Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 13 Vaxtaskattur og fjámótti Kjallarinn Tíu prósent skattur á nafnvexti hefur nú verið lögleiddur. Af því tilefni hafa sumir haft á orði að fjárflótti verði úr landinu. Til þess að losna undan skattinum muni margir sparifjáreigendur fara með fé sitt úr landi. Mjög ólíklegt er hins vegar að af því verði. Ástæð- umar eru m.a. þessar: 1. íslendingar eiga að greiða skatta af tekjum sinum, einnig vaxtatekjum, hvort sem þær hafa orðið til hér- lendis eða erlend- is. Telji íslenskur ríkisborgari ekki fram slíkar tekjur er hann sekur um skattsvik. Víða er- lendis er upplýs- ingaskylda í]ár- málastofnana um vaxtatekjur mun ríkari en hér. Sá íslendingur, sem ætlaði að svíkja slíkcir tekjur und- an skatti, gæti því lent í miklum erf- iðleikum. 2. í nærfellt öll- um ríkjum, sem íslendingar hafa Sighvatur Björgvinsson alþingismaöur hendi tvísköttunarsamningar miili íslands og þess ríkis, sem ís- lenskur sparifjáreigandi kýs að vista sparifé sitt í, þyrfti hann auk þess að borga tvöfaldan vaxta- skatt; fyrst þar og svo hér. 3. Rannsóknir benda til þess að fyrir hinn almenna spariíjáreig- anda skipti öryggið meira máli en ávöxtunarmöguleikarnir. Víða er- lendis bjóðast fleiri tæki- færi til hárrar ávöxtun- ar en hér á landi. En þeim fylgir alltaf mikil áhætta, því meiri þeim mun hærri sem ávöxtun- armöguleikarnir virðast við fyrstu sýn. Margur maðurinn hefur brennt sig illa á slíkum við- skiptum. íslendingar líka því þeim hafa boðist slíkir ávöxtunarmögu- leikar allt frá því að gjaldeyrisviðskipti voru gefin frjáls. Vaxtaskatt- urinn breytir ekki því umhverfi. „Skattlagning á vexti, samfara skattalækkunum á arögreiöslum, leigutekjum og hagnaði af sölu hlutabréfa og verðbréfa, mun án efa valda miklum breytingum á því hvaöa ávöxtunarform almenningur veiur sér.“ einhver samskipti við, eru vextir skattlagðir. í mörgum þeirra er vaxtaskattlagning mun hærri en hér. Fyrir sparifjáreigendur er grasið því ekkert grænna handan landamæranna. Séu ekki fyrir Ahrif vaxtaskatts ______ Hefur vaxtaskatturinn þá engin áhrif? Jú, á inn- lenda fjármálamarkaðn- um. Skattlagning á vexti, samfara skattalækkunum á arðgreiðslum, leigutekjum og hagnaði af sölu hlutahréfa og verðbréfa, mun án efa valda miklum breyt- ingum á því hvaða ávöxtunar- form almenning- ur velur sér. Að leggja sparifé sitt inn í banka eða sparisjóð verður ekki eins ábata- vænlegt og hingað til, nema vext- ir, bæði innlánsvextir og þá um leið útlánsvextir, fari hækkandi. Önnur sparnaðarform verða nú álitlegri, t.d. kaup og sala á hluta- öryggiö meira máli en ávöxtunarmöguleikarnir," segir Sighvatur m.a. í greininni. bréfum og hlutdeildarskírteinum. Nokkum tíma mun það taka fólk að átta sig á þessum nýju aðstæð- um auk þess sem verð- og hluta- bréfamarkaðurinn á íslandi er énn að slíta barnsskónum. Engu að síður er líklegt að sú breyting verði að draga muni úr sparifjár- innlögnum í banka og sparisjóði en aukning verði að sama skapi í öðrum spamaðarformum. Það er við þeirri þróun sem Sverrir Her- mannsson og þeir Landsbanka- menn eru nú að bregðast. Þeir vilja halda hjá sér sparifé þeirra tugþúsunda Islendinga sem nú ávaxta fé sitt í bankanum. Á hinn bóginn má líka spyrja hvort líklegt sé að sparifjáreigend- ur taki fé í miklum mæli út úr bönkunum til þess að kaupa sér verðbréf og hlutabréf í fyrirtækj- um. Það eru ekki margir „stórir" sparifjáreigendur á