Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 íþróttir DV Dæmdur af sjónvarpsupptöku Slobodan Milisic, varnarmaðurinn sterki hjá Leiftri, hefur verið dæmd- ur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Á sjónvarpsupptöku af leik Leift- urs og ÍA sást að hann sló Mihajlo Bibercic hjá ÍA án þess að dómarinn sæi til og samkvæmt nýjum reglum er nú heimilt að refsa fyrir slík brot. ■■K BIW09m ' . EnaZand ílljönir 24. leikvika 1. Skotland - England 2. Frakkland - Spánn 3. Rússland - Þýskaland 4. Króatía - Danmörk Hálfleiksstaða 5. Króatía - Danmörk Lokastaða 6. Skotland - Sviss 7. Frakkland - Búlgaría 8. Holland - England 9. Rúmenía - Spánn 10. Rússland - Tékkland 11. Króatía - Portúgal 12. ítalfa - Þýskaland 13. lyrkland - Danmörk Hálfleiksstaða 14. Tyrkland - Danmörk Lokastaða ÍA vann Val: Hefðum átt skilið eitt stig DV, Akranesi: „Maður getur ekki verið ánægður með að tapa og ég tala nú ekki um svona leik. Skagamenn voru mikið betri í fyrri hálfleik en við áttum allan síðari hálfleikinn og ég held að jafntefli hefði verið sanngjarnt. Það var agalegt að Arnljótur skyldi ekki skora þarna á síðustu mínút- unni. Liðið er að spila vel en stigin koma ekki,“ sagði Sigurður Grétars- son, þjálfari Valsmanna, eftir 2-1 ósigur yfir ÍAá Akranesi í gær- kvöldi. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks og það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar Heimir Porca kom Val yfir. Alexander Högnason var fljótur að jafna og eftir það fékk hvort lið eitt dauðafæri en leikur- inn fór mest fram á miðjunni og hálíleikurinn því ekki skemmtileg- ur. Valsmenn byrjuðu seinni hálf- leikinn mun betur en Ólafur Þórð- arson kom þó ÍA yfir og strax á eft- ir átti Alexander skalla í þverslá. Eftir það reyndu Skagamenn að halda fengnum hlut og það munaði oft ekki miklu að Valsmenn næðu að jafna. En þrátt fyrir góð tilþrif og góðar sóknir tókst þeim ekki að skora. Það verður að segjast eins og er að einhver deyfð virðist vera yFir Skagaliðinu þessa dagana. Framlín- an var ekki nógu beitt auk þess sem vörnin 'gerði mörg mistök. Bestir Skagamanna voru Jóhannes Harð- arson, Alexander Högnason og Gunnlaugur Jónsson. Valsliðið barðist allt vel í þessum leik og á ör- ugglega eftir að hala inn mörg stig í sumar. Mest bar á þeim Heimi Porca, Arnljóti Davíðssyni, Sigþóri Júlíussyni og markverðinum Lárusi Sigurðssyni. -DÓ Opið öldungamót Opið öldungamót verður haldið á Garðavelli, Akranesi laugardaginn 15. júní 1996. Ræst verður út frá kl. 9.00. 18 holur m/án forgjafar. 3 flokkar: Karlar 50-54, 55 og eldri og konur 50 ára og eldri. Góð verðlaun. Skráning fimmtud. og föstud. frá 15.00-20.00 í síma 431-2711. Litli Iþróttaskólinn Laugarvatni Stórkostlegt tækifæri fyrir 9 til 13 ára stelpur og stráka fyrir aðeins 16.900,- krónur. ATH. sérstakur systkina- og vinaafsláttur. Erum að bæta við 4 námskeiðum 23. til 29. júní Upplýsingar og skráning milli kl. 10:00 og 16:00 í símum: 581-3377 (ÍSÍ) 486-1151 fax: 486-1255. Ábyrgðaraðilar eru ÍSÍ og UMFÍ. /' Iþróttamiðstöð Island: Laugarvatni 3. deild: Stórsigur HK gegn Hetti HK vann stórsigur á Hetti, 5-1, í 3. