Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Síða 8
'js og garðar MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 T^V 24 Garðagrjót: Stórar og glæsilegar hleðslur úr holtagrjóti þar sem hver steinn veg- ur nokkur hundruð kíló er að verða nokkuð algeng sjón, að minnsta kosti í Reykjavík. Mikinn hluta þessara hleðslna hefur Sæmundur Alfreðsson unnið en hann rekur fyr- irtækið Garðagrjót. Allt í garðinn Garðagrjót var stofnað 1989 og vinna þar að jafnaði 4-5 starfsmenn yfir sumartímann. Garðeigendur geta leitað til þeirra með alla gröfu- og vörubílaþjónustu, sem og ef vant- ar mold, skít, malarefni eða grjót, allar tegundir nema stuðlaberg. Sæmundur hefur orðið einstaka reynslu í hleðslu á stórum steinum enda hefur hann síðustu ár nokkuð sérhæft sig í hleðslu á öllum tegund- um grjóts. Holtagrjótið er vin- sælasta tegundin og segir Sæmund- ur að gott holtagrjót sé það skemmtilegasta í vinnslu. Tækið sem miklu máli skiptir við gerð grjóthleðslu er krabbi með snúningi þar sem auðvelt er að snúa steininum eins og Sæmundur vill að hann snúi. Við gerð góðrar og fallegrar Unniö aö hleöslu í Hafnarfirði. Mikill fjöidi glæsilegra hleöslna liggur eftir Sæmund um allt höfuöborgarsvæöiö. Grjóthleöslan viö Hjallakirkju í Kópavogi er ein af mörgum glæsilegum hleðslum sem Sæmundur hefur unniö. hleðslu þarf að skoða hvern stein fyrir sig og ákveða hvernig hann eigi að snúa og hvaða steinar passi best saman. Við skoðun á nokkrum hleðslum sem Sæmundur hefur unnið er ljóst að þessi atriði eru höfð í huga. Þó Sæmundur sé ekki með garð- yrkjumann í vinnu hjá sér þá hefur hann átt mikið og gott samstarf við ýmsa garðyrkjumenn. Sá sem kom Sæmundi á sporið í grjóthleðslum var Einar Þorgeirsson skrúðgarð- yrkjumeistari og hafa þeir unnið mörg verk í sameiningu. mundur ekki lent í teljandi vand- ræðum með að nálgast grjót fyrir garðeigendur en hann telur að það hljóti að enda með því að þetta skemmtilega náttúruefni verði vandfundið, að minnsta kosti að erfitt verði að fá leyfi til að hreyfa við því. Sandur Sigursteinar Völusteinar Hnullungar S Fegrar og bætir garðinn Þú færð allskonar grjót hjá okkur, sand og sérstakan sand í sandkassann. Við mokum efninu á bíla eða kerrur og afgreiðum það líka í sterkum plastpokum, sem þú getur sett í skottið á bílnum þínum. Simi: 577-2000 BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 Afgreiðslan er opin: Mánud. - fímmtud. 7.30 - 18.30, föstud. 7.30 - 18.00, laugard. 8.00 - 17.00. Opið í hádeginu nema á laugardögum. Nóg af grjóti Enn sem komið er hefur Sæ- Margrethe Schiöth vann mikið starf við Lystigarðinn í grein um Lystigarðinn á Akur- eyri féll einhverra hluta vegna nið- ur þáttur Margrethe Schiöth. Margrethe tók við sem fram- kvæmdastjóri garðsins árið 1923 og hélt því embætti þar til Akureyrar- bær tók við rekstri garðsins 1953. Margrethe vann ótrúlega mikið starf við Lystigarðinn, bæði sem stjórnandi og við umhirðu gróðurs- ins. Allt hennar starf var unnið í sjálfboðavinnu og var það mjög að verðleikum sem Margrethe var gerð að heiðursborgara Akureyrar þegar hún varð sjötug 1941. í garðinum er minnisvarði um Margrethe. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þeim mistökum að hennar skyldi ekki vera getið í fyrr- nefndri grein. Póstverslunin Gull og grænir skógar 6 Póstverslunin Gull og grænir " skógar hóf starfsemi sína vorið 1995 og bauð þá tvær tegundir af við- höldum, stuðningsstöngum fyrir Qölæran gróður. I Pöntunarlistinn fer stækkandi og 1 auk viðhaldanna er nú boðið upp á ! hengipotta, blómakörfur, vermi- jreiti flflabana, jarðarberjatunnu og fleira. ■ Jarðarbeijatunnan og fiílaban- inn er það sem vekur helst áhuga þar sem um nýja hluti eöa lítið þekkta er að ræöa. t Jarðarberjatunnan er ker með hliðarvösum. Jarðarberjaplöntunar |eru gróðursettar í hliðarvasana en þeir eru 32, þannig að berin hanga laus. Margir sem rækta jarðarber kann.ast við það vandamál hve ber- in vilja oft mygla. í þessari tunnu ætti fólk að vera laust við þaö og verður spennandi að fylgjast með reynslu af notkun hennar. Fiflabaninn er eins og nafnið gef- ur til kynna notaður til að útrýma fiflum (og öðru illgresi) úr grasflöt- um. Fíflabaninn er 95 sm langur, á enda hans eru þrír pinnar og er þeim stungið niður þannig að plantan lendi í miðjunni, síðan er snúið í 1-2 hringi, verkfærið dregið upp og plantan kemur með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.