íslandi. Mest- ur fjöldinn á hins vegar tiltölulega smáar fjárhæðir á bankabókum og launareikningum. Flestir þurfa að eiga greiðan aðgang að sínu spari- fé, geta tekið út peninga þegar þeim sýnist og þá lága eða háa fjárhæð eftir atvikum. Slíkt er miklu auðveldara og fyrirhafnar- minna ef spariféð er á innláns- reikningum frekar en í verð- eða hlutabréfum. Ávöxtunin skiptir þá minna máli en aðgengið. Fólkið með breiðu bókin Skattlagning á vexti er hins veg- ar ekki meginefni frumvarpsins um breytingar á lögum um eigna- og tekjuskatt sem ríkisstjórnin fékk afgreitt á Alþingi skömmu fyrir þinglausnir. Meginefni frum- varpsins var stórfelld skattalækk- un á arðgreiðslum, leigutekjum og söluhagnaði af verðbréfaviðskipt- um. Sú skattalækkun kemur fyrst og fremst eignafólkinu til góða en ekki hinum almenna launamanni sem á sparifé sitt í banka. Það er hins vegar hinn almenni launa- maður sem fyrst og fremst greiðir vaxtaskattinn því stóreignafólkið ávaxtar eignir sínar með öðrum hætti en á innlánsreikningum banka og sparisjóða. Þetta veit Sverrir Hermannsson. Þess vegna spyr hann stjómarflokkana hvort þeir telji sig nú hafa fundið fólkið með breiðu bökin. Sighvatur Björgvinsson Reykjavíkurlistinn tveggja ára Nú eru rúmlega 2 ár síðan Reyk- víkingar fengu Reykjavíkurlist- anum það verkefni að stjórna borginni okkar. Síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumum í borgarstjórn hefur mikið starf verið unnið til að koma reglu á stofnanir borgar- innar, fjárreiður þeirra, stjórnun og daglegan rekstur. Reykjavíkur- listinn hefur veitt mörgum mikil- vægum málum brautargengi á því kjörtímabili sem nú er hálfnað. Hæst ber uppbyggingu í dagvist- unarmálum, en sá málaflokkur hafði í stjórnartíð sjálfstæðis- manna verið vanræktur og þarfn- aðist mikilla úrbóta. í dag njóta fleiri ungir Reykvíkingar en nokkru sinni fyrr öruggrar dag- vistunar á leikskólum borgarinn- ar, auk þess sem niðurgreiðslur hafa aukist til dagmæðra, einka- og for- eldrarekinna leikskóla og er það í fullkomnu samræmi við kosningaloforð Reykjavíkurlist- ans. Úrbætur í samgöngu- málum Mikilvægra úr- bóta er einnig að vænta á næst- unni á samgöngumálum borgar- innar, þar sem mikil vinna hefur verið unnin i endurskipulagningu leiðakerfis SVR og koma þær breytingar til framkvæmda 1. ágúst næstkomandi. Eftir breyt- ingar verður halarófuakstur stræt- isvagna úr sögunni og það liðin tíð að seinheppnir borgarbúar þurfi móðir og másandi að horfa á eftir hóp strætisvagna bruna í burtu frá einni og sömu stoppistöðinni, með 20 mínútna millibili. í breytingunum verð- ur einnig gert ráð fyrir auknum og sam- hæfðari ferðum til nýrri hluta borgar- innar, en staða þess- ara mála hefur verið gjörsamlega óviðun- andi í mörgum nýleg- um hverfum. Á fleiri sviðurn er unnið mikið upp- byggingarstarf, en allt starf Reykjavík- urlistans miðar að því að gera Reykja- víkurborg að betri borg til að búa í og jafnframt að öflugu þjónustufyrirtæki. Nú, þegar kjör- tímabiðið er hálfnað, er ekki seinna vænna að við þjöppum okk- ur saman á bak við okkar fólk og hvetjum það áfram með ráðum og dáð. Afmælishátíö Ungliðahreyfingar flokkanna sem standa að Reykja- víkurlistanum hafa nú í vetur haft með sér mikið og gott Scun- starf og blása nú til afmælishátíðar undir merkjum Regnbog- ans. Afmælishátíðin verður haldin í Súlna- sal Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 13. júní og húsið opn- að kl. 