Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 DV
26 jgumarhús_________________________________________________________
Blikksmiðja Benna smíðar og setur upp reykrör fyrir kamínur:
„Einn algengasti bruni í sumar-
húsum er þegar kviknar í út frá
reykrörum og oft á tíðum hefur fólk
þá séð um uppsetninguna sjálft af
takmarkaðri kunnáttu. Það er því
fyrst og fremst öryggisatriði að fá
fagaðila til að ganga þannig frá
reykrörum að það skapist ekki eld-
hætta af þeim. Það tekur að meðal-
tali tvo menn um 5 klukkustundir,"
sagði Benedikt Jóhannsson, eigandi
Blikksmiðju Benna, sem sérhæft
hefur sig í smíði og uppsetningu
reykröra í rúm 20 ár og fengið við-
urkenningu Brunamálastofnunar í
þeim efnum.
„Önnur hætta sem skapast viö lé-
legan frágang er leki en vatn getur
t.d. auðveldlega lekið inn með rör-
inu í gegnum þök og veggi ef frá-
gangurinn er ekki góður,“ bætti
Benedikt við.
Hann segist aöallega þjónusta
sumarbústaðaeigendur en þó færist
það í vöxt að fólk setji upp kamínu
í stofunni eða sólstofunni heima.
„Þegar fólk kemur til okkar viljum
við gjaman fá teikningu af húsnæð-
inu svo að auðveldara sé að ráð-
leggja varðandi uppsetningu kamin-
unnar. Það eru ákveðnir þættir sem
hafa ber í huga, eldstæði og reykrör
verða t.d. að vera í ákveðinni fjar-
lægð frá brennanlegu efni og til að
fá sem besta hitanýtingu er gott að
hafa kaminuna sem næst miðju
húsi,“ sagði Benedikt. Hann sagði
þó marga staðsetja kamínuna þar
sem hún að þeirra mati færi best en
að þá mættu t.d. ekki vera flísar fyr-
ir aftan hana.
„Flísamar hafa hitaleiðni þó þær
brenni ekki sjálfar. Með árunum
ertist brennanlegt efni á bak við
þær og verður að lokum svo bruna-
næmt að það kviknar í því. Þarna
yrði að hafa loftbil á milli, setja t.d.
flísarnar á málmplötu eða hafa
málmplötuna eingöngu á bak við
kamínuna. Sé það gert virkar hún
sem ofn því hitinn endurkastast frá
henni,“ sagði Benedikt.
Hann taldi hagkvæmast að setja
svarta málmplötu undir kamínuna
þó tO væru ýmis önnur málmefni.
„Það er alla vega nauðsynlegt að
hafa eitthvað fyrir framan hana því
þessu fylgja alltaf einhver óhrein-
indi.“
-ingo
Reflectix er byltingarkennt einangrunarefni
sem hannað er af NASA og byggist upp á
hitaendurkasti og er frábær þar sem rými er lítið.
ðmÚLIST ExNANttUNAMXLDXI
áfe __-J&C
CanWel ABTCO
Tilvdiið í sumarhdsi
Frábœrt úrval
af þilplötum,
filmukrossvið
baðþiljum.
Sjónersögu rikari...
komið og skoðið í sýningarsal okkar.
& CO
ÁRMÚLA 29 - 108 REYKJAVÍK - S: 553 8640 & 568 6100
„Það er öryggisatriði að fá fagaðila til að ganga þannig frá reykrörum að það skapist ekki eldhætta af þeim,“ segir
Benedikt m.a. í greininni.
Frumieg nýjung atvinnurekenda í Borgarfirðinum:
Upplýsingamiðstöð fyrir
sumarhúsaeigendur
- varðandi verslun og þjónustu á svæðinu
„Hér er annað stærsta sumar-
húsasvæði landsins, eða í kringum
tólf hundruð bústaðir á skrá. Eftir
því sem við komumst næst dvelja
hér á bilinu 4.000-6.000 manns að
staðaldri yfir sumartímann sem við
teljum okkur geta aðstoðað og þjón-
að í meira mæli en nú er,“ sagði
Guðrún Jóiisdóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Markaðsráði Borgamess.
Ráðið setti nýlega á stofn sérstaka
upplýsingamiðstöð fyrir eigendur
og byggjendur sumarhúsa i Borgar-
flrðinum sem Guðrúnu vitanlega á
sér enga hliðstæðu hér á landi.
„Að baki Markaðsráði standa í
kringum hundrað fyrirtæki í Borg-
arfirðinum, en það eru þó aðallega
byggingaraðilar, sem hafa það að
markmiði að bjóða sumarhúsaeig-
endum alla þjónustu á einum stað
og kynna í leiðinni hið fjölbreytta
atvinnulíf staðarins. Við viljum sér-
staklega vekja athygli á borgfirskri
nýsmíði en hér eru aðilar sem m.a.
smíða sumarhús,“ sagði Guðrún.
Hún sagði þjónustuaðila í Borgar-
firðinum einnig hafa margt að bjóða
núvernadi sumarhúsaeigendum.
„Þeir geta t.d. hringt til okkar og
fengið allar upplýsingar um við-
haldsvörur fyrir bústaðinn, iðnað-
armenn sem lagfæra þök og mála
bústaði að utan, nöfn á fólki sem
hirðir og slær lóðir, eftirlitsmenn
sem taka að sér að fylgjast reglulega
með bústöðum, hreingemingarfólk
sem gerir hreint aö vori þegar von
er á fólkinu og skrá yfir nálægar
garðyrkjustöðvar, svo eitthvað sé
nefnt,“ sagði Guðrún.
Aðspurð sagði hún að fyrir hendi
væru sumarhúsalönd á einum 50
jörðum í Borgarfirðinum, þar af
25-30 jarðir sem hafa lausar lóðir.
Af vinsælum svæðum nefndi hún
bústaði í landi Galtarholts og Mun-
arðamess og í Svína- og Norðurárd-
al. „Svo er verið aö byrja á nýju
svæðisskipulagi í Mýrasýslu þar
sem eru mjög spennandi svæði.
Vilji fólk kynna sér þetta nánar get-
ur það leitað til okkar og fengið all-
ar upplýsingar," sagði Guðrún.
Starfsmaður upplýsingamiðstöðvar-
innar verður Magnús Valsson.
-ingo