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, eftir 1-1 í hálfleik. Rögnvaldur Rögnvaldsson skor- aði 2 marka HK, Valdimar Hilm- arsson, Ólafur Már Sævarsson og Stefán Guömundsson eitt hver. Hilmar Gunnlaugsson hjá Hetti fékk rauða spjaldið I leikn- um. Fjölnir fékk sín fyrstu stig með 2-0 sigri á Gróttu í Grafar- vogi. Þórður Jónsson skoraði bæði mörkin. Selfoss lagði Víði, 1-0, og skor- aði Sigurður Þorvarðarson sig- urmarkið. Grétar Þórsson nýtti ekki vítaspyrnu fyrir Selfyss- inga. Þróttur N. og Ægir skildu jöfn í Neskaupstað, 1-1. Þórarinn Jó- hannsson kom Ægi yfir eftir 15 mínútur en Óli Stefán Flóvents- son jafnaði fyrir heimamenn um miöjan síðari hálfleik. Staðan í 3. deild: Reynir S. 4 3 1 0 15-4 10 Dalvík 4 2 2 0 10-6 8 Þróttur N. 4 2 1 1 9-6 7 Selfoss 4 2 11 9-12 7 HK 4 2 0 2 7-5 6 Víðir 4 2 0 2 10-9 6 Ægir 4 112 8-5 4 Grótta 4 112 5-8 4 Fjölnir 4 1 0 3 8-13 3 Höttur 4 0 1 3 5-18 1 -vs Venables óhress Enski landsliðsþjálfarinn, Terry Venables sakar æsifréttablöðin um að vera svikara og að þau hafi snúið almenningi gegn honum og enska landsliðinu á EM. „Ég veit að nokkrir af strák- unum eru farnir að líta á blöðin sem svikara og að þau séu að skemma álit okkar gagnvart al- menningi í Englandi og hver er tilgangurinn með því? Við myndum vilja að þau hjálpuðu okkur að vinna þessa leiki. Við erum á heimavelli, sem ætti að vera kostur, en stuðningurinn er ekki eins og hann ætti að vera,“ segir Venables. JGG ÍA (1) 2 Valur (1) 1 0-1 Heimir Porca (13.) fékk stungusendingu inní vitateig, plataði Sigurstein og skaut óverjandi, föstu skoti í fjærhornið. 1- 1 Alexander Högnason (17.) fékk boltann út í vítateig eftír að Bibercic hafði átt skalla í varnar- mann og skaut föstu skoti í markið. 2- 1 Olafur Þóröarson (56.) fékk boltann frá Bjarna Guðjónssyni, lék á tvo varnarmenn innan vítateigs og skoraði með föstu skoti. Lið ÍA: Þórður Þórðarson © - Gunnlaugur Jónsson ©, Zoran Milj- kovic, Ólafur Adolfsson, Sigursteinn Gíslason - Ólafur Þórðarson (Kári Steinn Rmiisson 85.), Alexander Högnason ©@, Jóhannes Haröarson @@, Haraldur Ingólfsson - Mihajlo Bibercic (Stefán Þórðarson 80.), Bjami Guðjónsson. Lið Vals: Láras Sigurðsson © - Bjarki Stefánsson (Gunnar Einarsson 65.), Jón Grétar Jónsson, Stefán M. Ómarsson, Kristján Halldórsson - Sig- urbjöm Hreiðarsson (Nebojsa Corovic 65.), Heimir Porca @@, ívar Ingi- marsson, Jón S. Helgason - Arnbótur Davíðsson @, Sigþór Júlíusson @. Markskot: ÍA 19, Valur 13. Horn: ÍA 11, Valur 5. Gul spjöld: Sigþór (Val), Jón S.H. (Val), Stefán (Val), ívar (Val), Alex- ander (ÍA), Haraldur (ÍA). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Guömundur Stefán Mar- íusson - var ekki samkvæmdur sjálf- um sér. Áhorfendur: Um 700. Skilyrði: Norðvestanátt og smá gola en allar aðstæður hinar bestu. Maður leiksins: Jóhannes Harð- arson, spilaði eins og kóngur á miðjunni og baröist vel. 1. deild KR 4 3 1 0 12-5 10 ÍA 4 3 0 1 13-6 9 iBV 4 3 0 ■1 8-7 9 Leiftur 4 2 1 1 9-7 7 Stjarnan 3 2 0 1 3-3 6 Grindavík 3 1 1 1 2-3 4 Fylkir 4 1 0 3 9-7 3 Valur 4 1 0 3 3-6 3 Keflavík 4 0 2 2 3-9 2 Breiðablik 4 0 1 3 5-14 1 Stjarnan og Grindavik leika í kvöld klukkan 20. Skotar ætla að stöðva Gascoigne Craig Brown, landsliðsþjálfari Skota, sagði í gær að sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til að stöðva Paul Gascoigne í EM-leik grannþjóð- anna sem fram fer á laugardag. Brown segir að Gascoigne sé besti knattspymumaður