Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ1996 Áttunda dauðsfallið í mótmælasvelti tyrkneskra fanga: Yfirvöld hóta föng unum aðgerðum Mótmælasvelti tyrkneskra fanga varð áttunda fórnarlambinu að bana í gær þegar 22 ára kvenmaður í vinstrisinnuðum samtökum lést í fangelsi. Sveltið hefur nú staðið í 69 daga og nær til um 300 fanga, aðal- lega vinstrisinna sem eru í haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Þeir krefjast umtalsverðra bóta á aðbúnaðinum í tyrkneskum fangels- um og lokunar eins fangelsis sem þykir alræmt fyrir harðræði. Talið er að fangamir séu einnig í hefndar- aðgerðum gegn lögreglunni sem far- ið hefur ómjúkum höndum um vinstrisinna. Ekki er útlit fyrir að mótmæla- sveltið taki enda á næstunni og eykst spennan vegna þess með degi hveijum. Tyrknesk yfirvöld hóta að- gerðum hætti fangamir ekki svelt- inu en útlista ekki í hverju slíkar aðgerðir gætu falist. Mörg Evrópuriki hafa brugðist hart við og hvetja Tyrki til að hefja tafarlaust umbætur í fangelsum landsins. Tcdsmaður Evrópusam- bandsins hvatti Tansu Ciller, utan- ríkisráðherra Tyrkja, til að gera allt sem í hennar valdi stæði til að hindra fleiri dauðsfoil. Vora þau hvatningarorð túlkuð sem áminn- ing til Tyrkja um að standa við lof- orð um að bæta ástand mannrétt- inda í landinu sem var gefið í tengslum við ábatasama tollasamn- inga við Evrópusambandið. Sósíalískir þingmenn Evrópu- þingsins hótuðu að skera á fjárhags- aðstoð Evrópusambandsins til Tyrkja á næsta ári og franska utan- ríkisráðuneytið ráðlagði Tyrkjum að fara samningaleiðina. ítalir hvöttu til tafarlausrar lausnar máls- ins, að öðram kosti gæti það haft al- varlegar afleiðingar á tengsl Tyrkja við Evrópusambandið. Þjóðverjar hvöttu einnig ákaft til bóta í tyrk- neskum fangelsum en eldsprengjum var kastað á fyrirtæki Tyrkja í Þýskalandi fjórðu nóttina í röð. Víða í Evrópu hófu brottfluttir Tyrkir samúðarsvelti til styrktar málstað fanganna. Reuter Um 20 Tyrkir settust að í höfuðstöðvum sósíaldemókrata í Bern í Sviss og kröfðust bætts aðbúnaðar fyrir fanga í tyrkneskum fangelsum. Símamynd Reuter Grunur um sprengingu í TWA-vélinni verður áleitnari: Fundu tvo hreyfla vél- arinnar á hafsbotni stuttar fréttir Áhlaup í Sri Lanka Herinn í Sri Lanka gerði áhlaup I á búðir skæruliða og neyddi al- þjóðlegar hjálparsveitir og óbreytta borgara á flótta. Námuverkamenn hóta Rússneskir námuverkamenn í | Vladivostok, sem hafa verið í verk- falli í 13 daga vegna ógreiddra ; launa, hótuðu víðtækum aðgerð- um. Fyrirskipaði leit Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, Ifyrirskipaði umfangsmikla leit að skæru- liöum araba sem taldir eru standa á bak við morð á óbreyttum borgara í ísrael, því fyrsta eftir að hann komst til valda. Hóta stríði Hútúmenn í Búrúndi hafa hafn- að loforði um að koma lýðræði á í 1 landinu að nýju. Hafa þeir hótað ji skæruhernaði í höfðuborginni. Ótt- ast menn nýja ógnaröld með fjölda- i morðum. Vöidu að berjast Sveitir Rússa og Tsjetsjena hundsuðu samningaumleitanir og