Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1996 39 r>v Fréttir Félagsmálaráöuneytið greiðir ferð fulltrúa ASÍ og VSÍ á þing Vinnumálastofnunarinnar: Þeir mega klaga mig ef þeir vilja - segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra en kostnaðurinn er 760 þúsund „Þessi kostnaður verður greiddur eins og verið hefur. Fulltrúarnir hafa að sjálfsögðu frelsi til að segja það sem þeim sýnist og haga orðum sínum að vild. Vilji þeir klaga mig þá þeir um það," segir Páll Péturs- son félagsmálaráðherra um þá stöðu að ráðuneyti hans greiðir um 760 þúsund íslenskra króna í ferðir og uppihald fyrir fulltrúa á ársþing Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar í Genf. Alþýðusamband íslands og Vinnu- veitendasambandið senda tvo full- trúa hvor á þingið sem hefst þann 4. júní og stendur til 21. júní. Munu fulltrúarnir skiptast á að sitja þingið þannig að einn verður frá hvorum hverju sinni. Frá Alþýðusamband- inu fer fyrst Ástráður Haraldsson og síðan Hervar Gunnarsson. Frá Vinnuveitendasambandinu fer fyrst Hrafnhildur Stefánsdóttir og síðan Jón H. Magnússon. Á þinginu er farið yfir stöðu mála í aðildarlóndum stofnunarinnar. Þar á meðal má búast við að greint verði frá deilum á íslandi um ný og um- deild frumvörp um vinnumarkaðinn. í júní verða þau væntanlega orðin að lögum en Páll Pétursson á ekki von á að hann fái bágt fyrir framgöngu sína í þeim málum frá þinginu í Genf. Kostnaður ráðuneytisins vegna fulltrúa ASÍ nemur um 380 þúsund krónum og það sama kostar að senda VSÍ-fuUtrúana. Ferðir fram og til baka fyrir tvo kosta um 125 þúsund ef miðað er við almennt fargjald. Þá eru dagpeningar um 15 þúsund krón- ur á dag en ferðin stendur í 17 daga. Sá kostnaður nemur því um 255 þús- und krðnum. Af dagpeningum verð- ur að greiða allt uppihald, fæði og hótelkostnað. „Það hefur verið venja að félags- málaráðuneytið greiði kostnaðinn við þessa ferð og það verður svo áfram," segir Páll. í stofhsamningi Vinnumálastofn- unarinnar er gert ráð fyrir að ríkis- stjórnir aðildarlandanna greiði kostnaðinn við fór fulltrúa á þingið, Queen Elizabeth 2. til Islands Skemmtiferðaskipið Queen Eliza- beth 2. er væntanlegt til Reykjavík- ur þann 8. júlí næstkomandi. Skip- ið, sem er í siglingum yfir Atlants- hafið, tekur 1.700 farþega og er 70 þúsund tonn, nær tvöfalt stærra en stærsta skemmtiferðaskipið sem hingað hefur komið. í auglýsingu i breska blaðinu Sunday Telegraph er boðið upp á fjögurra sólarhringa skemmtisigl- ingu frá Englandi til islands á 799 pund eða rúmlega 80 þúsund is- lenskar krónur. Farþegum er boðið upp á gistingu á Hótel Sögu í þrjár nætur og skoðunarferðir til Gull- foss, Geysis og Bláa lónsins. Að ís- landsdvölinni lokinni verður flogið með Flugleiðum til baka. Farþegum gefst einnig kostur á að fljúga strax til baka þann 8. júlí og þá með Concorde-þotu sem fer hraðar en hljóðið. Queen Elizabeth 2. komst i heims- fréttirnar fyrir einu og hálfu ári þegar skipið kom úr slipp i Ham- borg og sigldi yfir Atlantshafið til Vesturheims. Skipið var ekki tilbú- Skemmtiferðaskipið Queen Eiizabeth 2. í höfn í Skotlandi. ið og iðnaðarmenn voru sendir með yfir hafið. Skipið hreppti vont veður og margir urðu sjóveikir. Það kom sér þvi illa að pípulagningakerfið var í rúst og farþegar voru æfir. Að sögn Agústs Ágústssonar, markaðsstjóra hjá Reykjavíkurhöfn, hefur skipið ekki bara boðað komu sína hingað í sumar heldur einnig næsta sumar. -IBS Útisundlaugin á Suðureyri. Útisundlaugin á Suðureyri: DV-mynd Róbert Paradis fyrir áhugafólk um sund