Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Qupperneq 32
Alla laugardagai Vertu viðbúínfn) | vinningii f Vinningstölur 11.4/96 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá 1 síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Helgarblað DV: Þorsteinn svarar fyrir sig Öll spjót virðast standa á Þor- steini Pálssyni og ráðuneytum hans þessa dagana. í helgarblaði DV á morgun svarar Þorsteinn spurning- um blaðamanns DV um mál mál- anna um þessar mundir í ítarlegu helgarviðtali. Þá verður rætt við Einar Heimisson, sagnfræðing og kvikmyndagerðarmann, um nýja kvikmynd sem tökur hefjast vænt- anlega á í haust. Fegurð á íslandi og í Hafnarfirði verða gerð góð skil og áfói listó eða Jóhann Jónsson lífs- listamaður dregur ekkert undan þegar hann ræðir um listalífið og fantasíur sínar. Goðaborg á Fáskrúðsfirði: Eigum hjá Liibberts „Það eru íslandsbanki og Fiskaf- urðir hf. sem eiga afurðirnar í frystigeymslum Goðaborgar," sagði Einar Víglundsson, framkvæmda- stjóri Goðaborgar, í morgun. Einar segir að ástæða þess að bankinn taki ekki einfaldlega birgð- irnar upp í kröfur sínar vegna af- urðalána sé sú að Goðaborg eigi útistandandi kröfu á Lúbberts i Þýskalandi sem bankinn telji tap- aða. Sú krafa nemi milli sjö og átta milljónum. „Við teljum að það sé ekki full- reynt. í stórum dráttum snýst málið um þessar 7-8 milljónir," segir Ein- ar. -SÁ Tvö innbrot Lögreglunni í Reykjavík bárust tvær tilkynningar um innbrot síð- asta sólarhringinn. í fyrrinótt var brotist inn í fyrirtæki við Ármúla og þaðan stolið ávísanahefti og tal- stöðvum. Liðna nótt var síðan brot- ist inn í íþróttahús Fram við Safa- mýri og þaðan stolið peningum og einhverjum búnaði. Ekkert er vitað bverjir voru að verki á þessum stöð- um. -sv ER EKKI &ARA BULL AÐ PAÐ SE AGREIN- INGUR? Átakafundur í félagi Reykjavíkurpresta í gærkvöld: Bullandi ágreiningur um biskupsmálið Prófastarnir í Reykjavík, þeir sr. Guðmundur Þorsteinsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson, ásamt sr. Þóri Stephensen, kröfðust þess á fundi í Félagi Reykjavíkurpresta í gærkvöld að slegin yrði skjald- borg um biskup íslands í embætti. Sr. Þórir tók nokkrum sinnum til máls og ítrekaði þá skoðun sína að ekkert væri athugavert við að biskup stæði í málaferlum fyrir dómstólum og rökstuddi það með því að sjálfur hefði hann staðið í meiðyrðamáli við Hall Magnús- son, blaðamann á Tímanum, á sín- um tíma án þess að embættisleg staða hans biði af þvi hnekki. Prófastarnir og sr. Þórir vitn- uðu í þessu sambandi til persónu- - reynt að slá skjaldborg um biskup DV-mynd Sveinn legra kynna sinna af biskupi og vináttu við hann og fullyrtu í Ijósi þeirra að hann væri saklaus af þeim ávirðingum sem á hann hafa verið bomar. Á fundinum var bullandi ágreiningur því að uppi voru einnig sterkar raddir um að bisk- up ætti að víkja úr embætti burt- séð frá sekt eða sakleysi vegna þess að málavafstrið skaðaði kirkj- una. Hagsmunir hennar væru æðri persónulegum hagsmunum eða metnaði þess manns sem gegndi æðsta embætti hennar. Fundurinn var eins konar und- irbúningsfundur fyrir fund Presta- félags íslands nk. mánudag. Engin ályktun var afgreidd á fundinum Prestar á leið til fundar í gærkvöld. og prestur, sem rætt var við í morgun, sagði að menn heföu ákveðið að gefa ekkert upp um umræðuefnin enda væri nóg kom- ið af yfirlýsingum vegna biskups- málsins á báða bóga. -SÁ Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóöanna, UNESCO, kom til landsins í gær í opinbera heimsókn. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók á móti Mayor á heímili sínu í gærkvöld og hér takast þeir í hendur. Mayor heldur fyririestur í Odda í dag um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi. DV-mynd GS Einar Oddior: Óhætt að auka kvótann strax „Ég hef trú á því að óhætt sé að auka þorskkvótann verulega í ár. Ég hef haldið því fram lengi og byggi skoðun mína á reynslu þeirra sem ég þekki í þessum bransa. Ég vona bara að ráðherra fái þau gögn frá Hafrannsóknastofnun sem gera honum kleift að auka kvótann fyrir 15. aprO,“ segir Einar Oddur Kristj- ánsson, alþingismaður og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd þingsins. Hann sagði að sjávarútvegsnefnd- in hefði síðastliðinn þriðjudag sent Hafrannsóknastofnun áskorun um að flýta niðurstöðum sínum þannig að ráðherrann hefði einn eða tvo sólarhringa til að skoða málið fyrir 15. aprfi. Fyrir þann dag verður, lög- um samkvæmt, að taka ákvörðun ef auka á kvótann. -S.dór Grindavík í sparifötunum Grindvíkingar fognuðu íslands- meistaratitli í körfubolta fram eftir nóttu og að sögn lögreglu skemmtu menn sér víða um bæinn fram und- ir morgun. Allt fór þó vel fram og þurfti lögreglan ekki að hafa af- skipti af mönnum. Spariskapið fylgdi greinilega sparifótunum. -sv Veðrið á morgun: Vætusamt sunnan- lands Á morgun verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi. Vætu- samt verður um sunnan- og austanvert landið en annars þurrt að mestu. Hiti verður 2 tfi 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.