Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Side 4
4 fréttir 1 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JL^"V Landhelgisgæslan gagnrýnd fyrir aðstoöina við norska togarann: Skiptum okkur ekki af pólitískum deilum - ekki ákveðið hvort björgunarlauna verður krafist „Við erum sjómenn og gerum ekki greinarmun á mönnum eftir þjóðemi. Við mátum það sem svo að skipið væri í neyð og okkur bæri skylda til þess að koma því til hjálpar. Við skiptum okkur ekki af pólitískum deilum og hjálpum mönnum ef við höfum tækifæri til þess,“ segir Helgi Hallvarðsson hjá Landhelgisgæslunni í samtali við DV í gær. íslenskir sjómenn hafa gagnrýnt Gæsluna eftir að kafarar á varð- skipinu Tý losuðu veiðarfæri úr skrúfu norsks togara við Jan Mayen í fyrrinótt. Sjómemi á úthafsveiðum, sem DV hafði samband við í gær, sögðu enga ástæðu fyrir íslendinga að vera að aðstoða Norðmenn þegar þeir kæmu fram við okkar menn eins og dæmin hefðu sýnt. „Við munum skoða málið þegar skýrsla kafaranna og skipstjórans á varðskipinu er komin en ég veit ekki annað en að menn séu sam- mála um að skipið hafi verið í nauðum statt. Það lá i vari við Jan Mayen og kafararnir mátu það þannig að ekki hefði verið hægt að hreyfa skrúfuna,“ segir Helgi. Að- spurður hvort farið yrði þá fram á björgunarlaun, í staö lægri upp- hæðar fyrir hefðbundna aðstoð, sagði Helgi að ekkert slíkt hefði verið ákveðið. J Eftir aðstoðina við Norðmenn hélt varðskipið Týr á ný á loðnu- miðin, við 200 mílna mörkin norð- an við land þar sem færeyska loðnuskipið Júpíter hafði beðið um aðstoð. Nótin hafði vafið sig upp á skrúfu skipsins og var það vélar- vana. Varðskipið er nú með Júpít- er í togi á leið til hafnar í Vopna- firði. Reiknað var með að skipin næðu landi í dag, laugardag. -sv Níu ára drengur slapp á undraverðan hátt eftir harðan árekstur: Hjálmurinn bjargaði lífi stráksins - segir faðirinn sem varð vitni að slysinu DV, Akureyri: „Það var skelfilegt að horfa á þetta gerast en strákurinn rankaði fljótlega við sér og jafnaði sig þegar hann var kominn á slysadeild. Hann er orðinn eins og hann á að sér að vera en er að vísu nokkuð marinn víða um líkmann. Það er þó ekki nokkur hlutur miðað við sem hefði getað gerst hefði hann ekki verið með hjálm á höfðinu þegar hann lenti í þessum árekstri," segir faðir Víðis Bjarkasonar, 9 ár drengs á Akureyri. Víðir fór í vikunni ásamt föður sínum hjólandi frá heimili þeirra við Rimasíðu og var ferðinni heitið að verslun við Lónsbakka sem er í útjaðri Akureyrarbæjar að norðan. Tilgangur ferðarinnar var að kaupa gullsprey sem Víðir hugðist úða á skeifu sem hann fann í Þorvaldsdal í sumar og hefur nú sett upp fyrir ofan dyrnar á herberginu sínu. Víðir man ekkert eftir því sem gerðist en faðir hans varð vitni að því. „Strákurinn var nokkra metra fyrir aftan mig og hefur farið of langt út í malarkantinn við malbik- ið. Hann sveigði því inn á veginn en missti þá stjórn á hjólinu og fór alltof langt inn á veginn. -Ég heyrði bremsuhljóð bifreiðarinnar sem hann lenti á og sá þegar Víðir kastaðist upp í loftið, skall efst á framrúðunni, sem brotnaði, og síð- an út í mölina utan vegar,“ segir faðir Víðis. Telja má fullvíst að hjálmur sem Víðir var með á höfðinu hafi bjarg- að lífi hans eða a.m.k. komið í veg fyrir stórslys. Hjálmurinn brotnaði aftan til og mynduðust í hann tvær sprungur að auki. Hjálminn fékk Víðir að gjöf frá Kiwanisklúbbnum Kaldbaki fyrir þremur árum en klúbburinn hefur það fyrir sið að gefa 6 ára börnum í bænum hjálma til að nota þegar þau hjóla. -gk EM í bridge: Tveir stórsigrar og ísland í 5. sæti íslenska sveitin á Evrópumóti yngri spilara i Wales vann tvo stór- sigra á frægum bridgeþjóðum í 16. og 17. umferð. Fyrst voru Svisslend- ingar lagðir, 22-8, og síðan Svíar, 23-7. Með þeim sigri hafði ísland sætaskipti við Svíþjóð, er nú í fimmta sæti með 295 stig en Svíar voru í því sæti fyrir umferðina. Norska sveitin er efst, er nú með 348 stig eftir að hafa hlotið 39 stig í 16. og 17. umferð. Danmörk er í öðru sæti með 330 stig og ísrael því þriðja með 322 stig. -hsfm Víðir meö hjálminn