Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Page 30
42 MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1996 Afmæli Hjalti Sigurbjörnsson Hjalti Sigurbjörnsson, bóndi á Kiðafelli og rannsóknarmaður hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, er áttræður i dag. Starfsferill Hjalti fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Kvöldskóla KFUM 1930-31, við Versl- unarskóla íslands 1932-33, lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1936 og stundaði fram- haldsnám i Danmörku og Noregi í hænsnarækt og refarækt 1936-38. Hjalti var bóndi að Kiðafelli í Kjós 1938-41 og flutti þá til Reykja- víkur þar sem hann stundaði versl- unar- og skrifstofustörf, m.a. á Skattstofu Reykjavíkur og hjá heild- verslun Sverris Bernhöft. Hjalti flutti aftur að Kiðafelli 1950 og hefur búið þar síðan. Þá hefur hann verið rannsóknarmaður hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins frá 1977. Hjalti stundaði mikið íþróttir á Reykjavíkurárum sínum, einkum skíði og frjálsar íþróttir, auk þess sem hann sýndi í sýningarflokki ÍR í fimleikum. Hann hefur verið safn- aðarfulltrúi Saurbæjarsóknar og meðhjálpari þar og hefur tekið mik- inn þátt í sönglífi Kjósverja. Hjalti er góður smiður og var um árabil fréttaritari Morgunblaðsins. Fjölskylda Hjalti kvæntist 25.8. 1957 Önnu Einarsdóttur, f. 4.11. 1921, húsmóður. Hún er dóttir Einars Jónssonar, verkstjóra, ráðsmanns og kennara á Hvanneyri og síðar á Akranesi og í Reykjavík, og k.h., Lisbetar Guð- bjargar Kristjánsdóttur húsmóður. Böm Önnu með fyrri manni, Þor- varði Kjerulf Þorsteinssyni, eru Einar, verkfræðingur á Reyðarfirði, og á hann þrjú börn; Sigríður, kaup- kona í Reykjavík, og á hún tvö böm; Margrét sem á tvö börn; Guðbjörg dýralæknir; Þorsteinn búnaðark- andídat. Börn Hjalta og Önnu eru Þorkell Gunnar, f. 30.3.1957, vélvirki og fisk- kaupmaður, kvæntur Dagbjörtu Helgadóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Sigurbjörn, f. 10.6. 1958, búfræðingur og bóndi á Kiðafelli, kvæntur Bergþóru Andrésdóttur og eiga þau þrjú böm; Kristín, f. 5.4. 1961, húsmóðir, gift Kristni Kristins- syni og eiga þau tvö börn; Bjöm, f. 4.8. 1963, bókbindari, kvæntur Ragnhildi Gunn- arsdóttur húsmóður og eiga þau tvo syni. Systkini Hjalta: Kristín Ninna Nielsen, f. 28.9. 1909, listakona og hús- freyja í Kaupmannhöfn; Sólveig, f. 4.3. 1911, hús- móðir í Keflavík; Þorkell Gunnar, f. 3.6. 1912, versl- unarmaður í Reykjavík; Birna, f. 25.9. 1913, hús- móðir; Hanna, f. 4.6. 1915, fyrrv. bókavörður; Helga, f. 19.11. 1917, bankafulltrúi. Hálfsystkini Hjalta, samfeðra: Friðrik, f. 2.9. 1923, nú látinn, lög- fræðingur og prófstjóri við HÍ; Ástríður, f. 20.12. 1925, d. 7.4. 1935; Áslaug, f. 6.9. 1930, hjúkrunarfræð- ingur; Bjöm, f. 18.11. 1931, dr. phil. í plöntuerfðafræði, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Foreldrar Hjalta voru Sigurbjörn Þorkelsson, f. 25.8.1885, d. 4.10.1981, kaupmaður í Reykjavík og síðar for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, og f. k. h., Gróa Bjarnadóttir, f. 16.10. 