Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Side 16
Handbók garðeigandans 1996/1997
Við gerð hvers konar stein-
hleðslu eru það fyrst og fremst und-
irbygging og bakfylling sem ráða
því hve vel hleðslan helst.
Grjót.og torf hefur frá upphafi Is-
landsbyggðar verið eitt aðalbygging-
arefnið og er íslensk byggingarhefð
nátengd notkun á náttúruefnum.
Grjóthleðslur úr náttúrugrjóti eru
vinsælar en því miður sést alltof
víða þar sem unnið hefur verið af
óvandvirkni og/eða kunnáttuleysi
og hleðsla með jafnvel fallegum
steinum ljót eða að hruni komin.
Undirbygging
Hleöslur eru ýmist frístandandi
eða sem stoðveggir. Frístandandi
hleðslur eru tvöfaldar og eru yfir-
leitt notaðar til að mynda rými,
loka fyrir innsýn eða til að veita
skjól. Stoðveggir eru notaðir til að
taka upp hæðarmun, þá er hleðslan
aðeins sýnileg frá einni hlið. Stoð-
veggjahleðsla er mun algengari en
frístandandi hleðsla.
Undirbygging og bakfylling ráða
miklu um endingu hleðslunnar.
Notkun frostfrís jarðvegs er nauð-
synleg til að koma í veg fyrir frost-
þenslu sem getur eyðilagt hleðsl-
una.
Við gerð lægri hleðslna, undir 70
sm, er almenna reglan sú að undir-
byggja með frostfríu efni í um 60 sm
dýpt og þjappa vel. Ef hleðslan er
hærri þarf undirbyggingin að vera
allt að metri og þar yfir.
Við gerð stoðveggja þarf að hafa
bakfyllinguna úr frostfríu efni, um
20- 40 sm, og ef leirkenndur jarðveg-
ur liggur að. þarf að setja síudúk á
milli frostfría efnisins og moldar-
innar til að blöndun þessara efni
eigi sér ekki stað með tíð og tíma.
Góð þjöppun bæði á undirbygg-
ingu, bakfyllingu sem og kjarnans í
frístandandi hleðslu er mjög mikil-
væg.
Við gerð stoðveggja er krafist
drenlagnar aftan við hleðsluna
neðst í undirbyggingarlagið, mikil-
vægt er að nota drenlögn svo vatn
safnist ekki fyrir við vegginn og
valdi frostþenslu.
Hleðslan
Við hleðsluna sjálfa eru ekki síð-
ur mörg atriði sem þurfa að vera
rétt unnin til að falleg hleðsla verði
útkoman. Halli hleðslunnar þarf að
vera á bilinu 10-20%, fer eftir hæð
hennar (meiri hæð, meiri halli).
Erfitt getur verið að halda sama hal-
lanum og er því alltaf betra að nota
«8
48 síðna hugmyndabæklingur íyrir garðinn þinn.
Komdu við eða hringdu í síma 577 4200
(grænt númer 800 4200) og fáðu sent
eintak - þér að kostnaðarlausu.
Netfang: bmvalla.sala@skima.is
BM'VAUA
Breiðhöfða 3
112 Reykjavík.
Lífræn eiturefni
Gróðurvörur ehf. hefur hafið
innflutning á nýjum eiturefn-
um, Safer’s. Þau eru kanadísk
og innihalda engin verksmiðju-
framleidd eiturefni og brotna
því mun fljótar niður en þau
efni sem við þekkjum.
Samt eitur
Safer’s efnin eru til í Sölufé-
lagi garðyrkjumanna. Þau voru
fyrst til sölu í fyrra og hefur nú
bæst við fjölda þeirra efna sem
boðið er upp á. Þó efnin séu líf-
ræn og brotni hratt niður þá
eru þau engu að síðúr eiturefni
og eru öll í hættuflokki C.
Meðal þeirra efna sem fást
eru skordýraeyðir til notkunar
utandyra, skordýrasápa tU
notkunar utan- og innandyra,
sveppalyf, úði gegn spunamaur,
og illgresiseyðir.
Þegar úðað er með Permasect
er uppskerufrestur 14 dagar,
þegar Trounce, Safer’s skor-
dýraeyðirinn er notaður er upp-
skerufresturinn tveir dagar.
Toppgun Safer’s illgres-
iseyðirinn virkar svipað og
Preglon, efnið svíður þá plöntu-
hluta sem það snertir en drepur
ekki rætur á fiölærum tegund-
um s.s. flflum.
ÖU efnin fást í úðabrúsum og
eru tilbúin til notkunar, én að
auki eru flest efnin einnig til í
lausnum og eru þá góðar leið-
beiningar með um blöndunar-
hlutfóll.
Allar nánari upplýsingar er
að fá hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna.
Safers:
Hér hefur ekki verið rétt að málum staðið. Hleðslan að hruni komin.
:íÍ3f'ú ZfjúzhÍBÚzhni
Frostfritt þjappaö—e
Drenrör
misstórt eru stærstu steinarnir not-
aðir neðst og er neðsta röðin látin
byrja aðeins neðan við endanlegt yf-
irborð. Mjög líklega þarf að höggva
steinana eitthvað til svo þeir passi
betur saman, ekki troða litlum
steinum í rifur sem myndast, miklu
betra er að höggva annan steininn
til eða jafnvel að finna nýjan stein
sem passar betur.
Hleðsla náttúrugrjóts er mikið
vandaverk og ekki á hvers manns
færi. Ætti fólk að leita til fagmanna
sérstaklega ef um hærri hleðslur er
að ræða.
skapalón, það gera allir fagmenn. Ef
grjótið sem notað er í hleðsluna er
f
■
4