góða sem e.t.v. bjargaði lífi hans. Eins og sjá má er hjálmurinn brotinn og sprunginn ofarlega aftan til. Ekki er erfitt að geta sér til um afleiðingarnar ef Víöir hefði veriö án hjálmsins þegar óhappiö átti sér staö. DV-mynd gk Samherjamenn stefna á hlutabréfamarkaðinn: Sameina fimm fyrir- tæki í einum risa DV, Akureyri: Eigendur Samherja á Akureyri, bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir og Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa afráðið að sam- eina í eitt stórt útgerðar- og vinnslu- fyrirtæki Samherja og dótturfyrir- tækin Oddeyri, Stokksnes, Söltunar- félag Dalvíkur og Strýtu. Stefnt er að því að hiö nýja sameinaða félag fari á hlutabréfamarkað og sæki um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Fyrirtækið verður að öllum líkind- um það stærsta á sínu sviði hér á landi. Til þess að hafa umsjón með þessu verkefni hefur Samherji ráðið Björgólf Jóhannsson, viðskiptafræð- ing og endurskoðanda, í starf fram- kvæmdastjóra á nýsköpunar- og þróunarsviði. Björgólfur hefur und- anfarin ár gegnt starfi fjármála- stjóra Útgerðarfélags Akureyringa og síðan Gunnar Ragnars sagði upp sem forstjóri ÚA hefur Björgólfur gegnt því starfi. Björgólfur var hins vegar ekki ráðinn í starfið eftir að það hafði verið auglýst á dögunum. Samherjamenn hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna í atvinnurekstri sínum og eru m.a. í atvinnurekstri erlendis. Þannig á Samhetji sam- starf við Royal Greenland á Græn- landi og er hluthafi í fyrirtækjum í Færeyjum, Þýskalandi og Englandi. „Stefnan er að styrkja enn frekar þennan þátt i starfseminni og sækja fram“ segir í fréttatilkynningu frá Samherja um málið. -gk Knattspyrna: Skaga- menn fara til Moskvu Skagamenn höfðu ekki heppn- ina með sér í gær þegar dregið var til annarrar umferðar í for- 1 keppni UEFA-bikarsins í knatt- « spyrnu. Þeir mæta hinu kunna I felagi, CSKA Moskva frá Rúss- j landi, og verður fyrri leikurinn á | Akranesi 6. ágúst en sá síðari í s Moskvu 20. ágúst. í CSKA Moskva er eitt þekktasta félag Rússlands og hef- | ur oft náð langt i Evrópukeppni. | Undanfarin ár hefur það þó ekki unnið til neinna metorða en fé- | lagið varð siðast meistari og bik- armeistari árið 1991. Árið eftir | mætti CSKA Víkingi í Evrópu- keppni meistaraliða og vann | báða leikina, 1-0, á Laugardals; I vellinum og 4-2 í Moskvu. í næstu umferð sló CSKA út 1 spænska stórliðið Barcelona og | komst þar með í meistaradeild- I ina. I Á síðasta tímabfli hafnaði s CSKA í 6. sæti í rússnesku deild- | inni og er núna í 5. sæti þegar 19 umferðum er lokið af 34, tíu stig- | um á eftir efsta liðinu, Vladika- vkaz. Þrír ieikmanna CSKA léku með liði Rússa í Evrópukeppn- | inni í Englandi í síðasta mánuði. | Það voru miðjumennirnir Vlad- 1 islav Radimov og Dmitri Khoklov og varnarmaðurinn Ev- | geni Bushmanov. Þessi liö keppa Þessi lið drógust saman í 2. umferð forkeppninnar: " Kosice-Glasgow Celtic j Legia Varsjá-Haka Rapid Búkarest-Lokomotiv ; Sofia Sliema Wanderers-OB Odense 5 Zagreb-Spartak Moskva I Partizan Belgrad-National j; Búkarest ! Dinamo Tbilisi-Molde Lyngby-Mura | Halmstad Vardar Skopje Dynamo Moskva-FC Jazz Zaigiris Vilnius-Aberdeen Budapest Vasutas-Barry í Town Helsingborg-Dinamo93 Minsk Hajduk Split-Torpedo Moskva « Aarau-FC Lantana Dinamo Minsk-Besiktas ! HJK Helsinki-Odessa Casino Graz-Vojvodina Neuchatel-Anorthosis I Sigma Olomouc-Hutnik Krakow j Akranes CSKA Moskva Tirol Innsbruck-Slavia Sofia Slovan Bratislava-Trabzon- j spor | Skonto Riga-Malmö Beitar Jerusalem-Bodö/Glimt -VS Braust inn í bælið Maður braust inn í fikniefna- | bælið í Mjölnisholti skömmu eft- ir að lögreglan lokaði þvi og lét skipta um lása á fimmtudag. j Maðurinn för inn um glugga en ! var handtekinn og fluttur á stöð- ! ina. -sv Missti prófið Töluvert var um hraðakstur á Reykjanesbrautinni í fyiTÍnótt, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Nokkrir voru gripnir og einn missti ökuskírteinið sitt á staðn- um. Sá ók á 146 kílómetra hraða og ekur ekki meira næstu mán- uðina. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.