um stjórnarformennina. Haraldur Böðvarsson var sá fyrsti en Magnús Guðmundsson frá 1963. í núverandi stjórn eru bæjarfulltrúarnir Gunnar Sigurðsson formaður, Guðbjartur Hannesson, Ingvar Ingvarsson, Guð- mundur Páll Jónsson og Sveinn Kristinsson. DÓ Fulltrúar sveitarfélaganna við samningagerðina. Þar eru m.a., talið frá vinstri, Sigurður Valgeirsson, Leirár- og Mela- hreppi, Ólafur Guðmundsson, Hvítársíðuhreppi, Sigurjón Jóhannsson, Borgarhreppi, Jón Böðvarsson, Lundar- reykadalshreppi, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Þórunn Reykdal, Hálsahreppi, Anton Ottesen, Innri-Akranes- hreppi, Guðrún Jónsdóttir, Þverárhlíðarhreppi, Davíð Pétursson, Skorradalshreppi, Marinó Tryggvason, Skilmanna- hreppi og Jón Valgarðsson, Hvalfjarðarstrandarhreppi. DV-mynd DÓ m rp m m t IpTiPÍi í BODI COCA-COLA IOpP *() VlK|jLE(»A ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV Á HVERJUM LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. Kynnir: Jón Axe<l Olafsson (SLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á ÍSLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, A ALDRINUM14-35 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á (SLENSKUM UTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI ( DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDOGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA ( TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. (SLENSKIUSTINN TEKUR ÞÁTT (VALI „WORLD CART“ SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS TlOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER í TÓNLISTARBLAÐ- íRÍSKATONU INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍS NLISTARBLAÐINU BILLBOARD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.