Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Síða 14
Selja
Selja (S. caprea) er nokkuð al-
gengt tré í görðum, hún verður yfir-
leitt um 6-10 metra hátt krónumik-
ið tré. Karlinn er skrautmeiri og
kröftugri og er oft á tíðum sérlega
glæsilegur á vorin, alþakinn gulum
reklum sem koma fyrir laufgun.
Selja er fljótvaxin en kelur oft mik-
ið á vorin fyrstu árin. Hún er oft
búin að ná fullri hæð 20-30 ára göm-
ul en hún getur náð 60-80 ára aldri.
Viöja er mikið notuð í limgeröi. Hún er fíngeröari en alaskavíðirinn og hefur
dökkgrænt lauf.
Karlselja, krónumikil og alblóma að vori til fyrir laufgun.
hneigingu til að klofna í miklu fann-
fergi.
Netvíðir
Netvíðir (S. retuculata) er alveg
jarðlægur, hægvaxandi runni, sem
myndar þétta greinamottu, uin
10-20 sm þykka og 50-80 sm breiða.
Laufblöð hans eru sérkennilega net-
tauguð og hrukkótt. Hann er mjög
harðger og hentar vel sem þekju-
planta í steinhæðir og sem kant-
planta ofan á hleðslum.
Bjartvíðir
Bjartvíðir (S. candida) er fremur
sjaldgæfur hér á landi þrátt fyrir að
hafa verið til í rúm 20 ár. Bjartvíðir
er mjög áberandi yfir vetrarmánuð-
ina, hann hefur silfrað yfirbragð en
árssprotar hans eru þétthvíthærðir
og nánast lýsa upp umhverfið með
sínum ljósu greinum. Bjartvíðir er
uppréttvaxandi runni upp í 1,5-2 m
hár og svipaður að umfangi. Þar
sem bjartvíðir er til er hann alveg
harðger og kelur ekki.
Breiðuvíðir
Breiðuvíðir (S. x sumulatrix) er
skriðull, þéttgreindur og smágerður
runni. Hann er með glansandi dökk-
græn blöð en greinarnar eru grann-
ar og langar, hver runni þekur auð-
veldlega um 1 fermetra á fáum
árum. Breiðuvíöir er sóielskur og
nýtur sín vel innan um grjót og
þrífst best í sendnum jarðvegi.
Hann hefur reynst alveg harðger í
grónum görðum en á erfitt upp-
dráttar á berangri.
Gljávíðir
Gljávíðir (S. pentandra) er mikið
notaður bæði sem stakstætt tré og
einnig i limgerði. Notkun hans sem
trés hefur þó því miður farið
minnkandi en tré gljávíðis verða oft
skemmtileg í laginu og engin tvö
eru eins. Gljávíðir laufgast seint á
vorin og stöðvar vöxt mjög seint
(byrjun október) og frýs yfirleitt
grænn og hlýtur því árlega mikið
haustkal. Blöð gljávíðis eru sterk-
gljáandi fagurgræn. Gljávíðir þolir
kiippingu vel eins og annar víðir og
hefur þann kbst að fram að þessu
hefur hann verið nokkuð laus við
öll óþrif af maöki og lús, þó hefur
eitthvað komið á hann síðustu tvö
ár enda eru þau óvenju mikil lúsa-
og maðkaár.
Varast ætti að gróðursetja gljáv-
íði nálægt raflýsingu. Hann kelur
þar enn meira en annars staðar og
jafnvel drepst alveg.
Gljávíðir getur verið nokkur ár
að ná góðum vexti á nýjum stað, en
eftir að hann hefur komið sér fyrir
bætir hann vel við sig árlega.
skemmtilegt að horfa á hve hann
skiptir litum í vindi, sérstaklega sá
græni.
Viðja
Viðja (S. borealis) er vinsæl lim-
gerðisplanta. Hún er mun flngerð-
ari en alaskavíðirinn, með dökkar
greinar og blöðin einslit báðum
megin og ílöng. Viðjan verður mjög
oft lúsug og þarf að eitra hana.
Nokkrir stofnar af viðju eru í fram-
leiðslu og eru þeir nokkuð misjafn-
lega harðgerir. Þegar bætt er við
limgerði ætti alltaf að nota sama
stofn, annars getur mikill munur
komið í ljós, t.d. í köldum vorum
eða sumrum. Þetta á við um allar
tegundir víðis og fleiri tegundir.
Myrtuvíðir
Myrtuvíðir (S. myrsinites) er ein
af „nýju“ víðitegundunum hér á
landi. Myrtuvíðir er marggreindur,
þéttvaxinn runni, frá 40 sm upp í
rúman metra á hæð. Hann er með
dökkgræn og gljáandi blöð sem
haldast visin, uppréttvafin um
greinarnar yfir veturinn sem gefur
runnanum mjög skemmtilegt útlit.
Myrtuvíðir blómstrar í maí sérstak-
lega fállegum purpuralitum reklum.
Hann er harðger, nokkuð vindþol-
inn og líklega einnig saltþolinn en
helsti gallinn er að greinar hafa til-
Alaskavíðir
Alaskavíðir (S. alaxensis) er mjög
fjölbreytilegur. Mörg kvaémi hans
eru í ræktun og sölu en algengust
eru líklega grænn alaskavíðir og
brúnn alaskavíðir. Sá brúni hefur
einnig verið nefndur tröllaviðir þar
sem hann er mun grófari í vexti en
sá græni.
Alaskavíðir er fyrst og fremst not-
aður sem skjólbelta- og limgerðis-
planta hér á landi. Hann er hrað-
vaxta, saltþolinn, vindþolinn og
harðger. Helstu gallarnir eru hve
skammlifur hann er, en hann verð-
ur aðeins um 50 ára þó það sé ekki
fullreynt hér því fyrstu plönturnar
af honum komu til landsins 1952.
Alaskavíðir er með grágræn blöð,
þau eru nær hárlaus á efra borði en
hvítgullhærð á því neðra og er oft
A
Gljávíði kelur nokkuð
k.
hring.
og verða tré hans oft skemmtileg í laginu. Hér er einn sem vaxiö hefur
%ús oggarðar
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
Ymsar víðitegundir
í maíblaði um hús og garða var
fjallað um þær tegundir víðis (Salix)
sem eru villtvaxandi hér á landi og
hafa verið frá því fyrir landnám. Að
vísu eru sumar innfluttar tegundir
farnar að sá sér í íslenskri náttúru
og geta að því leyti talist íslenskar.
Víðir er sennilega hvað mest not-
aða ættkvíslin í görðum hérlendis.
Munar þar mestu um hve hann er
mikið notaður í limgerði enda
margar tegundir hans bæði hrað-
vaxta og harðgerar. Helstu ókostir
víðis eru hve margar tegundir hans
verða lús- eða maðkasæknar en þar
hefur þó næringarástand plantn-
anna mikið að segja. Vel nærðar
plöntur vaxa yfirleitt af sér pláguna.
Eins ef vel er fylgst með og eitrað
þegar ljóst er að þess þarf þá ætti
þessi ókostur ekki að spilla fyrir
notagildi víðis.
Stöðugt bætast við tegundir víðis
sem prófaðar hafa verið hér á landi
og þrífast vel. Hér á eftir verður lít-
ils háttar fjallað um nokkrar teg-
undir víðis og er listinn á engan
hátt tæmandi enda eins og áður
sagði bætast stöðugt við víðitegund-
ir sem reynast vel hér á landi.