DV, Suðureyri: Útisundlaugin á Suðureyri er vin- sæl meðal heimamanna og ná- granna þegar veðurblíðan er sem mest. Aðalsundlaugin er 16,5 metrar á lengd og alls staðar jafndjúp. Þá er stór barnalaug og tveir heitir pott- ar. Svæðið er girt af með skjólsælli girðingu og aðstaða fyrir sundlaug- argesti er hin ákjósanlegasta. Borð og stólar eru á hellulagðri lóðinni og gott svæði fyrir sólþyrsta gesti í sólbaði. Fjöldi aðkomufólks kemur í laug- ina yfir sumartímann og margir koma daglega frá nærliggjandi ná- grannabyggðarlögum. Útisundlaug- ar eru ekki á ísafirði, Flateyri eða Þingeyri. Fara verður inn í Reykja- nes í Djúpi til að finna útisundlaug og til Arnarfjarðar í Reykjafjörð. Útisundlaugin á Suðureyri er því sannkölluð paradís fyrir áhugafólk um sund. -RS eins frá samtökum vinnuveitenda og eins frá samtökum launþega. -GK Páll Pétursson félagsmálaráðherra c LANDSVIRKJUN UTBOÐ Aflspennir Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í aflspenni fyrir Búrfellsstöð í samræmi við útboðsgögn BUR-04. Verkið felst í framleiðslu, prófun og afhendingu FOB á 40/40/7 MVA, 67/13,2/11 kV aflspenni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 29. maí 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 5.000 krónur m. vsk. fyrir hvert eintak. Tilboð um skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 18. júlí 1996. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, sama dag, 18. júlí kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í fyrstu verkhluta við lengingu Eyjagarðs og byggingu bryggju þar fyrir olíuskip og nefnist verkið: Lenging Eyjagarðs - efnisskiptaskurður og dýpkun legu. Verkinu er skipt í 4 hluta, hver boðinn út sem sjálfstætt verk. Verkhlutar og efnismagn í m3 eru: Gröftur á efnisskiptaskurði 25.000 Fylling í efnisskiptaskurði 25.000 Dýpkun lausra efna á legunni 109.000 Dýpkun í klöpp á legunni 6.000 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 19. júní nk. kl. 11.00. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í matarlyftu og uppsetningu hennar í leikskólann Laufásborg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Opnun tiiboða: miðvikud. 5. júní nk. kl. 15.00. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: Nesjavellir - klæðing vegar að starfsmannahúsi. Leggja skal tvöfalda klæðingu á um 500 m langan veg og reisa 16 Ijósastólpa með fram veginum. Verklokeru 31.ju.lf 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 4. júní nk. kl. 14.00. F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið: Endumýjun hitaveitu, 4. áfangi 1996 - Brautarholt. Lengd hitaveitulagna um 2.400 m. Verklok eru 1. september 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 5. júní nk. kl. 11.00. F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið: Skiptistöð SVR við Bíldshöfða 2a - jarðvinna og frágangur lóðar. Helstu magntölur eru: 1.500 m3 1.200 m3 2.100 m2 700 m2 580 m2 Verkinu skal að fullu lokið 31. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 29. maí nk. gegn 10.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 6. júní nk. kl. 15.00. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurbætur að utan á iþróttahúsi við Réttarholtsskóla _ klæðning og gluggar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá miðvikud. 29. maí nk. gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 6. júní nk. kl. 15.30. ÍMKAÚPÁSfÖFNÚN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Gröftur Fylling Mulin grús Hellulögn Snjóbræðslulögn r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.