Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 8. JIJLÍ 1996 Fréttir Oddviti Fljótsdalshrepps kærir til Rannsóknarlögreglunnar: Tel aö kjörgögnum hafi verið breytt - hreppstjórinn, sem gætti gagnanna milli talninga, haföi bæöi lykilinn og innsigliö „Ég er búinn að kæra þessa sam- einingarkosningu. í fyrsta lagi kæri ég til sýslumannsins á Seyðisflrði kjörseðil sem ég tel vera leiðandi. Þaö er lesning á honum þar sem höfðað er til afstöðu ákveðins aðila og ég tel að svo eigi ekki að vera á kjörseðli. Ég tel að ógilda beri kosn- inguna í öllum sveitarfélögunum," sagði Hjörtur Kjerúlf, oddviti Fljóts- dalshrepps, í samtali við DV. „í öðru lagi fer ég fram á að Rann- sóknarlögregla ríkisins rannsaki kjörgögnin vegna gruns um að þeim hafi verið breytt á milli talninga hjá kjörstjórn. Það var talið að kvöldi kosningadagsins. Kjörstjómin vann það verk í votta viðurvist. Þá var niðurstaðan 33-33 og tveir seölar voru auðir. Síðan er kært vegna utankjör- staðaratkvæðis. Þá telur kjörstjóm- in aftur en fær aðra niðurstöðu. Þá voru 33 já, 32 nei og þrír seðlar auð- ir.“ Hjörtur segir að í millitíðinni hafi kjörkassinn verið í geymslu hjá formanni kjörstjómar sem er hrepp- stjóri og hann hafi þar af leiðandi haft bæði innsiglið og lykilinn. „Þetta tel ég alveg óafsakanlega vörslu kjörgagna. Ég tel að kjör- gögnunum hafi verið breytt og hef krafist þess að RLR rannsaki seðl- ana með efnafræðilegum aðferðum til að komast að því hvort strokað hafi verið út merki kjósanda á ein- hverjum seðli sem nú var orðinn auður.“ í þriðja lagi kærir Hjörtur þetta sama og hinir aðilarnir kærðu. „Kjörstjórn taldi utankjörstaðar- atkvæði aðila, sem ekki var á kjör- skrá, með. Þetta er námsmaður er- lendis og hann þurfti að framvísa vottorði - að ég tel - til mín til að sanna að hann væri námsmaður. Af þeim sem em með lögheimili er- lendis áttu aðeins þeir sem eru námsmenn kost á að vera á kjör- skrá við sameiningarkosninguna, samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- skrá. Vottorðið vantaði. Ég tel að umræddur aðili hefði átt rétt á að kjósa hefði hann komið sér fonn- lega inn á kjörskrá. Það sem ég kæri til RLR er bara varðandi kjörgögnin.“ Hjörtur sagðist alfarið á móti sameiningu. „Sameiningarmenn hafa ekki sýnt nokkur einustu rök sem rétt- læta það að sameina þessa hreppa." -ÞK Videohöllin: Eldur í aug- lýsingaskiiti Eldur kom upp í Videohöllinni í Lágmúla um þrjúleytið á laug- ardag. Starfsfólk á staðnum sá skyndilega hvar eldur blossaði upp í auglýsingaskilti sem er inn- andyra. Starfsfólkinu tókst að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki en slökkviliöið kom síðan og reyklosaði húsnæðið. Ekki urðu miklar skemmdir og starf- seminni var haldið áfram um kvöldið. Þá var slökkvilið kallað út um kvöldmatarleytið þegar reyk- skynjari fór í gang í íbúð í Bjamaborg við Hverfisgötu. Eng- inn var í íbúðinni en slökkvilið og lögregla komust inn í hana. Kom þá í ljós að kerti hafði brunnið niður og töluverður reykur orðið af þeim sökum. Enginn eldur var og slökkviliðið reyklosaði íbúðina á skömmum tíma. Mjög litlar skemmdir urðu á íbúðinni. -RR Humarhátíð á Höfn: Tveir í steininn eftir slagsmál Mikil ölvun var á Humarhá- tíðinni á Höfn í Hornafirði um helgina, að sögn lögreglu þar. Hátt í þrjú þúsund manns voru á hátíðinni þegar mest var en flest fór mjög vel fram. Tveir menn gistu fanga- geymslur lögreglunnar eftir ólæti og slagsmál í fyrrinótt og þá voru nokkrir teknir fyrir ölv- unarakstur og fyrir að aka of hratt. Umferð var nokkuð þung en engin umtalsverð umferðaró- höpp urðu. -RR Landhelgisgæslan fagnaði 70 ára afmæli sínu í gær með pomp og prakt. Skotið var sjö heiðursskotum úr gamalli fallbyssu við höfnina en myndin var tekin við það tækifæri. Þá var varðskipið Týr til sýnis og einnig var sögusýning í Hafnarhúsinu. Fjölmargir lögðu leið sína niður á höfn í gær vegna viðburðarins. DV-mynd S Slösuð stúlka fékk ekki far hjá lögreglunni eftir