áttu í hörðum bardögum um yfir- j; ráð yfir þorpi. K Mannskæð flóð Flóð í Bangladess og Indlandi II síðastliðnar tvær vikur hafa orðið að minsta kosti 250 manns að bana. B Horfa til skattalækkana Margir repúblikanar binda vonir við | að skattalækk- unarstefna Bobs Doles ; hjálpi honum !að ná kjöri sem forseti Banda- ríkjanna í nóvember. Börðust gegn flóðum Lögreglumenn og óbreyttir borg- 1 arar i Kína börðust hetjulegri bar- [í áttu gegn flóðahættu í miklum >, rigningum. Þá bjuggu yfirvöld í Kína og á Taívan sig undir komu I fellibylsins Gloríu sem skildi eftir sig mikla eyðileggingu og 20 látna á á Filippseyjum. Vill endurkjör Ion Iliescu, forseti Rúmeníu, [ ætlar að fara fram á endurkjör í 1 kosingum í nóvember. Fríhöfnum lokað Evrópusambandiö hefúr sam- þykkt að loka fríhöfnum fyrir far- I þega sem ferðast milli landa innan | bandalagsins. Fríhafnimar mót- mæla, segjast útvega 100 þúsund störf, en neytendasamtök fagna þar sem viðskiptavinir séu oftar en ekki blekktir. Reuter Kauphallir: Uppsveifla í Tokyo Töluverð uppsveifla hefur verið undanfarna daga á verðbréfamark- aðinum í Tokyo sem jafnaði út þá niðursveiflu sem markaðurinn lenti í í byrjun vikunnar. Verðbréfasalar í Tokyo efast þó um að batinn haldi áfram. Tölvufyrirtækið IBM til- kynnti í lok vikunnar að hagnaður fyrirtækisins hefði ekki minnkað eins mikið og ráð var fyrir gert og markaðurinn brást við með því að snúa við niðursveiflu sem hefur verið ríkjandi undanfarið. Dow Jo- nes vísitalan komst í 5.422,01 á föstudag. Hang Seng verðbréfavísitalan í Hong Kong hefur lækkað um 140 stig þessa vikuna og eru margir fjárfestar óvissir um að batinn sem hefur orðið í Wall Street haldi áfram. -JHÞ/Byggt á Cnnfn Leitarmenn hafa fundið tvo hreyfla TWA-vélarinnar sem fórst undan Long Island í Bandaríkj- unum í síðustu viku. Getur þessi fundur skipt sköpum varöandi þá spumingu hvort sprengja grandaði vélinni og sendi 230 manns rakleitt í dauðann. í gær höfðu 138 lík fundist og ver- ið flutt á land. Á sama tíma veltu sérfræðingar fyrir sér sérkennilegu hljóði í flugrita vélarinnar en hann fannst á miðvikudag. Sérfræðin- garnir fullyrða að burtséð frá því hvað hafi gerst um borð í vélinni áður en hún hrapaði sé víst að það hafi gerst fyrirvaralaust. Það bendi óneitanlega til að sprengja hafi grandað vélinni. Var reynt að bera hið sérkenni- lega hljóð í flugritanum, sem varði í hálfa aðra sekúndu, saman við hljóðin sem bárust frá flugrita Pan Am vélarinnar sem sprengd var í loftinu yfir Lockerbie á Skotlandi 1988. í báðum tilvikum var um eðli- legar samræður í flugstjórnarklef- anum að ræða, allt þar til undarlegt hljóð heyrðist og allt varð hljótt. Hreyflamir sem fundust i gær vega hvor um sig 3-4 tonn og líður einhver tími þar til hægt verður að lyfta þeim úr sjónum. í gærdag var ekki vitað nákvæmlega í hvaða ástandi hreyflarnir væru eða hvort útlit þeirra gæfi vísbendingar um sprengingu. En þótt hreyflunum verði ekki strax lyft úr hafinu verða þeir rannsakaðir á staðnum. Er því vonast til að svör