1885, húsmóðir. Ætt Sigurbjörn var sonur Þorkels, vinnumanns og b. að Kiðafelli í Kjós, Halldórssonar, b. á Borg á Kjalarnesi, Þorlákssonar, b. í Króki, Þorkelssonar, á Hofi á Kjalamesi, Einarssonar. Móðir Þorkels var Sig- ríður Sigurðardóttir, b. á Lækja- móti í Víðidal og á Þorkelshóli, Jónssonar, á Geirastöðum, Jónsson- ar. Móðir Sigurbjöms var Kristin Gísladóttir, b. í Eyrar-Útkoti, Guð- mundssonar, og konu hans, Sesselju Kortsdóttur, b. á Eyrar-Uppkoti, bróður Sólveigar í Brautarholti, langömmu Guðrúnar í Engey, móð- ur Bjama Benediktssonar forsætis- ráðherra. Kort var sonur Korts, b. í Flekku-dal, Þorvarðarsonar, ættfóð- ur Kortsættarinnar í Kjós. Gróa var dóttir Bjarna, b. á Valdastöðum í Kjós, Jakobssonar, b. þar, Guðlaugssonar. Móðir Bjarna var Guðbjörg ljósmóðir Guðmunds- dóttir, b. í Hvammi, Valdastöðum og á Árvelli á Kjalarnesi, Jónsson- ar. Móðir Gróu Bjamadóttur var Solveig Ólafsdóttir, b. í Hliði við Reykjavík, Magnússonar, b. í Örfirisey, Ólafssonar. Móðir Sol- veigar var Helga Þorláksdóttir, b. á Löngumýri, Skúlasonar. Hjalti tekur á móti gestum heima hjá sér eftir kl. 18 í dag. Hjalti Sigurbjörns- son. Jón Helgi Eiðsson Jón Helgi Eiðsson, starfsmaður hjá Kassagerð Reykjavikur, Jóru- felli 6, Reykjavík, er fertugur i dag. Starfsferill Jón Helgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var i Breiðagerð- isskóla, Réttarholtsskóla og stund- aði nám við Námsflokka Reykjavík- ur í einn vetur. Jón Helgi var starfsmaður hjá Sjóklæðagerðinni 1971-75, hjá Ofnasmiðjunni 1975-77 og 1979-84, útibús- stjóri hjá Kaupfélagi Hún- vetninga. á Skagaströnd 1977-79, hjá Panelofnum 1984-88, hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað 1993-94. Þá var hann bar- þjónn hjá Hollywood, Þórskaffi og á Hótel fs- landi. Hann starfar nú hjá Kassagerð Reykjavík- ur við tölvuvinnslu. Jón Helgi sat í stjórn Iðjufélags verksmiðjufólks 1986-92. Fjölskylda Fyrri kona Jóns Helga var Sig- urást A. Baldursdóttir, f. 11.3. 1956. Hún er dóttir Baldurs Jónssonar og Sigurástar Kristjánsdóttur sem bæði eru látin. Börn Jóns Helga og Sigurástar eru Sigurjón, f. 6.9. 1976, búsettur í Reykjavík; Inga Þóra, f. 20.11. 1979, en unnusti hennar er Snorri Snorrason og eiga þau óskírt barn, f. 10.6.1996; Bryndís, f. 26.8.1987, bú- sett í Reykjavík. Fósturdóttir Jóns Helga og dóttir Sigurástar er Heiða Björk Þorbergsdóttir, f. 11.3. 1974, búsett í Reykjavík. Seinni kona Jóns Helga er María Kristin Guð- mundsdóttir, f. 9.4. 1965, verslunarmaður. Hún er dóttir Guðmundar Jóns- sonar, fyrrv. bónda í Skógum, og Estherar Kristjánsdóttur, húsmóð- ur og starfsstúlku Fjórð- ungSsjúkrahússins í Nes- kaupstað. Dóttir Jóns Helga og Manu Kristínar er Sif, f. 6.1. 1991. Fósturdóttir Jóns Helga og dóttir Mar- íu Kristínar er Hrafndís Pálsdóttir, f. 10.11. 1986. Systkini Jóns Helga em Hafdís Bára, f. 12.2. 1943, húsmóðir í Reykjavík; Hörður, f. 8.5. 1944, sjó- maður í Reykjavík; Ottó Eiður, f. 19.6. 1946, framkvæmdastjóri í Kópavogi; Sigríður Björg, f. 10.1. 1948, verslunarmaður í Reykjavik; Sigurjón, f. 11.5. 