Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1996, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Auður og völd Alþýðusambandsþing minna mjög á landsþing banda- rísku stjómmálaflokkanna, áður en prófkjör og forkosn- ingar einstakra ríkja urðu meginaðferðin við að safna liði um forsetaframbjóðendur. Þá var forsetaframboðum vestra ráðið í vindlareykmettuðum bakherbergjum. Á íslandi árið 1996 er forsetamálum Alþýðusambands- ins ráðið á heimili eins hliðarkóngsins. Þar sömdu nokkrir menn um niðurstöðu þingsins og stiiltu öðrum upp við vegg, svo að þeir sáu sitt óvænna og létu hlut sinn fyrir þeim, sem greinilega tefldu skákina bezt. Ekki voru allir þingfulltrúar sáttir við þessa niður- stöðu. Þeir mótmæltu bakherbergisvinnubrögðunum með því að bjóða fram nýtt og óþekkt forsetaefni, sem fékk 25% atkvæða. Sigurvegararnir fóru þannig nokkuð sárir út úr þinginu, en munu fljótlega jafna sig. Margir fletir eru á valdabraskinu í Alþýðusamband- inu. Einn er hinn flokkspólitíski, þar sem þrír stjórn- málaflokkar hafa með sér eins konar ekki-árásarbanda- lag um, að hver þeirra eigi einn af þremur forsetum og varaforsetum sambandsins. Þetta kerfi stóðst í svipting- unum. Annar flötur er baráttan milli svonefnds uppmælinga- raðals, það er að segja mannanna með sveinsprófin, og almenns verkafólks. Eins og venjulega urðu hinir fyrr- nefndu sigurvegarar. Einn af þessum aðalsmönnum fet- aði í fótspor forverans eins og hann hefur áður gert. Þetta þýðir í raun, að framvegis verða kjarasamning- ar eins og þeir hafa lengi verið. í samningaharki verða láglaunamenn dráttarklárar. Mikið verður talað um, að nauðsynlegt sé að jafna laun, en þegar upp verður stað- ið, hafa þeir fengið meira, sem betur mega sín. Alþýðusambandið og helztu undirsambönd þess snú- ast ekki og hafa lengi ekki snúizt um kjör fólks. Þetta eru fyrst og fremst fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki í land- inu og stjórnendurnir eru verkalýðsrekendur á svipaðan hátt og aðrir atvinnurekendur í landinu. Forsetar og formenn þessara sambanda eru hluti yfir- stéttarinnar í landinu og hafa tekjur í samræmi við það. Þetta er talið nauðsynlegt, því að annars væru stéttarfé- lögin ekki samkeppnishæf um hæfileika á vinnumark- aði. En þetta skilur á milli þeirra og félagsmanna. Forsetar og formenn þessara sambanda sitja í stjórn- um ýmissa sjóða, þar sem lífeyrissjóðir landsmanna skipa fremsta sess. Mikið af flárfestingarfé landsins fer um þessa sjóði, sem eru smám saman að verða að öflug- ustu hluthöfum ýmissa helztu stórfyrirtækja landsins. Lífeyrissjóðir tengja saman hagsmuni stórfyrirtækj- anna og hagsmuni yfirstéttar samtaka launafólks. Þess vegna snýst hugsun aðalsins í samböndum stéttarfélag- anna einkum um svipuð mál og í öðrum stórfyrirtækj- um. Hún snýst fyrst og fremst um auð og völd. Þetta veldur því, að mikilvægt er fyrir aðalinn að gera út um sín mál í vindlareykmettuðum bakherbergjum eða á heimilum hver annars, en láta þau ekki rekast í óvissu almennrar atkvæðagreiðslu á gólfi Alþýðusambands- þinga. Þannig gekk forsetaembættið í arf í fyrri viku. Þetta þýðir líka, að sambönd stéttarfélaganna eru meira eða minna óhæf til að gæta hagsmuna félags- manna sinna í kjarasamningum, svo sem dæmin sanna endalaust. Þetta þýðir líka, að fulltrúar þeirra standa oft- ast með einokun landbúnaðarins gegn neytendum. Verkalýðsrekendur er orðið, sem lýsir bezt yfirstétt sambanda stéttarfélaga. Það lýsir stétt, sem er hluti yfir- stéttarinnar og stimdar rekstur, með launþega að vöru. Jónas Kristjánsson BF YV |;»f' -1' P 1 1* 51 ..fáar þjóðir hafa verið eins fljótar að nýta sér tækninýjungar og við,“ segir Ögmundur í grein sinni. Frá sýn- ingu Pósts og síma á tækninýjungum. Af því bara í vikulokin stefnir ríkisstjórnin að því að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Samkvæmt yfirlýsing- um formanns framkvæmdanefnd- ar ríkisstjórnarinnar um einka- væðingu, Hreins Loftssonar, er breyting opinberrar stofnunar í hlutafélag fyrsta skrefið til einka- væðingar og sölu. Hann segir að um þetta kunni að vera skiptar skoðanir en „reynsla sérfræöinga er eindregið sú að það sé einungis skynsamlegt að breyta ríkisfyrir- tæki í hlutafélag sé ætlunin að selja það,“ svo vitnað sé orðrétt í viðtal sem birtist í BSRB- tíðind- um í febrúar. Óljós rök En hvers vegna gera Póst og síma að hlutafélagi? Þau rök sem sett hafa verið fram eru harla óljós og þokukennd. Þegar þau eru brot- in til mergjar kemur í ljós að ekki stendur steinn yfir steini. Þannig er það rangt sem haldið