Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 Fréttir Sorpa tekur við skóm handa bágstöddum Skóverslun Steinars Waage hef- ur hafið samstarf við Sorpu um móttöku á notuðum skóm handa bágstöddum. Verður hægt að fara á allar gámastöðvur Sorpu með skó og setja í sérmerktar tunnur. Síðastliðna tólf mánuöi hefur verslunin sent 5 gáma með um 76 þúsund skópörum til Þýskalands en frá upphafi söfnunarinnar hafa verið send 125 þúsund pör. Skóverslun Steinars Waage og Toppskórinn munu áfram taka við notuðum skóm í verslunun- um. Fann hræ af hundi í svörtum plastpoka á víðavangi: Þetta var óhugn- anleg aðkoma - segir Guðmundur Pétursson sem gekk fram á hræið „Eg var á morgungöngu með hund- inn minn ofan við Gufunesverk- KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Langur afgreiðslutími verslana Til hvers - fyrir hverja? Ráðstefna Kaupmannasamtaka íslands á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 29. maí nk. kl. 12.00-17.00. smiðjuna þegar hann hljóp allt í einu að svörtum plastpoka og fór að krafsa i hann. Hundurinn gegndi mér ekki þegar ég kallaði á hann og honum tókst að opna pokann að hluta. Þegar ég kom þama að sá ég í svartan feld. Ég náði mér þá í steypu- styrktarjárn og opnaði pokann betur. Þá sá ég að þetta var hræ af svörtum labradorhundi sem var með festi um hálsinn og það var blóð í munnvik- unum á honum. Þetta var óhugnan- leg aðkoma og mér finnst ósmekklegt að losa sig við dýr á þennan hátt fyr- ir allra augum,“ segir Guðmundur Pétursson, eigandi scháferhundsins Óðins, sem gekk fram á hræ af hundi á víðavangi skammt frá Gufunesi. Guðmundur segir grjót hafa verið flutt að pokanum með hræinu í en það var á svæði þar sem jarðvinna hefur verið að undanförnu. „Þetta er 9pið svæði og hér eru margir á ferli. í síðustu viku rakst ég hér á gæslu- konu með 15 börn. Það hefði verið óskemmtilegt fyrir þau að sjá þetta. Ég hefði haldið að það hefði verið viðkunnanlegra að setja hræið í sjó- inn sem er hér alveg við heldur en að láta það vera hér þar sem allir geta rekist á það. Maður stendur alveg á gati yfir svona löguðu," segir Guð- mundur og bætir við að því betur sem hann kynnist manninum því vænna þyki honum um hundinn sinn. -IBS Guðmundur Pétursson, eigandi schaferhundsins Óðins sem gekk fram á hræ af hundi á víðavangi skammt frá Gufu- nesi. Guðmundur segir grjót hafa verið flutt að pokanum með hræinu í en það var á svæði þar sem jarðvinna hefur verið að undanförnu. DV-mynd BG Eftir framsöguerindi verða pallborðsumræður sem Páll Henediktsson fréttamaður stjómar. Fundarstjóri verður Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KÍ. Þátttökugjald með hádegisverði og síðdegiskaffi er kr. 2.500 fyrir félagsmenn KÍ., en 3.000 fyrir aðra. Vinsamlega tilkynnið þátttöku ísíma 568-7811. RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN. Fundarsetning: Benedikt Kristjánsson, formaður KI. FRAMSÖGUMENN: Jón Júlíusson, kaupmaður, Verslunin Nóatún. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, form. Landssambands íslenskra verslunarmanna. Árni Benediktsson, stjórnarformaður Vinnumálasambandsins. Vigfús Þ. Árnason, sóknarprestur Grafarvogssóknar. Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna. Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf. Meðal efnis: Fánastangir, hellulagnir, grjót í görðum, sumar blómakörfur og ker, leiktæki, vatn í garðinum. Þeir sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sehnu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega atliugið að síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagur 30. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727 Miðvikudaginn 5. júní mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Seyðisíjörður: Nýtt þjónustufyrirtæki með fimm hópferðabíla DV, Seyðisfirði: Nýlega var stofnað hér einka- hlutafélag um rekstur, sem hlaut nafnið Ferðaþjónusta Austurlands, og er starfssviðið fólksflutningar á landi og bílaviðgerðir. Ferðaþjón- ustudeild hjá vélsmiðjunni Stáli hef- ur áður sinnt slíkri þjónustu. Formlega var stofnunin kunn- gjörð í smáfagnaði 18. maí á Öldu- götu 16, en það mun vera elst þeirra húsa í kaupstaðnum, sem ennþá eru í daglegri notkun. Þetta hús hefur gegnt margs konar hlutverkum töluvert á aðra öld. Sennilega er húsið einna þekktast undir - eða af nafninu Meyjaskemman - sem það hlaut á síldarárunum á sjöunda ára- tugnum. Þarna bjuggu lengi síldarstúlk- urnar af Haföldunni þau árin þegar ennþá var stemning í síldarvinn- unni og þarf engum getum að leiða að því, að svo sannarlega blómstr- aði rómantíkin undir hlíðum Bjólfs- ins ekki síður en í Hvanneyrarskál- inni. Aðaleigendur Ferðaþjónustu Austurlands eru Austfar, Theódór Blöndal, bræðurinir Bergur, Emil og Sigurður Tómassynir og Sigmar Svavarsson. Theódór er formaður stjórnar en Bergur framkvæmda- stjóri. Hlutafé er 5 milljónir. Bíla- eign nú er 5 fólksflutningavagnar með 160 sætum. Starfsmenn eru 5 og er starfsemin hafin. -JJ Eigendur fyrirtækisins, Theódór og Bergur, starfsmenn fyrirtækisins, Emil, Sigurður og Sigmar. DV-mynd JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.