Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 15
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 15 íslensk börn feit og stirð? Þessari fullyrðingu í grein em um stubbaleikfimi Antons Bjama- sonar íþróttakennara í DV 12. febrúar sl. vil ég mótmæla. Ég hef kennt íþróttir frá 1970 og hef því verið í tengslum við böm og full- orðna af öllum stærðum og gerð- um. Ég er ekki sammála því sem kemur fram í þessu viðtali að böm séu almennt feit og stirð, alla vega ekki þau sem eru í Snælandsskóla og em á þeim aldri sem talað er um í greininni. Þvert á móti em þau afar spræk og aðeins örfá heldur þykk og önnur svolítið klunnaleg, eins og alltaf hefur ver- ið, og er blaðamaðurinn -em vel- kominn í heimsókn til að kynna sér ástandið. Hreyfifærni Ég var svo lánsöm að vera einn af þeim íþróttakennurum sem kenndu við fyrsta íþróttaskólann sem settur var á laggirnar hér á landi af íþróttafélagi Kópavogs árið 1986. í upphati var ætlunin sú að börn fengju að kynnast sem flestum íþróttagreinum svo þau væru seinna fær um að velja sjálf sérstaka grein en þyrftu ekki ráð- gjafa eins og pabba og mömmu. Síöan þróaðist íþróttaskólinn þannig að nú þykir ekkert barn hafa næga hreyfifærni þegar það kemur í gmnnskólann nema það sæki fyrst íþróttaskóla og eru þeir af hinu góða, en því miður eru þeir dýrir, sérstaklega fyrir þá sm eiga fleiri en eitt barn á þessum aldri. Því segi ég: Foreldrar, farið sjálf með börnin ykkar út í náttúr- una og hreyfið þau. Það kostar lit- ið sem ekkert og þið hafið sjáif ör- ugglega gott af hreyfingunni. Það er mikill munur á hreyfi- færni hjá okkur mannfólkinu. Sumir eru bókstaflega fæddir „hreyfihamlaðir“, eins og sagt er, og get ég nefnt mörg dæmi þar sem systkini eru hvert öðru klunnalegra og þegar farið er að spjalla við foreldrana segja sumir: „Já, þetta er víst ættgengt, ég var aldrei beint lipur.“ Að sjálfsögðu er hægt að þjálfa suma einstaklinga en aðrir sýna seint framfarir og verða aldrei liprir. Aftur á móti eru sumir eins og fæddir í fimleika. Alla tíð hefur eitt og eitt barn í flestum árgöng- Kjallarinn Ásdís Ólafsdóttir íþróttakennari í Snælandsskóla í Kópavogi um verið í þykkari kantinum. Þau koma þannig í skólann og eru það áfram þrátt fyrir heilmikla hreyf- ingu. íþróttir - leikur Ef að er gáð er því miður oft mataræðinu á heima fyrir um að kenna. Því þurfa foreldrar þessara barna að skoða mataræðið á heim- ilinu og yfirleitt að gjörbreyta því. Einnig þarf að takmarka sælgæt- isát. Þessum börnum líður oft afar illa þegar þau verða eldri og verða fyrir ýmsum glósum frá jafnöldr- um sínum. Hreyfing hjá þessum börnnum minnkar oft með aldri, því erfitt er að bera aukakílóin. Þau detta fljótt út úr íþróttafélög- unum, ef þau hafa verið þar, því þau sitja á bekknum og komast ekki í liðið og þetta eru kannski börnin sem talað er um í fyrr- nefndri grein. Er ekki tímabært fyrir íþróttafé- lögin að láta af ofuráherslu á flokkaíþróttir, eins og fótbolta og handbolta, en virkja í staðinn orku barnanna og unglinganna í einstaklingsíþróttir, eins og t.d. frjálsar íþróttir? Mér finnst kominn tími til, í allri umræðunni um gfidi íþrótta, að íþróttafélögin geri þeim börn- um og unglingum sem kannski hafa ekki getu en vilja, og öðrum sem ekki vUja keppa eða ná á toppinn, kleift að vera áfram í leik, en íþróttir eru ekkert annað en leikur sem flestir hafa gleði og ánægju af ef rétt