Eng- lands og hættulegasti andstæðingur þeirra í leiknum. í gær var frí á EM en í dag hefst önnur um- ferð riðlakeppninar. Búlgarar og Rúmenar kiukkan 15.30 og síðan Sviss og Holland klukk- an 18.30. -VS Enn einn úr leik hjá Keflavík Knattspymulið Keflavik- ur varð fyrir enn einu áfall- inu í vikunni. Guðjón Jó- hannsson, einn af yngri leikmönnum liðsins, fót- brotnaði í fyrradag þegar hann lenti í vinnuslysi á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að hann leikur ekki meira með Keflvíkingum í sumar. -ÆMK/VS Hajrudin Cardaklija, markvöröur Breiöabliks, mótmælir einu marka KR-inga við Kára Gunnlaugsson, línuvörö. Siguröur Halldórsson, þjálfari Blika, er á leiöinni til að reka Cardaklija aftur í markið. DV-mynd GS KR-ingar eru ekki árennilegir - Blikar gátu þakkað Cardaklija fyrir að sleppa með 5-2 tap Það sföðvar ekkert lið í 1. deild svo glatt lið KR-inga þessa dagana. Vestur- bæjarliðið hefur líklega ekki í mörg herrans ár teflt fram jafn sterku liði. I gærkvöld fékk Breiðablik að kenna á styrkleika KR-inga. Kópvogsliðið átti í vök að verjast allan leikinn og á heild- ina litið máttu Blikar þakka fyrir að fá ekki á sig fleiri en fimm mörk. Mega þeir þakka markverði sínum, Hajrudin Cardaklija, að svo varð ekki því hann varði nokkrum sinnum á meistaraleg- an hátt. Ef KR-ingar leika með svipuðum hætti áfram og þeir hafa gert í fyrstu fjórum umferðunum verður síður en svo auðvelt að velta þeim úr efsta stalli deildarinnar. Hvergi er veikan blett að finna hjá KR-liðinu en ekki er hallað á neinn þó Guðmundur Benediktsson sé nefndur til sögunnar. Hann leikur stór- kostlega vel þessa dagana og er tví- mælalaust mikilvægasti hlekkurinn í sterkri liðsheild. Vörn Breiðabliks réð ekkert við hraða hans og leikni. Breiðablik átti í vök að verjast allan tímann en þar á bæ er uppskeran rýr eftir fjórar umferðir, aðeins eitt stig, og menn verða fljótlega að bretta upp ermarnar ef ekki á illa að fara. Carda- klija bjargaði því sem bjargað varð í leiknum. Aðrir leikmenn liðsins stóðu honum talsvert að baki. Auk Guðmundar Benediktssonar átti Ásmundar Haraldssonar frábæran leik. Með þessa tvo í fremstu víglínu er sókn KR-inga baneitruð. Þorsteinn Jónsson komst einnig vel frá sínu og kann greinilega vel við sig hjá vestur- bæjarliðinu. KR-liðið er til alls líklegt á mótinu í sumar. -JKS Leiftur slapp fyrir horn - jafntefli í Keflavík, 1-1, og heimamenn nálægt sigri í lokin DV, Suðurnesjum: Keflvíkingar léku einn sinn besta leik í sumar þegar þeir gerðu jafntefli við Leiftur, 1-1, í fjörugum leik i Kefla- vík. Þeir voru klaufar að gera ekki út um leikinn undir lokin. Fyrst átti Ge- org Birgisson opið færi en Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs, varði mjög vel, og á lokasekúndunni björg- uðu Leiftursmenn á marklínu. Margir voru á því að leikurinn yrði Leiftursmönnum auðveldur þar sem 5 leikmanna Keflvíkingar eru meiddir en þar kom maður í manns stað. Leiftur virtist ætla að gera út um leikinn í byrjun. Daði Dervic skoraði snemma og tók síðan vítaspymu eftir að Sverrir Sverrisson var felldur en skaut hátt yfir mark Keflavíkur. Heimamenn björguðu oft á síðustu stundu í fyrri hálfleiknum en voru mjög sprækir í þeim síðari. Haukur ingi Guðnason kom þá inn á sem vara- maður og gerði mikinn