Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1996, Side 36
> FRÉTTASKOTIÐ GC /—J L-U SÍMINN SEM ALDREI SEFUR <c cyr> 1— LT3 1— * Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ1996 Tvö sjúkra- flug sömu nóttina Þyrla landhelgisgæslunnar hafði . L*. nóg að gera í fyrrinótt þegar hún flaug tvö sjúkraflug. Það fyrra var vegna bamshaf- andi konu sem veikst hafði illa í Landamannalaugum. Hún mun hafa fengið slæmar bæðingar og var hún talin i mikilli hættu. Hún var flutt á Landspítalann og að sögn lækna þar var hún ekki í al- varlegri hættu í gær og líðan henn- ar eftir atvikum. Þá flaug þyrlan skömmu siðar að Saurbæ 1 Dölum en þar var ungur maður hætt kominn vegna of- neyslu lyfja. Hann var einnig flutt- ur á Landspítalann og var á bata- vegi í gærkvöld. -RR Tveir slösuðust illa í Þórsmörk - Tveir menn slösuðust illa í Þórsmörk um helgina. Annar mannanna fékk slæma höfuðá- verka í fyrrinótt og sagði við lækni í Þórsmörk að nokkrir menn hefðu ráðist á sig og spark- að í höfuö sér. Síðar í samtali við lögreglu var maðurinn ekki viss hvað hefði komið fyrir sig og sagðist líklega hafa dottið illa. Maðurinn var mjög ölvaður og einn á ferð. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Aö sögn lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var mað- urinn kinnbeinsbrotinn og með heilahristing. Hann var hafður á spítalanum til eftirlits en var sagð- ur á batavegi í gærkvöldi. Annar maður slasaðist í gær- morgun þegar hann fótbrotnaði illa og var hann einnig fluttur með sjúki-abO til Reykjavikur. Hann mun hafa verið á göngu þegar hann hrasaði í gjótu, að sögn lög- reglu á Hvolsvelli. Ung stúlka kom að honum þar sem hann lá hjálpar- þurfi en hann var talsvert ölvaður. Hann var í aðgerð í gær á Sjúkra- húsi Reykjavíkur en mun vera á góðum batavegi að sögn lækna. Engin önnur stórvægileg óhöpp urðu en einhverjir leituðu læknis- aðstoðar í Þórsmörk út af minni háttar meiðslum þar. Lögreglan á Hvolsvelli og starfsfólk í Þórsmörk sögðu helgina annars hafa verið með rólegasta móti. Um 2 þúsund manns voru í Þórsmörk um helg- ina og var það mun færra en búist hafði verið við fyrirfram. Nokkur ölvun var á fólki en minni en oft- ast áður eins og starfsfólk þar komst að orði. -RR Veðrið lék við afmælisgesti þegar haldið var upp á 50 ára afmæli Hveragerð- is um helgina, 20 stiga hiti var, logn og sólskin. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heiðraði Hvergerðinga með nærveru sinni. Hér tekur hún þátt í að þvo þvott upp á gamla móðinn á hverasvæðinu en þar höfðu kon- ur úr leikfélaginu komið upp aðstöðu til þess. DV-mynd Sigrún Lovísa EES-málið og forseti íslands: Ég hugleiddi mjög aö segja af mér - segir Vigdís Finnbogadóttir Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sagði í viðtali við Sjón- varpið í gærkvöldi að hún hefði tek- ið EES-málið mjög nærri sér og íhugað alvarlega að segja af sér þeg- ar umræða um það var hvað heit- ust. Hún segist hafa verið lengi að jafna sig eftir EES-málið og fundið að hún hafi valdið ýmsum sem henni þykir vænt um vonbrigðuih með því að taka þá afstöðu að neita ekki að skrifa undir lögin um EES. „Hér hefði orðið mjög, mjög erfitt ástand sem hefði endað með afsögn- um hér og þar. Ég hugleiddi mjög mikið á þessu tímabili að segja af mér en mér fannst það ekki sýna þann styrk sem ég raunverulega á inni í mér. Ég átti að geta horfst í augu við þetta, að gera þetta svona, og ég hef gert það,“ sagði forsetinn. Hún sagðist mjög hafa hugsað um æsku landsins í tengslum við EES- málið og meðal annars að hefðum við ekki samþykkt EES-samninginn þá hefðum við getað útilokað okkur frá háskólastofnunum, vísinda- og lærdómsstofnunum og öðrum stofn- unum sem byggja upp framtíð ís- lenskrar æsku. Þessi hugsun hefði hjálpað sér í að taka þá ákvörðun sem hún tók, að undirrita lögin. „Það er mjög erfitt að horfast í augu við það þegar mikill fjöldi beinir orðum sínum til manns og óskar eftir því að maður beiti sér í málinu," sagði forsetinn. -SÁ Brotist inn í Þjóðveldisbæinn Brotist var inn í Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal í fyrrinótt og stolið það- an 50 þúsund krónum úr peninga- kassa bæjarins. Starfsmaður Þjóðveldisbæjarins hafði gleymt peningakassanum inni um nóttina en hann tekur hann allajafna með sér að vinnudegi lokn- um. I honum var geymdur aðgangs- eyrir að bænum. Engar skemmdir voru unnar á staðnum að sögn lögreglu en málið er í rannsókn. -RR L O K I Veðrið á morgun: Rigning vestanlands en bjartviðri austanlands Á morgun er húist við suð- lægri átt, golu eða kalda. Rigning verður vestanlands en bjartviðri austanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Ertu búinn að panta? dagar til Þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 50 - 50 - 200 —-------------------------- 1 þrQstur SENDIBILASTÖC r 533 -1000,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.