Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1996, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 1996 17 Fréttir Frjósöm minkalæða: Gaut 15 hvolpum Minkalæða á bænum Múla í Álftafirði í Suður-Múlasýslu gaut nýlega 15 hvolpum. Að sögn Jökuls Helgasonar, vinnumanns á bænum, lifa allir hvolparnir en eru fremur litlir. Umrædd læða var að gjóta í fyrsta sinn. Hún er svört og sagði Jökull að venjulega gytu svartar minkalæður 5-6 hvolpum. Þær brúnu gytu hins vegar yfirleitt 8-9 hvolpum í hverju goti. Ekki taldi Jökull að þessi frjósama læða gæti mjólkað öllum skaranum og þess vegna væru nokkrir teknir og settir til annarra sem hefðu færri. Þær létu sér það vel líka og yrðu ekkert hissa þó að skyndilega fjölgaði hjá þeim. Nú stendur yfir sá tími sem minkalæðurnar gjóta en þær gjóta einu sinni á ári. -ÞK Félagsmálaráðuneytið: Beðið eftir svari hrepps- nefndar Árneshrepps „Við höfum sent stjórnsýslukær- urnar til hreppsnefndar Árnes- hrepps og bíðum með að taka þær fyrir þar til svar frá henni hefur borist. Þangað til höfum við bara aðra hlið málsins," sagði Sesselja Árnadóttir í félagsmálaráðuneytinu um stjórnsýslukærur hótelhaldar- anna í Djúpuvík á oddvita Árnes- hrepps. Sem kunnugt er af fréttum DV kæra þau Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpuvík oddvita Árneshrepps, Gunnstein Gíslason, til félagsmálaráðuneytis- ins fyrir ýmis meint brot í starfi. Sesselja sagði að venjulega væru þeim sem stjórnsýslukæru sætti gefnar 3 til 4 vikur til að svara fyr- ir sig. -S.dór Suðurnes: Kona í lögregluna DV, Suðurnesjum: Alls sóttu ellefu um fjórar afleys- ingastöður hjá lögreglunni í Kefla- vík sem nýlega voru auglýstar. Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Kefla- vík, voru tveir ráðnir sem áður hafa starfað hjá embættinu og tveir nýir. Einn verður hjá lögreglunni í Grindavík. í hópi hinna nýráðnu er ein kona - þrír karlar. Enginn þeirra hefur verið í lögregluskólanum. Ráðning- artíminn hefst 15. maí. -ÆMK og kaupa lítið pekkt vörumerkiP þegar þú geturfengið Sanyofyrir aðeins: Heimilistæki hf SÆTÚN 8 SÍMI 569 1500 gr- Verð: 77.666 SANYO 28 EH 85 • NICAM stereo • Svartur, flatur Black Matrix myndlampi • Textavarp með öllum íslenskum stöfum • Allar aðgerðir á skjá • 1 scarttengi með S-VHS inntaki • Tengi fyrir heyrnartól • CTI (ColourTransit Improvement) litaaðgreiningarkerfi • Tengi fyrir videotökuvél framan á Umboðsmenn um land allt m I Hvers vegna yfir Það er vandi að velja sér nýjan bíl og það krefst talsverðrar fyrirhafnar að bera saman kosti mis- munandi bíla. Á þeim fjórum árum sem Hyundai bílar hafa verið á íslenska bílamarkaðinum, hafa yfir 2500 íslendingar eignast Hyundai. Með öðrum orðum komist að þeirri niðurstöðu að Hyundai sé besti kosturinn að teknu tilliti til allra þátta. Gerið eigin samanburð, þið komist eflaust að sömu niðurstöðu. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Búnaður í Accent Gls Bein innspýting Stafræn klukka AM/FM útvarp með 4 hátölurum Fjarstýrð opnun á bensínloki Fjarstýrð opnun á farangursrými Rafstýrðar rúðuvindur (framan) Tveggja hraða þurrkur með biðrofa og rúðusprautu Afturrúðuhitari Heilir hjólkoppar Samlitir stuðárar Öflugri ökuljós Hallastillt framsæti í sleða Hallastilling á setu hjá ökumanni og bakstuðningur Stillanleg hæð öryggisbelta viö framsæti Miðstokkur með geymslu fyrir kassettur Alklætt farangursrými Inniljós 2500 íslendingar hafa talið Hyundai besta kostinn! Verð frá 949.000 kr. á götuna <&> HYunoni til framtíðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.