Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 32
44 ÞRIDJUDAGUR 28. MAI 1996 Ekki eru allir ánægðir með út- komuna á ASÍ-þinginu. Benedikt hefur pínt Grétar „Benedikt hefur pínt Grétar út í þetta. Þetta er náttúrlega hel- víti léleg útkoma." Guðmundur J. Guömundsson, í Al- þýðublaðinu. Hreyfing aldraðra „Hér þarf aö yngja upp. Það má kannski segja að ASÍ sé hreyfing aldraðra." Sigurður Gunnarsson ASÍ- þingfulltrúi, í Alþýðublaðinu. Ummæli Rammvilltir í frumskógi „Lagið hefði fengið fleiri stig ef textinn hefði ekki skotið yfir markið. Hann sýnir að íslend- ingar eru rammvilltir í frum- skógum Evrópu, þ.e_ frumskóg- um evrópskrar menningar." Bjarki Jóhannesson, um Sjúbidú, í DV. Gott baðker á Bessastöðum „Það er eins og fólk sé bara að sækjast eftir feitu og góðu emb- ætti - og góðu baðkeri á Bessa- stöðum." Ástþór Magnússon, i Tímanum. Teflongreiðsla „Hárgreiðsla Ólafs Ragnars er sannkölluð „teflon-greiðsla"." Hallgrímur Helgason, í Alþýðublaðinu. Loftbelgir hafa lengi veríð notaðir til skemmtunar. Loftbelgir Fyrsti loftbelgurinn sem vitað er um var fylltur heitu lofti og gerður af kaþólskum presti, Bartolomeu de Gusma. Belgurinn fór sína fyrstu loftferð innandyra í Casa da India í Portúgal 8. ágúst 1709. Eins og önnur farartæki eru loft- belgir notaðir til að setja met og eru metin margs konar, bæði með ómönnuðum loftbelgjum og mönn- uðum. Mesta flughæð ómannaðs loftbelgs sem farin hefur verið er 51.815 m. Það gerði Winzem loftbelg- ur, 1,35 milljón m3, sem fór á loft frá Chico í Kaliforníu í október og náði þessari hæð. Blessuð veröldin Mesta flughæð mann- aðs loftbelgs Mannaður loftbelgur hefur hæst komist í 37.735 m hæð yfir sjávar- máli en þessi hæð er samt ekki staðfest sem met þar sem stjórnandi loftbelgsins, Nicholas Piantanida, sem flaug loftbelgnum 1. febrúar 1966 frá Dakóta til Iowa, fórst í lend- ingu. Staðfest met er 34.668 m hæð og þaö eiga hermenn úr bandaríska sjóhernum Malcolm D. Ross og Victor E. Prother. Þeir hófu loftbelg sinn á loft frá þilfari herskipsins Antietam 4. maí 1961 og settu hæö- armetið yfir Mexíkóflóa. Rigning víða um land í dag verður suðaustan stinnings- kaldi eða allhvasst og rigning víða Veðrið í dag um land fram eftir degi en snýst síð- an í hægari sunnanátt með skúrum sunnanlands. Hiti verður á bilinu 7-15 stig, hlýjast í innsveitum á Norðvesturlandi. Sólarlag í Reykjavík: 23.20 Sólarupprás á morgun: 3.30 Síðdegisfióð í Reykjavík: 15.13 Árdegisflóð á morgun: 3.26 Veöriö kl 18 í gœr: Akureyri skýjaö 10 Akwnes léttskýjaö 9 Bergsstaóir skúr á síö. klst. 8 Bolungarvik hálfskýjað 6 Egilsstaöir skýjaö 12 Keflavflugv. skúr á s. klst. 9 Kirkjubkl. skýjað 9 Raufarhöfn heiðskírt 5 Reykjavík úrk. í grennd 9 Stórhófði skýjað 8 Helsinki léttskýjað 12 Kaupmannah. súld á s. klst. 9 Ósló rigning 8 Stokkhólmur skýjað 12 Þórshófn skýjað 6 Amsterdam léttskýjað 11 Barcelona hálfskýjaó 20 Chicago alskýjað 11 Frankfurt þrumuveóur 14 Glasgow léttskýjaó 17 Hamborg rigning og súld 10 London skýjaó 13 Los Angeles alskýjað 17 Lúxemborg skúr 12 Madríd léttskýjaó 27 París skýjað 15 Róm þokumóða 20 Valencia hálfskýjað 27 New York skýjaö 16 Nuuk léttskýjaó 6 Vín rigmng 14 Washington súld 13 Winnipeg skýjað 22 Jón Guðbrandsson þjálfari: Verðum á toppnum í tíu ár eða lengur DV, Suðurnesjum: „Framtíðin hjá Keflavík er björt og liðið verður á toppnum í tíu ár eða lengur með þennan mannskap í yngri flokkunum ef rétt er hald- ið á málunum. Það eru margir stórefnilegir leikmenn sem eiga glæsta framtið á körfuboltavellin- um ef þeir halda áfram á réttri braut," sagði Jón Guðbrandsson sem hefur náð stórkostlegum ár- angri sem þjálfari yngri flokka Keflvíkinga í körfuknattleik. Jón gerði 9. flokk Kefivíkinga að íslandsmeisturum á ár og hefur náð að hampa íslandsmeistaratitli öll árin sem hann hefur þjálfað drengina sem eru 15 ára í dag. Jón Maður dagsins tók við þeim þegar þeir voru 9 ára og hefur því unnið íslandsmeit- aratitla sex ár í röö með drengjun- um og er það stórkostlegur árang- ur. Hann hefur ákveðiö að hætta að þjálfa strákana. „Ég held að það sé kpminn tími fyrir mig og strák- ana að fá hvíld hver frá öðrum og er það gott fyrir báða aðila. Þetta er búinn að„vera skemmtilegur tími. Þarna eru drengir sem eiga ~ <jhKSÍ * S i jfKgn^ m . Jón Guðbrandsson. framtíðina fyrir sér. Ef þeir eru tilbúnir að leggja að sér munu þeir ná langt. Ég