Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 ■(jomEii nY OPEHA EFtÍRjon ASCEÍRJSOn miÐosöLön OPÍn K^. 15-19 riEmo món. sími 551-1475 ÍSLEriSKJl ÓPERfin I, jOni UPPSELtOG 4, iúm' UPPSELt nÆStu sÝnincoR^7. júní 8. júní 11. júní oc 14. júní KENWOOD kraftur, gœði, ending Ármúla 17, Reykiavík, sími 568-8840 ^öðkaupsveislur — útlsamkomur — skemmtanir—tónleikar — sýningar—kynningar og fl. og fl. og II. f skÍDu k9° ..og ýmsir fylgihlutir | Tjöldaf< Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, Ijaldgólf og tjaldhitarar. lelfð sðsáta ..meo skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðincjarefni • Þakefni Grasfræ • Aburður • Garðáhöld MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 „Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur hjá Rekstrarvörum" Jón Grétar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum Utlönd Borís Jeltsín hlýðir á Zelímkhan Jandarbíjev, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í viðræðum þeirra í Moskvu í gær. Ráðgjafar leiðtoganna og samverkamenn fylgjast grannt með því sem fram fer. Samkomulag tókst um vopna- hlé frá 1. júní. Símamynd Reuter Jeltsín semur um friö viö uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu: Þetta er sogu- legt augnablik Rússnesk stjórnvöld undirrituðu samning við leiðtoga uppreisnar- manna í Tsjetsjeníu í gær um að binda enda á átökin í lýðveldinu frá 1. júní næstkomandi. „Við höfum leyst lykilvandamálið sem er friður í Tsjetsjeníu,“ sagði Borís Jeltsín Rússlandsforseti, eftir að Viktor Tsjernomýrdin forsætis- ráðherra hafði undirritað sam- komulagið við Zelímkhan Jandar- bíjev, leiðtoga aðskilnaðarsinna. „Þetta er sögulegur dagur, sögu- legt augnablik,“ hafði Itar-Tass- fréttastofan eftir Jeltsín. Jandarbíjev, sem tók við forustu uppreisnarmanna í síðasta mánuði, eftir að fyrirrennari hans, Dzhokh- ar Dúdajev, var drepinn í eldflauga- árás rússneska hersins, vísaði á bug að hann ætlaði að notfæra sér for- setakosningarnar í Rússlandi í næsta mánuði til að ná góðum samningi við Jeltsín. Sergei Medvedev, talsmaður Jeltsíns, hafði eftir Jandarbíjev að tsjetsjenska sendinefndin hefði ekki nein ákveðin markmið önnur en þau að koma á friði í Tsjetsjeníu. Medvedev sagði Interfax-frétta- stofunni að í viðræðunum í gær heföi ekki verið tekið á mörgum lykilmálum átakanna sem hafa stað- ið í átján mánuði og orðið rúmlega þrjátíu þúsund manns að bana. Ekki var til dæmis rætt um helsta ágreiningsefnið, framtíðarstjórn- skipan í Tsjetsjeníu. Medvedev sagði að vegna þessa yrðu menn úr sendinefnd Jand- arbíjevs eftir í Moskvu til að finna leiðir til að framfylgja þeim atriðum sem þegar er búið að semja um. Viðbrögð við samkomulagi Jeltsíns og uppreisnarmanna hafa verið blendin. Kommúnistar lýstu yfir ánægju sinni með friðarsam- komulagið en einn forustumaður Tsjetsjena í Moskvu sakaði forset- ann um kosningabrellur, að sögn Interfax- fréttastofunnar. Reuter Stuttar fréttir Símon Peres um kosningarnar í ísrael á morgun: Friðurinn í hættu ef Likud sigrar Símon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að kosningarnar á morgun mundu ráða úrslitum um það hvort framhald yrði á friðarvið- ræðum ísraelsmanna og arabaríkj- anna. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum hefur Benjamin Net- anyahu, leiðtogi hins hægrisinnaða Likud-bandalags, saxað á forskot Peresar. „Þetta eru mikilvægustu kosning- amar í sögu Ísraelsríkis,“ sagði Per- es í gær, aðeins tveimur sólarhring- um fyrir kosningarnar. „Ég held að það yrði hræðilegt ef truflanir yrðu á friðarferlinu eða það stöðvað. Það yrði skref aftur á bak. Það verður mjög erfitt að leiðrétta það síðar meir.“ Ein skoðanakannana, sem voru gerðar fyrir eina kappræðufund for- sætisráðherraefnanna tveggja á sunnudag, sýndi að forusta Peresar hafði minnkað niður í 2,4 prósentu- stig. Þar við bætist að flestir stjórn- málaskýrendur töldu að Netanyahu hefði farið með sigur af hólmi í kappræðunum. Ahmed Tibi, aðstoðarmaður Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, sagði við Reuters-fréttastof- una að hann óttaðist að Peres mundi tapa þar sem hann hefði gert hefðbundna stuðningsmenn Verka- mannaflokksins meðal ísraelska araba afhuga sér með aðgerðum ísraelska hersins í Líbanon í síðasta mánuði. Reuter Vilhjálmur prins, sonur Karls og Díönu: Vill ekki verða kóngur Vilhjálmur prins, 13 ára gamall sonur þeirra Karls og Díönu og næstur að ríkiserfðum á eftir föður sínum, hefur engan áhuga á því að verða kóngur og hefur tilkynnt for- eldrum sínum það. Að sögn breska blaðsins Sunday Mirror tók Karl tíðindunum með stakri ró en Díana ku vera að reyna að sannfæra soninn um að afsala sér ekki ríkiserfðum. Blaðið hafði það eftir vinum prinsessunnar að Vilhjálmur hefði sagt foreldrum sínum að hann vildi lifa „eðlilegu lífi“ og að hann vildi einnig rjúfa þá hefð að karlpeningur fjölskyldunnar gengi í sjóherinn. Reuter Brusca fyrir dómara Mafíuforinginn Giovanni Brusca kom fyrir dómara í gær í fyrsta sinn frá því hann vár handtekinn fyrir viku. Hvetja til mótmæla Stjómarandstaðan í Alba- níu segir að kosningarnar um helgina, þar sem stjórnar- flokkurinn sigraði, hafi verið svindl og hvetur almenning til að mótmæla. Skák í Rússlandi Alþjóða skáksambandið til- kynnti í gær að næsta heims- meistaraeinvígi færi fram í Rússlandi. Leitað aö líkum Kafarar boruðu gat á far- þegarými í tansanísku ferj- unni, sem sökk á Viktoríu- vatni í síðustu viku, í leit að líkum. Endir í augsýn Lífdagar minnihlutastjóm- ar hindúa á Indlandi eru senn taldir en stjórnarandstaðan ætlar að sameinast gegn henni á þingi í dag. Ráðherra rekinn Forseti Úkraínu rak forsæt- isráðherrann sinn I gær og kenndi honum um efnahags- þrengingarnar í landinu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.