Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Page 7
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 7 Fréttir Eigendur staða með spilakassa Gullnámunnar vinna háar upphæðir: Þaö er algerlega handahófskennt hvenær vinningur kemur segir Guðmundur Sigurbergsson, rekstrarstjóri Gullnámunnar Samkvæmt heimildum DV hefur það gerst að minnsta kosti þrisvar að eigendur staöa, sem hafa spila- kassa fyrir Gullnámuna, eða ná- komnir ættingjar eigendanna hafa unnið háar vinningsupphæðir í Gullnámunni. Þetta hefur vakið upp spurningar um það hvort hugsanlegt sé að brögð séu í tafli og þessir aðilar séu í betri aðstöðu en aðrir að vita hvenær von er á háum vinningi. DV leitaði álits hjá Guðmundi Sigur- bergssyni, rekstrarstjóra Gull- námunnar, á þessu. „Hvort vinningshafinn er eigandi staðarins eða ekki skiptir ekki máli, hann á sama möguleika og aðrir,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að byrjað væri að spila með tvær milljónir og ekk- ert væri hægt að vita hvenær pott- urinn dytti. Hann hefði dottið með 2.148.000 krónur og einnig með 14 milljónir. Hvorki eigandinn eða aðr- ir gætu sagt til um hvenær það gerðist. „Þetta er bara spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma. Það er útilokað að einhver brögð séu í tafli. Ég hef engar áhyggjur af því hverjir vinna, við ráðum því ekki neitt. Hvenær vinningur kem- ur er algerlega handahófskennt," sagði Guðmundur. -ÞK Erum á leiðinni um Norðurland Jeppautsala á góðum, notuðum jeppum Komið oggerið þrælgóð kaup! • fimmtudaginn 2. maí Blönduósi Norðurlandsvegi 1 * föstudaginn 3. maí Sauðarkróki Bílaverkstæði Áka * Helgin 4. og 5. maí Akureyri Bifreiðaverkst. Sig.Valdimars BILAHUSI Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími: 525 8020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.