Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI1996 Fréttir r>v Aðalfundur Langholtssafnaðar í kvöld: Buist við askorun a sera Flóka að láta af störfum - reiknað með að Ólöf Kolbrún og Margrét Leósdóttir hætti í safnaðarstjórn „Það eina sem er alveg víst er aö á þessum aðalfundi verða mikil átök og læti," sagði einn stjórnar- manna í safhaðarstjórn Langholts- kirkju en aðalfundur safnaðarins verður haldinn í kvöld. Þessi stjórnarmaður vildi ekki, frekar en aðrir i stjórninni, láta hafa neitt eftir sér opinberlega, svo við- kvæmt er málið. Viðmælandi DV sagði að það myndi koma sér meira en lítið á óvart ef ekki kæmi fram tillaga þar sem skorað verður á séra Flóka Kristinsson sóknarprest að segja af sér störfum. Hann sagði aö þessi tillaga myndi ekki koma frá safn- aðarstjórninni heldur úr röðum safnaðarfólks. Hann sagðist alls ekki eiga von á því að neitt yrði ályktað um Jón Stefánsson organista enda væru vandamálin ekki í kringum hann heldur prestinn. í úrskurði séra Bolla Gústavs- sonar í Langholtsdeilunni kom fram að óæskilegt væri að starfs- maður sóknarinnar, í þessu tilfelli Margrét Leósdóttir, sæti í sóknar- nefnd. Sömuleiðis að þeir sem gætu oft orðið vanhæflr, eins og Ólöf Kolbrún, eiginkona Jóns Stef- ánssonar organista, sætu í stjórn- inni. Þess vegna er fastlega reikn- að með að þær segi af sér á fundin- um. Á dögunum átti Ólafur Skúlason biskup fund með fólki úr safnaðar- stjórninni. Þar hafnaði biskup þeirri bón að reyna að finna séra Flóka annað starf. Aftur á móti lagði vígslubiskupinn í Skálholti, sem einnig sat fundinn, sig fram um að fá menn til að samþykkja að álykta ekkert á fundinum í kvöld gegn prestinum og að safnaðar- stjórnin reyndi að koma í veg fyrir að aðrir bæru fram slíka ályktun. Það mun vera einróma afstaða safnaðarstjórnar að skipta sér ekk- ert af þvi hvort eða hvaða ályktan- ir verði bornar upp á fundinum í kvöld. Fundurinn er lokaður öðr- um en sóknarbörnum. -S.dór Tvennt alvarlega slasað eftir umferðarslys við aðra Kópavogsbrúna í gær: Stuttar fréttir Toppurinn keyrðist niður í framsætin af miklu afli - ökumaður og farþegi í framsæti lærbrotnir en farþegar í aftursæti sluppu betur Piltur og stúlka um tvítugt voru í gær flutt alvarlega slösuð á Sjúkra- hús Reykjavíkur eftir aö bíll þeirra hafnaði á einum brúarstólpanum undir Digranesbrúnni í Kópavogi í gær. Voru þau í aðgerð í gærkvöldi en ekki talin í lífshættu, að sögn læknis á slysadeild sjúkrahússins. Þau eru bæði lærbrotin. í aftursæti voru einnig unglingar og slapp ann- ar þeirra án teljandi meiðsla en hinn var á sjúkrahúsi í nótt. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum á leið sinni að sunnan og um Kópavogsgjána. Valt bíllinn þeg- ar hann fór upp á umferðareyjuna og skall síðan með miklu afli á brú- arstólpanum. Kom toppurinn fyrst í stólpann og keyrðist af miklu afli niður í framsætin. Klemmdust öku- maður og farþegi þar á milli og sátu fastir í flaki bílsins. Auk lögreglu kom slökkvilið á staðinn og voru klippur notaðar til að ná fólkinu úr bflnum. Er hann gjörónýtur. Farþegarnir í aftursæt- inu sluppu við að fá topp bílsins niður á sig og sluppu þar með betur frá slysinu. Enn er verið að rannsaka tildrög slyssins. Varðstjóri hjá Kópavogs- lögreglunni sagði að enn væri ekki hægt að fullyrða um hvers vegna ökumaðurinn missti stjórn á bfln- um. Ekkert dekkja bílsins er sprungið. Er þess beðið að þeir sem í bílnum voru verði yfirheyrðir áður en nokkuð verður sagt um or- sökina. -GK Harpa Rós Gísladóttir Ford-stúlkan 1996: Ætlar að stofna fjöBskyldu „Það var mjög gaman að vinna þennan titil og þetta leggst allt mjög vel í mig," sagði Harpa Rós Gísla- dóftir sem var kjörin Ford- stúlkan 1996 í fegurðarsamkeppninni á fóstudaginn. Það má með sanni segja að Hörpu Harpa Rós Gísladóttir, fegurðar- drottning Reykjavíkur, var valln Ford-stúlkan 1996 á föstudags- kvöldið. DV-mynd Hari Rós hafi gengið einstaklega vel því að ásamt því að vera valin Ford- stúlkan lenti hún í þriðja sæti í keppninni og var valin Oroblu- stúlka ársins. Ford-keppnin og fegurðarsam- keppnin voru sameinaðar í ár og voru þaö fulltrúar Ford Models í París sem völdu Hörpu Rós úr hin- um fríða hópi sem tók þátt. í verð- laun hlýtur hún þátttökurétt 1 keppninni Super Model