usla í vöm Leifturs með hraða sinum og leikni. „Ég er hundóánægður með að ná ekki öllum stigunum en var ánægður með þann karakter sem við sýndum," sagði Ólafur Gottskálksson, markvörð- ur Keflvíkinga. „Við máttum þakka fyrir að halda stiginu, við mættum baráttulausir og það þýðir ekkert á móti liði eins og Keflavík," sagði Gunnar Oddssonn, fyr- irliði Leifturs. -ÆMK J- 27 Úrslitakeppnin um NBA-titilinn í körfuknattleik: Chicago tekið í karphúsið - Seattle vann stórsigur í fjórða leiknum, 107-86 Seattle fór ótrúiega létt með Chicago í fjórða úrslitaleik liðanna í nótt og vann stórsigur, 107-86. Chicago gat tryggt sér meistaratit- ilinn með sigri en í staðinn er stað- an 3-1 og fimmti leikurinn verður í Seattle aðfaranótt laugardags. Úrslitin réðust í raun í öðrum ieikhluta þegar Seattle fór á kost- um, skoraði 28 stig gegn aðeins 11 og leiddi með 53-32 i hálfleik. Þaö var of mikið fyrir Chicago og sami munur skildi liðin í leikslok en Seattle komst mest 27 stigum yfir. Gary Payton átti stórleik með Seattle, skoraði 21 stig og átti 11 stoösendingar, og Shawn Kemp fór líka á kostum með 25 stig og 11 frá- köst. Nate McMillan lék þýðingar- mikið hlutverk í vörn Seattie. Hittnin hjá Jordan og Pippen var hroðaleg og Rodman náði sér aldrei á strik þó hann tæki 14 frá- köst. Stig Seattle: Kemp 25, Payton 21, Hawkins 18, Perkins 17, Schrempf 14, McMillan 8, Wingate 4. Stig Chicago: Jordan 23, Kukoc 14, Longley 12, Pippen 9, Brown 9, Rodman 8, Kerr 5, Wennington 4, Harper 2. -VS Þriðji sigurinn í röð - þegar Eyjamenn lögðu Fylki í kaflaskiptum leik, 3-2 DV, Eyjum: „Það var loksins barátta hjá okk- ur í seinni hálfleik en hana hefur vantað í fyrstu leikjunum. Seinni hálfleikur er eitt það skásta sem við höfum sýnt. Þetta var fyrst og fremst baráttusigur en við eigum að geta spilað miklu betur. Og loksins stóðum við bræðurnir saman að marki," sagði Ingi Sigurðsson, hetja ÍBV, eftir sigur á Fylki, 3-2, í kafla- skiptum leik í gærkvöldi. Fylkismenn léku skínandi vel í fyrri hálfleik. Aðeins ógnarhraði Steingríms Jóhannessonar skapaði ÍBV færi. Tvisvar komst hann einn inn fyrir vörn Fylkis og nýtti seinna færið. En Fylkismenn nýttu sér vel veikleika í vörn ÍBV og náðu foryst- unni með tveimur einfóldum send- ingum inn fyrir hana á Þórhall Dan Jóhannsson. í seinni hálfleik tóku Eyjamenn öll völd á vellinum, börðust sem ljón og þá sást glitta í hið skemmti- lega spil sem einkenndi liðið í fyrra. Stöðug pressa á Fylkismarkið skil- aði sér í tveimur frekar ódýrum mörkum frá Tryggva og Inga. Þetta var þriðji sigur ÍBV í röð án þess að liðið sé að spila vel, sem sýnir ákveðinn styrkleika. Hlynur var langbesti maður ÍBV og fór á kostum á miðjunni. Sóknardúett Fylkis, Þórhallur Dan og Kristinn Tómasson, átti mjög góðan leik og Aðalsteinn var sterkur í vörninni. Miðjan var hins vegar veikur hlekk- ur Fylkis, eins og vörnin hjá ÍBV. „Við náðum bara ekki að halda haus. Við náðum forystu og lékum vel framan af en fengum á okkur ódýr mörk í seinni hálfleik á svæð- um sem áttu að vera lokuð. Við vor- um óheppnir að jafna ekki í lokin,“ sagði Magnús Pálsson, þjálfari Fylk- is. „Við höfum spilað einn góðan hálfleik en erum með 9 stig af 12. Það er fint. Stigin eru talin saman i lok september og það eru þau sem gilda,“ sagði Atli Eðvaidsson, þjálf- ari ÍBV. -ÞoGu KR (2) 5 Breiðablik (1) 2 1-0 Guðmundur Benediktson (11.) eftir glæsilega sendingu frá Ás- mundi Haraldssyni skoraði Guð- mundur með skoti út teignum. 