Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Page 5
JLlV MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 21 ppmarhús Islensk sumarhús leigja út sumarbústaði í eigu einstaklinga: Þú færð bústaðinn „lánaðan" „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð, jafnt hér innanlands sem erlendis, því einstaklingar jafnt sem stéttar- og starfsmannafélög hafa sýnt þessu mikinn áhuga eftir að bæklingurinn okkar kom út,“ sagði Þorsteinn Ásmundsson, fram- kvæmdastjóri Suðurgarðs á Sel- fossi, sem nýlega hóf að leigja út sumarhús i eigu einstakling undir heitinu íslensk sumarhús. Má segja að þetta sé athyglisverðasta nýjung- in í ferðaþjónustu á íslandi. Þorsteinn segir sumarhúsin valin af kostgæfni með hliðsjón af ákveðnum gæðastöðlum fyrirtækis- ins. Þau eru öll í eigu einstaklinga og því innréttuð að persónulegum smekk. „Þetta er mjög þekkt fyrir- komulag í Skandinavíu og víðar og hefur mælst mjög vel fyrir. Við erum búin að vera með þetta í huga í nokkur ár og hófum svo undirbún- ing að þessu í fyrra,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að þetta væri fyrst og fremst hugsað sem fjölskylduað- staða og væri sérstaklega hentugt fyrir erlenda ferðamenn. „Þetta kemur til með að breikka þann hóp sem á kost á því að heimsækja land- ið, þ.e. fólk með börn sem ekki hef- ur verið auðvelt að koma fyrir í gistingu. Aðilar ferðamála í landinu hafa sýnt þessu mjög mikinn áhuga og eru mjög spenntir að sjá hvemig okkur reiðir af. Þetta er eina fyrir-. tækið í landinu sem starfar við þetta á opnum markaði," sagði Þor- steinn. Hann sagði eigendur sumarhú- sanna þurfa að ákveða með fyrir- vara hvaða viku þeir ætla að nota sjálfir. „Eða þá að þeir leggja allt undir og taka sjálfir það sem ekki leigist út. Þannig geta þeir nýtt fjár- festinguna og fengið ágætis tekjur upp í þann fasta kostnað sem bú- staðnum fylgir," sagði Þorsteinn. Nú eru í kringum 30 sumarhús á skrá hjá Þorsteini sem staðsett eru á Suður- og Vesturlandi, alveg að Snæfellsnesi. „Við hyggjumst færa út kvíarnar í framtíðinni og vera alls staðar á landinu þar sem sum- arhúsakjarnar eru, þannig að þetta eru bara fyrstu skrefin okkar. Við ætlum okkur að halda áfram ef reynslan verður góð,“ sagði Þor- steinn að lokum. -ingo Nú getur hver sem er leigt sér sumarhús sem einhver annar á og notið að- stöðunnar til fullnustu. öiMimnw Venö glerskápur Kr. j er að koma sumar I rétti tíminn til að kaupa húsgögn fyrir sumarhúsið. í Húsgagnahöllinni fæst mikið og skemmtilegt úrval af furuhúsgögnum í Ijósri eða lútaðri furu á góðu verði. Sófar, skápar og skenkar, sófaborð, borð og stólar, rúm og dýnur ofl. ofl. Leitaðu ekki langt yfir skammt og komdu til okkar. í garðinum ])ímim íHúsasmiðjunni fœrðu allt efni í sólpalla, skjólveggi oggirðingar. í hugmyndabœklingi Húsasmiðjunnar „Sœlureitur“ er aðfinna fölmargar skemmtilegar hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og efnisstœrðir sem henta best. Einnig eru holl ráð um viðhald og ráðgjöf um viðarvörn. Hjá okkur fcerðu faglega ráðgjöfum hönnun og uppsetningu á sólpöllum og skjólveggjum. Komdu, eða hringdu í Húsasmiðjuna og við hjálpum þér að njóta sumarsins. HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • 525 3000 Skútuvogi 16 • 525 3000 Helluhrauni 16 • 565 0100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.