Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996
LL&bahakíS
í Rexkjavik
Menning
Sýning í Ásmundarsafni:
=TónÍLst
Björk,
Laugardalshöll, 21. júní kl. 20.00, 2.500 - 3.000 kr.
Camerarctica,
Loftkastalinn, 3. júní kl. 20.30, 1.200 kr.
David Bowie,
Laugardalshöll, 20. júní kl. 20.00, 3.600 - 3.900 kr.
Den Danske Trio,
Norrænahúsið, 11. júnf kl. 20.30, 1.200 kr.
Deutsches Symphonie-Orchester Berlin,
Laugardalshöll, 29. júní kl. 16.00, 2.300 - 2.700 - 3.500 kr.
Evgeny Kissin,
Háskólabíó, 15. júní kl. 16.00, 2.000 - 2.300 - 2.700 kr.
Heimskórinn, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit íslands,
Laugardalshölt, 8. júní kl. 16.00, 1.500 - 2.600 - 3.200 - 3.900 kr.
Híf opp,
Loftkastalinn, 5. júní kl. 21.00, 1.200 kr.
Le Grand Tango,
Loftkastalinn, 12. júní kl. 20.30, 1.600 kr.
Lester Bowie's Brass Fantasy,
Loftkastalinn, 15. 16. júní kl. 21.00, 2.500 kr.
Ljóð og jass,
Loftkastalinn, 9. júní kl. 21.00, 1.200 kr.
Philharmonia Quartett-Berlin,
íslenska Óperan, 9. júní kl. 16.00, 2.200 kr.
Pulp,
Laugardalshöll, 2. júlí kl. 20.00, 2.200 - 2.500 kr. (miðasala frá 30. maO
Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn,
Loftkastalinn, 7. júní 21.00, 1.600 kr.
Sinfóníuhljómsveit íslands,
Háskólabíó, 13. júní kl. 20.00, 1.000 - 1.450 -1.800 kr.
Sundhöllin syngur, Voces Thules,
Sundhöll Reykjavíkur, 8. júní kl. 23.00, 1.200 kr.
Yuuko Shiokawa og András Schiff,
íslenska Óperan, 5. júní kl. 20.00, 2.200 kr.
Zilia píanókvartettinn,
Loftkastalinn, 14. júní kl. 20.30, 1.200 kr.
Ævintýrakvöld með Kammersveit Reykjavíkur,
Þjóðleikhúsið, 12. júní kl. 20.00, 1.800 kr.
= Svi&iliLit
Circus Ronaldo,
Hljómskálagarðurin, 11. 12. 13. 14. 15. 16. júní kl. 20.00, 800 -1.500 kr.
Circus Ronaldo - sýning nemenda,
Hljómskálagarðurinn, 16. júní kl. 15.00 & 17.00, 500 kr.
Drápa,
Tunglið, 7. júní kl. 20.00, 1.600 kr.
Eros, Maureen Fleming,
Loftkastalinn, 2. 4. júní kl. 20.30, 1.600 kr.
Féhirsta vors herra,
Borgarleikhúsið, 4. 7. 9. júní kl. 20.00, 1.800 kr.
Gatdra-Loftur,
íslenska Óperan, 1. 4. 7. 8. 11. 14. júní kl. 20.00, 3.000 kr.
Gulttáraþöil,
Borgarleikhúsið, 22. 23. júní kl. 14.00, 800 kr.
( hvítu myrkri,
Þjóðleikhúsið - Litla sviðið, 6. 7. júní kl. 20.30, 1.700 kr.
Ljóðakvöld Listahátíðar,
Loftkastalinn, 10. júní kl. 21.00, 500 kr.
jötunninn,
Loftkastalinn, 8. 11. 13. júní kl. 20.30, 1.800 kr.
