Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1996 JL>V Það er kominn dagur hjá mér, þó klukkan sé bara rúmlega sex, og nótt hjá mörgum enn þá. Ég gef kettinum og hundinum, gleymi sjálfri mér og borða ekki morgun- mat fyrr en um sjöleytið í vinn- unni. í Húsdýragarðinum eru morgunverkin í föstum skorðum, mitt svæði er hesthús og fjárhús þessa vikuna en þar er orðið frem- ur tómlegt því sumarleyfl dýranna eru hafin og megnið af íbúum hússins nýtur frelsisins í Þerney. Ég lít líka inn til andar- og gæsar- unganna sem til okkar hafa borist í sumar, býð þeim góðan dag, við miklar undirtektir, og gef þeim að borða. Þá fer ég að selalauginni þar sem hinn víðfrægi afrækti kóp- ur svamlar. Sú stutta virðist bara kunna vel við sig með fjölskyld- unni en hún lætur alveg vita ef hinir koma of nálægt og fær ekki háa einkunn fyrir geðslag og hátt- vísi. Hún tekur mér hins vegar fagnandi, enda maginn farinn að segja til sín og hún sporðrennir ótrúlegu magni af niðurbitaðri sild og loðnu. Ég spjalla svolítið við hana á meðan hún étur, enginn veit hvað hún skilur mikið af því Margrét Halldórsdóttir, húsdýrahiröir í Húsdýragaröinum, á oft annasama daga. óvenju óþægar og stríðnar og hlaupa stóran hring í garðinum. Eftir verðlaunaspretti, hróp og köll tekst okkur þó að leiðrétta þær og koma þeim inn þar sem ilmandi taðan bíður þeirra. Andarungarn- ir, sem við fóstrum, eru úti á dag- inn en þeir stærstu fá að vera úti allan sólarhringinn. Þeir litlu eru orðnir ansi æfðir í að sleppa frá okkur en allt hefst þetta þó að lok- um. Minum vinnudegi er lokið, klukkan orðin fimm og tími til að halda heim á leið. Ég er varla dott- in inn úr dyrunum heima hjá mér þegar síminn glymur, það er móð- ir mín að spyrja frétta af „ömmu- barninu", kópnum. Við spjöhum dágóða stund og eftir símtalið hef ég mig af stað upp að Gunnars- hólma þar sem við hjónaleysin erum með tvo hesta. Við ætlum að hittast þar og skreppa í reiðtúr. Ein skeifa er dottin undan en þeg- ar því er reddað og við komin í hnakkinn hverfur öll þreyta hvers- dagsleikans, fákamir geysast áfram og við forum smáhring í Heiðmörkinni. Kvöldmaturinn er borðaður um tíuleytið og er í létt- ara lagi. Sonja vinkona mín hring- Dagur í lífi Margrétar Daggar Halldórsdóttur húsdýrahirðis: Sumarleyfi aýranna hafin sem ég er að hjala en stundum horfir hún í augun á mér og kurr- ar eitthvað á móti; við erum greinilega sammála. Ég finn fyrir stolti yfir því að við skulum hafa bjargað þessu litla greyi, þó útlitið hafi oft verið ansi svart. En með seiglunni hafðist það og þessi litla urta virðist ætla að hafa það af. Eftir þessa máltíð fer ég að þrífa hjá svínunum og þar er hvorki hjal né kurr heldur öskur og há- værir kveinstafir yfir hverju sem verða vill. Að þessum verkum loknum er farið í kaffi og mikið skeggrætt um nýafstaðið fjórð- ungsmót hestamanna. En ekki dugir að sitja of lengi, hin æsispennandi skrifstofustörf bíða mín. Ég hringi vestur á land og fala hyrnda kú af bónda þar. Sá tekur vel í erindi mitt, ætlar að- eins að athuga málið og ég á að hringja aftur eftir nokkra daga. Næst hringi ég til að panta pláss fyrir eina hryssuna okkar undir stóðhest og spjalla því næst við ráðsmanninn í Þemey til að vita um líðan dýranna þar. Daglega hringir fjöldi manns sem er með alls kyns unga og ýmis villt dýr í hremmingum. Svo er einnig í dag og ég reyni að leiðbeina fólki eftir bestu getu um meðferð dýranna en flestir koma þó með dýrin hingað til okkar og við geram fyrir þau það sem við getum. Ég reyni afltaf að gera fólki grein fyrir því að alls ekki má taka egg úr hreiðri og unga á aldrei að taka nema vera þess fuflviss að hann sé yfirgefinn eða móðirin dáin. Náttúran verður að fá að hafa sinn gang og maður- inn er ekki óumdeflanlega í rétti i gjörðum sínum þar. Yfirleitt tekur fólk athugasemdum mínum vel og stundum er hægt að „skila“ dýrinu aftur til heimkynnanna. Að vanda er glatt á hjalla í há- deginu enda sumarstarfsfólkið geislandi af orku og lífsgleði sem og annað starfsfólk. Ýmis skot tjúka en allt þó í góðu. Við forum yfir verkefni dagsins, bæði liðin og komandi, og eftir hádegið gerum við út leiðangur til að sækja fóður, bæði handa loðdýrum og selum. Hringt er neðan úr bæ og látið vita af látinni ungamömmu. Ungamir hennar eru mávunum auðveld bráð og því þjótum við af stað þeim til bjargar. En krílin eru ekki á þvi að láta bjarga sér og eftir mikinn eltingaleik höldum við heim með einn unga af sex í farteskinu. Hinum óskum við alls hins besta í baráttunni við nátt- úruöflin. Ég hringi svo í dýra- lækni til að fá upplýsingar um ýmsa hluti og gefa honum stöðuna með litla kópinn. Hann gleðst yfir þeim góðu fréttum að kópurinn sé að braggast og ætlar að líta til okk- ar fljótlega. Seinnipartinn fer svo allt á fullt við að gefa dýrunum og koma þeim inn. Geiturnar eru ir að spyrja frétta af hrossasölu, hún veit af manni sem vantar hest og ég er með tvo til sölu. Fundi er komið á daginn eftir og við spjöll- um í framhaldi um heima og geima, aðallega um hross og tamn- ingar, kynbótagripi og fjórðungs- mótið. Þegar við loksins getum stoppað okkur af er komið langt fram yfir háttatíma hjá mér. Mér verður litið á reglugerðina um líf- rænan landbúnað sem er á nátt- borðinu hjá mér og hugsa eitt and- artak um að lesa svolítið í henni en mér er á augabragði svipt inn í draumalandið og þau áform að engu gerð. -em Finnur þu fimm breytingar? 369 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sextugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Sigríður Erla Jónsdóttir 2. Ásthildur Ólafsdóttir Höfðabraut 2 Haukanesi 19 300 Akranes 210 Garðabær Myndiraar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 369 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.