20. Þar verða margvíslegar uppá- komur, ávörp, tónlist- aratriði, baflett og ýmislegt fleira. Ég bið alla þá sem fagna vilja þessum tíma- mótum að koma og eiga með okkur, borg- arfulltrúum Reykja- víkurlistans og öðru stuðningsfólki, ánægjulega kvöldstund. Það hlýt- ur að vera markmið okkar allra að Reykjavíkurlistinn fái að vaxa og dafna sem fjöldahreyfing. Fjölda- hreyfmg fólks verður sífellt að vera í mótun og sem flestir verða að koma að þeirri mótun eigi hún að standast tímans tönn. .. allt starf Reykjavíkurlist- ans miðar að því að gera Reykjavíkurborg að betri borg til að búa í og jafnframt að öfl- ugu þjónustufyrirtæki." Kjallarinn Ingibjörg Davíðsdóttir stjórnmálafr., R-lista kona og form. Fél. ungra framsóknarm. í Rvík Með og á móti Fótboltinn í sjónvarpinu Lang skemmti- legastur „Knatt- spyrna er skemmtileg- asta sjónvarps- efni allra tíma. Þar standa upp úr beinar út- sendingar frá leikjum. Áhorf- andinn er þátt- takandi í leik þar sem allt getur gerst, hann situr í besta stúkusæti og fátt fer fram hjá honum. Spennan er oft mikil og stundum þarf að láta í sér heyra. Úrslitin geta ráðist á fyrstu eða síðustu mínútu leiksins svo að athyglin verður að vera í lagi. Það er í keppni eins og úrslita- keppni EM sem áhuginn á knatt- spyrnunni nær hámarki. Við fáum að sjá bestu leikmennina takast á, snjöllustu þjálfarana eigast viö og færustu dómarana sjá til þess að farið sé eftir leik- reglum. Samt sem áður höfum við okkar skoðanir á málunum sem i flestum tilfellum eru þær einu réttu. Sem betur fer fá íslenskir knattspyrnuáhugamenn að fylgj- ast með hverri mínútu úrslita- keppni EM í RÚV og njóta leið- sagnar okkar færustu knatt- spyrnusérfræðinga um leið. Það er vel hugsanlegt að betur mætti gera með því að sýna enn meira, þ.e. brot úr leikjunum, í dag- skrárlok þar sem fjallaö væri um helstu atvik af fyrrnefndum sér- fræðingum. Grænar bólur á versta stað „Þegar ég var yngri en ég er nú þótti mér alveg rosalega gaman að fót- bolta. Ég var talsvert mikið í íþróttum og mér þótti ekki síður gaman að fótbolta en öðrum greinum. Nú er ég búin að fá ofnæmi fyrir þessari yndis- legu íþrótt vegna þess hvernig þetta er yfirkeyrt í sjónvarpinu, yfir alla aðra dagskrá eins og ekkert annað megi komast að. Það eru til fleiri greinar en knattspyrna en mér sýnist aflt í sjónvarpinu snúast í fyrsta lagi um fótbolta og síðan um ein- hvern amerískan handbolta eða ruðning sem kallast víst körfu- bolti. Hvern djöfulinn kemur mér það við hvort Chicago Bulls er að vinna Arizona eða guð má vita hvað? Ég get ekki annáð séð en að fótboltaumfjöllun í sjónvarpinu sé farin að dekka meira en helm- inginn af aflri dagskránni þar sem ekki eru amerískar hryll- ingsmyndir. Svo er meira að segja komið að fréttirnar þurfa að víkja. Eins og við höfum ekki meiri þörf fyrir að fylgjast með íjöldamorðum í fjarlægum lönd- um eða gjaldþrotafréttum af landanum. Mér finnst að Ríkisútvarpið verði að bæta okkur þetta upp með einhverjum hætti, fella nið- ur afnotagjöldin eða eitthvað enn betra. Sumar bullurnar segja okkur hinum að standa bara upp, slökkva á kassanum og fara út og viðra okkur. Það er þó hæg- ara sagt en gert fyrir mig því rassinn á mér er orðinn svo þungur að ég get ekki staðið upp úr sófanum þótt þessi ósköp birt- ist á skjánum. Þetta hefur keyrt úr öllu hófi fram og ég hef fengið grænar bólur á versta stað.“ -SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.