Andres Serrano (Eitt sinn skal hver deyja), Sjónarhóll/Mokka
Benedikt Gunnarsson, Stöölakot
Carl Andre, Önnur hæð
Dauðinn í íslenskum veruleika, Mokka
Eftirsóttir einfarar, Gallerí Hornið
Egon Schiele og Arnulf Rainer, Listasafn íslands
Fjörvit, Nýlistasafnið
Hreinn Friðfinnsson, Gallerí Sólon íslandus
Húbert Nói, Gallerí Sævars Karls
Jón Axel Björnsson, Gallerí Borg
Karl Kvaran, Norræna húsið
Kochheisen og Hullman, Gangur
Náttúrusýn í ístenskri myndlist, Kjarvalsstaðir
Osvaldo Romberg, Perlan
Páll á Húsafetli, Listasafn Sigurjóns
Pia Rakel Sverrisdóttir, Norræna húsið - anddyri
Rachel Whiteread, íslensk grafík
Ragna Róbertsdóttir, Jngólfsstræti 8
Robert Shay, Gallerí Úmbra
Sigríður Sigurjónsdóttir, Loftkastalinn
* Silfur í Þjóðminjasafni, Þjóðminjasafn íslands
Skjátist, Sjónvarpið
Snagar, Gallerí Greip
1 Svavar Guðnason, Listasafn A.S.f. - Ásmundarsal
Tolli, Regnboginn
Willam Morris (Sýning), Þjóðarbókhlaðan
William Morris (Málþing), Þjóðarbókhlaðan, 8. júní kl. 10.00
Klúbbur Listahátíðar, Loftkastalinn, 1. -16. júní, opiö frá 17.00
Miðasalan opin,
Upplýsingamiðstöð ferðamála,
Bankastræti 2, Reykjavík,
sími: 552 8588, http://www.saga.is/artfest
Frá handverki
til heimslistar
- mótunarár Ásmundar Sveinssonar
Mótunarár Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) sem
myndlistarmanns einkenndust af rótgróinni trú á
handverkið og þau hagsýnu sjónarmið er hann hafði
með sér úr foðurhúsum, Kolsstöðum í Dalasýslu, að
vinnan færði manninum hamingju og þá fyrst og síð-
ast sú vinna sem skilaði salti í grautinn. Sjálfur taldi
Ásmundur það hafa „bjargað“ sér frá ótíndu sveitalíf-
inu að hann hafði sjónskekkju sem gerði það að verk-
um að hann var ekki nægilega fjárglöggur. Myndlist
var nánast ekki til í hugum sveitafólks í þá daga
og birtist helst í formi skreytinga í blöðum og
bókum eða sem útsaumur eða útskurður. Ás-
mundur undi sér við smíðar likt og bræður
hans og gerði gott betur með því að tálga út
myndir af fálka og víkingi úr tré (1913-14)
og móta fjallkonu úr steypu (1910-15) sem á
að vera að taka við bók frelsisins úr hendi
Jóns Sigurðssonar.
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
Tréskuröur
Tvö síðarnefndu verkin eru til
sýnis undir hvolfþakinu í Ás-
mundarsafni á sýningunni sem
opnuð var um helgina og er til-
einkuð mótunarárunum í list
Ásmundar. Auk þeirra er
þar mynd úr gifsi af yfir-
setukonu frá 1918-19
sem Ásmundur
gerði á náms
tíma sínum í
Reykjavík
en þangað
hélt hann í
tréskurðar-
nám árið
1915 og fékk
inni á vinnustofu
Ríkarðs Jónssonar. Sveinsstykki
Ásmundar eftir fjögurra ára tréskurðarnám er
í anddyri safnsins en það er útskorinn stóll með
myndum er sýna tvo helstu atvinnuvegi þjóðarinnar,
landbúnað og sjávarútveg, auk ljóðlína eftir læ-
rimeistarann, Ríkarð, skornar út með höfðaletri.
Gunnar Kvaran ritar allítarlega um mótunarár Ás-
mundar í sýningarskrá. Þar kemur fram að Ásmund-
ur telur síðar að Ríkarður hafi ekki örvað sig nægi-
lega við mótun en staðið sig betur sem kennari í tré-
skurði.