1949, verkstjóri í Kópavogi; Bjami, f. 27.1.1953, sendi- bílstjóri í Reykjavík; Auður, f. 15.9. 1954, ræstitæknir í Reykjavík; Krist- inn, f. 23.10. 1957, vagnstjóri í Reykjavík. Foreldrar Jóns Helga era Eiður Ottó Bjarnason, f. 24.3. 1923, d. 25.6. 1982, verkstjóri, og Soffia Sigurjóns- dóttir, f. 7.9. 1925, húsmóðir í Reykjavík. Seinni maður Soffiu er Björn Berndsen, f. 19.2. 1931, málarameist- ari í Reykjavík. Ætt Eiður var sonur Bjarna, verk- stjóra í Reykjavík, síðar á Kálfafelli í Suðursveit, Bjarnasonar, b. í Efri- Langey í Dölum, Jónssonar, b. þar, Bjarnasonar, lóðs í Bíldsey. Móðir Bjarna var Herdís Dagsdóttir, b. í Litla-Galtardal, Jónssonar. Móðir Herdísar var Þrúður Sigurðardóttir, b. á Krossá á Skarðsströnd, Orms- sonar, ættföður Ormsættarinnar, Sigurðssonar. Meðal systkina Þrúð- ar var Þuríður, amma Einars, afa Guðríðar, ömmu Péturs Guðmunds- sonar kúluvarpara en systir Guðríð- ar var Jófríður Ágústa, amma Ös- surar Skarphéðinssonar alþm. Önn- ur systir Þrúðar var Ingibjörg, amma Þorgils, afa Ólafs Gauks, fóð- ur Önnu Mjallar en Þorgils var einnig afi Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra. Bróðir Þrúðar var Guðmundur, afi Jóhönnu Kristínar, ömmu Agnars, föður Leifs Breið- íjörð glerlistamanns. - Móðir Eiðs var Sigríður Ottós- dóttir, b. í Sigmundarhúsum, Magn- ússonar. Móðir Sigríðar var Björg Pétursdóttir, b. að Sigmundsstöð- um, Þorsteinssonar. Soffía var dóttir Sigurjóns, verka- manns í Reykjavík, Jónssonar, út- vegsb. í Vík á Akranesi, Sigurðsson- ar, b. i Niðurkoti á Kjalarnesi, Páls- sonar. Móðir Sigurjóns var Sigríður Ólafsdóttir, systir Hallsteins, afa þeirra systra, Hallbjargar og Stein- unnar Bjamadætra. Móðir Soffiu var Sólveig' Ólafs- dóttir, skósmiðs í Reykjavík, Ólafs- sonar og Þórönnu Jónsdóttur frá Mörk á Síðu. Móðir Þórönnu var Sigríður Þórhallsdóttir, systir Guð- ríðar, langömmu alþm. Jóns Helga- sonar og Hjörleifs Guttormssonar. Jón Helgi Eiðsson. Til hamingju með afmælið 22. aprfl 90 ára Bjöm Guðmundsson, Varmalandi, Ytri-Torfustaða- hreppi. 85 ára Guðrún B. Ipsen, Snorrabraut 58, Reykjavík. 80 ára Jónína Þórðardóttir, Snorrabraut 56, Reykjavik. Begljót Benjamínsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Grímur Samúelsson, Torfnesi, Hlíf 1, ísafirði. 75 ára Kristinn Möller, Þverbrekku 4, Kópavogi. Kristný Ólafsdóttir, Birkihlíð 11, Vestmannaeyj- um. Ólafia Guðmundsdóttir, Tjamargötu 12, Sandgerði. 70 ára Sigurður Sveinsson, Þorvaldseyri 1, Austur-Eyja- fiallahreppi. Viðar Þorláksson, Sléttuvegi 17, Reykjavik. 60 ára Agnes Egilsdóttir, Víðilundi 6, Garðabæ. Karl Einarsson, Vallargötu 21, Sandgerði. Oddur Guðjónsson, Fjarðarbraut 37, Stöðvarfirði. Elias Magnússon, Stekkjarholti 6, Akranesi. Trausti Ragnarsson, Hólsvegi 9b, Eskifirði. Ragna Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 25, Akranesi. 50 ára Jón Ármann Arason, Skipholti 34, Reykjavík. Þórður M. Þórðarson, Háteigsvegi 18, Reykjavík. Hugrún Engilbertsdóttir, Espilundi 19, Akureyri. Ragnhildur Óskarsdóttir, Skólavegi 66a, Fáskrúðsfirði. 