Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Qupperneq 9
DV MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 25 Hrafn ráðleggur sumarhúsaeigendum hvernig meðhöndia eigi grillið fyrir sumarið. DV-mynd ÞÖK Yfirfarið grillið fyrir sumarið ] groðrínum á golfvellinum í Grímsnesínu við fjallið við grillið á Laugarvatni „Þegar gasgrillið er tekið í notk- un eftir veturinn þarf fyrst og fremst aö athuga brennarann og steinana. Ef brennarinn er farinn þarf að skipta um hann en það tek- ur hámark 10 mínútur. Ég ráðlegg fólki eindregið að kaupa ryðfrían brennara og hann endist mun leng- ur. Þetta er dýrasti varahluturinn og sá sem fer helst,“ sagði Hrafn Úlfsson, sem sér um grillvörurnar í Húsasmiðjunni en þar fást varahlut- ir í flest grill. Við báðum Hrafn að ráðleggja sumarbústaðaeigendum hvernig þeir eiga að koma grillinu í stand fyrir sumarið. „Það þarf einnig að skipta um steinana ef þeir eru orðnir gráir og ljótir og gegnsósa í kjöti og fitu og þrífa grindina. Steinarnir endast að meðaltali í 3-4 ár og nú er hægt að fá steina með kolamola í sem gefa sama bragð og gamla kolagrillið. Karakterinn liggur í að steinarnir séu skítugir, það á helst ekki að þrífa þá mikið. Besta grillunin er eftir að þeir hafa verið notaðir í 2-3 skipti þvi þá kemur eld- og reyk- bragð úr þeim,“ sagði Hrafn enn fremur. . Hann sagði að emiléraðar grind- ur ætti að þrífa með því að setja þær í sjóðandi heitt vatn í vaskin- um og láta þær liggja þar í 5 mín. „Síðan má skrúbba þær með upp- þvottabursta en passa að nota aldrei vírbursta á emiléraðar grindur. Ég mæli eindregið með þeim því þær ryðga síður. Vírbursti hentar króm- grindum og tO að þrífa sjálft grillið að innan,“ sagði Hrafn. Gráminn tekinn af Ef grillið hefur staðið úti lítur það væntanlega ekki vel út aö utan. „Þá má pússa létt yfir það með sand- pappír eða vírbursta til að ná grám- anum af og spreyja síðan yfir með hitaþolnu spreyi. Þá verður það eins og nýtt,“ sagði Hrafn. Hann sagði fólk oft lenda í því að geta ekki snúið takkanum til að kveikja á gasinu því hann væri ryðgaður fastur. „Við átak vill hann brotna og þá þarf fólk að kaupa aUa spíssana þó það noti ekki nema hluta þeirra. Til að koma í veg fyrir þetta er nóg að kippa takkanum úr og sprauta svolítið vel með VD40 ryðuppleysi þar sem hann var. Ryð- uppleysinum fylgir mjór stútur sem reyna á að koma þétt upp að og úða vel á. Þetta má gjarnan endurtaka með 2-3 klst. miOibUi ef takkinn er mjög ryðgaður," sagði Hrafn. Fyrirbyggjandi aðgerðir „Yfirbreiðslan er tvímælalaust endingin á griUinu. Best er ef hún er filteruð að innan þannig að hún andi. Gúmmíyfirbreiðslur eru ekki eins góðar því þær halda raka að grUlinu svo það ryðgar frekar," sagði Hrafn. Hann segir aö tU að grUlið endist sem lengst borgi sig að þrífa það mjög vel í hvert skipti sem því er pakkað niður. „Það á helst að þrífa grindurnar eftir hverja notkun en leggja sérstaka áherslu á það áður en griUinu er pakkað niður. Sömu sögu er að segja um grUlið sjálft.“ Að lokum gefur hann okkur gott ráð við að griUa kartöflur. „Setjið kartöflurnar í álpappír, takið grind- ina af grUlinu og leggið þær beint á steinana. Þannig styttið þið grilltim- ann um helming og sparið gasið. Þið þurfið þó e.t.v. að snúa þeim oft- ar svo þær brenni ekki, kannski á 10 min. fresti eftir stærð.“ -ingo KMS Einar Farestveit & Co hf. MmÆ BORGARTÚNI 28 - SÍMI 562-2900 OLL RAFTÆKIN I SUMARHUSIÐ á frábæru verði ELFA-OSO hitakútar úr ryðfríu stáli með öryggiskrönum og blöndunarkrana. Stærðir m.a. 30/50/100/120 /200/300 I. ELFA olíufylltir rafmagnsofnar. 300-2000 vött. Mjög hagstætt verð. Rafmagnsþilofnar. Veggofnar. Gólfofnar. Blástursofnar. Verð frá kr. 5.900 SEVERIN SEVERIN Grill og brauðrist, ,,Ljúfmetisofn"_ Verð frá kr. 6.950 ELFA-VORTICE eldavélarkubbur. 2 hellur, yfir- og undirhiti. Ein gerð með grilli. Verð frá kr. 19.900 ELFA-keramik eldavélar, 2ja hellna - 40 cm breiðar. 4ra hellna - 50 cm breiðar. Verð frá kr. 39.900 - 30 ÁRA ÞJÓNUSTA í ÞÍNA ÞÁGU - í veiðinni í fjallgöngunni undir fossinum á Fluðunn í sumarbústaðnum POSTUR OG SIMI A eftirtöldum stöðum á landinu er hægt að nota GSM: Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Skála- fell, Mosfellsheiði, Lambhagi, Akranes, Borgarnes, Reykholt, Ólafsvík, Grundar-fjörður, Stykkishólmur, Patreksfjörður, ísafjörður, Hvammstangi, Blönduós, Varmahlíð, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Dalvik, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Neskaupsstaður, Eskifjörður Höfn, Vík, Vestmannaeyjar, Hvolsvöllur, Hella, Laugarvatn, Grímsnes, Selfoss, Hveragerði, Eyrarbakki, Þorlákshöfn, Grindavik, Garður, Sandgerði, Keflavík, Njarðvík, Keflavíkurflugvöllur, Vogar og Bláfjöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.