Ahrifavaldar
Ásmundur hélt strax haustið 1919 til Kaupmanna-
hafnar til náms í höggmyndalist, m.a. hvattur af Ein-
ari Jónssyni og Þórami B. Þorláks-
syni. Þar nemur hann hjá Viggo
Brandt en kann illa kennslunni
og afræður að fara til Stokk-
hólms þar sem hann staldrar
við í heil sex ár og nemur hjá
kunnum myndhöggvara, Carl
Milles hjá Listaháskólanum.
Milles átti eftir að hafa mikil
áhrif á list Ásmundar. Fróðlegt
er að bera saman arkaískt stíl-
færða sporðafætur Trítons eftir
Milles og tvísporða Hafmeyju Ás-
mundar frá 1921-22 á sýningunni.
Það er vel til fundið að tefla
þannig saman verkum lista-
manns í mótun og áhrifavalda
hans, sérstaklega hvað varðar
Milles. Verk Charles Despiau
og Antoine Bourdelie eiga
ekki eins mikið afgerandi
sammerkt með verkum Ás-
mundar og vekur í raun
furðu að verk eftir Maillol
skuli ekki hafa orðið fyrir val-
inu í stað þess síðarnefnda í
skjóli tilvísana til listar hans í
sýningarskrá.
París og gildi
kúbismans
Frá Stokkhólmi hélt Ás-
mundur til Parísar
þar sem hann
mótaði það verk
sem hann er
e.t.v. hvað
þekktastur fyrir,
Sæmund á
selnum. Á
þeim tíma
er að renna
upp fyrir
Ásmundi gildi
kúbismans og klass-
ísk formbygging auk arka-
ískrar stílfærslu í anda Milles er
á undanhaldi í list hans. Enn sem komið er þjónar
kúbisminn þó einungis hlutverki stílfæringar í huga
Ásmundar í þessu verki, einföldunar skreytis en ekki
uppbroti sjálfs meginformsins. Sýning þessi bregður
nokkurri birtu á erfið vaxtarskilyrði hérlendrar
myndlistar og það hvernig hún þróaðist frá hand-
verki yfir í heimslist.
Fréttir
Aðgöngumiðar á EM í knattsmrnu:
Sending til KSI rifin
upp og hundrað og
þremur miðum stolið
- mikil brögð að þessu í Englandi, segir Snorri Finnlaugsson
„Þegar sendingin kom var búið
að opna pakkann að hluta og það
vantaði 103 miða. Það eru tvö póst-
fyrirtæki sem sáu um flutning
miðanna til íslands. Annað er
TNT í Englandi en EMS-póstur,
sem er í eigu Pósts og síma, er
hinn aðilinn. Við höfum heimildir
fyrir því að brögð séu að því að
miðar hverfi úr miðasendingum á
EM til landa utan Englands,“
sagði Snorri Finnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, í samtali við
DV í gær.
Knattspyrnusamband íslands
fékk 803 miða á hina ýmsu leiki
Evrópukeppninnar í knattspyrnu
sem hefst í Englandi 8. júní. Siðan
eru þessir miðar flestir framseldir
til ferðaskrifstofa.
Snorri sagði búið væri að fá það
staðfest hjá breska sambandinu,
sem sendi KSÍ miðana, að 803 mið-
ar hefðu farið frá því áleiðis til Is-
lands. Hann sagði að hér væri um
allmikinn skaða að ræða sem KSÍ
teldi öruggt að fá bættan, það er að
nýir miðar komi í staðinn fyrir þá
sem hurfu.
Af þeim miðum sem hurfu eru
73 á einn leik í Liverpool og 22
miðar á annan leik. Síðan vantar 8
miða þar sem um er að fæða 2
miða á fjóra leiki sem Logi Ólafs-
son landsliðsþjálfari ætlaði að sjá.
• Þar sem hér er um númeraða
miða að ræða ætti ekki að vera
erfitt að komast að því hverjir eru
með miðana. -S.dór