Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1996, Qupperneq 24
36 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 Er R-listinn að fjarlægjast fólkið sem kaus hann? Ekkert flokks- hestaframboð „Það gengur ekki í næstu kosningum að bjóða upp á annað flokkshestaframboð eins og síð- ast.“ Ásgeir Hannes Eiríksson í Tím- anum. Búinn að fá mig fullsaddan „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af tali um atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni á kostnað Reykjavíkur." Guðmundur Hallvarðsson í DV. Ummæli Snillingar við erum „Við fáum ákveðna X upphæð og svo bætist ofan á það ef plöt- urnar seljast og dæmið gengur upp. Sem hlýtur að gerast miðað við þá snillinga sem við erum.“ Gunnar L. Hjálmarsson, í hljómsveitinni Unun, í Alþýðu- blaðinu. Dal og Dali Hann merkir myndirnar sínar Dal og er því annar maður á eft- ir Dali.“ Indriði G. Þorsteinsson, um Gunnar Dal, í Tímanum. Volg sturta „Af og til opnast himnarnir og við fáum örstutta og volga sturtu." Þórhalla Snæþórsdóttir, um hitabylgjuna á Egilsstöðum, í Tímanum. Ólympíueldurinn tendraður í Ólympíu. Ólympíuleik- arnir til forna Skráð saga ólympiuleikanna til foma hefst árið 776 fyrir Krist. í fyrstu voru Spartverjar sigurvegar- ar í flestum greinum en eftir því sem leikarnir efldust dreifðust sig- urvegarar á fleiri þjóðir. Vegur ólympíuleikanna óx jafnt og þétt og sigurvegarar á leikunum hlutu meiri vegsemd. Glæsilegar bygg- ingar voru reistar í Ólympíu og bestu listamenn kepptust við að skreyta hana með listaverkum sín- um. Á tímum Persastríðanna á ár- unum 550-440 f.Kr. efldust þeir enn frekar því leikarnir efldu sam- heldni og þjóðarmetnað Grikkja. Glæsilegustu leikarnir voru haldn- ir 476 f.Kr. þegar Þemistókles, sem leitt hafði Grikki til sigurs í stór- orrustu, var hylltur Blessuð veröldin Hnignunin hefst Grikkir höfðu borið gæfu til að standa saman á örlagastundu en jafnskjótt og mesta hættan var lið- in hjá var samhugnum lokið og hnignun ólympíuleikanna hefst í Pelopsskagastríðinu sem stóð í 27 ár og lagði landið næstum í rúst. Vegna stríðsins sóttu æ færri leik- ana. Þeim var þó haldið áfram en misstu ljóma sinn. Súld eða rigning Á Grænlandssundi er smálægð sem þokast norðnorðaustur og önn- ur heldur dýpri og víðáttumeiri skammt suðvestur af landinu, einnig á norðnorðausturleið. Veðrið í dag í dag verður sunnan- og suðaust- ankaldi eða stinningskaldi og súld eða rigning um mestallt land en hæg suðvestan- og vestanátt í nótt og fyrramálið. Smáskúrir sunnan- og vestanlands en annars staðar að mestu þurrt. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austantil á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnangola eða kaldi og súld eða rigning í fyrstu en vestangola og smáskúrir síðdegis. Að mestu þurrt í nótt og í fyrramálið. Hiti 9 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.12 Sólarupprás á morgun: 3.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.45 Árdegisflóð á morgun: 09.07 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 10 Akurnes þoka 10 Bergsstaöir rigning 9 Bolungarvík rign. á síð.kls. 9 Egilsstaðir skýjaö 14 Keflavíkurflugv. þokumóöa 9 Kirkjubkl. alskýjaö 10 Raufarhöfn rigning 12 Reykjavík rign. á síö.kls. 9 Stórhöföi rigning 8 Helsinki skýjaö 13 Kaupmannah. léttskýjaö 14 Ósló léttskýjaö 11 Stokkhólmur léttskýjaö 14 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam skýjaö 13 Barcelona léttskýjaö 21 Chicago léttskýjaó 28 Frankfurt léttskýjaö 13 Glasgow mistur 13 Hamborg léttskýjaö 11 London skýjaö 14 Los Angeles þokumóöa 17 Lúxemborg léttskýjaö 12 Madrid léttskýjaó 22 Mallorca þokumóöa 20 París skýjaö 15 Róm þokuruónigur 21 Valencia léttkýjaö 21 New York alskýjaö 24 Nuuk þoka 4 Vín skýjaö 13 Washington rign. á síö.kls. 23 Winnipeg léttskýjað 18 Haukur Tómasson tónskáld: Ég er óttalegt fagidjót Það var tilkynnt um síðustu helgi að Haukur Tómasson tón- skáld fengi bjartsýnisverðlaun Brostes í Danmörku að þessu sinni og bætist hann því í hóp fimmtán íslenskra listamanna sem þegið hafa verðlaun þessi, en þau eru að upphæð 50 þúsund danskar. Verðlaunin verða afhent í Kaup- mannahöfn næstkomandi mið- vikudag. Haukur þarf ekki að fara langt til að nálgast verðlaunin því hann er staddur úti í Kaupmanna- höfn þar sem hann hefur verið við uppsetningu á leikverki sem hann hefur samið tónlist við og er