Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Side 21
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 mennmg 21 Fyrstu djasstónleikar á íslandi endurteknir Fyrstu djasstónleikar á íslandi voru haldnir 1 Gamla bíói fyrir hálfri öld, 15. apríl 1946. Veg og vanda af tónleikunum hafði rúm- lega tvítugur maður, Jóhannes Þor- steinsson (Jonni í Hamborg), en hann lést svo seinna þetta sama ár. í minningu hans og þessa framtaks hans voru þessir tón- leikar endurteknir síðastliðið fimmtudagskvöld, þ.e.a.s. efnis- skráin var sú sama og fyrir fimmtíu árum og einn spilar- anna þá, Björn R. Einarsson básúnuleikari, var einnig með nú. Þeir sem léku með Birni í þetta skiptið voru þeir Guð- mundur R. Einarsson trommu- leikari, Árni Elfar básúnuleik- ari og píanisti, Tómas R. Ein- arsson bassaleikari og svo tveir ungir menn sem voru gagngert sóttir til útlanda, þeir Veigar Margeirsson trompetleikari og Agnar Már Magnússon píanisti. Auk þessara var svo fenginn er- lendis frá einn heimavanur í tónlist af þessu tagi, Daninn Jörgen Svare, sem leikur á klarínett, einn af stofn- endum Papa Bues Jazzband og hef- ur hann leikið á grúa platna með þeim og seinna öðrum. Djass Ársæll Másson Agnar hóf tónleikana einn, On the Sunny Side of the Street, en Guðmundur trommaði svo með honum í næsta lagi. Agnar og Árni Elfar skiptust á að sitja við pianóið fyrstu fimm lögin og léku ýmist ein- ir eða með Guðmundi á trommun- um. í sjötta laginu bættist svo Jörgen Svare í hópinn og lék Sheik of Araby og fór svo fjölgandi á svið- inu eftir það. Eitt frávik varð að gera á efnisskrá uprunalegu tónleik- anna þar sem lag Jóhannesar Þor- steinssonar, Waller’s Weight, er glatað en í staðinn var frumflutt lag eftir Árna Elfar, samið í anda þeirra Jonna og Wallers. Hljómsveitin náði strax upp góðri stemningu í þétt- setnu bíóhúsinu og er greinilegt að ragtime og dixieland á sér marga áhangendur hérlendis þótt ekki gef- ist mörg tækifæri til þess að heyra slíkt flutt á tónleikum, enda engin hljómsveit íslensk sem sérhæfir sig í tónlist eins og hér mátti heyra. Jörgen Svare fór iðulega á kostum á klarínettið og var augljóslega að spila „sína músík“. Árni Elfar og þeir bræðumir Björn og Guðmund- ur eru einnig aldir upp við þessa sveiflu og var trommustíll Guð- mundar hér á heimavelli. Ungu mennirnir, Agnar Már og Veigar, stóðu sig vel í þessum hlutverkum Jörgen Svare fór á kostum á klarínettið. Baðkar Stærð 170x70 cm Handlaug á vegg 34x45 cm. WC í vegg eða gólf með vandaðri harðri setu í sama lit. ÖWtæWnf sama að«»a> trV99'r áferð og ^Tfyrirade,^ RAÐGREIÐSLUR tryggtng SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MANUD. - FOSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-14 þótt þeir séu sennilega öðrum aukalögum sem flutt vom. Er óhætt hljómi vanari. Veigar blés á köflum að fullyrða að þetta voru sérlega vel gullfallega, t.d. í As Time Goes by og heppnaðir tónleikar í alla staði og Stardust sem var fyrst af þremur vel til fundið hjá RúRek-stjórninni að heiðra minningu Jonna með þessum hætti og rifja upp um leið upphaf íslenskrar djassögu. Þrír 60 mín. langir fundir um samkeppnisstöðu íslands í breyttum heimi. á 60 mínútum 16. apríl kl. 17:15 á Hótel Borg VIÐSKIPTAUMHVERFI 0G SAMKEPPNISSTAÐA ÍSLENSKS ATVINNULÍFS Frummælendur: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs hf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Fundarstjóri: Halldóra Vífilsdóttir, varaformaður SUS 23. apríl kl. 17:15 á Hótel Borg MIKILVÆGI MENNTUNAR 0G MENNINGAR Frummælendur: Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra Sigrún Gísladóttir, skólastjóri Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS 30. apríl kl. 17:15 á Hótel Borg NÝJAR AUÐLINDIR Frummælendur: Halldór Blöndal, samgönguráðherra Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur Geir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Fundarstjóri: Elsa Valsdóttir, varaformaður Heimdallar Að fundunum standa eftirtaldar málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins: Efnahagsmálanefnd, Ferðamálanefnd, Iðnaðarnefnd, Menningarmálanefnd, Nefnd um upplýsingamál, Skóla- og fræðslunefnd, Vinnumarkaðsnefnd. SJÁLFST&DISFLOKKURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.