of the World sem haldin veröur siðar á árinu. Harpa Rós er 18 ára og býr í Garðabæ. Hún stundar nám í FG á markaðs- eöa hagfræðibraut. „í framtiðinni hyggst ég klára skólann, fara í háskólann og reyna svo að fá góða vinnu. Þá langar mig aö stofna heimili og eignast börn." Hun telur sig hafa lært mikið á undirbúningstímanum fyrir keppn- ina og flnnst þetta hafa verið mjög gagnleg reynsla. „Það var einstaklega gaman að taka þátt í keppninni. Ég eignaðist margar góðar vinkonur út um allt land sem ég get heimsótt ef ég ákveð aö skella mér hringveginn,"segir Harpa Rðs, Ford-stúlka 1996. SF Sólveig Lilja Guðmundsdóttir fegurðardrottning Islands: „Einstök til- finning" Þú getur svaraö þessari spurningu meö því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. JájJ Neizj ,t ö d d FOLRSINS 904-1600 Halda Skagamenn íslands- meistaratitlinum í fótbolta? „Sigurinn kom mér mjög á óvart. Mér brá rosalega, áttaði mig ekki á þessu fyrr en eftir á en auðvitað er þetta alveg æðislegt," segir Sólveig Lilja Guðmundsdóttir, fegurðar- drottning íslands 1996. „Það er mikið framundan, keppn- ir erlendis, m.a. Miss University og jafnvel ungfrú Evrópa svo að maður heldur bara áfram að æfa. Ég mun eflaust fá eitthvað að gera við fyrir- sætustörf en það kemur betur í ljós síðar enda liggur ekkert á, allt árið framundan." Sólveig er 19 ára og búsett í Njarðvík. Hún stundaði nám í vetur í kvöldskóla Fjölbrautaskóla Suður- nesja og ætlar sér að klára nám á hagfræðibraut þaðan. Hún vinnur sem skrifstofumanneskja í Kola- vinnslunni. „Það er mikið ævintýri að taka þátt í svona keppni. Við æfðum mjög stíft, allt að þrisvar sinnum á dag, en á móti kemur að við lærð- um margt sem nýtist manni í dag- lega lífinu. Þegar ég lít til baka er þetta búið að vera mjög gaman. Við fórum til Vestmannaeyja og einnig hefur maður kynnst mörgu áhuga- verðu fólki, ekki bara stelpunum sem taka þátt heldur einnig öllum þeim sem starfa í kringum þetta." Á laugardaginn var stanslaus gestagangur heima hjá Sólveigu Lilju og að hennar sögn lítur íbúð- in út eins og blómabúð. Eftir að gestagangurinn minnkaði gafst henni loksins tími til þess að slaka á: „Á sunnudaginn hafði ég smá- tíma fyrir sjálfa mig og notaði hann til þess að fara upp í sumarbústað, sofa, slaka á og ganga á fjöll,"sagði Sólveig Lilja, fallegasta kona Is- lands. -SF Sólveíg Lilja Guðmundsdóttir, 19 ára Njarðvfkurmær, var kjörin feg- urðardrottning íslands á föstudags- kvöldið. DV-mynd Hari Afram til Bretlands Breska parið sem reyndi að kaupa fyrir falska dollaraseðla um borð í flugvél Canada 3000 fer til Bretlands i dag. Sparnaöaraögerðir Nær fimmtungur legurýmis á Ríkisspítölunum verður ekki nýttur í sumar vegna sparnaðar- aðgerða. RÚV sagöi frá þessu. Verð á matvöru Aðild að ESB leiðir ekki ein og sér til lækkunar á verði mat- vöru. Virðisaukaskattstigið hef- ur miklu meiri áhrif á verðlagið. RÚV greindi frá. Á batavegi Stúlka sem slasaðist alvarlega í fallhlífarstökki á fimmtudag er komin tfl meðvitundar og er á batavegi. Efnilegar saumakonur Úlfhildur Elín Þorláksdóttir var sigurvegari í flokki byrj- enda í keppni saumakvenna í gær. í flokki reyndari sauma- kvenna sigraði Guörún Árdís Össurardóttir. Ríkissjónvarpið greindi frá. Safnaðarhús Hvítasunnusöfnuðurinn, sem festi kaup á húsnæði tívolísins í Hveragerði, hyggst nota efnið tfl hyggingar safnaðarhúss að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Ríkissjónvarpið sagði frá þessu. Háiendisvegir Líkur eru á að margir há- lendisvegir opnist þremur vik- um fyrr én vanalega vegna góðs tíðarfars. Kjölur opnast á næstu dögum. Ríkissjónvarpið greindi frá. Mismunun Samkeppnisráð telur að Póst- ur og sími hafi mismunað örygg- isgæslufyrirtækjum. Nýherji og Öryggisgæsluþjónustan kærðu vegna einkaleyfis Securitas. Rík- issjónvarpið var með þessa frétt. -ÍS Forsetaembættið: Fimmí fr; iii Nú er ljóst að funm verða í framboði til embættis for'seta ís- lands þegar kosið verður laug- ardaginn 29. júní. Framboðs- frestur rann út á miðnætti síð- astliðins fóstudags. Þau sem skiluðu inn tilskildum fjölda nafha meðmælehda eru: Ástþór Magnússon, Guðrún Agnars- dóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Pét- ur Kr. Hafstein. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.