sýnt Maður dagsins í tengslum við það að Kaupmanna- höfn er menningarborg Evrópu í ár. Haukur sagði í stuttu spjalli að hann væri ákaflega ánægður með þessa viðurkenningu: „Ég fer í hóp mætra íslendinga og þykir ákaflega vænt um að vera kominn í þennan hóp. Hér í Kaupmanna- höfn er ég búinn að vera í um það bil tvo mánuði, en verið er að setja Haukur Tómasson. upp mikið verk sem er sambland af leikverki og óperu og samdi ég tónlistina. Þetta er eins og hálfs tíma verk fyrir sex leikara, sex söngvara, sextíu statista og fimmt- án manna hljómsveit. Ég hef verið að vinna við að semja tónlistina síðastliðin tvö ár. Verkið verður sýnt í skipakví undir beru lofti og er leikmyndin skipakvíin sjálf, en búið er að gera áhorfendapalla. Það er að mörgu að huga, það þarf að magna tónlistina upp til að ná upp hljómburðinum og svo er lýs- ingin mikið tækniverk. Áætlað er að sýna verkið sex sinnum í viku í þrjár vikur og er fyrsta sýningin í lok næstu viku.“ í fyrra var Haukur tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs: „Það var fyrir kammerhljóm- sveitarverkið Spírall, sem kom út á geislaplötu frá Tónverkamið- stöðinni." Haukur sagði að hann væri ekki alveg ákveðinn í hvað tæki við þegar þessu lyki í Kaupmanna- höfn: „Ég reikna með að geta sinnt áfram tónlistarsköpuninni ein- göngu, eins og ég hef gert síðastlið- inn tvö ár, og líklegast er að ég fari að semja flautukonsert. Þá er maður að vona að hægt verði að setja upp verkið sem ég nú vinn að í Reykjavík, alla vega einhverja útfærslu á því.“ Þegar Haukur var spurður um áhugamál fyrir utan tónlistana sagði hann þau ekki vera mörg: „Ég er óttalegt fagidjót, en ég hef einnig áhuga á mat.“ -HK Myndgátan Vasapeningar Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi DV Breiöablik og Valur leika saman í kvöld. Myndin er frá viöureign liöanna í vor. Fjórir leikir í 1. deild kvenna í kvöld fer fram áttunda um- ferð i 1. deild kvenna í fótbolta. Breiðabliksstúlkur hafa tekið af- gerandi forustu og verða ekki auðsigraðar og því síður á heimavelli í Kópavoginum, en þær eiga heimaleik á móti Val í kvöld. Á Akranesi leika ÍA og ÍBV, á Akureyri ÍBA og Aftur- elding og í Garðabæ fer fram við- ureign Stjömunnar og KR. Ailir leikimir hefjast kl. 20. íþróttir Tveir leikir eru í þriðju deild í kvöld, á Dalvík leika heima- menn við Ægi og á Egilsstaða- velli leika Höttur og Víðir. Leik- irnir hefjast kl. 20. Nú fer fram á Hólmsvelli, Lei- runni, Norðurlandamót unglinga í golfi og er spennan í hámarki. Þetta er bæði sveita- og einstak- lingskeppni. í gær voru leiknar tvær umferðir eða 36 holur, en í dag er aðeins leikin ein umferð og verða úrslit kunn í kvöld. Veðrið hefur ekki verið sem best til að iðka golf og kemur það ís- lensku keppendunum til góða sem vön em að leika við þessar aðstæður. Bridge Fjölmörgum leikjum er nú lokið í annarri umferð Bikarkeppni BSÍ enda rennur fresturinn til að spila leiki í þeirri umferð út þann 21. júlí. Nokkrar sterkar sveitar hafa þegar þurft að sætta sig við að vera slegn- ar út. Sveit +Film tapaði fyrir Eurocard 68-116, sveit Suðurlands tapaði fyrir VÍB 88-30, sveit Granda hf. tapaði fyrir Sigmundi Stefáns- syni 66-110 og sveit Rúnars Einars- sonar fyrir Stefaníu Skarphéðins- dóttur 97-106. í leik sveita Eurocards og +Film, sem spilaður var sl. mið- vikudagskvöld, voru það slemmum- ar sem voru örlagavaldarnir. Spilin í þeim leik vom forgefin og venju fremur villt. Eigi færri en 8 slemm- ur var hægt að standa í leik liðanna, þar af þrjár alslemmur í 40 spilum. Ein alslemman var sögð á báðum borðum (7 grönd). Sveit Eurocards spilaði í einu spilinu 6 tígla á með- an sveit +Film reyndi við sjö. Sú alslemma gat staðið en sagnhafi 4 1065 ' «4 D63 * 954 * G543 4 KG842 *4 1097 ♦ Á62 * Á10 4 973 «4 G82 4 G73 * D976 váldi einu spilafæru leiðina til að fara niður. Þriðja alslemman var þessi: Sveit +Film lét sér nægja að segja 6 grönd á spilið en sveit Eurocard fór alla leið í sjö grönd. Báðir sagn- hafanna fengu 13 slagi, spilararnir i sveit Eurocards fengu þrettánda slaginn með því að toppa tígulinn og fella gosann. Sveitin græddi því 13 impa á spilinu í stað þess að tapa 17 impum ef alslemman fer niður. í hinu alslemmuspilinu græddi Eurocard 16 impa í stað þess að tapa 13 impum ef 7 tíglar hefði staðið. Sveifla upp á 59 impa. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.