Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1996, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 27. JULl' 1996 JL>"W Ólympíuleikarnir í Atlanta eru nú rétt hálfnaðir en þeim lýkur með lokaathöfn sunnudaginn 4. ágúst. Margir íþróttamenn hafa unnið glæsileg afrek í Atlanta og margir hafa orðiö fyrir sárum vonbrigö- um. Þannig gengur þetta fyrir sig í iþróttunum og þannig mun þetta ganga fyrir sig í íþróttunum um ókomna tíð. Margar skemmtUegar ljós- myndir hafa verið teknar á leikun- um og eins og venjulega geta blöð ekki birt allar þær myndir sem til þeirra berast. Á þessari síðu má sjá nokkrar skemmtUegar svip- myndir frá Atlanta . Keppni er nú haf- in í frjálsum .- íþróttum á leikunum og þá finnst mörgum sem þeir séu loksins byrj- aðir fyrir alvöru. Hart verður barist um gullverð- launin sem í boði eru. Þeir eru hins vegar til sem eru að verða vitlausir á öUu íþróttaefninu í fjöl- miðlum en þeir verða að hafa biðlund um sinn. -SK Bandaríska fimleikakonan Kerri Strug talar hér viö leikarahjónin litríku, Bruce Willis og Demi Moore, á veitingastaönum Planet Hollywood í Atlanta eftir aö liö hennar sigraöi t liöakeppni í fimleikum. Kerri tryggði liöinu sigur er hún stökk en þegar hún lenti tóku sig upp meiðsli í ökkla og veröur hún frá keppni í einhvern tíma Símamynd Reuter Chelsea Clinton, dóttir Banda- ríkjaforseta, fylgist hér meö keppni í Atlanta. Ungverski 110 m grindahlauparinn Levente Csillag sýnir hér ólympíuhár- greiösluna sem er ansi skemmtileg, bæöi sjást ólympíuhringirnir og talan 100, sökum 100 ára afmælis leikanna. Símamynd Reuter Oryggisveröir elta hér brasilískan áhorfanda er hann hleypur aö japanska markveröinum Yoshikatsu Kawaguchi og náöu þeir aö stööva hann áöur en hann náöi til hans. Japanir unnu leikinn, 1-0, og þóttu þaö vera óvænt úrstlit sökum þess aö Brasilíumenn eru heimsmeistarar í knattspyrnu. Ástralski hesturinn „True Blue Silverwood" gengur hér í gegnum sturturnar vinsælu til þess aö kæla sig og hefur mikiö verið rætt um hitann gífurlega og rakann í Atlanta og er vatn orðin dýrkeypt vara þar í bæ. Ástralska sundliöiö, meö andlitin máluö græn og gyllt í stíl viö liti liösins, reynir aö skapa hér réttu stemninguna fyrir liöiö en það vann silfurverölaun í 4x100 m sundi kvenna, kom á eftir bandaríska liöinu. Margir íþróttamenn hafa glaöst yfir góöum árangri og þeir eru margir keppendurnir sem bætt hafa árangur sinn á leikunum. Einhver tár hafa trítlað niöur kinnar vonsvikinna íþróttamanna eins og gengur en þeim gengur bara betur næst. Símamyndir Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.