Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Fréttir 7 Hinn umdeildi göngustígur um Fossvogskirkjugarð: Vikaí Vinna að hefjast viö nýj- an stíg neðan garðsins - malbikaður stígur við hlið hans á næsta ári „Viö ætlum að gera nýjan malar- stíg á bökkimum fyrir neðan Foss- vogskirkjugarð, fyrir hjólreiðamenn, skokkara og fólk með hunda. Það verður haflst handa við gerð þessa stígs nú í vikunni. Síðan munum við setja upp skilti þar sem umferð reið- hjóla og fólks með hunda verður beint á þann stíg af stígnum sem ligg- ur í gegnum kirkjugarðinn. Honum verður hins vegar ekki lokað fyrir gangandi fólki. Við vonum að fólk verði við óskum okkar um að fara stíginn viö hlið kirkjugarðsins," sagði Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík, í sam- tali við DV. Eins og komið hefur fram í frétt- um er mikil óánægja hjá fólki sem á ástvini sína grafna í Fossvogs- kirkjugarði vegna umferðar reið- hjóla og fólks með hunda eftir stig sem liggur í gegnum garðinn. Hefur verið farið fram á að þessu verði breytt og nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið að verða við þeirri ósk. Sigurður sagði að hann hefði lagt það til við borgarráð að setja á framkvæmdaáætlun næsta árs gerð malbikaða stígsins samkvæmt skipulagi. Sá stígur mun liggja neð- an kirkjugarðsins aðeins norðar en sá malarstígur sem nú er verið að hefjast handa við. „Þeir munu liggja samsíða stíg- amir en munurinn er sá að við get- um lokið gerð malarstígsins á viku- tíma eða svo en hinn er meira verk enda um stíg með varanlegu slitlagi að ræða. Ég vona að þeir sem hafa kvartað yfir stígnum í gegnum kirkjugarðinn sætti sig við þessa lausn. Mér sýnist að hún ætti að vera ásættanleg,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. -S.dór Danmörku 25. júní || frá 17.153 Heimsferðir bjóða þér nú einstakt tækifæri á að komast til Billund í Danmörku í beinu flugi með hinu virta danska Maersk flugfélagi þann 25. júní. Hér gemr þú notað tækiíærið og skotist til Danmerkur í viku á gjafverði og hvort sem þú vilt aðeins fá tlugsæti, njóta vikunnar í dönsku sumarhúsi eða leigja þér bíl og leggjast í víking bjóða Heimsíerðir þér frábæra valkosti á einstöku verði. Billund - flugsæti Verð kr. 17.173 Flugsæti til Billund me5 sköttum, m.v. hjón með 2 böm. Verð kr. 19.980 Flugsæti til Billund með sköttum. Billund - flug og bíll Verð kr. 23.530 Flug og bfll í viku m.v. hjón með 2 böm. Kaupmannahöfn - flugsæti Verð kr. 23.900 Flug um Billund til Kaupmannahafnar. Flugáætlun Brottför frá Keflmík 25.jMkl.2S.S0 Brottförfrá Bilhmd til Islmuls l.jítlikl 21.30 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sfmi 562 4600 iJHL Langholtskirkja: Biskup vill tilsjónarmann - á að fylgjast með því að Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vill skipa tilsjónar- mann með deiluaðilum í Lang- holtskirkju sem fylgist með því að þeir haldi úrskurð sr. Bolla Gúst- avssonar vígslubiskups á dögun- um. Ekki liggur fyrir hvern biskup hefur í huga í þessu skyni né hvort hann skuli vera leikmaður, prestur eða vígslubiskup. úrskurður sr. Bolla haldi Sr. Flóki Kristinsson vildi í gær ekki tjá sig um þennan vilja biskups en samkvæmt heimildum DV eru skiptar skoðanir um slík- an tilsjónarmann meðal presta. Sumir telja þetta sjálfsagt, aðrir telja að biskup sé með þessu að viðurkenna vangetu sína til að taka á málum innan kirkjunnar. -SÁ GLÆSILEGT SUMARTILBOÐ Gaberdínfrakkar kr. 5.999.* Stuttfrakkar kr. 9.999.- Terlinpils kr. 3.999.- IBikið úrrol - margif lilir Kápuúrval í Yfirstœrðum KÁPUSAbflN SNORRABRAUT 56 S. 5Ó2 4362 FRÍAR PÓSTKRpFUR LAGER SALA Þessi fallegu og vönduðu furusófa- sett eigum við til á lager og verðið er ótrúlegt, aðeins ^ 86.800 G.Á. húsgögn Brautarholti 26 • 2. hæð - Sími: 553-9595 coóoooooo SEOlABANKi.f ISLAND84* COOOOOOOO coooooooo flr-> ÁJ . ^ . :ÐlABANKl| ÍSLANDS \ tíuþúsundkróna greiðslu upp í nýt tfW DfHVK Panasoriic myndbandstæki JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.