1- 1 Amar Grétarsson (18.) úr vítaspymu eftir aö hafa skotið í hönd Brynjars Gunnarssonar í markteignum. 2- 1 Guðmundur Benediktsson (34.) góður undirbúningur Ásmundar og Einars Þórs endaði með þrumu- skoti Guðmundar. 3- 1 Einar Þór Danielsson (49.) Guðmundur gaf beint á kollinn á Ein- ari sem átti ekki í erfiðleikum að skalla í netið. 4- 1 Einar Þór Daníelsson (77.) fékk sendingu frá Ásmundi og skor- aði einn og óvaldaður af stuttu færi. 5- 1 Ríkharður Daðason (78.) eftir homspymu barst boltinn til Ríkharös sem skoraði með föstu skoti úr teignum. 5-2 Kjartan Einarsson (82.) vipp- aði yfir Kristján í marki KR. Lið KR: Kristján Finnbogason - Sigurður Ö. Jónsson, Þormóöur Eg- ilsson ©, Brynjar Gunnarsson, Ólaf- ur Kristjánsson - Hilmar Björnsson © (Ríkharður Daðason 78.), Einar Þ. Daníelson ©, Þorsteinn Jónsson @, Heimir Guðjónsson (Árni I. Pjeturs- son 82.) - Guðmundur Benediktsson @@, Ásmundur Haraldsson @@. Lið Breiðabliks: Hajrudin Carda- klija @ - Theodór Hervarsson, Sæv- ar Pétursson, Guðmundur Þórður Guðmundsson (Guðmundur Öm Guð- mundsson 46.), Pálmi Haraldsson - Arnar Grétarsson, Hákon Sverrisson @, Gunnlaugur Einarsson (Hreiðar Bjarnason 56.), Þórhallur Hinriksson - Anthony Karl Gregory (Gunnar B. Ólafsson 75.), Kjartan Einarsson @. Gul spjöld: Brynjar (KR), Arnar (B), Sævar (B). Rautt spjald: Sævar Pétursson (B). Markskot: KR 16, Breiðablik 6. Horn: KR 8, Breiðablik 3. Skilyrði: Hægur andvari og völl- urinn góður. Dómari: Gísli Jóhannsson. Dæmdi sinn fyrsta leik í 1. deild og komst vel frá honum. Áhorfendur: 1152. Maður leiksins: Guðmundur Benediktsson. Síógnandi með hraða sínum allan leikinn. Pottur- inn og pannan i leik KR-inga og tvímælalaust besti knattspyrnu- maður landsins um þessar mundir. Keflavík (0) 1 Leiftur (1) 1 0-1 Daði Dervic (7.) af stuttu færi eftir sendingu frá Gunnari Oddssyni frá hægra kanti, Pétur Björn Jónsson skallaði boltann aftur fyrir sig til Daða. 1-1 Ragnar Margeirsson (50.) með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Sverri Þór Sverrissyni frá vinstri. Lið Keflavíkur: Ólafur Gott- skálksson @ - Unnar Sigurðsson (Snorri Jónsson 81.), Kristinn Guð- hrandsson ©, Ragnar Steinarsson, Karl Finnbogason - Jóhann B. Guð- mundsson, Jóhann B. Magnússon (Haukur Ingi Guðnason @ 76.), Ge- org Birgisson, Eysteinn Hauksson @, Sverrir Þór Sverrisson (Guðmundur Oddsson 86.) - Ragnar Margeirsson. Liö Leifturs: Þorvaldur Jónsson © - Auðun Helgason, Júlíus Tryggvason © (Sindri Bjarnason 83.), Slobodan Milisic, Daði Dervic - Pétur Björn Jónsson (Baldur Braga- son 68.), Gunnar Már Másson, Páll Guðmundsson, Gunnar Oddsson ©, Sverrir Sverrisson © - Rastislav Lazorik. Markskot: Keflavík 10, Leiftur 13. Horn: Keflavík 11, Leiftur 8. Gul spjöld: Jóhann G. (Kefl.), Karl (Kefl.), Páll (Leiftri), Milisic (Leiftri). Rauð spjöld: Engin. Áhorfendur: Um 500. