Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1996, Side 12
28 sumarhús MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 Vari og Vaki sjá um bruna- og þjófavörn sumarhúsa: Samtengdir reykskynjarar og Við báðum tvo óskylda aðOa, Vara-öryggisvörur í Skipholtinu og Vaka-öryggiskerfi á Laugaveginum að leiðbeina sumarhúsaeigendum um hvernig best væri að standa aö bruna- og þjófavörn í bústaðnum. Viðar Ágústsson, eigandi og fram- kvæmdastjóri Vara-öryggisvara, leiðbeinir varðandi brunavörn. ~ „Eldur og reykur magnast ótrú- lega fljótt í þurrum viði sumarhúss- ins og því skiptir hver mínúta miklu máli. Öruggast er að hafa þar samtengda reykskynjara, einn i stofunni, annan á svefngangi og þann þriðja uppi á svefnlofti (ef eitt- hvað er). Ég mæli með reykskynjur- um sem hafa innbyggt, skært ljós sem kviknar við eld,“ sagði Viðar. „Það verður að skipta um rafhlöðu í skynjaranum árlega og þá borgar sig að nota alkaline-rafhlöður til að tryggja endinguna. Best er að stað- setja reykskynjarann sem næst miðju lofts en þó aldrei nær vegg eða ljósi en 15 sm. Ef loftið er hallandi má ekki setja hann alveg upp í kverk,“ sagði Viðar. Hann sagði það skylt að hafa handslökkvitæki og reykskynjara í öllum sumarhúsum samkvæmt byggingareglugerð og því væri skylt að láta yfirfara og umhlaða slökkvi- tækin árlega hjá viðurkenndum að- ila. „Fólk ætti þó ekki að láta það nægja heldur skoða þau alltaf við komuna. Athuga þarf hvort fullur þrýstingur er á tækinu, hvort inn- siglið og slangan sé heil og hvort stúturinn sé hreinn. Einnig ætti að vega tækið til að athuga hvort á því sé slökkviefni," sagði Viðar. Láttvatnstækin vinsæl „Handslökkvitæki með slökkvi- dufti eru alhliða góð til að slökkva - meðal þess sem þeir ráðleggja sumarbústaðaeigendum Vari-öryggisvörur og Vaki-öryggiskerfi leiöbeina sumarhúsaeigendum varðandi bruna- og þjófavarnir. Hér heldur Viðar hjá Vara á léttvatnstæki sem að hans sögn eru sérstaklega góð til að slökkva timburelda. DV-mynd GS gólfi við útganga og á flóttaleiðum. Slökkvi- tæki í sumarhúsum á aldrei að vera minna en 6 kg. „Ef nokkur möguleiki er á ætti slanga með rennandi vatni að vera við hendina, annars ætti, auk dufttækisins, að vera vatnstæki sem tekur 6-10 lítra,“ sagði Viðar. Hann sagði einnig nauðsynlegt að láta eldvarnarteppi hanga á vegg í eldhúsinu til hliðar við eldavélina og vera með bruna- stiga á svefnloftum. „Svo eru gasskynjar- ar ný viöbót en þeim er komið fyrir neðar- lega á vegg eða í inn- réttingu. Þeir eru ómetanlegir ef leki kemur að gaslögnum eða gaslogi slokkn- ar,“ sagði Viðar. Þráðlaus fjar- skiptabúnaður hjá Vaka alla elda en léttvatnstæki njóta vax- andi vinsælda og eru sérstaklega góð til að slökkva timburelda. Ef skilja á slíkt tæki eftir í óupphituð- um bústað yfir vetrartímann verður þó að vera á því frostvari," sagði Viðar. Slökkvitækin eiga að vera aðgengileg og helst sem oftast í sjón- máli svo allir muni hvar þau eru. Þau eiga að hanga í 25 sm hæð frá Guðmundur Rafn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vaka- öryggiskerfa, sem sér- hæft hefur sig í örygg- ismálum sumarbú- staðaeigenda, segir þráðlausan fjar- skiptabúnað vera einu öruggu þjófa- vörnina. „Við bjóðum upp á öryggisbúnað fyrir sumarhúsaeigendur sem bygg- ist á