Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996
Fréttir______________________________________________m
Dagleg umferö vikurflutningabíla um Landsveit og Holt:
Samsvarar umferð 546
þúsund bíla á dag
- 18 hjóla trukkur slítur vegum á við 6.500 heimilisbíla
Umferð þungaflutningabíla sem
flytja vikur frá Heklurótum um
Landveg er gríöarleg en samtals
fara 84 þessara bUa um veginn á
hverjum einasta degi allan ársins
hring. Sé gert ráð fyrir því að með-
alheUdarþyngd þeirra sé 30 tonn
sem er mjög varlega áætlað og und-
ir þeirri þyngd standi fimm ásar og
á hverjum ási hvUi 6 tonn, þá þýðir
það aö hver þessara trukka slítur
veginum á við 6.500 heimUisbUa
sem eru um eitt tonn að þyngd.
Þessar tölur hljóma ótrúlega og
enn ótrúlegri þegar við horfum á að
84 ferðir svona trukka á dag jafn-
gilda því að hvorki meira né minna
en 546 þúsund heimilisbUar aki í
gegnum Landsveitina daglega. Og
enn stækka tölumar þegar þær eru
færöar til ársgrundvallar því að vik-
urbUaumferðin jafngUdir því að ár-
leg umferð heimilisbUa um Landveg
sé hvorki meira né minna en
199.230.000 bUar.
Nú kann einhver að draga í efa að
þetta sé rétt með farið en því miður
er það svo. Reiknistaðlar um slit
bUa á vegum eru byggðir á alþjóð-
legum tilraunum, svonefndum AAS-
HO-tilraunum en skýrsla um þær
var gefin út árið 1972 og niðurstað-
an er svonefnd fjórðaveldisregla
sem í grófum dráttum er þannig að
slit vega er fundið eftir öxulþunga
bíla eða ásþyngd, eins og það kall-
ast. Venjulegur heimilisbíll er í
kringum eitt tonn að heildarþyngd
þannig að ásþyngd hans er um hálft
tonn þannig að ef við gefum okkur
að slíkur bíll sé með eins tonns ás-
þyngd þá er einn í fjórða veldi jú
bara einn. SlitstuðuU slíks bUs er
því einn.
Ef hins vegar er tekinn bíll með
ásþyngd upp á 6 tonn þá er slitstuö-
ull hvers áss hins vegar 6 í fjórða
veldi eða tæplega 1.300 og fimm slík-
ir ásar þýða það að trukkurinnm
slítur veginum á við 6.500 heimUis-
bUa.
Helgi HaUgrímsson vegamála-
stjóri segir í samtali við DV að vega-
skattar sem greiddir eru af akstri
þungaflutningabUa svari hvergi
nærri tU þess slits sem þeir valda á
vegunum og staðfestir að í raun sé
kostnaður við nýframkvæmdir og
viðhald vega innheimtur hjá eigend-
um heimilisbUanna og annarra
smábíla. f raun sé það því mun eðli-
legra að innheimta notkunarskatt
eftir eknum kUómetrum þunga-
UutningabUanna sem hækkar eftir
því sem bUarnir eru þyngri, eins og
raunar er gert hér á landi enn þá. f
Evrópu, þar sem oliugjald er inn-
heimt af hverjum seldum lítra
gasolíu, verði misgengiö mun meira
og sé nú uppi umræða um að leggja
líka notkunarskatta á þungaflutn-
ingabíla eftir þyngd þeirra og ekn-
um kílómetrum.
Vegamálastjóri segir að hin mikla
umferð á Landvegi hljóti að kalla á
endurbætur á veginum, en það sé
undir ákvörðunum Alþingis komið.
Ekki komi tU greina að loka vegin-
um eða takmarka þessa þungaflutn-
ingaumferð um hann. Aðeins sé
hefð fyrir því að loka vegum eða
takmarka ásþyngd bíla tímabundið
að vorlagi þegar frost eru að fara úr
jörðu en ekki vegna annarra
ástæðna.
Vegamálastjóri segir að slit á veg-
um sé meir reiknað inn í arðsemis-
útreikninga vega með óbeinum
hætti en beinum og komi inn í þann
þátt sem kallaður er endingartími
eða líftími vegar. Hin gjörbreytta
notkun Landvegar, sem hófst með
vikurútflutningnum, hefði kallað á
endurskoðun á viðhaldsþörf vegar-
ins og arðsemi þess aö byggja upp
nýjan veg með bundnu slitlagi hefði
við þessa breytingu hækkað veru-
lega og kostnaðarmat á gerð nýs
vegar þama væri þegar til og hefði
verið tU í nokkur ár. „Þarna er gjör-
breytt mynstur og þarna er ekki
hægt að halda uppi þjónustu sem
heldur veginum eitthvað í áttina við
að það sé búandi nálægt honum,“
segir vegamálastjóri.
- En er ekki Vegagerðin einmitt
sú stofnun sem hefur þekkinguna
og valdið tU þess að grípa inn í þeg-
ar forsendur vegar breytasst jafn
gríðarlega og þarna er um að ræða?
Hefur stofnunin ekki þau gögn sem
duga stjórnmálamönnum til að
meta málin af skynsemi og taka
ákvörðun um fjárveitingar í fram-
haldinu?
