Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 LLsbahábrS Menning r>v ÍW -Tónlub Björk, Laugardalshöll, 21. júní kl. 20.00, 2.500 - 3.000 kr. • Camerarctica, Loftkastalinn, 3. júní kl. 20.30, 1.200 kr. * David Bowie, Laugardalshöll, 20. júní kl. 20.00, 3.600 - 3.900 kr. * Den Danske Trio, Norrænahúsiö, 11. júnf kl. 20.30,1.200 kr. • Deutsches Symphonie-Orchester Berlin, Laugardalshöll, 29. júní kl. 16.00, 2.300 - 2.700 - 3.500 kr. i Evgeny Kissin, Háskóíabíó, 15. júní kl. 16.00, 2.000 - 2.300 - 2.700 kr. i Heimskórinn, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit fslands, Laugardalshöll, 8. júní kl. 16.00, 1.500 - 2.600 - 3.200 - 3.900 kr. • Hífopp, Loftkastalinn, 5. júní kl. 21.00,1.200 kr. * Le Grand Tango, Loftkastalinn, 12. júní kl. 20.30, 1.600 kr. > Lester Bowie's Brass Fantasy, Loftkastalinn, 15.16. júní kl. 21.00, 2.500 kr. • Ljóð og jass, Loftkastalinn, 9. júní kl. 21.00, 1.200 kr. ' Phitharmonia Quartett-Berlin, fslenska Óperan, 9. júní kl. 16.00, 2.200 kr. ? Pulp. Laugardalshöll, 2. júlí kl. 20.00, 2.200 - 2.500 kr. (miöasala frá 30. maí) • Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn, Loftkastalinn, 7. júní 21.00, 1.600 kr. Sinfðníuhljómsveit fslands, Háskólabíó, 13. júní kl. 20.00, 1.000 - 1.450 -1.800 kr. + Sundhöllin syngur, Voces Thules, Sundhöll Reykjavíkur, 8. júní kl. 23.00,1.200 kr. ? Yuuko Shiokawa og András Schiff, íslenska Óperan, 5. júní kl. 20.00, 2.200 kr. < Zilia pfanðkvartettinn, Loftkastalinn, 14. júní kl. 20.30, 1.200 kr. Ævintýrakvöld með Kammersveit Reykjavfkur, Þjóðleikhúsið, 12. júní kl. 20.00, 1.800 kr. = Svildtwt • Circus Ronaldo, Hljómskálagarðurin, 11. 12. 13.14. 15.16. júní kl. 20.00, 800 -1.500 kr. * Circus Ronaldo - sýning nemenda, Hljómskálagarðurinn, 16. júní kl. 15.00 & 17.00, 500 kr. ? Drápa, Tunglið, 7. júní kl. 20.00, 1.600 kr. • Eros, Maureen Fleming, Loftkastalinn, 2. 4. júní kl. 20.30, 1.600 kr. Féhirsla vors herra, Borgarleikhúsið, 4. 7. 9. júní kl. 20.00,1.800 kr. 1 Galdra-Loftur, íslenska Óperan, 1. 4. 7. 8. 11. 14. júní kl. 20.00, 3.000 kr. • Gulltáraþöll, Borgarleikhúsið, 22. 23. júní kl. 14.00, 800 kr. * f hvítu myrkri, Þjóðleikhúsið • Litla sviðið, 6. 7. júní kl. 20.30, 1.700 kr. ? Ljóðakvötd Listahátíðar, Loftkastalinn, 10. júní kl. 21.00, 500 kr. • Jötunninn, Loftkastalinn, 8.11. 13. júní kl. 20.30,1.800 kr. - ^ndii/sb > Andres Serrano (Eitt sinn skai hver deyja), Sjónarhóll/Mokka » Benedikt Gunnarsson, Stöðlakot 1 Carl Andre, Önnur hæð Dauðinn í íslenskum veruleika, Mokka < Eftirsöttir einfarar, Gallerí Hornið ? Egon Schiele og Arnulf Rainer, Listasafn íslands t Fjörvil, Nýlistasafnið > Hreinn Friðfinnsson, Gallerí Sólon íslandus • Húbert Nói, Gallerí Sævars Karls • )ón Axel Bjðmsson, Gallerí Borg * Kart Kvaran, Norræna húsið Kochheisen og Hullman, Gangur Náttúrusýn í íslenskri myndlist, Kjarvalsstaðir * Osvaldo Romberg, Perlan « Páll á Húsafelli, Listasafn Sigurjóns • Pia Rakel Sverrisdóttir, Norræna húsið - anddyri 1 Rachel Whiteread, íslensk grafík * Ragna Róbertsdóttir, jngólfsstræti 8 Robert Shay, Gallerí Úmbra t Sigríður Sigurjónsdðttir, Loftkastalinn ? Silfur í Þjóðminjasafni, Þjóðminjasafn fslands * Skjálist, Sjónvarpið * Snagar, Gallerí Greip t Svavar Guðnason, Listasafn A.S.f. - Ásmundarsal 1 Tolli, Regnboginn t Willam Morris (Sýning), Þjóöarbókhlaðan t William Morris (Málþing), Þjóðarbókhlaðan, 8. júní kl. 10.00 • Klúbbur Listahátíðar, Loftkastalinn, 1. -16. júní, opið frá 17.00 f í rS í Revkiavík Miðasalan opin, Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2, Reykjavík, sími: 552 8588, http://www.saga.is/artfest Sýning í Ásmundarsafni: Frá handverki til heimslistar - mótunarár Ásmundar Sveinssonar Mótunarár Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) sem myndlistarmanns einkenndust af rótgróinni trú á handverkið og þau hagsýnu sjónarmið er hann hafði með sér úr föðurhúsum, Kolsstöðum i Dalasýslu, að vinnan færði manninum hamingju og þá fyrst og sið- ast sú vinna sem skilaði salti í grautinn. Sjálfur taldi Ásmundur það hafa „bjargað" sér frá ótíndu sveitalíf- inu að hann hafði sjónskekkju sem gerði það að verk- um að hann var ekki nægilega fjárglöggur. Myndlist var nánast ekki til i hugum sveitafólks í þá daga og birtist helst í formi skreytinga í blöðum og bókum eða sem útsaumur eða útskurður. Ás- mundur undi sér við smíðar líkt og bræður hans og gerði gott betur með því að tálga út myndir af fálka og víkingi úr tré (1913-14) og móta fjallkonu úr steypu (1910-15) sem á að vera að taka við bók frelsisins úr hendi Jóns Sigurðssonar. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Tréskuröur Tvö síðarnefndu verkin eru til sýnis undir hvolfþakinu í Ás- mundarsafni á sýningunni sem opnuð var um helgina og er til einkuð mótunarárunum í list Ásmundar. Auk þeirra er þar mynd úr gifsi af yfir- setukonu frá 1918-19 sem Ásmundur gerði á náms tima sínum í Reykjavík en þangað hélt hann í tréskurðar- nám árið 1915 og fékk inni á vinnustofu Ríkarðs Jónssonar. Sveinsstykki Ásmundar eftir fjögurra ára tréskurðarnám er í anddyri safnsins en það er útskorinn stóll með myndum er sýna tvo helstu atvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávarútveg, auk ljóðlína eftir læ- rimeistarann, Ríkarð, skornar út með höfðaletri. Gunnar Kvaran ritar allítarlega um mótunarár Ás- mundar í sýningarskrá. Þar kemur fram að Ásmund- ur telur síðar að Ríkarður hafi ekki örvað sig nægi- lega við mótun en staðið sig betur sem kennari í tré- skurði. Ahrifavaldar Ásmundur hélt strax haustið 1919 til Kaupmanna- hafnar til náms í höggmyndalist, m.a. hvattur af Ein- ari Jónssyni og Þórarni B. Þorláks- syni. Þar nemur hann hjá Viggo Brandt en kann illa kennslunni og afræður að fara til Stokk- hólms þar sem hann staldrar við í heil sex ár og nemur hjá kunnum myndhöggvara, Carl Milles hjá Listaháskólanum. Milles átti eftir að hafa mikil áhrif á list Ásmundar. Fróðlegt er að bera saman arkaískt stil- færða sporðafætur Trítons eftir Milles og tvísporða Hafmeyju Ás- mundar frá 1921-22 á sýningunni. Það er vel til fundið að tefla þannig saman verkum lista- manns í mótun og áhrifavalda hans, sérstaklega hvað varðar Milles. Verk Charles Despiau og Antoine Bourdelie eiga ekki eins mikið afgerandi sammerkt með verkum Ás- mundar og vekur í raun furðu að verk eftir Maillol skuli ekki hafa orðið fyrir val- inu í stað þess síðarnefnda í skjóli tilvísana til listar hans í sýningarskrá. París og gildi kúbismans Frá Stokkhólmi hélt Ás- mundur til Parísar þar sem hann mótaði það verk sem hann er e.t.v. hvað þekktastur fyrir, Sæmund á selnum. Á þeim tíma er að renna upp fyrir Asmundi gildi kúbismans og klass- ísk formbygging auk arka- ískrar stílfærslu í anda Milles er á undanhaldi í list hans. Enn sem komið er þjónar kúbisminn þó einungis hlutverki stílfæringar í huga Ásmundar í þessu verki, einföldunar skreytis en ekki uppbroti sjálfs meginformsins. Sýning þessi bregður nokkurri birtu á erfið vaxtarskilyrði hérlendrar myndlistar og það hvernig hún þróaðist frá hand- verki yfir í heimslist. Fréttir Aðgöngumiðar á EM í knattsgvrnu: Sending til KSI rifin upp og hundrað og þremur miðum stolið - mikil brögð að þessu í Englandi, segir Snorri Finnlaugsson „Þegar sendingin kom var búið að opna pakkann að hluta og það vantaði 103 miða. Það eru tvö póst- fyrirtæki sem sáu um flutning miðanna til íslands. Annað er TNT í Englandi en EMS-póstur, sem er í eigu Pósts og síma, er hinn aðilinn. Við hófum heimildir fyrir því að brögð séu að því að miðar hverfi úr miðasendingum á EM til landa utan Englands," sagði Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, í samtali við DV í gær. Knattspyrnusamband íslands fékk 803 miða á hina ýmsu leiki Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem hefst i Englandi 8. júní. Síðan eru þessir miðar flestir framseldir til ferðaskrifstofa. Snorri sagði búið væri að fá það staðfest hjá breska sambandinu, sem sendi KSÍ miðana, að 803 mið- ar hefðu fariö frá því áleiðis til ís- lands. Hann sagði að hér væri um allmikinn skaða að ræða sem KSÍ teldi öruggt að fá bættan, það er að nýir miðar komi í staðinn fyrir þá sem hurfu. Af þeim miðum sem hurfu eru 73 á einn leik í Liverpool og 22 miðar á annan leik. Síðan vantar 8 miða þar sem um er að fæða 2 miða á fjóra leiki sem Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari ætlaði að sjá. • Þar sem hér er um númeraða miða að ræða ætti ekki að vera erfitt að komast að því hverjir eru með miðana. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.