árekstur: Þeir sögðu mér að taka strætó - segir Áslaug Hulda Jónsdóttir „Mér finnast þetta fáránleg vinnubrögð og ég er mjög fúl út í lögregluna út af þessu. Ég fann mik- inn verk í hálsinum og bað lögreglu- mennina að skutla mér heim eða á spítalann. Þeir sögðust þurfa að fara í annað útkall og ekki hafa tíma til að fara með mig á spítalann. Þeir sögðu við mig að ég gæti bara tekið strætó. Á endanum keyröi bílstjór- inn á kranabilnum mig heim og þaðan fór ég á spítalann," sagði Ás- laug Hulda Jónsdóttir, tvitugur Garðbæingur, við DV en hún lenti í bílslysi á Suðurlandsbraut á föstu- dag. Jeppabifreið keyrði þá á mikilli ferð aftan á Daihatsu-bíl hennar sem var kyrrstæð á rauðu ljósi. Ás- laug tognaði illa á hálsi og var allan föstudaginn á sjúkrahúsi í rann- sókn. Bíllinn hennar er ónýtur eftir áreksturinn. „Þetta var griðarlegt högg en sem betur fer var ég í bílbelti. Vitni sögðu að hann hefði verið á yfir 100 kílómetra hraða þegar hann keyrði á minn bil kyrrstæðan. Ég fékk mik- ið sjokk og fann slæman verk í háls- inum og sagði lögreglunni frá því, en það var greinilega ekki nóg til að þeir keyrðu mig á sjúkrahús. Ég er búin að missa vinnu út af þessu alla helgina og ef þetta verður þrálátt, sem það gæti orðið, mun ég fara í skaðabótamál við þann sem keyrði á mig,“ sagði Áslaug. -RR Aslaug Hulda Jónsdóttir. DV-mynd ÞÖK Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan. Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga prestar einir að ráða yfir sinni kirkju? Fimm þúsund manns á Hellu Tuttugu teknir fyrir ölvun við akstur Um fimm þúsund manns voru samankomin á Hellu þar sem Fjórð- ungsmót sunnlenski-a hestamanna var haldið um helgina. Að sögn lög- reglu á Hvolsvelli voru engin um- talsverð óhöpp þrátt fyrir allan þennan fjölda og talsverða ölvun. Lögreglan á Hvolsvelli fékk liðs- auka frá Selfossi og Reykjavík þann- ig að um 20 lögreglumenn voru á vakt þarna um helgina. Þó fóru öku- menn ekki nógu gætilega við að virða reglur því tuttugu þeirra voru teknir fyrir ölvunarakstur og 8 fyr- ir að aka of hratt. Engin umtalsverð umferðaróhöpp urðu þrátt fyrir nokkuð þunga umferð. -RR Stuttar fréttir Mikil ferðahelgi Fjöldi manns var á ferðalagi um helgina enda veður gott víð- ast hvar um landið. Umferð gekk slysalítið að sögn Sjónvarpsins 15 teknir fullir í Rangárþingi Mikið anmíki var hjá lögregl- unni í Rangárvallasýslu um helgina og vora 15 teknir ölvaðir undir stýri. Ríkisútvarpið greindi frá þessu. Búist viö Suðurlandsskjálfta Landris á Hengilssvæðinu vegna kvikustreymis þykir jarð- vísindamönnum vera vísbending um að Suðurlandsskjálfti geti verið skammt undan. Morgim- blaðið greinir frá þessu. Hallalaus fjárlög Ríkisstjórnin stefnir að gerð hallalausra fjárlaga á næsta ári. Til að ná því markmiði þarf að skera niður heildarútgjöld ráöu- ■ neytanna um rúma fjóra millj- arða króna. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaösins. Ferðamenn vilja sjá frystihús Erlendir ferðamenn sækjast mjög eftir því að skoða frystihús og fiskvinnslustöðvar. Þessi fyr- irtæki eru hins vegar flest lokuð hinum áhugasömu ferðamönn- um, samkvæmt frétt Sjónvarps- ins. Tómas Ingi Olrich alþingis- maður vill að hér verði úr bætt. Selkópurinn braggast Selkópurinn í húsdýragarð- inum í Reykjavík fékk aö vera úti sl. laugardag í fyrsta sinn en urtan, móðir kópsins, hafhaði honum og var tvísýnt um líf hans um tíma. Góðar líkur eru á að kópurinn komist á legg, að þvi er kemur fram í frétt Morg- unblaðsins. Sophia Hansen komin til Tyrklands Sophia Hansen er komin til Tyrklands til að freista þess að hitta dætur sínar í samræmi við nýlegan úrskurð undirréttar. Samkvæmt úrskurðinum hefur Sophia umgengnisrétt við dæt- umar frá og með 1. júlí sl. Úr- skurðurinn mun nú hafa borist Halim A1 og í dag ráögast Sophia við lögmann sinn um hvaða leið verði farin til að hún fái að hitta dætur sínar. Sjónvarpið greindi frá þessu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.