hefur ver- ið fram að alþjóðlegar skuldbind- ingar kalli á þetta; fullyrðingar um að ríkisfyrirtæki geti ekki tek- iö þátt í markaðsviðskiptum, fjár- fest í öðrum fyrirtækjum, eignast dótturfyrirtæki og þar fram eftir götunum eiga heldur ekki við rök að styðjast. Ekki hefur því heldur verið til að dreifa að Póstur og sími hafi ekki getað tekið skjótar og kostn- aðarsamar fjárfestingarákvarðan- ir og nægir að nefna sæstrenginn og ljósleiðarann en fáar þjóðir hafa verið eins fljótar að nýta sér tækninýjungar og við. Skýringin er að sjáífsögðu að þetta er stórt og sterkt fyrirtæki sem þjóðin í sam- einingu hefur byggt upp. Og hver man ekki eftir leiðtogafundinum þegar Póstur og sími briileraði með frábærlega skjótum viðbrögð- um? Svona mætti áfram telja. Kjallarinn Ögmundur Jónasson alþingismaður og form. BSRB Ódýrasta þjónusta í heimi En hvað er þá að? Eru símtölin of dýr? Símtölin hafa farið hrað- lækkandi og höfum við verið þar í fararbroddi þjóða. Island er með lægstu innanlandssímtöl í heimi. En fyrst notandinn hagnast, bæði hvað snertir verðlag og einnig tækninýjungar sem boðið er upp á, hvað þá með samneysluna? Póstur og sími skilar á annan milljarð í ríkissjóð á hverju ári, peningum sem þyrfti að sækja annað ef skrúfað væri fyrir þessa tekjulind, og þá væntanlega niður í vasa skattborgarans. Tekju- og eignaskattar á hlutafélagið Póst og síma myndu aðeins skila broti af þessari upphæð. Enda segir það sig sjálft að þegar stofnun hefur verið einkavædd rennur arðurinn til eigenda hlutabréfanna. Til ein- hvers eru þeir að fjárfesta. En er það ekki þarna sem hund- urinn liggur grafinn: Að komast yfir arðinn og eignirnar sem metn- ar eru á um 20 milljarða króna? Þetta er mikil eign og háar tölur en fengju fjársterkir aðilar Póst og síma í hendur myndu þeir greiða hann á fáeinum árum fyrir arðinn sem er gríðarmikill. Hagnaður af Pósti og síma var í fyrra 1,6 millj- arðar króna. Vonarpeningur fjárfesta Skyldu íjárfestar og stórfyrir- tæki sem stundum eru kennd við kolkrabba vera farin að hugsa gott til glóðarinnar? Það skyldi þó aldrei vera. Það skyldi þó aldrei vera að hér væri að hefjast ein- hver stórbrotnasta einkavinavæð- ing íslandssögunnar. Og skyldi samgönguráðherrann Halldór Blöndal komast upp með að stíga þetta örlagaskref? Án efa mun hann gera það svo lengi sem þingmenn stjórnarmeirihlutans eru ekki kröfuharðari og metnað- arfyllri en svo fyrir hönd þjóðar- innar og umbjóðenda sinna að þeir krefjist ekki rökstuðnings fyr- ir breytingunni heldur láti sé nægja hið einfalda en innantóma svar: Af því bara. Ögmundur Jónasson „Þetta er mikil eign og háar tölur en fengju fjársterkir aðilar Póst og síma í hendur myndu þeir greiða hann á fáeinum árum fyrir arðinn sem er gríðarmikill.“ Skoðanir annarra Olíuleit í aösigi? „Það er sérkennilegt að lesa svör þeirra fræði- manna sem hafa stundað rannsóknir hér við ísland og telja að það sé litil von í að finna jarðgas eða olíu í landgrunni kringum ísland. Einkum og sér í lagi er það tortryggilegt þegar þessar fullyrðingar eru hafð- ar frammi með tilliti til þess að í svari iðnaðarráð- herra við þeirri fyrirspurn sem ég hef áður getið um segir orðrétt að „olíuleit í þeim skilningi sem olíu- iðnaðurinn leggur í hugtakið hefur ekki farið fram““. Guömundur Hallvarðsson í Mbl. 24. maí. í skugga Guðmundar J. „Dagsbrún má muna fífil sinn fegri. Það er ljóst að hinn nýkjömi formaður flnnur til meiri skyldu- rækni gagnvart forystu Alþýðubandalagsins en fé- lögum sínum í Verkamannasambandinu...Halldór Björnsson stóð árum saman í skugga Guðmundar J. Guðmundssonar í Dagsbrún, og þótt Halldór hefði lengi verið varaformaður vissu fæstir hver maður- inn var. Það er nú komið á daginn: Hinn nýi form- aður Dagsbrúnar er strengjabrúða forystumanna Al- þýðubandalagsins. Það er dapurlegt hlutskipti forn- frægasta verkalýðsfélags landsins." Úr forystugrein Alþbl. 24. maí. Arnarstofninum ógnað „Dýr merkurinnar hafa týnt tölunni hvert á fætur öðru og þjóðin hefur orðið að hlaupa í skörðin með uppstoppaða geirfugla frá Sotheby’s í Lundúnum. Hvítir haukar er allir seldir úr landi fyrir löngu...En sögur af nýjasta fantabragði mannkynsins berast vestan af Breiðafirði. Þar hóta bændur að skjóta sjálfan konung fuglanna niður eins og hvern annan umrenning, af því hann gegni kalli nátturnnar og leitar að æti fyrir sig og sína. Nú er amarstofninn á Islandi notaður til að kúga fé úr ríkissjóði eftir að skógar eru allir og votlendið." Ásgeir Hannes i Tímanum 24. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.