Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 Spurningin Hvernig finnst þér kosning- abaráttan hingað til? Þórður Óskarsson sjómaður: Ég hef ekkert fylgst með henni. Geirþrúður Kristjánsdóttir skrif- stofustúlka: Eins og við er að bú- ast. Þorbjörn Viggósson sjómaður: Lítið fylgst með henni, er alltaf á sjó. Friðþjófur K. Eyjólfsson skrif- stofustjóri: Mér leiðist helgisvipur- inn á Ólafi og tilraunir hans til að fá fylgi grátkvenna. Einar Guðjónsson, rafeindavirki: Líst ágætlega á hana. Stefania Jónsdóttir leigubílstjóri: Fylgist ekkert með henni. Lesendur Rógburöur gegn frambjóðendum Páll Sigurðsson skrifar: Árásir og rógburður gegn fram- bjóðendum til forsetakosninga, grímulaus kvenfyrirlitning og van- virðing við kjósendur hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna. Ástþór Magnússon er einn þeirra sem hefur mátt sitja undir rætnum aðdróttunum án þess að hafa nokk- uð til saka unnið annað en að verða gjaldþrota líkt og stór hluti þjóðar- innar. Öll hafa samt skotin geigað og oftar en. ekki sprengjurnar sprungið í höndum smiða sinna. Aðrir frambjóðendur hafa fengið sinn skammt af óþverranum. Nægir þar að nefna dæmalausa yfirlýsingu stuðningsmanns Péturs Kr. Haf- stein, Braga Bergmann, um íslensk- ar konur. Yfirlýsingin er með því- líkum ólíkindum að að íslenskar konur hljóta að bregðast við af fullri hörku. Þá má nefna bjánalegar uppákom- ur Davíðs Odssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar í Mogganum um hlutverk forsetaembættisins og Jóns Steinars Gunnlaugssonar á síðum sama blaðs. Upphlaup Sigurðar Heigasonar var enn eitt vindhöggið. Hann vændi einn frambjóðandann um að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Sigurður þarf hins vegar að éta lyg- ina ofan í sig eftir að ræðismaður íslands á Indlandi staðfesti rétt um- mæli frambjóðandans svo sem fram kom í fréttatíma Stöðvar tvö þann 6. júní. síðastliðinn. Á meðan Ástþór má hlusta á stöð- uga rætni um fjármál sín eru tugir milljóna settar í að auglýsa Pétur Ástþór Magnússon. - „ ...hefur mátt sitja undir rætnum aðdróttunum án þess að hafa nokkuð til saka unnið annað en að verða gjaldþrota líkt og stór hluti þjóðarinnar," segir bréfritari m.a. í greininni. Hafstein en enginn virðist ábyrgur upplýsingar eru gefnar um hvaðan fyrir íjármálum á þeim bæ og engar auðurinn kemur. Meiri hæfniskröfur í barnaverndarnefnd Ingibjörg hringdi: Hvernig stendur á því að til fólks sem treyst er fyrir börnum drykkju- sjúkra foreldra eru ekki gerðar meiri hæfniskröfur en nú er? Barnaverndarnefnd Reykjavíkur samanstendur af nokkrum pólitískt skipuðum aðilum. Skilyrðið er að vera á réttum stað í pólitík. Hvernig er hægt að bjóða börn- um, sem gengið hafa í gegnum hrylling alkóhólisma foreldra, upp á það að fólkið sem fjallar um mál þeirra hefur ekki næga þekkingu á sjúkum hugarheimi alkóhólistans. Börn, sem hafa upplifað skelfingu drykkjusjúks heimilis, eiga sannar- lega heimtingu á að um mál þeirra sé fjallað af skilningi og raunsæi. Því er að mínu mati mjög brýnt að endurskoða af fullri alvöru ráðn- ingar í þessar stöður. Árásir Þorgeir Kr. Magnússon skrifar: Þó svo að Guðrún Pétursdóttir verði fyrir skítkasti og árásum í blaðagreinum á síðum Morgun- blaðsins nær það engum samjöfnuði við þær árásir sem Ólafur Ragnar Grímsson verður að sætta sig við. Ég er alveg hissa á því að Morgun- blaðið skuli birta