er haldið á mál- Eitthvað er að, því allt of mörg hætta, og þegar þau hætta virðist enginn taka eftir því. Hvað verður um þessi börn og unglinga? Ger- um eitthvað í málunum, þá er minni hætta á að börnin okkar detti út úr íþróttum og verði feit og stirð. Ásdls Ólafsdóttir „Foreldrar, farið sjálf með börnin ykkar út í náttúruna og hreyfið þau . . . og þið hafið sjálf örugglega gott af hreyfingunni," segir Ásdís m.a. í grein sinni. um. „Er ekki tímabært fyrir íþróttafélögin að láta af ofuráherslu á flokkaíþróttir, eins og fótbolta og handbolta, en virkja í stað- inn orku barnanna og unglinganna í ein- staklingsíþróttir?“ Umferðarmál - sameiginlegt verkefni Ef tU vUl er það að bera í bakka- fuUan lækinn, lesandi góður, að festa á blað hugleiðingar um um- ferðarmál því fátt annað hefur ver- ið meira í umræðunni manna á milli undanfarna áratugi af aug- ljósum ástæðum. ÖU erum við meðvituð um að umferð í víðustu merkingu er einn mikilvægasti þátturinn í tUveru okkar sem þjóðar og án hennar værum við tæplega þjóð á borð við það sem við erum í dag. Það má því ætla að við berum öU sameig- inlega ábyrgð á því að umferðin gangi sem best og öruggast fyrir sig, öUum til heiUa, en þar hefur okkur orðið verulega á og úr því verðum við sameiginlega að bæta. Okkar eigin tækni Ástæöurnar eru eflaust margar fyrir því hvað okkur hefur gengið iUa að fækka árekstrum og slys- um. Miklu fé hefur verið varið tU vega og mannvirkjagerðar með það að markmiði að gera umferð greiðari og öruggari. Þrátt fyrir það hefur okkur ekki tekist að fækka árekstrum og slysum og það hlýtur að valda okkur veruleg- um áhyggjum. Þessar kostnaðar- sömu framkvæmdir hefðu átt að verða til þess að draga tU muna úr þeim fórnum sem færðar eru dag- lega I umferðinni en svo hefur ekki orðið, öðru nær. Fórnirnar vega þó misjafnlega mikið eftir atvikum, allt frá Kjallarinn Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfirlögregluþjónn skemmdum og eyðileggingu á ver- aldlegum verðmætum til sárs- auka, sorgar, örorku og dauða. Þessu verðum við að breyta og það verðum við að gera sameiginlega því öU erum við sek. Lauslegar rannsóknir á árekstr- um og slysum gefa ótvírætt tU kynna að ein af meginorsökunum virðist vera sú staðreynd að okkur hefur ekki tekist að vernda sjálf okkur, hvað þá aðra, fyrir óviðeig- andi eða kæruleysislegri notkun á okkar eigin tækni. Þetta kunna að vera þung orð en engu að síður sönn. Góð stjórnun á vélknúnu öku- tæki byggist að verulegu leyti á dómgreind og hæfni stjórnandans en í atferli sínu er hann undir miklum áhrifum skynjunar sem beinist að nánasta umhverfi hans og þróar viðhorf hans að verulegu leyti tU þess að takast á við óvænt- ar kringumstæður. Hegöun í umferðinni Athuganir á hegðun ökumanna í umferðinni, sem gerðar voru á tUteknu afmörkuðu svæði, sýna að 70% ökumanna aka óaðfinnanlega og fara í einu og öUu eftir settum reglum og virðast meta kringum- stæður rétt. Aftur á móti fóru 30% ökumanna ekki að settum reglum og virtust vanmeta aðstæður. Nú er það svo að umferðarreglur eru beiiúínis okkur til verndar og okk- ur í hag, þær geta bókstaflega vemdað líf okkar og heUsu, vel- ferð og sjálfstæöi, auk þess að tryggja okkur góðar og öruggar samgöngur. Því er skynsamlegt að virða reglur í umferðinni og meta kringumstæður rétt. Góður ökumaður býr yfir tæknUegri færni. Hann kann að bregðast rétt við nýjum og óvænt- um