Vegamálastjóri segir að allar töl-
ur varðandi Landveg liggi þegar fyr-
ir, stjómmálamennirnir hafi fengið
þær í hendur og haldnir hafi verið
fundir með þeim og heimamönnum,
þannig að allt sem máli skiptir liggi
ljóst fyrir. Hann segir aðspurður að
ekki komi tU álita af hálfu stofnun-
arinnar að loka vegi þegar mál eru
komin í óefni, eins og t.d. á Land-
vegi, til að ýta með þeim hætti á eft-
ir niðurstöðu frá fjárveitingavald-
inu. -SÁ
Umferð þungaflutningabíla sem flytja vikur frá Heklurótum um Landveg er gríðarleg. Hver þessara trukka slítur veg-
inum á við 6.500 heimilisbíla sem eru um eitt tonn að þyngd.
Dagfari
Hvern kýst þú?
Dagfari hringdi
um helgina í kunn-
ingja sinn í Laugar-
neshverfinu, Sigur-
lás, sem löngum
hefur haft skoðanir
á þjóðmálum og
stjórnmálum og
biskupsmálum og
nú síðast forseta-
málum.
Jæja, Lási minn,
nú er framboðs-
frestur útrunninn, nú er ekki hægt
að bíða lengur eftir nýjum fram-
bjóöendum, nú verðum við að fara
að velja okkur nýjan forseta af
þeim fimm sem eru í framboði.
Já, segir Lási, en það er verst að
nuddarinn skyldi ekki ná nægilega
mörgum meðmælendum. Mér leist
vel á hann. Ég hefði vijjað fá nudd-
ara að Bessastöðum til að virkja
Bessastaði.
Já, en þú hefur fengið Ástþór í
staðinn. Hann vill virkja Bessa-
staði í þágu friðarins. Ástþór segist
ekki vera ólíkur Gandhi og Mand-
ela og jafnvel Einari Benediktssyni
ef út í það er farið. Einar var ekki
metinn að verðleikum fyrr en eftir
sína daga og Ástþór er að vara fólk
við að uppgötva sína hæfileika of
seint.
Já, segir Lási, en er Ástþór nógu
vel ættaður? Ég hef ekkert heyrt
um ættir hans. Sjáðu hina fram-
bjóöendurna. Þeir eru allir afar vel
ættaðir. Ástþór er kannski Gandhi
okkar tíma og út af fyrir sig hef ég
ekkert á móti Gandhi nema hvað
hann gekk um berfættur. Ég vil
hafa forsetann í skóm.
Ekki er Ólafur Ragnar ættstór
maður og þó er hann efstur í skoð-
anakönnunum, segi ég.
Það er ekkert að marka. Ég er
viss um að Ólafur lumar á ein-
hverri ætt. Auk þess er Ólafur mis-
skilinn af sínum samtiðarmönnum
eins og Einar Ben. og kjósendur
hafa ekki ennþá kynnst hinum
frambjóðendunum.
Guðrún Agnarsdóttir á eftir að
koma á óvart með ætt sína þegar
hún verður rakin og Guörún Pét-
ursdóttir er stórættuð kona sem á
sér framtíð í fortíð sinni og hún er
ein af okkur í Engeyjarættinni.
Svo er hún líka Thorsari og hún er
ekki með neitt andskotans alþýðu-
blóð í æðunum eins og þetta ætt-
lausa fólk sem er sífellt að snobba
niður fyrir sig og upp fyrir sig án
þess að hafa nein efni á því.
Guðrún er ein af okkur.
Svo þú ætlar að kjósa hana, Lási?
Það er ekki þar með sagt. Pétur
Hafstein er líka af göfugum ættum
og er vammlaus maður i marga
ættliði og þar að auki er konan
hans afar ættstór og hún hefur um-
gengist fullt af fólki.
Nú, hvernig þá?
Jú, hún hefur kennt á píanó og
bæði hafa þau hjónin hitt margt
fólk og stundum meira að segja tal-
að við það og mér finnst það mikill
kostur við frambjóðanda sem tekur
það fram að hann hafi talað við
fólk sem hann þekkir ekki neitt.
Sérstaklega þegar frambjóðandinn
er ekki vanur því að þurfa að tala
við fólk af öðrum ættum. Það ber
vott um látleysi og ættgöfgi. Hann
er traustsins verð-
ur. Ég sá það á
strætó. Strætis-
vagnarnir ljúga
ekki.
Ertu þá að segja
að þú ætlir að kjósa
Pétur?
Það hef ég ekki
sagt. Langömmu-
systir konu hans
var þremenningur
við Björn í Sauð-
lauksdal sem er svosum ekki í frá-
sögur færandi nema hvað Björn
þessi átti lengi í útistöðum við
móðurbróður langömmu minnar
og við í fjölskyldunni erum ekki
búin að fyrirgefa það alveg ennþá.
Hvað ætlarðu þá að kjósa?
Það fer eftir ýmsu. Til dæmis eft-
ir auglýsingunum. Og fjárráðun-
um. Sá sem ekki auglýsir á ekki
pening og sá sem ekki á pening er
óhæfur sem forseti. Blankur og
ættlaus frambjóöandi á ekki upp á
pallborðið hjá mér. Svo mikið er
víst.
Dagfari