þessar greinar sem eru algerlega í andstöðu við hreint og jákvætt hugarfar. Ein af þessum greinum birtist í Morgun- blaðinu 8. júní undir fyrirsögninni Svínsminni. í sama blaði er einnig ráðist á Guðrúnu Pétursdóttur. Slík- irnrnm þjonusta allan sólarhringinn 5000 llli kl. 14 og 16 í blaðagreinum Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún verða fyrir of miklum árásum. ar greinar eiga sennilega eftir að koma hver á fætur annarri. Ég undirritaður gerði þá vitleysu að setja greinarstúf í Morgunblaðið 12. júni sl. og ég viðurkenni að ég fór þar yfir strikið gagnvart Ólafi Pétursdóttir. - Bréfritara finnst þau Ragnari. Mín von er sú að Ólafur Ragnar nái kosningu. Guðrún Pétursdóttir kemur tæplega til greina. DV Hringferð KKÍ Sigríður skrifar: Ég vona að framtíð okkar ágætu unglinga sem æfa körfu- bolta verði ekki sú að þurfa að borga gjald fyrir það að ung- linganefnd KKÍ fer hringferð um landið aö skoða leikmenn fyrir næstu unglingalandslið. Nú er verið aö fara af stað með það. Þátttökugjaldið er 1500 krónur. Innifalið í því er bolur og kennsla í 10 klst. Ef KKÍ hefur áhuga á að leita að efnilegum leikmönnum í landslið finnst mér sjálfsagt að gera það á æf- ingatímabilinu, t.d. þegar fjöl- liðamót eru, því þá eru væntan- lega allir í sínu rétta formi. Mér fmnst það betra en hengja þetta aftan í veru í æfingabúðum. KSÍ stendur vel að vali efni- legra leikmanna í unglingalands- liðið. Er það gert á keppnistíma- bilinu með fulltrúa í öllum landshlutum. Þar kostar ekkert að sýna sig. Stuttur ritdómur N.N. skrifar: Hér kemur stuttur ritdómur um bókina Blánótt sem er gefin út af Listahátið Reykjavíkur 1996: Ef þetta eru ljóð og list, af litlu má þá státa. Ég held þeir hafl málið misst, mig langar til að gráta. Fengu ekki endurgreitt Kristín hringdi: Samtökin Betra líf á Lang- holtsvegi bjóða þá þjónustu að útvega unglingum vinnu erlend- is. Dóttir mín og vinkona hennar leituðu þangað þar sem þær voru að leita sér að vinnu í Dan- mörku. Þær borguðu 6.500 krón- ur til að láta skrá sig og var sagt að þær fengju endurgreitt að hluta ef ekki gengi að útvega þeim vinnuna. Þær borguðu fyr- ir páska. Síðar fengu þær lista yfir hótel og veitingastaði, sem hver sem er hefði getað prentað út af netinu, en enga vinnu. End- urgreiðslu fengu þær hins vegar ekki, þeim var sagt að engir pen- ingar væru til auk þess sem þær hefðu fengið þjónustu hjá sam- tökunum. Ég vil vara fólk við þessum samtökum. Lesendasíða DV sló á þráðinn til samtakanna Betra lifs. Þar svaraði símsvari: „Þetta síma- númer er lokað.“ Dáist að Sophiu Hansen Ásta Jónsdóttir skrifar: Ég hef fylgst með fréttum af máli Sophiu Hansen undanfarið. Það hlýtur að vera meira en lítið erfitt að vera í hennar sporum. Ég dáist að því hve róleg og yfir- veguð Sophia er, hún býr yfir miklum styrk. Varla er hægt að búast við að dætur hennar þori að segja ann- að en það sem föður þeirra þókn- ast þar sem ekki lá annað fyrir en þær færu með honum heim eftir réttarhöldin. Skoðanamyndandi skoðanakannanir H.S. skrifar: Ef marka má skoðanakannan- ir eru enn mjög margir óákveön- ir í því hvaö þeir ætla að kjósa í forsetakosningunum 29. júní næstkomandi. Mér finnst margir í kringum mig hafa tilhneigingu til þess aö kjósa aðeins þá sem fá mikið fylgi. Það er eins og þeir skammist sín fyrir að kjósa hina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.