Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Utlönd DV Morðingi tekinn af lífi Fred Komahren, sera myrti fyrrverandi konu sína, föður hennar og 10 ára stjúpson, var tekinn af lífi með eitursprautu í Suður- Karðlínu í morgun. Kornahern var 47 ára gam- all og hann var dæmdur til dauða árið 1985. Hann hafði skotið konuna sína fyrrver- andi í brjóstið á heimili henn- ar og elti hana svo uppi er hún reyndi að flýja til föður síns sem bjó í næsta húsi. Þegar þangað var komið stakk hann föðurinn í brjóstið, elti kon- una út aftur og stakk hana til bana. Stjúpsonur hennar fannst einnig látinn af stungusárum. „Ég gaf allt í hjónabandið. Fjölskyldan var mér allt. Þeg- ar draumar mínir og framtíð með fjölskyldunni b'rotnuðu þá missti ég alla stefnu í líf- inu,“ sagði Kornahrens áður en hann var tekinn af lífi. Beiðni hans um frestun á af- tökunni var hafnað í gær- kvöldi. Flugslysiö við Long Island: Sprengjuhotun barst Stór hópur sérfræðinga reynir nú að komast að orsök þess að TWA flug 800 sprakk i tætlur og brotlenti rétt hjá New York í fyrrinótt. Ekk- ert hefur enn komið fram sem bend- ir til þess að um hryðjuverk hafl verið að ræða en margir telja að svo sé. Sú skoðun fékk byr undir báða vængi í gærkvöldi þegar það fréttist að sprengjuhótun hefði borist arab- ísku fréttablaði á miðvikudaginn frá sömu hryðjuverkasamtökum og lýstu yfir ábyrgð á sprengjunni sem varð fimm Bandaríkjamönnum að bana í Sádi-Arabíu i nóvember. í bréfinu var því lýst yfir að ráðist yrði fljótlega á bandarískt skot- mark. Þrátt fyrir þetta hefur Banda- ríkjastjórn varað almenning við því að hrapa að ályktunum: „Við erum að rannsaka málið. Við getum ekki sagt á þessari stundu hver var orsökin," sagði Jim Kallstorm, yfirmaður í bandarísku Vinningaskrá 12. útdrátfur 18. júlí 1996 Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 20625 1 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 10235 15033 18021 41537 | Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 2833 11062 21743 32249 53308 61537 6680 16802 25786 40467 56850 62516 Húsbúnaðarvinnin Kr. ÍOÍOOO Kr. 20.C gar 100 (tvöfaldur 340 9844 18271 27013 37903 49043 56592 70132 977 9932 18656 28193 38304 49256 57699 70175 1890 10129 18742 28555 38761 49626 58443 70864 3178 10203 18834 28856 40186 49950 58566 72548 3894 10615 19473 28992 40556 50140 58853 72573 4051 10793 20115 29094 41312 50439 59532 72679 4836 10933 20525 29709 41642 51754 59828 73549 5109 10952 20622 30589 42039 51826 60129 74047 5138 11473 21018 30765 42109 52309 60482 74331 5811 11741 21347 31146 42160 52416 60514 74382 6196 11809 21421 31502 42209 52546 60702 74661 7107 12851 21518 31509 42478 52729 61526 75080 7205 12980 21543 31603 42609 52863 61569 75154 7378 13053 21572 31621 42781 53304 63622 75159 7910 13189 22391 31899 43931 53521 64028 75188 7973 13377 22398 31900 44593 53946 64425 75481 8127 13503 22789 32015 44594 54094 64617 75490 8201 13813 23153 32132 44680 54147 65195 75963 8564 14407 23518 33323 44806 54236 66340 76245 8631 14446 23615 33708 45282 54527 66740 76779 8659 14547 23643 34002 45718 54761 66883 76990 8879 14671 23851 34555 45748 54835 67653 77367 8942 15080 24647 34664 45952 55022 67973 77541 9025 15233 24771 34740 46773 55517 68645 78072 9081 15388 24995 35340 47095 55759 68684 78839 9426 15653 25051 36640 47204 56054 68729 79505 9506 15890 26403 37143 47515 56209 68833 79809 9642 16017 26664 37236 48320 56435 69361 79923 9718 16872 26760 37329 48494 56446 69369 9792 17633 26869 37333 48748 56575 69618 Heimasiöa á Interneti: http//www.itn.is/das/ Alríkislögreglunni. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, tók í sama streng: „Bíðum þangað til við vitum stað- reyndir málsins," sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi í gær. Ýmsar kenningar hafa verið I gangi um orsök slyssins og í gær útilokaði Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, algjörlega að flugvél- in hefði verið skotin niður með lít- illi loftvamabyssu en bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hélt því fram að það væri helsta kenning rann- sóknarmanna. í morgun var svo hópur kafara að búa sig undir að leita I hafdjúpun- um að vísbendingum um orsök slyssins. Tvo hundruð og þrjátíu manns voru um