40 ára Bryndís Ingibjörg Bjöms- dóttir, Brekkustíg 3, Bíldudal. Finnbogi R. Alfreðsson, Efstahrauni 24, Grindavík. Hólmfriður Sigurðardóttir', Birkihlið 34, Reykjavik. Inga Jóhannsdóttir, Þinghólsbraut 32, Kópavogi. Sigríður Einarsdóttir, Hjöllum 16, Patreksfirði. Magnús Helgi Alfreðsson Magnús Helgi Alfreðsson húsa- smíðameistari, Austurvegi 7 (Hæstakaupstað), ísafirði, er fertug- ur í dag. Starfsferill Magnús Helgi er fæddur í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann hætti í skóla fimmtán ára en hóf nám að nýju átján ára, lauk prófi úr mál- miðnaðardeild Iðnskólans í Reykja- vík 1976, burtfaraprófi úr Iðnskólan- um á ísafirði 1979, lauk prófi úr Meistaraskóla byggingarmanna á ísafirði 1987, auk ýmissa námskeiða tengdum húsasmíði. Magnús Helgi var vinnumaður á Geldingalæk í Rangárvallasýslu 1972, vann með skóla í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi 1973-78, hjá ýmsum byggingarverktökum á ísafirði frá 1978, við Skipasmíðastöð Marsellíusar á ísafirði í átta ár en starfar nú sjálfstætt við húsasmíð- ar, auk þess að sinna viögerðum og nýsmíði báta og skipa, með aðstöðu í Neðstakaupstað (Suðurtanga) á ísafirði. Fjölskylda Magnús Helgi kvæntist 10.2. 1979 Áslaugu Jóhönnu Jensdóttur, f. 26.6. 1958, sem rekur Gistiheimili Áslaug- ar á ísafirði. Foreldrar hennar eru Helga Þuríður Marsellíusdóttir, húsmóðir á ísafirði, og Jens Gunnar Péturssonar, starfsmaður Nes- kaupsstaðar á Norðfirði. Áslaug Jó- hanna ólst upp. með móður sinni hjá afa sínum og ömmu, Marsellíusi Bernharðssyni, skipasmið á ísa- firði, og Albertu Albertsdóttur konu hans. Börn Magnúsar Helga og Áslaug- ar Jóhönnu er Helga Þuríður f. 14.7. 1979, nemi i Framhaldsskóla Vest- fiarða; Rakel Guðbjörg f. 9.5. 1982, nemi í Grunnskóla ísafiarðar. Hálfsystkini Magnúsar Helga, sammæðra, era Helga Bergljót f. 16.9. 1942, búsett I Keflavík; Reynir f. 14.6.. 1945, matreiðslumaður í Keflavík; Grétar Örn f. 17.4. 1949, verkstjóri í Reykjavík; Ragnar Geir, f. 18.8. 1951, búsettur í Reykjavík; Erla f. 25.8. 1953, húsmóðir, Njarð- vík. Alsystkin Magnúsar Helga eru Þuríður Linda f. 17.2. 1959, húsmóð- ir á Patreksfirði; Helena Katrín, f. 30.11. 1960, húsmóðir í Njarðvík; Al- freð, f. 10.2. 1962, d. 11.7.1962; Alfreð Emil f. 24.3. 1963, húsasmiður í Kópavogi; Ásta Berglind f. 31.3 1968, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystir Magnúsar Helga, sam- feðra, er Halldóra Kolbrún Ólafs- dóttir f. 28.3. 1953, leirlistakona í Hauganesi. Foreldrar Magnúsar Helga er Al- freð Ólafur Oddsson, f. 1.6. 1927, d. 14.5. 1968, og Rakel Guðbjörg Magn- úsdóttir, f. 17.8. 1925, húsmóðir í Reykjavík. m uVÁ>ib /llr fl Stora sviöi Borgarleikhussins UPPSELT 2. syning sun. 14. juli kl.20 omasæn 3. sýníng llm. 18.júlí kl.20 oriasæn 4. sýning__fbs. 19. júlí kl.20 onasæn 5. sýning lau. 20.júlí kl.20 Námu-ogGengislélagarfa 15% | |:ikpiu AP. afslatt a fyrstu 15 syningarnar. WIÉwAiéAj Fonsala aðgöngumiöa er hafin • Miðapantanir í síma 568 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.