um orsök slyssins liggi fljótlega fyrir. Reuter 2 í 1 * : £ 1 k, Segja vitni Ijúga um stríðsglæpi Verjandi Bosníu-Serbans Dus- ans Tadics við stríðsglæpadóm- stólinn í Haag heldur því fram að múslímsk vitni, sem sluppu lif- andi úr Omarska-fangabúðunum, hafi logið til um meinta stríðs- glæpi hans, vitnisburður þeirra sé tómur tilbúningur og til þess eins að koma fram hefndum gegn honum og Bosníu- Serbum. Tadic, sem er 40 ára, er ákærö- ur fyrir morð, nauðganir og pynt- ingar í þjóðernishreinsunum Serba í norðvesturhluta Bosníu 1992. Tadic, sem er tveggja barna faðir og karatekennari, neitar að hafa nokkurn tíma verið í um- ræddum fangabúðum. Málaferlin yfir honum hófust í byrjun maí og vara væntanlega marga mán- uði enn. Verjandinn efast um að eitt að- alvitnið hafi getað borið kennsl á Tadic rétt áður en einn fanganna var neyddur til að bíta eistun af samfanga sínum. En vitnið er visst í sinni sök og segir Tadic hafa tilheyrt herflokki sem gekk undir nafninu Hinir lituðu og all- ir óttuðust, einnig fangaverðirn- ir. Munu þeir hafa komið reglu- lega til fangabúðanna til þess eins að pynta og drepa fanga. Fölsun krítar- korta upprætt Lögreglan í Suður-Kína hefur upprætt eina umfangsmestu krít- arkortafólsun landsins. I yfirlýs- ingu frá krítarkortafyrirtækinu MasterCard segir að lögregla hafi ráðist til atlögu gegn krítarkorta- verksmiðju í borginni Gu- angzhou, skammt frá landamær- um Hong Kong. Gerði lögregla um 10 þúsund fölsuð krítarkort upptæk og yfir 30 þúsund falsað- ar þrívíddarmyndir sem tryggja eiga að kortin séu ekta. I yfirlýs- ingu frá fyrirtækinu segir að um meiri háttar sigur fyrir rafræna greiðslumiðlun sé að ræða. Hundrað ítalsk- ar konur vilja fósturvísa Eitt hundrað ítalskar konur hafa gefið sig fram í von um að fá hluta af þeim fósturvísum sem eru í frysti í Bretlandi og eytt verður í næstu viku. Rómversk- kaþólskur hópur, sem berst gegn fóstureyðingum, kom óskum kvennanna á framfæri. Talsmað- ur hópsins sagði að umsóknir um fósturvísa streymdu inn trá kon- um á öllum aldri, þar á meðal tveimur nunnum. Rúmlega 3.300 fósturvísar, sem nú era í frysti, verða eyðilagðir 31. júlí í samræmi við lög sem segja að ekki megi geyma fóstur- vísa í meira en fimm ár nema meö samþykki viðkomandi for- eldra. Italskur læknir, tengdur bar- áttuhópnum, segir að ítölskum sljórnvöldum beri að þrýsta á Breta til að koma i veg fyrir fjöldamorð. Gaf nýra og sá sjálfur um ígræðsluna Þýskur læknir, Jochen Heuer, hefur vakið athygli heima fyrir eftir vel heppnaða nýrnaskipta- aðgerð. Það sem gerir aðgerðina óvenjulega er að það var sjálfur læknirinn sem gaf nýrað. Hann segir að sú hugmynd hafi vaknað eftir samræður við starfsfélaga sína þar sem fram kom að lækn- ar eigi einungis að koma með til- lögur til sjúklinga sinna sem þeir geti sjálfir fallist á. Bæði nýma- gjafi og nýrnaþegi hafa það gott en hafa ekki myndað sérstök vin- áttutengsl. Vildi læknirinn halda nafni sínu leyndu til að byrja með. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.