stjórnbúnaði sem staðsettur er í bústaðnum og heldur í senn utan um alla fjóra þætti öryggisviðvörun- ar. Þar á ég við innbrotsviðvörun (með hreyfiskynjurum og hurða- og gluggarofum), reykskynjun, vatn- slekavörnum og síðast en ekki sist fjarskiptabúnaði sem kemur viðvör- unum örugglega til skila,“ sagði Guðmundur Rafn. „Eini raunhæfi útbúnaðurinn að okkar mati er að tengja öryggiskerfí bústaðarins við sérstakan þráðlaus- an fjarskiptabúnað sem sendir við- eigandi boð til aðalsendis í sumar- húsabyggðinni og þaðan áfram til vaktstöðvar. Sé eingöngu stólað á farsíma í þessu tilviki, eins og hing- að til hefur verið algengt, getur svo farið að farsíminn nái ekki að hringja til vaktstöðvar þegar mest ríður á þar sem farsímakerfið er undir miklu álagi á vissum tímum sólarhringsins. Við höfum því fund- ið lausn sem er í senn mun öruggari og hagkvæmari fyrir sumarbústaða- eigendur en áður þekktist því hægt er að bregðast mun skjótar við og koma þannig í veg fyrir verulegt tjón,“ sagði Guðmundur Rafn. Hann sagði þráðlausan fjarskipta- búnað geta greint milli boða, þ.e. hvort um er að ræða innbrot, bruna eða vatnsleka. „Hagkvæmast er ef 4-8 sumarbústaðaeigendur taka sig saman um einn móttakara viðvör- unarboða og þessa aðila tengjum við síðan öðrum hópum inn á eitt allsherjar tengibretti. Nærstaddur eftirlitsmaður hvers svæðis sér þá nákvæmlega frá hvaða bústað boðin koma og gerir viðhlítandi ráöstafan- ir þegar i stað,“ sagði Guðmundur Rafn að lokum. -ingo Heitir pottar í sumarbústaðinn: Nánast orðnir ómissandi Það er að verða æ algengara að sjá heita potta við sumarbústaði, enda eru þeir geysivinsælir hjá öll- um aldurshópum, nánast sama hvernig viðrar. Það setur líka punktinn yfir i-ið að liggja þar í makindum eftir góðan göngutúr eða annars konar útivist í fríinu. Fyrirtækið Treíjar hf. í Hafnar- firði hefur framleitt slíka potta um árabil og þar er hægt að fá pottana í sex stærðum og í ótal litaafbrigð- um. „Pottarnir rúma á bilinu 4-15 manns. Þeir eru allir úr akrýl sem er níðsterkt plastefni með mjög góðri endingu,“ sagði Auðunn Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Trefja hf., en pottarnir þaðan eru sérstak- lega lagaðir að íslenskum aðstæð- um. Aspurður sagðist Auðunn t.d. mæla með pottunum Bláskel og Bylgjuskel fyrir sumarhús á hita- veitusvæði en Báruskel ef bústaður- inn er ekki á hitaveitusvæði. „Blá- skelin er ferköntuð, misdjúp, 950 lítra, 5-6 manna og meö formuðum legubekk og sætum. Bylgjuskelin er hins vegar kringlótt, 1200 lítra og 5-7 manna. Ýmist er hægt að grafa þær í jöröu eða setja í pall,“ sagði Auðunn. Hann sagði Báruskelina vera gerða fyrir gas- eða olíuhitun og því tæki hún minna vatn eða um 500 lítra og væri einungis 4 manna. „Annars er hægt að hafa alla pott- ana við sumarbústað og kaupa við þá aukabúnað eins og loft- og vatns- nuddkerfi, lok eða öryggishlíf og sérstakan vatnshitara ef pottar eru rafmangs- eða gaskyntir þar sem ekki er jarðhiti," sagði Auðunn. Báruskelin er ódýrust, kostar frá 89 þúsund krónum, Bylgjuskelin kost- ar frá 119 þúsund og Bláskelin frá 174 þúsund. Hinar tegundirnar heita Sæluskel, Mánaskel og Öldu- skel. -ingo Heitir pottar eru vinsælir hjá öllum aldurshópum og ekki síst krökkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.