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, dæmdi ekki eins og hann getur best og sleppti nokkrum augljósum brotum. Skilyrði: Smá gola, sól annað slag- ið, ágætis knattspyrnuveður. Völlur- inn sæmilegur, hefur skánað frá síð- asta leik nema sandholan við annan vítateiginn. Maður leiksins: Ólafur Gott- skálksson, Keflavik, var geysilega öruggur og varði nokkrum sinnum mjög vel. Hann er greinilega í góöu formi og ætlar sér stóra hluti í sumar. Ragnar Margeirsson komst í gærkvöldi í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deildar frá upphafi og líka i 5. sæti yfir leikjahæstu leik- menn deildarinnar frá upphafi. Hann hefur nú leikið 218 leiki í deildinni og skorað 83 mörk. Ólafur Gottskálksson lék sinn 150. leik í 1. deild í gærkvöldi. ÍBV (1) 3 Fylkir (2) 2 1-0 Steingrímur Jóhannesson (20.) stakk sér inn fyrir vörn Fylkis og renndi boltanum undir Kjartan í markinu. 1-1 Þórhallur Dan Jóhannsson (36.) fékk langa sendingu inn fyrir vörn iBV, lék auðveldlega á Friðrik markvörð sem átti hroðalegt úthlaup, og skoraði auðveldlega. 1- 2 Þórhallur Dan Jóhannsson (44.) fékk langa sendingu frá Andra inn fyrir sofandi vörn ÍBV og vippaði snyrtilega yfir Friðrik. 2- 2 Tryggvi Guömundsson (76.) með hægrifótarskoti frá vítateigs- homi, boltinn kom við varnarmann og fór í bláhornið. 3- 2 Ingi Sigurðsson (83.) með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu Magnúsar bróður utan af kanti. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - ívar Bjarklind, Hermann Hreiðars- son ©, Jón Bragi Arnarsson (Bjarn- ólfur Lárusson 67.), Magnús Sigurðs- son © - Ingi Sigurðsson ©, Hlynur Stefánsson ©@, Leifur Geir Haf- steinsson, Tryggvi Guðmundsson - Kristinn Hafliðason (Rútur Snorra- son 77.), Steingrímur Jóhannesson (Nökkvi Sveinsson 77.) Liö Fylkis: Kjartan Sturluson - Ómar Valdimarsson (Gunnar Þ. Pét- ursson 28.), Enes Cogic, Aðalsteinn Víglundsson @, Þorsteinn Þorsteins- son - Andri Marteinsson, Finnur Kol- beinsson, Ásgeir Már Ásgeirsson ©, Ólafur Stígsson @ - Kristinn Tómas- son ©, Þórhallur Dan Jóhannsson @. Markskot: ÍBV 13, Fylkir 7. Horn: ÍBV 6, Fylkir 3. Gul spjöld: Þorsteinn (Fylki), Kristinn (Fylki). Rauö spjöld: Engin. Áhorfendur: 780. Dómari: Gísli Guðmundsson, ágætur. Skilyrði: Vestanstrekkingur sem setti nokkuð mark sitt á leikinn. Maöur leiksins: Hlynur Stefáns- son, ÍBV. Var kóngur í riki sínu á miðjunni og allt 1 öllu hjá ÍBV. íþróttir 2. deild: Völsungar í annað sætið DV, Húsavík: 1-0 Arngrímur Arnarson (54.) Völsungar komust í annað sæti 2. deildar í gærkvöld með sigri á Víkingum á Húsavík. Fyrri hálfleikur var tíðindalít- ill. Besta færið áttu Völsungar þegar Ásmundur Arnarsson komst í gegn hægra megin, lyfti yfir markvörðinn og boltinn fór í stöngina. Víkingar sóttu meira í síðari hálfleik en það voru Völsungar . sem skoruðu. Hallgrímur Guð- mundsson átti saklausa send- ingu upp í hornið, varnarmaður Víkinga uggði ekki að sér og Arngrímur stakk sér fram fyrir hann og skoraði. Það sem eftir lifði leiks sóttu í Víkingar mikið en án árangurs. f Maður leiksins: Björgvin Björgvinsson, Völsungi. -GA Tveir leikir í kvöld Tveir leikir eru í 2. deildinni í kvöld. Leiknir og KA mætast í Breiðholtinu og FH og Þróttur R. í Kaplakrika. Á föstudag leika síðan Fram-ÍR og Þór-Skalla- grímur. íslandsmótið Mizuno-deildin Föstudagur 14. júní kl. 20.00 Vestmannaeyjar ÍBV-Afturelding Kópavogsvöllur Breiðablik-KR Valsvöllur Valur-ÍBA Akranesvöllur ÍA-Stjarnan Mizinu ®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.