Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Blaðsíða 13
ÞRIDJUDAGUR 28. MAI1996 13 Fréttir Neytendasamtökin um áætlun um fækkun umferðarslysa: Miðað er við gamlan og úreltan grunn „Þingsályktun frá Alþingi að til- lögu dómsmálaráðherra frá 28. febr- úar síðastliðnum gengur út frá því að fækka alvarlegum umferðarslys- um um 20 prósent fyrir aldamót en miðar þá áætlun við of gamlan, háan og úreltan grunn, sem sé með- altal áranna 1982 til 1992." Þetta stendur í ályktun um umferðarör- yggismál sem samþykkt var á þingi Neytendasamtakanna núna í maí. „Meðaltal áranna 1982 til 1992 er 313,4 alvarlega slasaðir en meðaltal áranna 1991 til 1995 er 237 alvarlega slasaðir. Gallinn á viðmiðuninni Fækkun slysa í ¦ ¦ Meðal fjöldi alvarlega slasaöra í umferðinni á fsl. '82 - '92 : 313,4 manns Meðal fjöldi alvarlega slasaðra í umferðinni á ísl. '91 - '95: 237 manns Fjöldi alvarl. slasaðra samkv. tillögu dómsmálaráðh.: 250,7 manns Fjöldi alvarlega slasaðra miðað við 20% raunverulega fækkun: 189,6 manns '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 við 1982 til 1992 sést best af því að ef alvarlega slósuðum fækkaði um 20 prósent til aldamóta frá meðaltali áranna 1982 til 1992 myndi alvarlega slösuðum fjölga um 5,8 prósent frá meðaltali áranna 1991 til 1995 en ekki fækka um 20 prósent í raun," segir Gunnar H. Gunnarsson, deild- arverkfræðingur hjá umferðardeild borgarverkfræðings sem sat þing Neytendasamtakanna. Gunnar bendir á að mun réttar hefði verið, til dæmis vegna aukinn- ar bílbeltanotkunar, að nota meðal- tal áranna 1991 til 1995. í umferðaröryggisáætlun dóms- málaráðuneytisins til 2001, sem gef- in var út í janúar 1995, segir að þrátt fyrir aukningu umferðar hafi tekist að halda í horfinu varðandi umferðarslys og hafi bættur örygg- isbúnaður bifreiða haft mikið að segja. Aukið fræðslustarf hafi og skilað árangri auk þess sem vegir og umferðarmannvirki hafi batnað. „Með tilliti til þessa er undarlegt að miðað skuli fækkun umferðarslysa við of gamlan og háan grunn," segir Gunnar. Hann segir ekki nóg að gera fram- kvæm'daáætlun heldur þurfi einnig að gera raunhæfa fjárhagsáætlun. Góð reynsla sé af slíkum vinnu- brögðum erlendis. Einnig verði að miða við meðaltal alvarlegra slysa síðastliðin 5 ár. „Danir hófu átak 1988 og miðuðu þá við fjölda slysa tvö síðustu árin á undan, það er 1986 til 1987. Þeir eru reyndar fleiri en við en fjögurra til fimm ára er feykinógur tími," leggur Gunnar áherslu á. -IBS Formaöur Umferðarráðs: í Við endurskoðum þetta $ með tilliti til nýrra talna i bórhalliir Ólnfssnn fnrmaflnr ?rnnninn með tilliti til mikillar nm vinminnniim bpim vornnr hara r a i Þórhallur Ólafsson, formaður Umferðarráðs og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, er einn þeirra sem stóðu að gerð umferðaröryggis- áætlunar sem Alþingi samþykkti í febrúar síðastliðnum. „Þetta var lagt fram á þingi í jan- úar 1995. Þá voru bara tölurnar fyr- ir 1994 komnar og við vorum að vinna þetta 1993. í öllum umferðar- öryggisáætlunum á Norðurlöndum og reyndar annars staðar hefur ver- ið miðað við tíu eða ellefu ára tíma- bil og við gerðum það líka hérna. Þar sem við vorum að vinna þetta 1993 var tímabilið 1982 til 1992 eini grunnurinn sem hægt var að miða við," segir Þórhallur. Hann tekur undir það að rétt sé að endurskoða grunninn með tilliti til mikillar fækkunar alvarlegra umferðarslysa á undanförnum árum en í ályktun þings Neytendasamtakanna segir að miðað sé við of gamlan, háan og úr- eltan grunn þegar stefnt er að því að fækka alvarlegum umferðarslysum um 20 prósent. „Við endurskoðum þetta með til- liti til nýrra talna. Við ætlum ekki að fara að fjölga slysum til að fara upp i 20 prósent ef við erum komin niður fyrir þau. Áætlunin gengur út á það að fækka umferðarslysum. Að sjálfsögðu verður markið sett hærra ef það næst góður árangur. Aðalat- riðið er að það látist sem allra fæst- ir og slasist sem allra fæstir. Að því munum við vinna, burtséð frá öll- um viðmiðunum. Þeim verður bara breytt ef við teljum okkur ná betri árangri og teljum það raunhæft," segir Þórhallur. Hann greinir frá því að um ára- mótin 1987 til 1988 hafi Norður- landaráð samþykkt að öll Norður- löndin skyldu gera sér markmiðsá- ætlun. Hin löndin brugðust skjótt við en íslendingar ekki fyrr en núna. „Það var bara vegna pólítísks áhugaleysis. Það er ekki hægt að segia neitt annað." -IBS Söluleyfi 17. júní 1996 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úrtjöldum á þjóöhátíðardaginn 17. júní 1996, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á skrifstofu ÍTR Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08:20 -16:15. Umsóknum skal skilað miðvikudaginn 5. júní fyrir kl. 16:00. Úthlutun verður fimmtudaginn 6. júní kl. 16:30 á Fríkirkjuvegi 11. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. Gjald v/ söluleyfa er kr.2.000.- ! Soáttu freistast..,. Mjólkursúkkuladimolar fvlltir karameUukremi SúkKulaoi veiur anægju VERÐLÆKKUIM Á BRETTAKÖNTUM íslenskir og amerískir brettakantar á jeppa. Einnig mikið úrval af pallbílahúsum á góðu verði. Dæmi um verð: Brettakantar Toyota D/Cab 31 "-33" 13.900.- stgr. Brettakantar Toyota D/Cab 35"-38" 24.500.- stgr. Brettakantar Suzuki 33" 29.665.- stgr. Brettakantar Nissan D/Cab 33" 33.915.- stgr. Brettakantar Dodge Ram 33"-35" 29.900.- stgr. Þar sem allt fæst íjeppann Nl Vagnhöfða 2 - Sími 587-0-587

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.