ætla hins vegar að þjálfa áfram en ekki er enn ljóst hvaða flokkur það verður sem ég tek að mér." Jón hefur þjálfað yngri flokka Keflvíkinga 12 ár I röð, að undanskildu einu ári, og hefur unnið til 15 íslandsmeist- aratitla, stundum tvo titla á sama árinu, og fjöldann af öðrum titlum. Jón segir að það sé mjög gefandi að vera í kringum krakkana og sjá hvað þróun og framfarir hafl átt sér stað í körfubolta ár eftir ár. Hann segir að yngri flokkarnir séu miklu betri núna en fyrir 20 árum þegar hann var að byrja að æfa sjálfur. Jón fylgist vel með því sem er að gerast í þjálfuninni. „Ég fylgist mikið með þjálfurum í há- skólunum í Bandaríkjunum. Eins reyni ég að sækja námskeið og mennta mig í þjálfun. Svo hefur maður þroskast með árunum sem þjálfari." Jón byrjaði sjálfur að- æfa körfuknattleik 11 ára og æfði og spilaði með Keflvíkingum upp alla yngri flokkana. Hann spilaði síðan með Reyni í Sandgerði í 7 ár og átti hann þátt í því að liðið vann sér sæti í úrvalsdeild á sín- um tíma. Áhugamál Jóns fyrir utan þjálfun og körfubolta er að honum finnst mjög gaman að ferð- ast erlendis og eins að horfa á góð- ar bíómyndir. Jón starfar sem ofnatæknismið- ur hjá Ofnasmiðju Suðurnesja og hefur unnið þar í 9 ár. „Það frá- bært að vinna hérna. Hér er vinnuandi eins og hann gerist bestur. Það sést á því að ég held að ég sé með minnstan starfsaldur af okkur hér." -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1520: í ' iszo -ey»oR- © I6ZI •evi»ÓR- Fjórir leikir í 2. deild Eftir viðburðaríka helgi í íþróttum er frekar rólegt í dag nema hjá leikmönnum í 2. deild karla í fótboltanum en önnur umferðin verður leikin í kvöld, að undanskildum einum leik. Það er ljóst af úrslitum leikja í fyrstu umferðinni að það verður hart barist í deildinni í sumar og erfitt að spá hvaða lið verða á Iþróttir botninum og hver á toppnum. í kvöld leikur Þór á Akureyri á heimavelli gegn Þrótti. Fyrir norðan leika einnig Völsungar og ÍR, Fram leikur á heimavelli gegn KA og Leiknir tekur á móti FH í Hafnarfirði. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Á morgun leika svo Víkingur og Skallagrímur. Negrasálma- kvöld Þriðju og síðustu tónleikarnir á Tónlistarvori í Fríkirkjunni verða haldnir í kvöld. Á þessum tónleikum mun Kór Fríkirkjunn- ar í Reykjavík syngja negrasálma og gospelsöngva undir stjórn dr. Pavels Smids organista við kirkj- una. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík Tónleikar var formlega stofnaður síðastliðið haust en flestir félagarnir hafa sungið í Fríkirkjunni mörg ár. Kórinn er aðallega skipaður lærðu tónlistarfólki og söngnem- um. Fjórir meðlimir kórsins munu syngja einsöng í kvöld. Þeir eru: Davíð Ólafsson, Ólöf Ásbjarn- ardóttir, Svava Kristín Ingólfs- dóttir' og Þuriður Sigurðardóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Bridge Þetta spil, sem kom fyrir á síðasta Cavendish-boðsmótinu í bridge, vakti athygli fyrir nákvæma vörn vesturs. I vestursætinu var Banda- ríkjamaðurinn Kit Woolsey. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: a G87 «ÁDG6 ? G102 * DG2 * AK9632 »4 * Á984 * 64 N * D5 V 10932 * D6 * 98753 Fellir tennur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði * 104 » K875 * K753 * ÁK10 Suður Vestur Norður Austur 1-f 1* dobl pass 2» pass 3» pass 4» p/h NS notuðu eðlilegt keríi og dobl norðurs var neikvætt (lofaði 4 spil- um í hjarta). Woolsey spilaði út spaðakóngnum 1 upphafi, félagi hans í austur setti fimmuna og sagnhafi fjarkann. Woolsey gat þá séð að austur átti annaðhvort fimm- una blanka eða D5 því ef austur átti 105 hefði hann sett tiuna. Hann spil- aði þvi lágum spaða í óðrum slag og austur átti slaginn á drottninguna. Hann spilaði nú tigulsexu, sagnhafi setti lítið spil og nú var freistandi fyrir Woolsey að stinga upp ás og spila aftur tígli ef austur átti einspil í litnum. En Woolsey, sem vissi að austur átti fjögur spil í hjarta, sá að sagnhafi átti aldrei nema 9 slagi ef hann setti lítið spil. Ef sagnhafi myndi taka spaðatrompunina og taka síðan trompin fengi hann ekki nema 9 slagi og ef hann gerði eitt- hvað annaðfengi austur tígultromp- un. Að drepa á ásinn hefði gefið samninginn. Suður gerði mistök í upphafi, hann átti að setja spaðatí- una í fyrsta slaginn því þá hefði lág- ur spaði frá vestri í öðrum slag haft hættu í fór með sér. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.