kringumstæðum. Hann ber virðingu fyrir öðrum og forðast að sýna öðrum óvirðingu. Hann ber virðingu fyrir sjálfum sér. Hann forðast reiði og meinfýsi. Hann er í andlegu jafnvægi og lætur ekkert sljóvga dómgreind sína. Hann forðast að hafa vit fyrir öðrum, auk þess er hann staðfastur og heUl. Það má vera ljóst að ef okkur á að takast að draga úr slysum og árekstrum í umferðinni verðum við, hver og einn, að taka upp betri siði. Aðeins með því móti náum við tUætluðum árangri tU fækkunar slysa og árekstra í um- ferðinni. Þetta er því sameiginlegt verkefni okkar allra. - Að lokum, lesandi góður, sér kann jafnan hygginn hóf. Hilmar Þorbjörnsson „Góöur ökumaður býr yfir tæknilegri færni. Hann kann aö bregðast rétt við nýjum og óvæntum kringumstæðum. Hann ber virðingu fyrir öðrum og forðast að sýna öðrum óvirðingu.“ Með og á móti Fjölgun erlendra leik- manna í úrvalsdeildinni? Vil gefa regl- urnar frjálsar „Ég hef alla tíð verið hlynntur því að hafa engar reglur í þess- um efnum. En hvað er að ger- ast i þessum málum í dag? Ég get ekkÍ cniai va. duihhiuii, séð að það séu stjórnarmaður ( neinar reglur KKI' tU í dag sem banna íslenskum körfuboltalið- um að fá eins marga Evrópubúa tU liðs við sig og þau vUja eftir lyktir Bosmanmálsins. íslend- ingar geta ekki sett neinar sér- stakar reglur hvað þetta varðar. Eins og staðan er í dag er það spurning hvort við eigum ekki eftir að sjá erlenda leikmenn flæða inn í landið. Það eru ný lið að koma inn í úrvalsdeildina og ég er ekkert viss um að sterkari liðin séu neitt óhress með það. Ef liðin sem neðar eru í deUd- inni leita frekar á erlend mið eft- ir leikmónnum láta þau að minnsta kosti leikmenn bestu liðanna vera á meðan. Ég er aUs ekki hræddur við að afnema þessar reglur sem í gildi eru í dag. Ég held að fjárhagsstaöa fé- laganna og ábyrg fjármálastjórn- un stjórni þessu miklu meira. Ég held að erlendum leikmönnum komi tU með að fjölga í framtíð- inni í úrvalsdeildinni og að ís- lensku félögin hljóti að leita í mUdum mæli eftir leikmönnum frá Austur-Evrópu í framtíð- inni.“ Bjöm Leósson, starfsmaöur KKÍ. Gengur ekki félaganna vegna „Það má segja að eftir lok Bosman- málsins séu þessar reglur orðnar frjáls- ar. Félögunum í úrvalsdeild- inni er heimUt að vera með eins marga leikmenn frá Evrópuþjóðum og þau vilja. Aftur á móti er þeim ekki heimUt að vera með nema einn leikmann frá Banda- ríkjunum svo dæmi sé tekið. Rökin fyrir því að erlendu leikmönnunum hér fjölgi ekki eru fyrst og fremst döpur fjár- hagsleg staða félaganna. Með því að fjölga erlendu leikmönnunum myndu félögin einfaldlega setja sig í gjaldþrot. Ef eitt félag fer út á þessa braut er hætt við að önn- ur verði tUneydd að fylgja í kjöl- farið. Þannig yrði þetta á skömmum tíma að skollaleik eða svikamyllu. Bosman-málið setur hins veg- ar óneitanlega stórt strik í reikn- inginn. Það er einfaldlega ekki hægt að sporna við þsssu lengur. Það má því segja að þetta sé orð- ið frjálst í dag að miklu leyti. En hversu góða leikmenn er hægt að fá frá Evrópu og hvað þarf að borga þeim? Ég held aö þetta ger- ist ekki og að erlendir leikmenn muni ekki streyma tU landsins. Þá myndi þetta einfaldlega enda með því að engir íslenskir leik- menn yrðu eftir í deUdinni. Fé- lögin hafa aUs ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að fara út I þessa hluti.“ -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.