borð í vélinni, þar af átján í áhöfn. Meðal þeirra sem létust voru sextán framhaldsskólanemar á leið í málaskóla í Frakklandi. Hér má sjá nemendur frá menntaskólanum í Montoursville bíöa eftir minningarathöfn um sextán félaga sína er fór- ust í flugslysinu í Bandaríkjunum í fyrrinótt. San Suu Kyi viö leiði föður síns Stuttar fréttir Stjórnin 1 Burma ásakaði í morg- un leiðtoga lýðræðisaflanna í land- inu, nóbelsverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, um að skaða landið með því að reyna að fá vestrænar þjóðir til að beita Burma efnahags- þvingunum. í viðtali nýlega sagði hún að hún væri hlynnt efnahags- þvingunum erlendra ríkja til þess að þrýsta á stjórnvöld í Burma að breyta stjórnmála- og mannréttinda- ástandinu í landinu. Kyi hefur hvað eftir annað lýst því yfir að efnahags- þvinganir myndu aðeins koma sér illa fyrir stjórnina en ekki almenn- ing þar sem herinn væri sá eini sem græddi á erlendum fjárfestingum. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að að- gerðir Kyi muni skaða almenna borgara í Burma. „Hún vill að meðborgarar hennar þjáist en ætti heldur að vera að reyna að fá útlendinga til að stunda viðskipti hérna,“ sagði í leiðara blaðs stjórnarinnar. Mörg erlend fyrirtæki, svo sem Carlsberg og Pepsi, hafa hætt við að fjárfesta i Burma nýlega vegna hættu á efnahagsþvingunum. San Suu Kyi er dóttir þjóðhetj- unnar Aung San hershöfðingja en hann var einn af níu mönnum sem Hér má sjá nóbelsverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, forystukonu stjórnarandstööunnar í Burma, við leiöi föður síns, þjóðhetjunnar Aung San hershöföingja. voru myrtir í sjálfstæðibaráttu Burma þann 19. júlí árið 1947. Eftir sjálfstæði Burma er þessi dagur haldinn hátíðlegur á hverju ári og í gær fór San Suu Kyi með blómvönd að leiði föður síns og félaga hans. Kuy, sem er fimmtíu og eins árs gömul, var búin að vera fangi á heimili sínu í sex ár þegar henni var sleppt í júlí á seinasta ári. Hún fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir baráttu sína gegn mann- réttindabrotum stjómvalda í Burma. Karadzic lætur af öllum embættum Leiðtogi Bosníuserba, Radovan Karadzic, lét í morgun af öllum op- inberum embættum, að því er sendimaður Bandaríkjamanna, Ric- hard Holbrooke, greindi frá. Hol- brooke skýrði frá þessu í sjónvarps- fréttum eftir tíu klukkustunda við- ræður við Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, í Belgrad. Bandarísk yfirvöld sendu Holbro- oke, höfund Dayoton friðarsam- komulagsins, til Balkanskaga í þess- ari viku til þess að reyna að koma Radovan Karadzic, leiðtoga Bosní- userba, frá völdum. Aður en Holbrooke flaug til Belgrad sagði hann við fréttamenn í Sarajevo að hann væri fús til þess að banna flokki Karadzics þátttöku í kosningunum ef hann færi ekki frá völdum. Sumir töldu hættu á að kosning- arnar teldust ekki löglegar yrði áhrifamesti flokkur Serba útilokað- ur frá þátttöku. Bosníuserbar hafa hótað að drepa eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna ef leiðtogi þeirra, Karadzic, sem er eftirlýstur stríðsglæpamaður, verð- ur handtekinn. Reuter 700 farast í flóðum Rúmlega 700 manns hafa farist í flóðum í suður- og miðhéruðum Kína undanfarna daga. Jeltsín gegn spillingu Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti skipaði í gær nýjum varnarmála- ráðherra, Igor Rodionov, að uppræta spill- ingu meðal liðsforingja. Bjartsýnn á sameiningu Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, segir að aukin samskipti N-Kóreu við önnur lönd veki vonir um sameiningu N- og S-Kóreu. Létust í eldflaugaárás Að minnsta kosti 18 manns létu lífiö í eldflaugaárás skæruliða á Kabul, höfuðborg Afghanistan, í gær. Náðar konur Ezer Weizman, forseti ísraels, hefur ákveðið að náða tvær palestínskar konur sem hann hafði áður neitað að láta lausar þar sem „þær hefðu ísraelskt blóð á höndum sér“. Netanyahu óvinsæll 55 prósent ísraela eru óá- nægð með Benjamin - Net- anyahu forsæt- isráðherra samkvæmt nið- urstöðum skoð- anakönnunar sem birt var í morgun. 23 prósent eru ánægð með forsætisráðherrann og 22 prósent óákveðin. Reyna að semja Bresk og írsk yfirvöld hafa heit- ið því að reyna að koma friöarvið- ræðum af stað á ný. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.