Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 28
 Vinningstölur miðvikudaginn 12.6. '9 3 Al 6 37X45 Vlnnlngar Fjöldl vlnnlnga Vinnlnguipph*ð l.taft .. 2 21.065.000 l.Saft V5T 1.393.410 3.Saft 3 72.520 4.4aft 183 1.890 5. 3aftl ’t 696 210 Helldarvlnningiupi 44.233.000 Vimijgstölur ^2^ (l^ 12.6. '9 \ (23) (26) (29) Á Itlandl 2.103.000 KIN CD CD s: LT3 <a: FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú Sbendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,6háð dagblað FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ1996 Halim A1 fær forræði Dagbjartar og Rúnu, en Sophia Hansen umgengnisrétt: Afall, segir Sophia - fær að hafa dæturnar í tvo mánuði í sumar „Viö erum ánægöar hjá föður okkar, sögðu Dagbjört og Rúna, dætur Sophiu Hansen fyrir rétti í Istambul í morgun og sögust ekki vilja fara til móður sinnar. Á grundvelli þessa var Halim A1 dæmt forræði dætranna en Sophia fær að hafa þær í tvo mánuði í sumar. Sophia sagði við DV í morgun að þetta væri vissulega áfall en þó ekki óvænt niðurstða. Hún fær að hafa dæturnar í júlí og ágúst í sumar en sagðist reikna með að Halim reyndi að fara í felur með þær. Því væri hún ekki bjartsýn á að staðið yrð við úrskurðinn. „Ég sá Rúnu núna þegar ég var komin inn í réttarsalinn. Ég þekkti andlitdrættina og strauk henni um kinnina. Það komu fram tár og ég fann að þetta snerti hana. Hún sagði hins vegar ekkert,“ seg- ir Sophia. Dagbjörtu sá hún síðar við vitnaleiðsluna en gar ekki talað við hana. Kallaði þó til hennar að hún myndi bjarga þeim dætrum. Systurnar voru ekki látnar sitja saman við réttarhaldið. Dætumar voru kynntar með tyrkneskum nöfnum sínum og komu í réttinn með slæður á höfði og sólgleraugu. Að sögn viðstaddra virtust þær umdir pressu en dóm- stóllinn hafði úrskurðaði í vetur að þær skyldu bera vitni í réttin- um um hvort þær vildu vera hjá föður sínum eða móður. Þær eru nú 13 og 15 ára og hafa ekki séð móður sína i sex ár. Halim kom snemma í réttinn með dæturnar og auk þeirra fjölda stúlkna með slæður þannig að erfitt var að bera kennsl á þær systur. Sophia var og í réttinum og sá stúlkurnar. Mikið hefur farið fyrir mál Sophiu og dætarann í.tyrkneskum fjölmiölum síðustu daga. Viðtöl hafa verið í sjónvarpi og í gær var ítarleg fréttaskýring í Húrriet, einu stærsta dgablaði Tyrklands. Þar var sagt að mannréttindi væru brotin á Sophiu og undirstrikað að Halim A1 heföi þráfaldlega hunds- að úrskurði tyrskneskra dómstóla. Við annan tók kvað í Mille Gazette, blaði bókstafstrúar- manna. Þar var viðtal við Halim og haft eftir honum að Sophia væri kom með fölsk vegabréf fyrir dæturnar til að smygla þeim úr landi. -gk Kratadeilur: Fimm stjórnar- menn segja af sér á ísafirði „Ég bara vona að þessum deilum sé hreinlega lokið með afsögn stjórnarmannanna. Þetta eru fjórar til fimm hræður og það var nú allt andófið sem var innan Alþýðu- flokksins," segir Sigurður R. ðlafs- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á isafirði. Fimm stjórnarmenn í Alþýðu- flokksfélagi ísafjarðar hafa sagt af sér stjórnarstörfum vegna deilna við Sigurð um bæjarmálastefnu flokksins í hinu nýja sveitarfélagi og samskipti við aðra flokka. Stjórn- armennirnir burtgengnu saka Sig- urð einnig um einræðistilburði og að hann einn vilji ráða því hverjir sitji í nefndum sveitarfélagsins fyr- ir hönd Alþýðuflokksins og að einu virðist gilda hvort þar sé um að ræða Alþýðuflokksmenn eða ekki. Þeir sem gengið hafa út eru Gróa Stefánsdóttir, formaður Alþýðu- flokksfélagsins, Halldór Antonsson gjaldkeri, Hjálmar Guðmundsson ritari, Sigga Maja Gunnarsdóttir og Guðjón S. Brjánsson. -SÁ L O K I Maður slasaðist töluvert þegar hann féll ofan af svölum húss á Seltjarnar- nesi í gær. Kom hann niður á steypta stétt og beinbrotnaði. Handrið á svöl- unum gaf sig þegar maðurinn tók á því. DV-mynd S Keflavík: Barn varð fyrir bíl Fjögurra ára gömul stúlka var flutt á sjúkrahúsið í Keflavík í gær eftir að hún hafði orðið fyrir bíl á Hafnargötunni. Slysið varð um klukkan sjö um kvöldið og virðist sem stúlkan hafi hlaupið út á göt- una. Læknisrannsókn leiddi í ljós að meiðsl stúlkunnar voru smávægi- leg. Hún hafði hruflast á höndum og fékk að fara heim að skoðun lok- inni. -GK Alvarlegt vinnuslys í Steingrímsstöð: Opið lærbrot eftir sex metra fall - krani notaður til að hífa Verkamaður slasaðist alvarlega þegar hann féll sex metra niður í lokuhús við Steingrímsstöð í gær. Var maðurinn að undirbúa sand- blástur í lokuhúsinu við virkjunina þegar slysið varð. Hann hlaut opið lærbrot og lemstraðist allur við fall- ið. Maðurinn var fluttur með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur laust fyrir hádegið enda þótti ekki verjandi að flytja hann með bíl, svo kvalinn sem hann var. Hann var ásamt öðrum manni á leið upp úr lokuhúsinu þegar slysið varð. Bitar liggja þvert yfir húsið í sex metra hæð og af þeim var stigi upp í loftgat þar sem þeir ætluðu út. Annar mannanna var kominn upp í stigann en hinn stóð á bitunum þeg- ar honum skrikaði fótur og hann féll niður. Undir var sandur og dró hann úr manninn upp úr lokuhúsi Þyrla sótti hinn slasaða mann. DV-mynd S fallinu. Þá var maðurinn með hjálm á höfði og er það mat rannsóknar- lögreglumanna á Selfossi að hjálm- urinn hafi bjargað miklu. Hinn slas- aði gekkst undir aðgerð í gær. -GK Veðrið á morgun: Rigning fram eftir degi Á morgun verður suðlæg átt, víða kaldi og rigning um mest- allt land fram eftir degi. Síðdeg- is styttir upp og léttir heldur til norðaustan- og austanlands en áfram verða smáskúrir í öðrum landshlutum. Hiti verður 8 til 16 stig, hlýj- ast norðaustanlands. Veðrið á morgun • er á bls. 36 OPEL Opel Astra VerO kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: 525 9000 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.